Tíminn - 27.11.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.11.1981, Blaðsíða 8
'"Vo ^ 8 utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sig- uröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. úlafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helaar-Timans: llluai Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, FriÖrik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiöur Helga- dóttir, Jónas Guömundsson, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, . Kristin Leifsdóttir. Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. útlits- ■ teiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guö- jón Róbert Agústsson, Elin EMertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir. Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavfk. Simi: .86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 85.00- Prentun: Blaöaprent h.f. Að eiga sigrana saman eftir Steinurmi Finnbogadóttur Niðurtalning tryggir kaupmátt ■ Ástæða er til að vekja athygli á eftirfarandi upphafi stjórnmálaályktunar, sem var samþykkt á nýloknum flokksráðsfundi Alþýðubandalags- ins: „Á þessu ári hefur tekist að koma verðbólgunni niður i 40% og lækka hana þannig um þriðjung frá þvi sem hún var á árunum 1979 og 1980. Þetta er augljós árangur sem ástæða er til að fagna og felur i sér hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Það sem mestu máli skiptir er að jafnhliða og vegna þessarar miklu hjöðnunar verðbólgu hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna i landinu haldist óskertur, þrátt fyrir nokkra skerðingu verðbóta 1. mars s.l. Efnahagsaðgerð- um rikisstjórnarinnar um s.l. áramót var einmitt ætlað að þoka verðbólgunni niður og tryggja fólki óbreytt lifskjör frá þvi sem orðið hefði sam- kvæmt gildandi kjarasamningum, ef til engra ráðstafana hefði verið gripið. Nú þegar aðeins fáar vikur eru eftir af árinu, liggur ljóst fyrir, að þessi áætlun hefur staðist. I verðbólgumálum er árangurinn jafnvel heldur betri en gert var ráð fyrir um áramót og veldur þvi meðal annars gengisþróunin erlendis. Kaup- máttur kauptaxta Alþýðusambandsfélaganna er aðeins betri i ár en spáð var af Þjóðhagsstofnun að hann yrði án efnahagsaðgerða þegar tekið er tillit til skattalækkana i þágu fólks með lágar tekjur og miðlungstekjur eins og lofað var og staðið var við að fullu með lækkun sjúkratrygg- ingagjalda”. Hér er rétt sagt frá staðreyndum. Niðurtaln- ingaraðgerðir rikisstjórnarinnar hafa tryggt launþegum meiri kaupmátt en orðið hefði, ef eng- ar ráðstafanir hefðu verið gerðar. Niðurtalningin hefur borið meiri árangur en þetta. Hun hefur tryggt næga atvinnu meðan stórfellt atvinnuleysi hefur rikt i flestum löndum öðrum. Þetta er augljós hvatning þess, að niðurtaln- ingarstefnunni beri að halda áfram. Höfuðatriðið ■ 1 forustugrein Mbl. i gær er komizt að þeirri niðurstöðu, sem oft hefur verið áréttuð hér i blað- inu, að lifskjörin verði ekki bætt eða tryggð nema framleiðslan eflist og aukist. Mbl. segir: „Höfuðatriðið er að auka svo verðmætasköpun i landinu, að þjóðartekjur á hvern íslending vaxi og skapi þannig grundvöll undir raunverulega kaupmáttaraukningu, sem verðbólga étur ekki upp jafnharðan. Þessu höfuðmarkmiði verður ekki náð nema með þvi að efla höfuðatvinnuvegi okkar til vaxtar og aukinnar framleiðni, sam- hliða þvi að skjóta viðbótarstoðum undir verð- mætasköpunina með nýjum stórvirkjunum og auknum orkuiðnaði”. Þessi niðurstaða er rétt. En útilokað er að ná þessu marki, nema þjóðinni takist að ná taum- haldi á verðbólgunni. Það verður ekki gert á raunhæfan hátt, nema með niðurtalningu. Þ.