Tíminn - 10.12.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1981, Blaðsíða 3
3 settist þvi i 5. bekk hér i Mennta- skólanum i Reykjavik.” Ákvað guðfræðinámið að stúdentsprófi loknu — Haföi þitt trúarlega uppgjör fariö fram þá og varst þú þá þeg- ar ákveðinn i aö læra til prests? „Hugsunin aö fara þessa leiö, var farin aö vakna i mér á þess- um tima, en ég man ekki eftir þvi að þaö væri fyrr. Stúdentspróf tók ég hernámsvoriö, þegar skólinn varö aö vera i Alþingishúsinu, þvi herinn tók menntaskólahúsiö til eigin nota. Þetta sumar ljóstra ég svo upp þessu leyndarmáli, aö ég ætli að fara i guöfræöideildina, en þar til haföi ég hvorki sagt af eöa á um þaö. Ég á ljúfar og kærar endur- minningar frá guðfræöináminu og þá einkum frá þeirri praktisku reynslu sem viö fengum i starf- inu, af aö starfa meö börnum i sunnudagaskóla, þvi þegar nýja háskólabyggingin kom til sögunn- ar þá var hægt aö hafa starf i kap- ellunni. Þar var auövitað starf i sambandi viö deildina, og svo höföum viö sunnudagaskóla. Þangað komu yngstu vinirnir og Thorsteinsson, sem ég minnist ævinlega meö viröingu og þakk- læti, hann styrkti mig með upp- hæö til þess aö fara erlendis. Þá var Evrópa alveg lokuö vegna striösins, en Amerika var opin, sem leiddi til þess aö ég fór þang- að i nám.” Söguleg ferð til Ameríku — Var ekki erfitt um ferðalög á þessum tima? „Jú, þaö var mjög söguleg ferö sem viö fórum haustiö 1944 á Dettifossi. Viö fórum aö miklu leyti i „convoy” yfir hafiö og striöshættan voföi yfir. Ég skil þaö eiginlega ekki enn þann dag i dag aö ég skyldi leggja út i þessa óvissu. Eftir 29 daga stanslausa sjóferö, þvers og kruss yfir hafiö, náöum viö til New York. Ég minnist þess aö fjóröa sunnudag- inn sem viö vorum i hafi, þá var ekki hægt að heyra neitt frá Is- landi lengur og þá stakk einn far- þeginn upp á þvi, mig minnir aö þaö hafi verið Valgeröur, ekkja Einars Benediktssonar, að nú skyldum viö hafa guösþjónustu. Þá var pússaöur upp nýbákaöur námi. Ég skrifaöi ritgerö i náms- lok sem veitti mér titilinn „Mast- er of Sacred Theology”, og upp á það fékk ég diploma frá skólan- um. Siöan lá leiöin til Vestur-Is- lendinga, þvi sumariö 1945 starf- aöi ég hjá þeim sem aöstoðar- prestur hjá séra Valdimar Ey- lands i Winnipeg. Eftir það sumar þá fer ég til vesturstrandarinnar og fer i Standfordháskólann. Þaö atvikaöist þannig aö faöir minn, sem veriö haföi á ferö þarna og séð þennan skóla, haföi óskaö þess aö ég gæti komist þangaö i nám þvi honum leist svo vel á skólann og umhverfi hans. Þarna var allt i pálmatrjám og suðræn- um ávöxtum, afskaplega fallegt og vinalegt umhverfi. Herbergis- félagi minn var læknanemi frá Hawaii og ég minnist þess aö eitt sinn var svolitiö svalt i veöri og þá fór hann aö skjálfa og glamra tönnum. Þá sagöi hann: „I never do this in Hawaii”. I þessum há- skóla tók ég tvo kúrsa, einn i guö- fræöi og annan i blaðamennsku. Mér er þaö alltaf minnisstætt aö yfir dyrunum á blaöamannaskól- anum stóöu þessi orö: „Get it first. But first get it right.” Þetta var þeirra mottó, sem ég tel afar Bandarikjaforseta i Hvita húsinu. Þeim atburöi gleymi ég náttúr- lega aldrei. Ég átti von á þvi