Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 72
32 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Eftir Valgerði Bjarnadóttur Kostir og gallar við aðild að Evrópusambandinu. Ég hlýt að segja eins og er að þetta upp- legg á umræðunni hefur aldrei höfðað til mín. Væntanlega er það vegna þess að þegar talað er um kosti og galla í þessu samhengi þá finnst mér það snúast um hvað kostar þetta og hvað fáum við á móti. Debet- og kredit-aðferðin til að nálgast viðfangsefnið sem ég tel fyrst og fremst pólitískt finnst mér þess vegna ekki vera hin rétta. Það þýðir auðvitað ekki að sú leið að niðurstöðu geti ekki verið sjálfsögð, eðlileg og upplögð fyrir aðra og kannski flesta, ég á hins vegar svolítið bágt með að taka þátt í umræðunni á þeim nótum og ætla að láta það eftir mér að sinni. Markmiðið var friður Nokkrar staðreyndir um félags- skapinn skipta máli og teljast tví- mælalaust til kosta þess að vera í honum. Evrópusambandið er sam- komulag um samstarf lýðræðis- þjóða í Evrópu, núna árið 2008 erum við eina þjóðin í Vestur- og Mið-Evrópu utan Sviss, Noregs, Liechtenstein, Mónakó og Andorra sem ekki eru í Evrópusamband- inu. Upphaf Evrópusambandsins er bandalag sex Evrópuþjóða sett á stofn með það markmið fyrst og fremst að tryggja frið í álfunni í kjölfarið á tveim styrjöldum á hálfri öld sem áttu upptök sín þar og urðu síðan fyrri og síðari heims- styrjöldin. Upphafsmennirnir trúðu því að hægt væri að tryggja frið með því að binda efnahagsleg bönd. Efnahagssamstarfið skilaði svo miklum árangri að heimsveld- ið Bretland sem í millitíðinni hafði blásið til EFTA-samstarfs bankaði upp á bara fáum árum síðar. Núna fimmtíu árum síðar vitum við að tilraunin til friðar hefur tekist – a.m.k. í meira en hálfa öld. Þegar Berlínarmúrinn hrundi í nóvember árið 1989 breyttist Evr- ópa öll. Líklegast var það tilviljun að þetta var einmitt sama árið og kennt var við innri markaðinn svo- kallaða. Innri markaðurinn var í raun ekki annað en að koma upp- haflegum markmiðum Efnahags- bandalagsins, eins og það þá hét, í framkvæmd – meira en þrjátíu ára markmiðum! (Svo kannski er okkur vorkunn). Væntingarnar sem innri mark- aðurinn olli blés miklum krafti í alla efnahagsstarfsemi í Evrópu. Þegar kalda stríðinu lauk sóttu ríkin sem við unnum með að gerð EES-samningsins um fulla aðild að samstarfinu. En ekki við. Við – Íslendingar – erum svo lítil, sæt og sniðug að við þurftum ekki að vera í þessum pælingum og misstum þess vegna af strætó. Þegar Norðmenn felldu samning- inn þóttust íslenskir stjórnmála- menn, ekki þurfa að ræða frekar þetta mikla hagsmunamál okkar allra. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið mikil stjórnmálaleg mistök. Spurningin um fullveldið Hugtakið fullveldi er allt annað í dag en það var fyrir áratugum síðan. Alheimsvæð- ingin hefur það í för með sér að þjóðir ráða sér lítt sjálfar. Frelsi og hagsæld þjóða er betur borgið í samfloti við aðrar þjóðir en ef þær reyna að standa einar og sér. Þetta á ekki síst við um litlar þjóðir sem hafa lítið bolmagn, áhrif þeirra og kraftur verður meiri í samfloti við aðrar þjóðir. Þetta á ekki síst við í viðskiptum við stórþjóðir, þar skiptir samstaðan miklu máli. Það er ástæða þess að ég tel að við eigum að vera fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Stundum