Tíminn - 10.12.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.12.1981, Blaðsíða 11
■ Jiita Eddom skoöar myndina sem tekin var á sjúkrahúsinu á isafirði þegar hún hitti manninn sinn heimtan úr helju. Út af þessari mynd var —------------------------- barist í Bretlandi, á Keflavikurflugvelli, Hótel Sögu og á sjúkrahúsinu á tsafirði. Það var breska blaðið The Sun sem kom á þessum fundi og fyrir Cjá næstu SÍðu vikið fékk það eitt blaða aðsmella af mynd af atburðinum. **_____________________ ■ Aðeins einn skipverji af togar- anum Ross Cleveland sem sökk á Isafjarðardjúpi, komst lifs af. Það var 1. stýrimaður, hinn 26 ára gamli Harry Eddom. Meðan hann lá á sjúkrahúsinu á Isafirði, allmikið kalinn á höndum og föt- um, en furðu hress að öðru leyti, lýsti hann hrakningasögu sinni fyrirblaðamanni Timans á þessa leið. ,,Ég var á vakt á sunnudags- kvökiið og var uppi á brúarþaki að reyna að berja isinn af radarn- um þegar skipið fór á hliðina. Það liðu ekki nema örfáar sekúndur og svo var það sokkið. Þar sem ég var á vakt var ég vel klæddur og það tel ég að hafi bjargað lifi minu, en flestallir skipsfélagar minir voru sofandi undir þiljum og þvi' fáklæddir, þegar skipið sökk”, sagði Eddom. ,,Ég lenti i sjónum og missti meðvitund, hversvegna veit ég ekki, en þegar ég raknaði við aft- ur var ég i gúmmibáti ásamt tveimur skipsfélögum minum. Bátinn rak með okkur i eina tiu tólf tima, en að lokum rak bátinn á land innst i Seyðisfirði. Ég hafði þrek til að draga hann upp, svo hann ræki ekki aftur á sjó út, þvi félagar minir voru dánir i honum og ég vildi ekki sjá á eftir likum þeirra. Eftir að hafa skorðað bátinn lagði ég af stað i áttina að hvitu húsi, sem ég sá i botni fjarðarins. Það tók mig langan tima að kom- ast þennan litla spöl, mestan hluta mánudagsins, held ég. Þeg- ar ég náði húsinu komst ég að raun um að það væri lokað, neglt fyrir glugga og hurðir læstar, og ég var of máttfarinn til að brjóta upp. Ég gerði mér fulla grein fyrir þvi að ég mátti ekki setjast niður og sofna, þvi þá var dauðinn vís. Þvi stóð ég uppvið húsið það sem eftir var dagsins og alla næstu nótt, eða fram á þriðju- dagsmorgun og notaði af þvi skjólið,enþað var grenjandi stör- hrið allan ti'mann. Á þriðjudags- morguninn sá ég dreng sem var að reka kindur, og gat kallað til hans. Hann kom til min og hjálp- aði mér heim að næsta bæ, Kleif- um, og var það ekki nema tiu til fimmtán minútna gangur.” Að Kleifum kom Eddom um klukkan tiu. Þar fékk hann hress- ingu og náði að sofa i hálfan ann- antimaþegar leitarmenn barþar að garði. Það voru menn af vél- bátnum Svani frá Súðavik. Þeir höfðu siglt inn á Seyðisfjörð um morguninn og þegar þeir komu gangandi inn i fjarðarbotninn komu þeir auga á gúmmibátinn með líkum tveggja sjómanna sem voru mjög fáklæddir. Hafði bát- urinn verið skorðaður i kletta- skoru. Röktu þeir spor sem þeir sáu liggja frá bátnum, fyrst heim að hvita húsinu i'f jarðarbotninum og siðan heim að Kleifum. Tóku þeirEddom sfðan með sér á bátn- um og fluttu hann til fsafjarðar þarsem hann var settur á sjúkra- húsið. B Indriði G. Þorsteinsson ræðir við Ritu Eddom á ritstjórnarskrifstofu Timans. t fylgd meðRitu er maður frá TheSun. „The Sun keypti