Tíminn - 10.12.1981, Blaðsíða 18
18
■ Þeir eru margir sem iíta'
á ,/dolce vita", (hið Ijúfa
lif)og ParíS/ heimsborgina
og höfuðborg Frakklands,
sem órjúfanlega heild.
París hefur um ár-
hundruða skeið gegnt þýð-
ingarmiklu hlutverki á
sviði menningar og lista og
svo er reyndar enn i dag,
því þeir eru ófáir lista-
mennirnir sem halda því
fram að París, ein borga i
Evrópu, sé frjó listamið-
stöð. Ekki skal hér lagður
dómur á þá fullyrðingu
listamannanna, heldur að-
eins drepið á nokkur atriði,
sem vöktu athygli og hrifn-
ingu undirritaðrar, sem
venjulegs ferðamanns í
París.
Paris hefur við fyrstu sýn upp á
margt að bjóða, og i raun getur
svo farið að erfitt sé að gera upp
við sig hvað eigi að sjá og hvert
eigi að fara, og þá einkum ef
maður er einn og án leiösagnar á
ferð. Það er sennilega þjóðráð að
eyða heilum degi i að rölta um,
skoða fagrar byggingar utan frá,
fylgjast með iðandi mannlifinu á
götum úti, kynnast einstæðu
kaffihúsalifi Parisarbúans og
ganga eftir bökkum Signu.
Enginn skyldi ætla sér þá of-
raun að sjá^allt sem fellur undir
„Sehenswurdigkeiten” á einni
viku eða svo. Paris er borg sem
maður á að kynnast og meðtaka i
smáskömmtum.
■ Með þvi að ráfa um götur Parisar, sameinar maður það að komast i snertingu við mannlif heimsborgarinnar og njóta þess að skoða fagrar
byggingar.
Heimsborgin París
iðandi af mannlífi
Eif felturninn tákn
Parísarborgar.
Heimsókn i Eiffelturninn er
hverjum sem heimsækir Paris
hálfgerð skylda. Turninn teygir
sig hátt i loft upp og i raun er hægt
að njóta útsýnis úr honum af
þremur nöllum. Jafnvel heim
lofthræddu skal hér ráðlagt aö
kyngja lofthræðslunni og skella
sér með lyftunni á efsta pallinn,
þvl útsýnið þaðan, á fögrum degi,
er óviðjafnanlegt. Það getur
komið sér vel aö fara snemma, á
meðan á Parisarheimsókninni
stendur upp i Eiffel og hafa með
sér gott kort af Paris og merkja
inn á það, þaðan, þvi útsýnið er
svo gott og yfirsýn yfir borgina og
skipulag hennar einnig, þannig að
hægt er að búa i haginn fyrir
seinni skoðunarferðir.
önnur heimsókn, sem heyrir
undir nauðsyn er heimsókn i
dómkirkju Sacré Coeur,
Montmartre sem stendur á hæsta
punkti Parisarborgar. Bæði er
það að kirkjan er undurfögur, auk
þess sem útsýnið af tröppum
hennar er skemmtilegt.
Montmartre dómkirkjan telst þó
ekki vera merkasta kirkjan i
Paris. Þá nafnbót á dómkirkjan
Notre Dame, sem stendur á eynni
Cité, á Signu. tJt frá byggingar-
listalegu sjónarmiði, er Notre
Dame ekki talin vera glæsileg-
asta dómkirkja Frakklands,
byggð i gotneskum stil, þvl hún
hefur tvisvar fariö mjög illa, og
þvi hafa miklar endurbætur á
henni farið fram. I fyrra sinnið
sem hún var eyöilögð var i
Frönsku byltingunni. En sögulegt
gildi þessarar byggingar, ásamt
fegurð, véfengir enginn og eink-
um þykja steindu gluggar kirkj-
unnar vera framúrskarandi fall-
egir. Þegar maður á annað borð
er kominn út i Notre Dame, þá er
að skoðunarferð um kirkjuna lok-
inni, hreint upplagt að ganga ör-
litið um garðana að baki kirkj-
unnar.