Þ. ■ Stefnumál i komandi borgar- stjórnarkosningum er umræöu- efni þessa fundar. Stjórnskipan og stjórnun Reykjavikurborgar er mikilvægt mál fyrir alla borgarbúa. Lýö- ræöislegt þjóöskipulag á aö fela i sér rétt borgaranna til þess aö hafa sem mest áhrif á stjórn sam- eiginlegra mála — þar á meöal stjórn sveitafélaga. Stjórnmál eru margslungin og oft erfiö — en varlega ættu menn aö miklast af þvi aö halda huga sinum viös fjarri allri hugsun um stjórnmál meö þaö eitt aö vörn — aö þau séu leiöinleg og mann- skemmandi. Vill fólk búa i stjórn- lausu sveitafélagi eöa i stjórn- lausu landi? Nei, ekki aldeilis — þvi á aö stjórna og stjórna vel — þaö er krafa borgaranna og hún er rétt. En þá kemur aö þessu ó- rökrétta(það skeöur ekki ef allir frábiöja sig þeirri ábyrgö, sem lýöræöisþjóöfélag leggur þeim á heröar. Hver stjórnmálaflokkur á aö hafa skýra stefnu — og slaka ekki á stefnunni. Stjórn Reykjavikurborgar haföi veriö I höndum ihalds og Sjálfstæöismanna i meira en hálfa öld. Þaö eitt aö stjórn eins sveitafélags sé svo lengi i höndum eins stjórnmálaflokks, hver svo sem hann er — er ekki aöeins ó- eölilegt — heldur býöur heim stjórnarfarslegri stöönun og ó- æskilegu valdi embættismanna — aö ógleymdu þvi sem kalla mætti leynda kvilla. Sé lýöræöi I hávegum haft — veröur aö hafa vakandi auga á jafnvæginu milli valds hinna póli- tisku fulltrúa fólksins annarsveg- ar og hinna föstu embættismanna hinsvegar. Viöa vill tilhneiging veröa sú aö völdin færast meira en efni standa til á hendur hinna slðarnefndu þ.e.a.s. embættis- mannanna — og ætti núverandi meirihluti aö hugleiöa vanda sinn I þessum efnum rétt eins og aörir — og þá ekki slst meö fyrri reynslu aö baki — þvi aö minnsta- kostihin siöari ár ihaldsstjórnar i Reykjavik rann hún aö verulegu leyti i gegnum hendur réttra em- bættismanna og meira af gömlum vana en llfi og aö sjálfsögöu eftir brautarteinum Sjálfstæöisflokks- ins — þar til viö siöustu borgar- -stjórnarkosningar aö vagninn rann ýmsum til skelfingar en öör- um til ómældrar ánægju i hendur vinstri manna. þ.e.as. Framsóknarflokks, Al- þýöubandalags og Alþýöuflokks. Þaö hefur sýnt sig æöi oft aö sam- vinna fleiri stjórnmálaflokka aö sveitastjórnarmálum hefur gefiö góöa raun — og núverandi meiri- hluti i borgarstjórn Reykjavikur hefur boriö gæfu til aö vera i þeirra hópi. Krafan til þessa starfshóps er aö hann standi saman j öllum mikilvægum stefnumálum — en þaö er ekki endilega merki lifandi og frjórrar hugsunar aö öll hljóö viökomandi séu eins og úr einum barka — þvi fer fjarri. Samvinna og félagshyggja er grunntónn Framsóknarflokksins — þessvegna fögnum viö þvi hve vel hefur tekist meö stjórn borg- arinnar hjá þessum þrem flokk- um — og þar meö gjörsamlega af- sannaö hina alkunnu glundroöa- kenningu ihaldsins sem oröin var einskonar þula á þeim bæ. En þó vel hafi tekist þegar á heildina er litiö — þá má aö sjálf- sögöu deila um gjöröir þessa meirihluta — og þeir eru engar heilagar kýr. En þvi veröur ekki neitað aö peningar eru