þeg- ar viö ruddumst þarna inn, blaöa- mennirnir, aö sjá þarna gamlan og þreytulegan karl, en þarna hittum viö þess i staö virkilega hressan og liflegan náunga, þar sem Truman var og hann svaraði öllum spurningum, bæöi fljótt og vel. Þegar svo fundurinn var bú- inn, þá var ekki beðið boöanna þvi blaðamennirnir, sem voru þarna fjölmargir, bókstaflega ruddust út. Þá kom mér i huga yfirskriftin yfir dyrunum i blaðamanna- skólanum og sá ég aö bandariskir blaöamenn störfuðu svo sannar- lega eftir þeim oröum. Þegar ég fór inn á fundinn þá afhenti ég húsveröinum i Hvita húsinu kvikmyndatökuvél sem ég var meö, en ég var þá aöeins far- inn aö eigp viö þaö aö taka kvik- myndir. Sýo tók ég viö henni aftur þegar ég \'ar kominn út af fundin- um og þá ætlaði ég aö islenskum og góöum siö aö taka nokkrar myndir. Fór ég aö beina vélinni i ýmsar áttir i þeim tilgangi, en veit ekki fyfr en klappaö er á öxl mér og ég heyrði sagt: „Heyröu góöi, hvaö erí þú aö gera?” og var hvort ég ætlaöi mér aö fara aftur til Islands. Ég sagðist nú halda þaö, ég væri nú haröákveöinn i þvi. Maöurinn sem yfirheyröi okkur hringdi svo áfram og rakti spor min. Þegar hann var búinn að fá staöfestingu á þvi aö saga min væri sönn, þá var okkur sleppt. Þetta er i eina skiptiö sem ég hef veriö tekinn til fanga!” Ræðst sem aðstoðarprest- ur til Akureyrar — Hvaö tók svo viö hjá þér eftir aö þú varst kominn aftur heim til Islands? „Ég vann hérna viö Kirkju- blaöiö frá útmánuöum 1946 og fram i febrúar 1947, en þá fékk ég simskeyti frá séra Friörik Rafn- ar, sem haföi skyndilega oröiö veikur og spuröi hann i skeytinu hvort ég vildi koma til Akureyrar og veröa aöstoöarprestur. Ég haföi ekki nema vikufrest eöa svo, þvi Friörik var þarna meö stórt prestakall sem þurfti aö sinna. Ég svaraöi strax játandi og ég var vigöur til prests af fööur minum hér i Dómkirkjunni 23. febrúar 1947. Sunnudaginn þann næsta á eftir var ég kominn i „Við erum komin út í kaupskap á jólum, sem eru hr einar öf gar99 TÍMINN RÆÐIR VIÐ BISKUPSHJÓNIN, PÉTUR SIGURGEIRSSON OG SÓLVEIGU ÁSGEIRSDÓTTUR predikunarstólinn á Akureyri. öll þessi ár siðan hef ég verið prestur á Akureyri. Arið eftir aö ég kom noröur varö ég sjálfstæö- ur prestur, þvi prestakallið var (þá gert aö svokölluöum tvi- menningsprestakalli. Égsótti um það og var kosinn.” — Þú ert ekki kvæntur maður þegar þú kemur til Akureyrar, eða hvað? „Nei, haustið 1948 þá giftist ég minni elskulegu konu. Hjóna- vigslan fór fram 3. ágúst, á af- mælisdag fööur mins, i kirkjunni á Akureyri og þaö var faöir minn sem gaf okkur saman. Þetta var auðvitað mikil hátiö. Þar stóð ég „nervös” eins og hver annar brúðgúmi.” — Kynntust þiö hjónin á Akur- eyri? „Nei, það var þetta sama ár og ég kom frá Ameriku, 1946, sem við kynntumst hér i Reykjavik. Ég var dálitið tengdur Vestur-ls- lendingum eftir veru mina i Bandaríkjunum og Sólveig vann i bandariska sendiráðinu. Við hitt- umst i 40 ára afmælisboði Valdi- mars Björnssonar og siöan hafa leiðir okkar legið saman, alveg á- kveðiö og fast. Sólveig kom svo norður meö foreldrum minum I ágúst 1948.” — Sólveig, hvers minnist þú helst frá hjónavigslunni? „A þessum árum voru