finnst mér svolítið skondið að eymd krónunnar hefur orðið til þess að æ fleiri krefjast þess að aðild að Evrópusamband- inu verði tekin til alvarlegrar umræðu. Það þótti mikið fullveldis- afsal þjóðanna í Evrópusamband- inu að afsala sér gjaldmiðlinum. Það er af fullveldis- og þjóðar- stoltsástæðum sem Danir og Svíar hafa ekki tekið upp evru. En það er auðvitað sitthvað að vera dönsk eða sænsk króna eða bara íslensk. Í skipalest eða ein á árabáti Hvað er til ráða er spurt. Mætti ég ráða yrði lögð inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu svo fljótt sem auðið er. Ég trúi því að samningaviðræður tækju ekki langan tíma. Þjóðin yrði síðan að segja sitt. Ef þetta yrði nú allt gert í grænum hvelli myndi ég veðja á að það sem seinkaði inngöngu okkar í Evrópusambandið mest yrði sá tími sem það mun taka að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnskipuninni. Því þær verða ekki gerðar nema að þing sé rofið og efnt til kosninga. Enginn má halda að aðild að ESB lagi efnahagsástandið eins og skot. En ég er sammála þeim sem segja að yfirlýsing um að við stefnum þangað mundi lægja ein- hverjar öldur. Innan eða utan ESB munum við þurfa að bera ábyrgð á okkur sjálf. Innan þess erum við í skipalest með stuðning og skjól af stóru skipunum, utan þess erum við ein á árabáti, sumir segja korktappa, það er ekki gott þegar hvessir. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Ein á báti – með korktappa EVRÓPUSAMBANDIÐ – Hvað er til ráða? 1. Hverjir eru helstu kostir við Evrópusambandsaðild? 2. Hverjir eru helstu gallar við Evrópusambandsaðild? 3. Hvað er til ráða? 3.1. Á að hafna aðild umsvifalaust? 3.2. Á að bíða og sjá til? 3.3. Á að sækja um aðild umsvifalaust? 3.4. Á að gera efnahagslegar og stjórnskipulegar ráð- stafanir með það að markmiði að taka ákvörðun af eða á um aðildarumsókn eftir tiltekinn tíma, til dæmis innan þriggja ára? Traustur fjárhagur og góð afkoma UMRÆÐAN Bæjarmál í Hafnar- firði Það hefur að vonum vakið athygli að á sama tíma og stærstu viðskiptabankar lands- ins og aðrir stórir lán- takendur eiga ekki kost á að taka erlend lán nema með hærra skulda tryggingarálagi en áður hefur þekkst, eða allt upp undir 1.000 punkta, var Hafnarfjarðar- bæ boðið upp á lánskjör sem eru langtum hagstæðari, eða upp á um 80 punkta álag að meðal tali á Libor-vexti. Þessi kjör eru staðfesting á því trausti sem borið er til bæjar- ins, en fjárhagur Hafnarfjarðar- bæjar hefur tekið miklum um skiptum á allra síðustu árum, eins og ársreikningar bæjar- félags ins sýna með skýrum hætti. Einn helsti mælikvarði á fjár- hagslega afkomu hverju sinni er veltufé frá rekstri. Á síðustu árum hefur sú framlegð sem nýt- ist til afborgunar lána eða nýrra framkvæmda aukist stórum og er nú hátt í tveir milljarðar króna. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum bæjarins hefur aukist úr liðlega 4% á árinu 2002 í 12% á sl. ári og mun samkvæmt langtímaáætlun sem bæjarstjórn hefur nýlega samþykkt hækka í 14% á næstu tveimur árum. Sam- kvæmt sömu áætlun er gert ráð fyrir að eignir bæjarfélagsins aukist um liðlega 3 milljarða og eigið fé um liðlega fjóra millj- arða á þessum tíma. Langtíma- lán samstæðureiknings bæjarins munu hækka um rúma 2,7 millj- arða en heildarskuldir bæjar- félagsins á sama tíma lækka um nær 1 milljarð króna. Á