Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 29
HEIMILI HELGIN HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ragnheiður Birgisdóttir, skrifstofustjóri hjá fasteignasölunni Remax, er mikill sælkeri og þykir fátt skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Ragnheiður er ófeimin við að prófa nýja hluti en er mikill aðdáandi gamla góða sveitamatarins enda upp- alin í sveit. Uppáhaldsrétt sinn smakkaði Ragnheiður fyrst hjá móður sinni. „Mamma eldaði þennan rétt einu sinni og bauð mér í mat. Ég varð um leið mjög hrifin af honum og elda hann mjög oft og vekur hann mikla lukku í hvert skipti. Innihaldið er ekki mikið en þó er rétturinn bragðgóður og framandi. Í hann þarf tvö flök af ýsu, tvo þroskaða banana, átta til tíu ferska sveppi, hálfan rauðlauk, sítrónu pipar, heilhveiti og aromat,“ lýsir Ragnheiður. Þegar þessu öllu hefur verið safnað saman er ekki annað í stöðunni en að skella sér í að elda réttinn. „Aðferðin er einföld og er þannig að ég byrja á því að skera fiskinn í hæfilega stóra bita. Í skál blanda ég saman heilhveiti, sítrónupipar og aromat og velti fisk- bitunum upp úr því. Fiskurinn er síðan steiktur á pönnu upp úr olíu í þrjár mínútur á hvorri hlið. Þá sker ég bananana eftir endilöngu og svo í tvennt og sveppina í sneiðar. Saxa síðan rauðlaukinn og steiki þetta allt á pönnu með fisknum í um það bil fimm mínútur. Set svo lok á pönnuna og læt þetta liggja í fimm til tíu mínútur,“ segir Ragnheiður. Með þessum fiskrétti ber Ragnheiður fram hrís- grjón, ferskt salat og mjög vinsælt er að hafa kalda grillpiparsósu með. Ragnheiður hvetur alla til að prófa þennan bragðgóða og sérstæða rétt. mikael@frettabladid.is Bragðgóður og framandi Ragnheiður er óhrædd við að prófa sig áfram í matargerð þó að hún sé alltaf hrifin af hefð- bundnum sveitamat. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR INDVERSKT OG GOTT Anjali Pathak lumar á góðri uppskrift að tikka masala- kjúklingi og fersku salati með rauðri papriku, selleríi og myntu. MATUR 3 STYRKTARMARKAÐUR Nemendur í MK standa í dag og á morgun fyrir fatamarkaði í samstarfi við Rauða krossinn til styrktar nauðstöddum í Mósambík. HELGIN 2 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t Ódýrt og gott í hádeginu Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur, súpubar, nýbökuð brauð og gómsætan salatbar. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Við Perluna eru næg ókeypis bílastæði. Belgískar vöffl ur Láttu það eftir þér, þær eru algjörlega þess virði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.