kirkju- brúðkaup ekki algeng. Ég haföi sjálf aldrei veriö viöstödd kirkju- brúðkaup. Ég haföi ekki heldur hugsað út i það, aö kirkjan yrði öllum opin, hélt aö það yrðu aö- eins fjölskyldur okkar og aðrir boðsgestir sem yröu viöstaddir athöfnina. Sjá næstu síðu spurðu i hvaða skóla þeir væru. Voru þeir auövitað mjög hreyknir af þvi að heyra að þeir væru i Há- skólanum. Argangurinn minn i guöfræöi- deildinni var fjölmennur, þvi að sex af bekkjarbræðrum minum aö norðan fóru i deildina, og við vorum tvö frá Menntaskólanum 1 Reykjavik. Frú Geirþrúður Hild- ur Bernhöft var af þessum ár- gangi og var hún fyrsti kvenguð- fræðistúdentinn. Niu guöfræöing- ar vigðust til prests 18. júni 1944 á lýöveldisárinu og var það stór gjöf kirkjunnar til lýðveldisins. Ég lauk guöfræöiprófi þetta vor, en vígðist ekki til prests, þvi þá var það komið i ljós aö ég haföi hug á þvi aö fara erlendis og læra svolitið meira. Góöur vinur fjöl- skyldunnar, Magnús Scheving guðfræðingur. Við fórum út á þil- farið, allir farþegarnir og skip- stjórinn og þar höföum við helgi- stund. Ég held að þetta hafi verið min fyrsta helgiathöfn. Þetta var mjög erfið ferð og tók á, þvi öll ljós voru slökkt og alls- staðar var myrkur. Skipstjórinn, Pétur Björnsson, vildi helst ekki koma niður til að boröa, þvi hann sagöist þurfa hálftima til þess aö venjast myrkrinu á nýjan leik.” Nam m.a. blaðamennsku í Bandaríkjunum — Hvaö segir þú mér svo af námi þinu fyrir vestan? „Ég fór á lútherskan presta- skóla i Philadelpiu. Þarna voru yfir 100 prestaefni, en ég var þarna ekki i venjulegu námi, heldur svokölluðu framhalds- gott mottó i blaðamennsku. Ég hafði nú ágætt af þvi aö vera þarna, þvi i aðra röndina hef ég alltaf haft mikinn áhuga á blaða- mennsku, allt frá þvi ég man ég fór eitthvað aö gera eöa geta.” Fórá biaðamannafund hjá Truman i Hvíta húsinu „Ég haföi reyndar unniö við Kirkjublaöiö sem var gefið út af kirkjunni hér heima áöur en ég fór utan, en faöir minn var á- byrgöarmaöur þess blaös. Ég hafði þvi blaðamannapassann með mér þegar ég fór utan og mig minnir, aö þaö hafi verið á heim- leið, að námi loknu, sem ég haföi samband viö sendiráöiö I Wash- ington og fékk með þess aöstoö, aðstöðu til þess aö fara á einn blaðamannafund meö Truman þar kominn einhver háttsettur varömaður Hvtta hússins. Segir hann siðan: „Viltu koma hérna með mér?” og þfcð var ekkert um þaö að ræða, þvi ég var þar meö tekinn fastur og ekki nóg meö þaö, heldur einnig sá maður, sem af tilviljun stóö viö hliöina á mér, en það var blaðamaöur af Politik- en. Viö vorum leiddir þarna inn i örlitinn klefa og blaöamaöurinn frá Politiken geröi ekk-ert annaö en afsaka sig og segja aö hann ætti engan þátt i þessari mynda- töku. Þarna vorum viö svo góða stund og ég reyndi aö rekja fyrir varömönnunum aö ég heföi verið á fundi hjá sjálfum forsetanum og m.a.s. talað viö hann, þvi hann talaöi við mig nokkrar setningar. Hann spuröi mig siðan hvaban ég væri, hvað ég væri að gera og ■ „Þetta sumar ljóstra ég svo upp þessu leyndarmáli, aö ég ætli aö fara i guðfræðideildina.” ■ „Alltaf haft mikinn áhuga á blaöamennsku.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.