Tíminn - 10.12.1981, Blaðsíða 17
inn. Arni Bergmann kvartar um,
aö ekki heyrist aukatekið orð til
hans Bubba fyrir hávaða hljóö-
færanna.
Ekki er vanþörf að sýna „yngri
krökkunum ” umhyggju, þvlað nil
er „vögguvisnavæl” orðið úrelt,
eins og þaö var nýlega orðað i
blaði. Vögguvísur hafa þó varla
angrað fólk mikið siðustu árin.
Helzthefur vögguvi'san úr Silfur-
tunglingu heyrzt ööru hverju. Og
kannske þytór bubbavinum ekki
mikið varið i lag og ljóð á þeirri
hljómplötunni.
Einhver sagði, að visan „Ryk-
sugan er á fullu/ og gleypir alla
drullu”sé eftir Ólaf Hauk Simon-
arson. Þar hefur mikils metinn
höfundur hugsað sér að gefa
„yngri krökkunum” eitöivað I
stað „vögguvlsnavælsins”. (Bið
afsökunar ef visan er rangfeðr-
uð).
Það hefur löngum þótt smlðis-
galli á skáldverki, ef blandað er
saman hversdagslegu skopi og
hátiðlegri alvöru. Enda sjálfgæf
mistök. En það allra undarleg-
asta við skopiðjuhölda nútímans
er það, hvað þeir taka sjálfa sig
hátiðlega.
Fréttaritari lýsir þvi með
fjálgu orðalagi, hvernig metsala
varð á bjór á samkomu, þar sem
islenzk hljómsveit I Khöfn, var
„að skekja fólk inn irétta þjóöhá-
tíðarstemmningu” 17. júni í sum-
ar sem leið. Þar segir: ,,... Þá er-
um við örlitlu nær um, hvað i þvi
felst að berjast fyrir fegurra
mannlífi:
Þvi erindið við allt heila liðið
sem leiðist rullan og meikar ei
sviðið.
Upp með stælinn og til i tuskið
Rokk er betra en fúltæm djob
(Kamarorghestar)
Þaðætti að vera hægt að sleppa
sér i ærslum og ólátum eins og
þar na er lýs t, án þe ss að telj a s ér
trú um, að allt braukið og bramlið
séætlað til að „fegra mannlifið”.
En þetta er ekki einsdæmi.
Bubbaæðið kennir sig ekki við
ærzlagang. Uppveðraðir háskæl-
ingar (sbr. menntskælingar),
heimta að við tökum það gott og
gilt sem hugsjónir. Og svona
hljóðar einn frelsissöngurinn:
„Suður á Velli vemdarinn býr
frúin i leynum I leigubll
flettir upp um sig pilsi svo undur-
blið.”
„Ambögur eru vissulega i text-
um Bubba, en þær eru, að mínu
mati, léttvægar, samanborið við
innihald textans. Við skoðum jú
innihaldiö en ekki rammann”,
segir Jón Viðar Sigurösson.
Þessi margjórtraöa llking um
myndina og rammann er mis-
heppnuð.Nærværi að hugsa sér,
að hrærthefði verið i litum mál-
aransá léreftinuog myndindreg-
ið dám af því. Þannig er það, þeg-
ar álappalegt málfar spillirefni.
Mynd og rammi eru hvort á sin-
um stað.Enefni og málfar bland-
ast.
Þannig er það lika með ljóð og
lag. Áhrif lagsins fara veg allrar
veraldar, ef subbulegur leirburö-
ur blandast þvi. Þar er heldur
ekki hægt að tala um mynd og
umgjörð.
Litum þá á boðskapinn, sem
J.V.S. þykir réttlæta orðavalið:
Ætli menn fræðist ekki um ógnir
kjarnorkunnar og háska her-
námsins ef klambrað er saman
„ramma” utan um einhverja frú,
sem lyftir pilsunum i leigubll?
Það virðist einkum vera há-
skælingar, sem hrifast af kveð-
skap eins og nefridri bubbavísu.
Enda segir Megas aö það séu
stúdentar sem allra manna bezt
kunni að meta hans kveðskap.
(Vikan 30. tbl. ’78). Aftur á móti
lýsir hann þvi, hvemig Siglfirð-
ingar hafi öskrað á hann og hent
gaman að ljóðum hans. (Ljótt af
Siglfirðingum. Þaöá ekki aö láta
illa við gesti, þó aö heimamönn-
um þyki þeir eitthvaö nýstárleg-
ir).
Kraftaskáldin lifa enn I minn-
ingu þjóðarinnar. Þau voru, meir
að segja, i fullu fjöri þegar greitt
var þjóðaratkvæöi um þegn-
skylduna. Taliö var, að stakan:
„Ó, hve margur yrði sæll...” hafi
ráðiö niðurlögum hennar. Islend-
ingabragur Jóns Ólafssonar var
sunginn, þar til við fengum sjálf-
stæöi. Enda kunni hann að velja
við hann lagið. Einkum var það
ein visan, sem orðgnóttin geröi
lifseiga. Hana læröi ég lltill
krakki og skildi vel, aö „dáölaust
þing” og „danskur Islendingur”
var til skammar.
