Tíminn - 27.11.1981, Síða 6

Tíminn - 27.11.1981, Síða 6
Föstudagur 27. nóvember 1981 6 ___________________________ stuttar fréttir • .. ~ fréttir Hyggja á söfnun sögulegs fróðleiks STOKKSEYRI: Stokks- eyringafélagið i Reykjavlk hefur áhuga á aö safna sögu- legum fróöleik um sjómenn er róiö hafa frá Stokkseyri og hildarleik þeirra viö hafiö. 1 fréttapistli af aöalfundi félagsins er haldinn var ný- lega kemur fram beiöni for- mannsins Haraldar B. Bjarnasonar til allra Stokks- eyringa og vermanna er þaöan sóttu sjóinn og jafn- framt annarra landsmanna er kynnu aö eiga i fórum sinum myndir af árabátum, mótor- bátum og ekki siöur myndir af skipshöfnum þaöan, aö koma þeim á framfæri til sin eöa á sveitarstjórnarskrifstofuna á Stokkseyri. Einnig segir Haraldur æskilegt aö fá frá- sagnir af viöburöarikum róör- um, merkum mönnum og annan fróöleik um sjómenn og sjósókn frá Stokkseyri og hildarleik manna viö hafiö viö þessa brimlendingarströnd. í stjórn Stokkseyringa- félagsins voru kosnir auk Haraldar: Agnar Hreinsson, Siguröur Bjarnason, Jón Adolf Guöjónsson, Guörún Sæmundsdóttir, Sigriöur Árnadóttir, Stefán Nikulásson og Einar Jósteinsson. t skemmtinefnd voru kosin: Hinrik Bjarnason, Unnur Siguröardóttir og Jónas As- geirsson. Arshátiö félagsins veröur haldin 17. febrúar I vetur og annar skemmtifundur 4. april i vor. Stokkseyringar heima og annarsstaöar eru boönir velkomnir ásamt gestum sín- um. —HEI Ófremdar- ástand í málefnum aldraðra ÞYKKVIBÆR: Samband sunnlenskra kvenna efndi til formannafundar I Þykkvabæ I Djúpárhreppi i Rangárvalla- sýslu fyrir nokkru. Mörg mál voru tekin fyrir á fundinum, einkum fræöslumál og starf- semin á komandi vetri. Þá flutti Asthildur Siguröardóttir erindi um störf og þátttöku bændakvenna I landbúnaöi fyrr og nú. Á fundinum var eftirfarandi álytkun samþykkt samhljóöa: Nú líöur senn aö þvi aö starfsemi Sjúkrahúss Suöur- lands flytji I nýtt húsnæöi. I tilefni af þvi vill Formanna- fundur S.S.K. benda á þaö ó- fremdarástand, sem rikir i málefnum aldraöra á Suöur- landi. Skorar þvi fundurinn á stjórn Sjúkrahúss Suöurlands aö hefjast þegar handa um lagfæringar á gamla sjúkra- húsinu svo ekki iiöi á löngu þar til vistun aldraöra geti hafist þar I bættum húsakynnum. Heitir fundurinn á alia þá sem ljá vilja þessu máli liö, aö láta ekki sitt eftir liggja. t Sambandi sunnlenskra kvenna eru 29 kvenfélög á Suöurlandi. Formaöur þess er Halla Aöalsteinsdóttir i Kols- holti. Héraðsskölinn að Núpi 75 ára Héraðsskólinn aö Núpi veröur 75 ára þann 4. janúar nk. en þá eru liöin 75 ár frá þvi aö fyrstu nemendurnir komu i skólann og hefur skóli veriö starfræktur aö Núpi allar göt- ur siöan. Bræöurnir, sr. Sigtryggur og Kristinn Guölaugssynir, höföu haft mikinn áhuga á þvi aö koma á stofn skóla í Grunt- vikskum stíl og fengu samþykkta tilraun til skóla- reksturs á aukasafnaöarfundi I Núpskirkjusöfnuöi áriö 1906. t fyrstu var sr. Sigtryggur Guöiaugsson eini kennari skólans en fljótlega fékk hann til liös viö sig Björn Guömundsson frá Næfranesi. Var skólinn rekinn sem einka- stofnun meö rikisstyrk. Ariö 1930varsamþykktmeö lögum frá Alþingi aö héraösskóli skyldi vera aö Núpi. Stofn- endur héraösskólans voru, auk rikisins, sr. Sigtryggur Guölaugsson, Héraössamband ungmennafélaganna, tsa- fjarðarsýslur og Baröa- strandasýsla. Ariö 1962 yfirtók rikissjóöur allan rekstur Héraösskólans aö Núpi og hefur séö um hann siöan. Afmælishátiö skólans veröur haldin laugardaginn 9. janúar nk. og hefst meö guös- þjónustu kl . 