síðustu árum hafa framkvæmdir í bæjar- félaginu verið meiri en nokkru sinni áður sam- hliða mikilli fjölgun íbúa. Þrátt fyrir þessa miklu uppbyggingu hefur Hafnarfjarðar- bær ekki þurft að nýta sér fyrirliggjandi láns- heimildir heldur nýtt til fullnustu þá tekjuveltu í sjóðsstreyminu sem hröð uppbygging hefur skapað. Á sama tíma hefur einnig verið hægt að greiða niður erlendar skuldir bæjarfélags- ins. Á þessu ári er ráðgert að nýframkvæmdir í skólum, leik- skólum, íþróttamannvirkjum og nýjum íbúða- og atvinnusvæð- um verði fyrir liðlega 6 millj- arða króna og í nýrri þriggja ára áætlun fram til ársins 2011 er ráðgert að nýframkvæmdir verði upp á liðlega 15 milljarða króna. Þessar miklu fjárfestingar í mannvirkjum kalla á tíma- bundna skuldsetningu, enda fyrir séð að jafn viðamiklar framkvæmdir eru fjárfrekar. Mikil samstaða hefur verið innan bæjar stjórnar um þessi verkefni, en nú á 100 ára kaup- staðarafmæli bæjarins verða mörg þeirra fullkláruð og áfram verður fjárfest í frekari upp- byggingu nýrra grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla, bóka- safns og íþróttamannvirkja. Ljóst er að aðstæður á lána- mörkuðum og hjá útlánsstofn- unum eru afar þröngar og erfið- ar um þessar mundir og jafnt fyrirtæki sem einstaklingar hafa fundið fyrir þeirri kreppu. Það er því afar mikilvægt að við þessar aðstæður hefur Hafnar- fjarðarbær náð að tryggja sér framkvæmdafé til næstu ára á afar góðum kjörum. Þessi staðreynd sýnir best hvaða traust bæjarfélagið nýtur meðal lánveitenda og staðfestir um leið þann mikla árangur sem náðst hefur í fjármálum og rekstri bæjarins á síðustu árum. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. LÚÐVÍK GEIRSSON Það er því afar mikilvægt að við þessar aðstæður hefur Hafnarfjarðarbær náð að tryggja sér framkvæmdafé til næstu ára á afar góðum kjörum. Hvaða bull er þetta, Þorvaldur? UMRÆÐAN Jöfnuður Þorvaldur Gylfason ritar reglulega dálka í þetta blað. Í þeim kemur frumleg sýn hans á staðreyndir ósjaldan á óvart. Er óhætt að fullyrða að í þessu efni komist fáir blaðaskríbentar hér á landi þangað sem Þorvaldur hefur hælana. Á fimmtudag tókst Þorvaldi óvenju vel upp. Honum tókst þá að tvinna saman svo margar furðusögur um tekjudreifingu á Íslandi í eina grein að undrun sætir. Þorvaldur fullyrðir m.a. að Hagstofa Íslands hafi ekki hirt um að kortleggja tekjuskipt- inu á Íslandi. Þetta er fjarri sanni. Hagstofan heldur til haga umfangsmiklum gögnum um tekjudreifingu. Þessi gögn eru aðgengileg hverjum sem hafa vill og mörg útgefin í skýrslum stofnunarinnar. Auk annars hefur Hagstofan tekið þátt í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum á tekjudreifingu einmitt af því tagi sem Þorvaldi er tíðrætt um. Niðurstöður mjög viðamikillar og vandaðrar samevrópskrar rannsóknar á tekjudreifingu voru t.d. birtar í sérstakri útgáfu Hagstofunnar (Hagtíðindi: Laun tekjur og vinnumarkaður árg. 92 nr. 8 2007.1). Þar kemur fram, þveröfugt við það sem Þorvaldur heldur fram, að dreifing ráðstöfunartekna (eftir skatt og bætur) á Íslandi sé með því jafnasta sem um getur í Evrópu. Nánar tiltekið var svonefndur Gini-stuðull, sem Þorvaldur ræðir um, sá þriðji lægsti á Íslandi. Þetta merkir að tekjudreifing á þennan mæli- kvarða var sú þriðja jafnasta á Íslandi af 31 Evrópuþjóð sem þátt tók í rannsókninni. Miðað