kossinn” — segir Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, sem var ritstjóri Tímans, þegar Harry Eddom bjargaðist ■ ,,The Sun i London sem þá var blað Ver ka m a nna f lokksins breska var að reyna að rifa sig upp i útbreiðslu, þessvegna keypti blaðið kossinn eins og sagt var, það er að segja þegar Rita Eddom hitti mann sinn á sjúkra- húsinu á ísafiröi”, sagði Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur en hann var ritstjóri Timans og fréttaritari The Sun á íslandi þeg- ar hin margumrædda björgun Harry Eddom varð. „Þetta snerist að mestu um það að ná mynd af þessum kossi og til þess var beitt öllum mögulegum brögðum. The Sun var með ótrú- lega mikinn viðbúnað og önnur blöð eins og til dæmis Daily Ex- press voru ekki siður hörð á þvi að stela konu Eddoms og reyna að ná þessari mynd. Menn frá Daily Express komu hingaðtil Keflavikurflugvallar og biðu með litla flugvél tilbúna á vellinum en við blaðamenn frá The Sun sögðu þeir að vélin hefði verið tekin á leigu af okkur Tima- mönnum til að flytja frúna til lsafjarðar. En ætlun þeirra Daily Express manna var að koma kon- unni um borð i vélina og siðan áttu herðabreiðir menn að ryðja Sun-mönnunum frá og stinga af með Ritu til Isaf jarðar, með öðr- um orðum þá ætluðu þeir að stela konunni. Það kom hvað eftir annað til svona hálfgerðra likamsátaka vegna þess að The Sun sendi hing- að auk blaðamanna og ljósmynd- ara, tvo fileflda náunga sem ein- göngu var ætlað að verja Ritu Eddom fyrir ágangi blaðamanna frá öðrum blöðum, en The Sun. Það var mikið barist. Nú, svo var farið til Isafjarðar með konuna og þeir tóku þessa frægu mynd þar sem Eddom kyssir sina frú og ég man ekki betur en að sú mynd hafi komið i fjórdálk á forsiðu Timans. Það má segja kannski að við Timamenn höfum orðið svolitið upphasaðir og við höfum lagt ör- litið meira uppúr þessari mynd heldur en lesendur blaðsins höfðu áhuga á, ég veit það ekki, en alla- vega varð þetta írægt tilvik allt á sinum tima og við sögðum þessar sögur. Sun-menn voru svo varir um sig eftir að þeir höíðu látið okkur fá myndina, að þeir héldu vörð um Edduhúsið, en þar var Timinn prentaður, þar til klukkan fimm um morguninn, til þess að vera öruggir um að blaðið kæmist ekki i hendur keppinautanna svo þeir gætu simsent myndina til blaða sinna i Bretlandi. Þeir pössuðu vel uppá þaðaðblaðið færi ekki út fyrir dyr fyrr en þeir voru vissir um að The Sun var komið út i London”, sagði Indriði. „Annars var ég lengi fréttarit- ari fyrir The Sun hér á landi og frá þeim tima á ég margar skemmtilegar minningar. Fréttamennskan þeirra var að mörgu leyti nýstárleg fyrir mig. Til dæmis þá hringdu þeir i mig einu sinni og vildu fá að vita allt um breskan togara sem ruddist út úr höfninni hér i Reykjavik eftir að hafa verið tekinn i landhelgi. Áhöfninni var haldið I nokkurs- konar herkvi um borð i togaran- um en einhvernveginn tókst mér að fá leyfi til að fara með skip- verjana uppá ritstjórnarskrif- stofu Timans, en þaðan hafði The Sun boðið þeim að tala við fjöl- skyldur sinar út til Englands. En án þess að sjómennirnir vissu voru öll simtölin tekin upp og úr þessu gat The Sun gert sér heil- mikinn mat.” —Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.