Halda blessaðir háskælingarnir
okkar, I alvöru að bubbavisan um
berrassaða frúna á Vellinum,
blási okkur I brjóst andstöðu gegn
yfirgangi stórveldanna og hleypi
kjarki I farandverkafólkið svo að
það heimti að geta þvegið sér
sómasamlega I verbUðunum? Og
raunar hafa verkamenn ótalsinn-
um komið öðru eins til leiðar,
bæði án kraftaskáldanna og
bubbanna.
Er þá mannréttindum okkar
svo illa komið, að bubbarnir séu
okkar eina haldreipi?
Þá er raunar Utlitið ekki glæsi-
legt, þvi bubbarnir eru sjálfir
komnir i hár saman á plötumark-
aðinum ef dæma má eftir orð-
bragðinu. Einn plötusöngvarinn
segiri viðtali, þegar hann minnist
á keppinautana: „Sá hópur sem
heldur uppi plötumarkaðinum i
dag, eru krakkarnir. Að bjóða
krökkunum upp á svona drasl,
væri að minu mati, nákvæmlega
það sama og að ganga aö ein-
hverjum krakka og miga á haus-
inn á honum.”
Sjálfur er bubbinn þessi auðvit-
að að bjóða fram hina einu sönnu
gæðaviýu, enda með gæðastimpli
lærdómsmanna nokkurra.
„Sá, sem ekki gerir mun á gú-
anórokki og skallapoppi er óviti”,
segirannar með ólikt hæverskari
orðum i Visi 20. ágUst. En alvaran
er engu minni i samkeppninni.
Hér er dæmi um bubbakvæða-
list:
„Upp á verbUð blómstrar menn-
ingin
komið og þið munið sjá
slagsmál riðingar og fylliri
Jack London horfa á
— I svita slori og áfengi
við filum okkur bezt
áhöfnin á Rosanum
sem aldrei edrU sést.”
Enn einu sinni tek ég það fram,
að ég er ekki að atyrða vísna-
smiði. En þegar. bokmenntafræð-
ingur tekur þessa visu sem dæmi
um, hvemig eigi að yrkja fyrir
vinnandi fólk, þá fer „alþýðan”
að hugsa margt.
Þetta kallar matsmaðurinn
„tilgangsljóð”. Enhver er þá til-
gangurinn?
Áhöfnin á Rosanum mundi
vekja hjá mér velgju og enga
samUð, ef ég kynni ekki, siðan ég
var barn, kvæöi Jakobs t há-
karlalegum. Það var „tilgangs-
ljóð” sem hitti í hjartað jafnvel
lltinn landkrabba sem aldrei
haföi kynnzt hættum hafsins og
ekki séð ölvaðan mann.
Einhverháskælingurinn sagði á
þá leið,aö vlst hefði hann Jóhann-
es Ur Kötlum meint vel, en hann
hefði bara ekki þekkt „sklt og
slor” af reynslunni, og væri þvl
utan við sjóndeildarhring alþýð-
unnar en bubbarnir eru sjálfir I
„ski'tnum og slorinu” o.s.frv.
Annars heyri ég söltunarfólkið
hérna aldrei tala um „skit og
slor”. Það gengur snyrtilega um
vinnustaðinn og hugsar lfklega
sem svo að ekkert verk sé óþrifa-
legt sem vel er unnið. Enda er
þessi „skítaslorsöngur” bara
einn þátturinn i aurasnatti
skemmtiiðnaðarins.
Dýrkun skemmtimanna nú á
dögum er ekki I samræmi við þaö
raunsæi sem menn stæra sig af.
Ég held.að menntaaðallinn viti
of litiö um þessa alþýðu, sem
hann ber svo mjög fyrir brjósti.
Við erum ekkialveg svona þunn I
roðinu, þó að litla höfum við
skólagönguna. Visanum áhöfnina
á Rosanum er engum manni boö-
leg — ekki þó að hann væri ólæs.
Ég hef heyrt fólk tala I góðlátlegu
gamni um piltinn sem orti hana,
en af þvi meiri alvöru um þá
matsmenn, sem leggja blessun
sina yfir slikt I nafni mannrétt-
inda og finna ekki peningalyktina
af skemmtiiðnaðinum.
Auðvaldið stjómaðiliklega ekki
heiminum enn, ef þaö ætti ekki
sauðargærur til skiptanna. Einu
sinni kom það fólki til að tnia því
að harðstjórinn fengi vald sitt frá
guði. Þaðþýðirekki aö segja okk-
ur. En reynandi er að sannfæra
okkur um, að við séum að færa
fórn á altari frelsis og jafnréttis
með videó-gjaldinu og að vél-
magnaður leirburður geti vel
komið i staðinn fyrir skáldmennt
þjóðarinnar.
Odd ný G uð m und sdóttir
kaupfélag Dýrfirðinga
ÞINGEYRI
óskar landsmönnum
^ öllum
i gleðilegra jóla og
farsœldar
á komandi ári
SJALFVIRKAR BINDIVELAR
í SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Sjávarafurðadcild
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI28200