Auðvelt að ferðast um
París.
Ókunnur ferðamaður i Paris,
útbúinn með sæmilegt kort af
borginni kemst leiðar sinna
glettilega auðveldlega og á til-
tölulega ódýran hátt, ef hann vill
það við hafa.
1 Paris er mjög gott neðan-
jarðarjárnbrautakerfi, sem er
hraðvirkt og ódýrt. Frakkar
nefna þetta kerfi sitt „Metro”.
Það kostar nokkurra minútna
vinnu, i upphafi, að skoða
metró-kortið, sem er innan á
hverju gotukorti af París, og þá
er galdurinn leystur.
Þú kemst hvert sem þú vilt á
mjög skömmum tima, fyrir u.þ.b.
2 franka, ef þú mannar þig upp i
að nota „Metro”. Auðvitað sést
ekkert nema sorti neðanjarðar-
gangnanna á meðan á ferðinni
stendur, en ef spara á tima og
peninga til þess að komast til sem
fléstra staða þá er „Metro”
lausnin. Það getur einnig verið
ánægjulegt að ferðast með
strætisvagni um Parisarborg, þvi
þá sér maður að sjálfsögöu það
svæði sem farið er um, og auk
þess tapast áttir siður við það að
ferðast ofanjarðar. Það getur
hins vegar veriö geysilega tima-
frekt fyrirbæri að ætla að treysta
á strætisvagnaferðir og að þær
vari ekki óeðlilega langan tima,
þvi eins og allir vita, þá eru grin-
sögurnar af umferðarmenningu
Parisarbúans ekki eintómt grin,
heldur fylgir þeim talsvert magn
af alvöru, og á það einkum og sér
i lagi við háannatima.
Við hátiðleg tækifæri, á leiö
heim af dansstað, næturklúbb,
eða það sem undirritaðri fannst
enn betra, á leið heim af jazz-
klúbb, þá er það hreint ekkert
óhóf að láta eftir sér að taka
leigubil. Þó er skynsamlegast að
forðast notkun þeirra, nema á
þeim timum sem ekki er hægt að
nota strætisvagna og „Metro”.
Louvre — getur gert hvern
mann fótalausan
Ekki tjóir að heimsækja Paris,
án þess að heimsækja safnið
fræga, Louvre. Það getur enginn
yfirgefið Paris, komið heim og
greint frá þvi að hann hafi ekki
farið og séð Monu Lisu. Að fara i
Louvre og horfast i augu við
Monu Lisu, með dularfulla brosið
sitt, gerir heimsóknina fyllilega
þess virði. Svo getur farið að
maður þurfi að biða verulega
stund, áður en langþráðum
„augnakontakt” við þokkadisina
er komið á, þvi alltaf er fjöldi
manns fyrir framan þetta fræga
listaverk, en biðin gleymist um
leið og maður kemst i námunda
við listaverkið. Það er undarleg
tilfinning að standa augliti til
auglits við þetta frægasta bros
allra tima, eftir að hafa i gegnum
árin, séð hundruðir eftirprentana
að þvi, og vita, jafnvel finna, að
þetta er „orginalinn”.
Eftir að hafa notið Monu Lisu
um stund, er sjálfsagt að ráfa um
safnið, og lita á hluta þeirra tug-
þúsunda listaverka sem safnið
hefur að geyma en það skoðar
enginn Louvre, þannig að heild-
armynd náist með þvi að heim-
sækja safnið einu sinni. Ferðirnar
verða að ná allhárri tölu, og vara
I langan tima, áður en sliku marki
er náð, enda er slikt ekki kapps-
■ A góðviörisdegi koma geysilega margir til Versala, og á það jafnt
við um Frakka, sem erlenda ferðamenn.
■ Vöruúrvaliö á útimörkuðunum er geysilegt, enda versla margir þar.