við Norðurlandaþjóðirnar var Gini-mælikvarðinn hærri bæði í Noregi og Finnlandi en eilítið lægri í Danmörku og Svíþjóð. Það er umhugsunarvert að hinn samræmdi mældi Gini-stuðull fyrir Ísland samkvæmt þessari rannsókn reyndist 0,25, sem er ekki einu sinni í námunda við töluna 0,36 sem Þorvaldur setur fram. (Raunar segir Þorvaldur að Gini-stuðullinn hafi verið 36, en það hlýtur að vera yfirsjón þar sem Gini-stuðullinn er skýrgreindur á bilinu frá núlli og upp í einn). Svipaðar niðurstöður Aðrir mælikvarðar á tekjudreifingu (og þeir eru margir) gefa svipaða niðurstöðu. Til dæmis reyndist svokallað lágtekjuhlutfall, sem skoða má sem vísbendingu um hlutfallslega fátækt, næst lægst á Íslandi miðað við hinar Evrópuþjóðirnar. Það var aðeins í Svíþjóð sem það var lægra, en talsvert hærra í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Í fáum orðum sagt: Vandaðasta samræmda rannsóknin á tekjudreifingu sem fram hefur farið í Evrópu staðfestir að tekjudreifing á Íslandi er með því jafnasta sem um getur í Evrópu og fátækt hvað minnst. Þetta er ekki einungis í ósamræmi við heldur þveröfugt við þá mynd sem Þorvaldur dregur upp. Þá er ekki sjáanlegt af fyrirliggjandi gögnum að staða Íslands hvað tekjudreifingu snertir hafi breyst umtalsvert í samanburði við aðrar Evrópu- þjóðir í a.m.k. tvo til þrjá áratugi. Það er því ekki um það að ræða að hér á landi hafi tekjudreifing orðið ójafnari í samanburði við aðrar Evrópu- eða Norðurlandaþjóðir eins og Þorvaldur gefur í skyn. Villandi framsetning Það liggur þá í hlutarins eðli að þær pólitísku samsæriskenningar sem Þorvaldur sýður upp til að útskýra hina ímynduðu þróun hafa lítið gildi annað en til skemmtunar. Úr því að forsendurnar ganga þvert á staðreyndir verður raunar ekki annað séð en þær snúist fremur upp í andstæðu sína og lofgjörð um Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokk, sé á annað borð eitthvað rökrænt samhengi í grein Þorvaldar. Þorvaldur talar um að ríkisskattstjóraembættið hafi hlaupið í skarðið fyrir Hagstofuna og lagt fram tölur um tekjuskiptingu. Þetta er ekki rétt. Embætti ríkisskattstjóra hefur ekki gefið út neina slíka reikninga a.m.k. ekki opinberlega. Það er jafnframt ekki rétt að ríkisskattstjóri hafi reiknað eða sent frá sér nýjar tölur sem sýni vaxandi ójöfnuð á árinu 2006. Það er því villandi, svo ekki sé meira sagt, að bera þetta ágæta embætti fyrir útreikningum á Gini-stuðlum, sem augljóslega eru komnir úr allt öðrum húsum. Fyrir framtíð lands og þjóðar skiptir miklu máli að hafa augun á raunveruleikanum og mistúlka ekki staðreyndir. Vera kann að með skáldskap um þjóðhagsstærðir sé unnt að framkalla úlfúð og slá pólitískar keilur. Sem þjóð erum við hins vegar engu bættari með því að ímynda okkur einhverja aðra dreifingu tekna en til staðar er í landinu. Það sama gildir auðvitað um aðrar staðreyndir okkar lífs. Höfundur er prófessor við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands. RAGNAR ÁRNASON Vandaðasta samræmda rannsóknin á tekju- dreifingu sem fram hefur farið í Evrópu staðfestir að tekjudreifing á Íslandi er með því jafnasta sem um getur í Evrópu og fátækt hvað minnst. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein- ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð- ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.