Tíminn - 10.12.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.12.1981, Blaðsíða 8
8 SPARIÐ OLIU Akið DEUTZ Athugið að loftkældu DEUTZ-hreyfl- arnir eru allra dieselvéla sparn- eytnastar. Hinir raungóðu yfirburðir DEUTZ-dráttarvélanna felast í: + Dæmafáum endingargæðum og rekstraröryggi. + Loftkældum, sparneytnum DEUTZ-dieselhreyfli. + Háþróaðri framleiðslutækni. + Stefnumarkandi nýjungum. + Hagstæðu verði. — Hátt endursöluverð. Athugið að 50, 60 og 70 ha DEUTZ-dráttarvélareru til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Að fjárfesta í varanlegum vélakosti eru hyggindi sem í hag koma. Kaup á DEUTZ- dráttarvél er fjárfesting fyrir framtíðina — rekstrartrygging næstu áratuga. PANTIÐ TÍMANLEGA HAMAR h/f Véladeild Sími 22123 — Pósthólf 1444 Hamarshúsi — Reykjavík á bókamarkaði Sautján sögur ■ Setberg hefur gefið út bókina „Sautján sögur” eftir Isaac Bashevis Singer, en hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir þremur árum. Þar segir frá kynlegum kvist- um austanhafs og vestan, baráttu góösog ills, hrikalegum blekking- um, undarlegum og dularfullum tilviljunum, afstæðum sannleik og óviðráðanlegum ástriðum. Hver gleymir örlögum öksu, spilafikn doktors Bibers, enda- lokum önnu Davidovnu Barzel, firringunni, óttanum og ráðleys- inu hjá New York-búunum Harry Bendiner og Bessi Popkin i ellinni, ljóðrænni dul sagnanna um prófessor Eibeschutz, og hvildardag i Portúgal, dularfullu sambandi mæðginanna i Dansi, eða ástriðufullum blekkingaleik Sam Palka? „Sautján sögur” er þriðja bókin eftir Singer, sem Setberg gefur út. Hjörtur Pálsson þýddi allar bækurnar, — og er ekki að efa að lesendur Singers hér á Islandi munu taka „Sautján sögum” tveim höndum, ef marka má þær undirtektir sem fyrri bækur hans hafa hlotið. Gleðilegra jóla óskum vér viðskiptamönnum, nær og fjaer T Þökkum jafnframt viðskiptin á árinu, sem er að líða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.