Tíminn - 16.12.1981, Side 8

Tíminn - 16.12.1981, Side 8
 a Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjbri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- uröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjbri: Páll Magn'jsson. Umsjónarmaóur Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórr.. skrifstofur og auglysingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasolu 6.00. Askriftargjaldá mánuði: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf. Deilan um við- talið við Tómas ■ Fjölmiðlar hafa gert sér alltiðrætt um viðtal við Tómas Árnason viðskiptaráðherra, sem ný- lega birtist hér i blaðinu. Af hálfu stjórnarandstæðinga hefur verið reynt að túlka viss ummæli viðskiptaráðherra á þann veg, að þau bæru vott um ágreining bæði innan rikisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins. Meðal annars bentu þau til þess, að þeir Tómas Árnason og Steingrimur Hermannsson væru ekki sammála um stefnuna i efnahagsmálum Fyrst er að vikja að hinu siðarnefnda. Óhætt er að fullyrða, að full samstaða rikir innan Fram- sóknarflokksins um þá efnahagsstefnu, sem Tómas Árnason lýsti sem stefnu flokksins. Full samstaða rikir einnig um það innan Fram- sóknarflokksins, að óhjákvæmilegt sé að gera ráðstafanir til að koma i veg fyrir að verðbólgan vaxi á nýjan leik. Svo fjarri fer þvi, að ágreiningur sé milli beirra Tómasar og Steingrims að það var einmitt Stein- grimur sem vakti manna fyrstur athygli á þeim útreikningum Þjóðhagsstofnunar að verðbólgan myndi komast i 55-60% á næsta ári, ef ekkert væri að gert. Þetta gerði hann i ræðu, sem hann flutti á kaupfélagsstjórafundinum, eins og greint var frá i flestum fjölmiðlum. Jafnframt lagði Steingrim- ur áherzlu á nauðsyn aðgerða til að koma i veg fyrir þessa öfugþróun. Það þarf engum að koma á óvart, þótt einhver ágreiningur geti risið innan rikisstjórnarinnar um þessi mál. Að rikisstjórninni standa þrir að- ilar, sem hafa ólik sjónarmið á mörgum sviðum. Þar getur þvi enginn flokkur fengið allt sitt fram, heldur verður að koma á málamiðlun.Tómas Árnason lagði sérstaka áherzlu á þetta i viðtal- inu. En málamiðlun i efnahagsmálum verður að dómi Framsóknarflokksins, eins og Tómas Árna- son tók fram, að hafa það höfuðmarkmið að draga úr verðbólguhraðanum. Hitt höfuðmarkmiðið, sem Tómas Árnason lagði jafnframt rika áherzlu á, er að reyna eftir megni að tryggja þá forsendu kjarasamninga, að kaupmátturinn raskist ekki. Þvi er það hörmu- legur málflutningur, þegar Þjóðviljinn og ýmsir talsmenn Alþýðubandalagsins eru að reyna að koma þvi orði á Tómas Árnason, að hann sé ein- hver talsmaður kauplækkunar. Þetta er hörmu- legur málflutningur sökum þess, að hann gæti bent til, að vissir aðilar séu að undirbúa sam- starfsslit á þeim tima, þegar þjóðin má illa við þvi, að sundrung sé aukin og málum stefnt i bál og brand. Sama er að segja um þá ásökun Þjóðviljans, að Tómas Árnason hafi verið að áreita Alþýðu- bandalagið. Þetta er alrangt. Þvert á móti eru það vissir leiðtogar Alþýðubandalagsins eins og Ólafur Ragnar Grimsson, sem hafa verið með rangfærslur um afstöðu Tómasar, eins og þá, að hann sé kauplækkunarmaður. Það er einmitt sú stefna, sem Tómas túlkaði i viðtalinu, niðurtalningarstefnan, sem er vænleg- ust til að tryggja kaupmáttinn undir rikjandi kringumstæðum. Það sannar reynslan á þessu ári, eins og nýlega var ályktað af flokksstjórn Alþýðubandalagsins. Þ.Þ. Hversdags- legt spjall eftir Haflida Jósteinsson, Husavik ■ I fréttaspegli sjónvarpsins þriðjudaginn 10. nóvember sl. var meðal annars efnis birt stutt við- tal við þrjá forvigismenn úr sjávarútvegi, iðnaði og fisk- vinnslu. Spurt var um álit þeirra á þeim óhjákvæmilegu efnahags- ráðstöfunum, er rikisstjórnin birti þjóðinni þann sama dag. Oll voru svör þessara manna á þá lund, að þessar ráðstafanir væru ómögulegar og gagnslausar. Fulltrúi iðnaðarins, þessi með sólblómabrosið kvað það sýnt og sannaðað með þessum ráðstöfun- um gætu landsmenn séð, að öll efnahagsstefna núverandi stjórn- valda hefði gjörsamlega brugðist reynst alröng og jafnvel hættuleg okkur Islendingum. Oft áður hefur þessi sami maður birst á skjánum hjá okkur til að láta ljós sitt skina og hefur það varla brugðist að hann hefur haft allt á hornum sér og fundið núverandi rikisstjórn flest eða allt til for- áttu. Ég held, aö almenningur i þessu landi hætti að taka nokkurt