afl þeirra hluta sem gjöra skal — þvi ber sérstaklega aö fagna þvi aö fjármálastjórn borgarinnar stendur traustari fótum nú á fjóröa ári þessa kjör- timabils en um langt árabil — þó verður þvi ekki neitaö aö fram- kvæmdir hafa veriö miklar á mörgum sviöum. Nú þegar viö höfum upplifaö þaö aö Sjálfstæöisflokkurinn réöi ekki stjórn Reykjavikurborgar eitt kjörtimabil og borgurunum hefur farnast býsna vel. þá hljóta allir stuöningsmenn vinstriflokk- anna aö stiga á stokk og strengja þess heit aö gera sitt til aö þessir félagshyggjuflokkar haldi áfram um stjórnvölinn og hlutur Fram- sóknarflokksins ætti meö fullu raunsæi aö vera ekki minni en þrir kjörnir borgarfulltrúar i næstu borgarstjórnarkosningum, en til þess aö tryggja hlut flokks- ins sem bestan þarf einkum tvennt aö þvi gefnu aö listinn sé skipaöur dugmiklu og góöu fólki þaö er aö flokkurinn slaki ekki á stefnunni og félagarnir ekki á vinnunni. Núverandi meirihluti ætti aö vera mun betur i stakk búinn eftir reynslu sina þetta kjörtimabil til þess aö ljúka nauðsynlegum framkvæmdum i borginni og tak- ast á viö ný á hinum ýmsu sviöum — af nógu er aö taka — sem kallar en biöur. 1 stuttri ræöu getur maöur aö- eins tæpt á þeim málum sem hæst ber i huga manns, en ég vil nefna aö ég tel engri borgarstjórn stætt á þvi aö meðan kennurum og öörum leiðandi mönnum æskunn- ar i skólum Reykjavikur hefur um langt skeið verið séð fyrir mataraðstöðu á vinnustað þ.e.a.s. skólunum — þar sem borgin greiðir vinnulaun starfsmanns og veitir húsnæðisaðstöðu — þá sé engin lausn fundin varðandi þessi mál hvað viðkemur börnunum — þau fá aðeins reykinn af réttunum og rápið á sjoppurnar — og það stafar ekki af þvi að öllum sé ekki meira en ljóst hvernig högum er háttað i þessu þjóðfélagi og mikil- vægi þess að börnunum sé tryggð lágmarks næring. Eg hef spurnir af þvi að þessi mál hafi verið rædd á foreldrafundum — en fengið dræmar undirtektir og mér skildist að þá væri erfitt að bæta úr — en ég spyr eru foreldrar kallaðir til og spurðir hvaða teg- und og hve mikið af andlegu fæði þau vilji handa börnum sinum af hendi skólanna og hve lengi þau dvelji þar — mér er ekki kunnugt um það. Ég tek þvi fram aö ég tel enga þörf á aö setja á stofn ein- hverja stórkostlega matstofu — börnin fara nú einfaldlega út i næstu sjoppu og önnur meö bita aö heiman þegar best lætur og setjast gjarnan inn I sinn bekk — en ella ættu þau tryggan einhvern meöfærilegan og hollan bita eöa drykk I skólanum. Þaö er von min aö þetta brýna verkefni verði sem fyrst leyst — vel — en ekki meö neinum öfgum. Þá eru skipulagsmál Reykja- vikur þaö örlagarikur þáttur i borgarlifinu aö þar má engin æv- intýramennska komast aö, viö höfum engin efni á þvi. Ég tel aö Framsóknarflokkurinn hafi ekki haft þann styrk I skipulagsnefnd sem æskilegt heföi veriö og fyrir þvi eru ástæöur sem nú þarf aö breyta nú þaö er aö flokkurinn á aöeins einn kjörinn borgarfull- trúa. Aö visu reyndan og ábyrgan — en einmitt þessvegna hefur þaö falliö I hans hlut aö sögn þeirra er gerst þekkja — að vera einskonar málamiöíari innan hópsins og hann getur sannarlega boriö höf- uöiö hátt aö valda sliku.þvi i sam- ■ „Heilbrigöismálin þurfa sifellda endurskoöun og heilsuverndin og læknaþjónustan má þar vera hátt á blaöi.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.