Tíminn - 16.12.1981, Side 10

Tíminn - 16.12.1981, Side 10
Miövikudagur 16. desember 1981 10 Wmúm heimilistíminn ; ^ L Umsjón: B.St. og K.L. Kostir og ókostir — við að vera einhleyp(ur) ■ Oft er sagt sem svo um þá einhleypu: „Aurá- ingja hún (hann) hvað það hlýtur að vera einmana- legt að búa ein(n)!” En það getur lika fylgt þvi margt gott að búa einn i ró og næði og þurfa ekki alltaf að taka tillit til annarra. Bresk blaðakona Philippa Pigache gerir það upp við sjálfa sig í blaðagrein hvort það sé svo slæmt að vera ein á báti. Hún gerði lista sem við ætlum að birta hér en okkur telst svo til, að ókostirnir séu fleiri hjá henni en kostirnir, en hvort þeir eru eins þungir á metun- um, skal ósagt látið. Kostirnir eru: ■ Fallegur hópur af jólasveinabörnum tii aö gera jólaiegt á heimilinu. Fallegu jólasveina- börnin ■ Hægt er að borða kex eða appelsinur i rúminu án þess að einhver sé að skipta sér af þvi. Ekki þarf að loka að sér á baðinu ...eða þrifa baðkarið eftir ein- hvern annan Að þurfa ekki að afsaka sig ef maöur kemur mjög seint heim, eða jafnvel — kemur alls ekki heim... Að koma ekki að tómri mjólkurfernu, þegar þú heldur að nóg mjólk sé til, — eða tómri flösku inni í barskápnum, eða all- ur klósett-pappirinn er búinn á baðinu. Hægt er að lita hárið og hafa andlits-maska heilt kvöld án þess að hugsa um útlitið á meðan. Fara i megrunarkúr og hreinsa allt út úr isskápnum. Koma fram alklædd og puntuð þegar fara á út að skemmta sér, en láta ekki horfa á sig meðan verið er að setja á sig „spariand- litið”. Tala lengi og notalega i sim- ann við elskhugann. Skemmta sér með þeim fyrr- nefnda (i siðustu málsgrein) — en halda sig frá honum (henni) ef skápið er ekki i lagi einhverra hluta vegna. burfa aldrei að vaka eftir þvi að einhver komi heim. Láta safnast fyrir i rúminu hjá þér ýmsa hluti, svo sem blöð, bækur, ketti o.fl. Hafa sjálf(ur) blaðið fyrir sig með morgunverðinum. Vera i rúminu allan daginn ef maður á fri, eða vaka alla nóttina viðaðlesaspennandibók, án þess að halda vöku fyrir einhverjum. Ráða sjálfur hvort og hvenær horft er á sjónvarpið. Hægt er að halda góðu sam- bandi við gamla ástvini (vinur) og jafnvelfara út og skemmta sér meö þeim, ef svo ber undir, án þess að meira búi á bak við. Vera sjálfstæð persóna og treysta ekki á neinn nema sjálf- a(n) sig. Ekki vera sifellt að spyrja aðra ráða. Hafa það á tilfinningunni að það geti alltaf eitthvað spennandi verið á næsta leiti. Svo eru það ókostirnir: Enginn er til staðar til að hjálpa til við rennilásinn á kjóln- um fyrir hana (eða hnýta þver- slaufuna fyrir hann)... ...eöa taka kóngulóna sem allt i einu var komin i baðkarið. ... eða hringja til læknisins ef þú ert veik(ur) og i vinnuna til að afsaka þig. ... eða til að ansa i simann, þegar þú nennir ekki að tala við neinn. Uppgötva að sigaretturnar eru búnar og þú nennir ekki að fara út i sjoppu. Enginn er til að hlæja með þér að einhverju bráðsniðugu sem þú ert aö lesa. Þurfa sjálf(ur) að hlýja rúm- ið alein(n) Kaupa i matinn handa einum. Hótelherbergi eru dýrari fyrir einhleypinga (yfirleitt er gert ráð fyrir tveim i herbergi) Heyra að nóttu til einhvern hávaða sem gæti kannski verið innbrotsþjófur. Fá óboðna gesti og hafa eng- an til að fara út til að kaupa eitt- hvað til að drekka, eða með kaff- inu. Háir simareikningar, þvi að sá einmana gerir meira að þvi að hringja i vini en hann gerir sér grein fyrir, fyrr en sim- reikningurinn kemur. Vanta nauösynlega peninga og eiga ekki blað i ávisanaheft- inu. Hella alltaf hálfum tepotti i vaskinn eða kaffi úr hálfri kaffi- könnu. Enginn er til að opna fyrir rafmagnsmanninum, og þú ert i baði. Aö þurfa að biðja um gistingu hjá kunningjum, ef þú kemur seintheim oghefur gleymt lyklin- um að ibúðinni. Að lenda i ástarævintýrum með giftum mönnum. Að kviða fyrir sunnudögum og hátiðum. Liggja andvaka um nætur og hugsa meb beyg til framtiðarinn- og allt sjálftraust er flogið út i næturmyrkrið. I Það má dreifa þeim um allt, þessum fallegu jólasveinabörn- um, sem eru búin til úr rauðu filti eða öðru fallegu þykku efni. Á myndinni eru jólasveinarnir litlu úr filti i þremur rauðum og bleik- um litum,enhjörtun og sokkarnir eru úr gulu og bláu filti. Hárið er saumað með gulu ljósbrúnu eða rauðu garni. Svona sæt litil jólasveinabörn eru alls staðar til skrauts, það má hengja þau i ljósakrónur, festa nokkur þeirra saman i óróa hengja þau á jólatréið eða leggja þau á jólaborðið til skrauts. Það er einfalt að búa þau til eftir teikningunni. Þetta þarf til að búa til jóla- sveinana: Filtpjötlur helst i rauðum lit- um, ullargarn til að sauma hárið með igulum, brúnum eða rauðum lit, smáperlur fyrir hnappa og gott lim til að lima filt. ■ Einn af kostunum viö aö búa ein(n), er aö taka sér góöan tima i baö- inu og þurfa ekki aö loka aö sér, en hafa góöa músik til aö hlusta á á meöan, —og svo aö þurfa ekki aö þrifa baöiöeftir einhvern annan. ■ Þarna sést stæröin á jólasveinabörnunum og svo er bara að klippa nákvæmlega eftir teikningunni og líma saman eins og þar segir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.