mark á svona mönnum, sem virðast sjá tilveruna i gegnum svört gleraugu. Vænt þætti mér um, að sú yrði raunin á. Hvað skyldi svo vera hæft i málflutningi iðnrekandans? Telst það röng og óskynsamleg efna- hagsstefna sem markvisst og ákveðið miðar að þvi að ná niöur eftir skynsamlegum leiðum hinni margumræddu verðbólgu? Sann- leikurinn i þessum efnum er auð- vitað sá að núverandi rikisstjórn hefur náð miklum og ánægjuleg- um árangri i glimu sinni við verð- bólguófreskjuna. Það væri hollt og þarft fyrir andstæðinga núv. rikisstjórnar að skyggnast örlitið til ýmissa nágrannalanda okkar, t.d. Danmerkur, Bretlands og Belgiu og skoða þá þjóðfélags- mynd, sem við blasir þar. 1 Bret- landi t.d. er við völd augasteinn ýmissa hérlendra stjórnmála- manna. 1 þessum löndum er að visu lægra verðbólgustig en hér hjá okkur íslendingum, en hvað hafa margar þjóðir Vestur- Evrópu fengið yfir sig á kostnað þess að halda þessum verðbólgu- draug i skefjum með mörgum og margvislegum ráðstöfunum i efnahagslifi sinu? Þó nokkrar þessara nágrannaþjóða okkar hafa fengið yfir sig hálfgerða hol- skeflu af atvinnuleysi sem er áreiðanlega eitthvert mesta böl, sem þegnar hvers þjóðfélags verða fyrir. Staðreyndir þar um tala sinu máli svo engum getur dulist. Alls konar upplausn og félagsleg vandamál eru óhjá- kvæmilegar afleiðingar af at- vinnuleysi er kannski varir svo mánuðum skiptir. 1 minum huga er það óbærilegt böl, er leggst á hvern þann einstakling, sem þarf að ganga um atvinnulaus um lengri eða skemmri tima. Astand i atvinnumálum okkar Islendinga má heita i mjög góðu lagi. Fólk, sem kemur hingað erlendis frá, t.d. frá Norðurlöndunum, undrast það stórlega að hér skuli hver hönd, er vill og gétur unnið, hafa næga atvinnu. Þetta má telja órækan vitnisburð um, að hér situr að völdum rikisstjórn, sem vonir voru bundnar við og sem hefur látið þær vonir rætast. Margofthefur það komið fram i stjórnmálaumræðum i hinum ýmsuf jölmiðlum, að þeir flokkar, er nú sitja i stjórnarandstöðu (og verða þar vonandi sem lengst) gerialþjóð grein fyrir þeim tillög- um og leiðum, er þeir hafa til lausnar á þeim vandamálum, Af öldruðum — eftir Jóstein Kristjánsson að þrátt fyrir mikla spurn eftir vinnukrafti, þá sendum við fólk miskunnarlaust heim, þegar það hefur náð eftirlauna-aldri. Virðist engu breyta þótt viðkomandi sé full-friskur, og hafi bæði löngun og þörf til aö vinna. 1 minum huga hefur hugtakið eftirlauna-aldur aöra merkingu. Það þýðir, að einhver sé kominn á þann aldur að honum sé i sjálfs vald sett, hvort hann heldur á- fram starfi eða ekki, eða hvort hann lætur sér duga að vinna hluta Ur degi, að eigin geöþótta. Þetta virðist samt ekki svona einfalt. Það er ekki gert ráð fyrir þörfum fólksins á þessu sviði.Hér verður að gera breytingu á. Fólk sem starfaö hefur allan aldur sinn, aö uppbyggingu okkar á- gæta þjóðfelags, á meiri rétt til lifsins en þeir sem aðeins eru að hefja lifið. Auðvitað er þetta órjúfanleg heild, en við værum ekki hér, ef það hefði ekki rutt brautina á undan okkur. Það er lika annað sem hér um ræðir. Eftirlaun, ellilifeyrir, eöa hvað sem þaðnú kallast, stendur engan vegin undir nafni. Það er háskaleg staðreynd, að velmeg- unarþjóðfélagiðokkar segist ekki hafa efni á að borga þessu fólki mannsæmandi lifeyri.Mérer svo mikið i mun, að þú lesandi góður geri þer grein fyrir þessu, að ég bið þig að lesa siðustu setninguna afturog aftur, og helst kynna þér sannleiksgildi hennar. Allavega að þvi loknu, verðum við sam- mála um aðgerðir. Hvað á það aö þýða að harðduglegt fólk, sem þekkir ekki annað en að hafa eitt- hvað fyrir stafni, sé bara sent heim. Sökin: Of gamalt til að vinna. Við þekkjum öll af- leiðingarnar. Fólkið hrörnar fyr en ella, og þá virðist markinu náð. Sjúkrahúsin, elliheimilin eða i ■ Allir þeir sem i heiminn koma eiga það sameiginlegt að eldast og deyja. Ösk okkar allra er sú, að hver og einn megi eiga sem bestan ævidag og margar sam- þykktir gerðar þar að lútandi. Þar sem ég þekki til, hefur ekki tekist að ná þessu marki þótt margt hafi verið gert til bóta. Ég gerði að umræðu einstaka þætti/frumstig og miðstig þessa máls i fyrsta erindi minu, en nú dvelur hugurinn við aldraða fólkið. Þótt margt sé gert til þess aðlétta öldruðum ævikvöldið finnst mér einn verulegur mein- bugur þar á. Sú merkilega staöa erhér uppi,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.