13.30 og eru gamlir nemendur svo og allir vinir og velunnarar skólans velkomnir til hátiöarinnar. ■ Héraösskólinn aö Núpi. Samanburður á yfirvinnu bankamanna og opinberra starfsmanna: HELMINGIIMINNI HJA BANKAMÖNNUM ■ Greiöslur vegna yfirvinnu til starfsmanna ríkisbankanna viröast meira en heimingi minni en almennt gerist meöal rikis- starfsmanna almennt, eöa gróf- lega áætlaö I kringum 10-12% hjá bankamönnum á móti um 25% hjá rikisstarfsmönnum. Tölur um yfirvinnugreiðslur komu fram f svari viö fyrirspurn frá Guðrúnu Helgadóttur á Alþingi um upphæö eftirvinnu- og aukagreiðslna til starfsmanna rikisbankanna. Kom fram aö á árinu 1980 námu greiðslur fyrir yfirvinnu samtals tæpum 9.6 millj. kr. til starfsmanna rikis- bankanna fjögurra. Starfsmenn þessara banka (taliö í mannár- um) voru um 1450 um s.l. áramót, þannig aö yfirvinna hefur veriö um 6.600 kr. að meöaltali á mann yfir s.l. ár. Ætla má aö yfirvinna hjá al- mennum bankamönnum sé þó aö jafnaöi enn minni en þessar tölur gefa til kynna, þar sem rösk 20% af þessum greiöslum eru til starfsmanna i efsta launaflokki, sem eru embættismenn bank- anna, þ.e. sérfræöingar, æöstu menn stórra deilda og útibús- stjórar m.a., og þvi hlutfallslega fáir af heildinni. Auk þessa voru þessum starfsmönnum i efsta launaflokki (12. fl.) greiddar rúmlega 1.6 millj. kr. sem að mestu mun vera bilastyrkur. Tekið skal fram, að greiðslur fyrir svokallaðan 13. mánuö hjá starfsmönnum bankanna eru ekki meötaldar i fyrrnefndum tölum. ■ „Bráöum verö ég eins góöog Ingemar Stenmark”, gæit þessi hnáta veriö aöhugsa. Timamynd: Ella. þingfréttir Fylgst með verð- hækkun á smávöru ■ „Margt bendir til aö allveru- legar veröhækkanir hafi oröiö á ýmissi smávöru á þessu ári, sem rekja má til myntbreytingarinnar um s.l. áramót. Verölagsyfirvöld fylgjast vel meö þessiu en hafa ekki gripiö i taumana aö marki, enn sem komið er.” Þetta sagöi Tómas Árnason viöskiptaráöherra, er hann svaraði fyrirspurn frá Helga Seljan um óhóflegar hækkanir á ýmissi vöru og þjónustu/ sem greinilegt væri aö átt hafa sér staö I skjóli mynt- breytingarinnar. Um þetta uröu allmiklar umræöur á þingi og töldu þeir sem til máls tóku aö veröskyn almennings hafi ruglast nokkuö við breytingarnar og hafi margs konar smávarningur og þjónusta hækkaö óhóflega mikiö án þess aö tekiö væri eftir sem skyldi. Viðskiptaráöherra sagöi aö verölagsyfirvöldum væri ekki alveg ókunnugt um svona athæfi og fylgst væri meb slikum verö- hækkunum eftir föngum, en skortur á starfsliöi og aöstööu hamlaði þvi aö hægt væri aö fylgjast nægilega vel meö þessum atriöum. Verölagsstofnun álitur að al- mennar verðhækkanir séu samt sem áöur innan þeirra marka sem rikisstjórnin setti sér i byrj- un árs. Myntbreytingin hefur ekki haft áhrif á verö þeirra vöruteg- unda sem mikilvægastar eru i rekstri heimilanna, en ljóst er aö margar tegundir smávöru hafa hækkaö óeðlilega mikiö, sem rekja má til myntbreytingar- innar, en ekki er hægt að segja aö þetta hafi áhrif á almenna verö- lagsþróun. Samt veröur aö hafa allan vara á að þessar óhóflegu hækkanir hafi ekki áhrif á al- menna verölagsþróun og eru gerðar ráöstafanir til að fylgjast enn betur meö þessum undan- tekningartilfellum en verið hefur. Oó

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.