Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 78
38 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
SINNEP
Atli Ingólfsson
Leikarinn Bjarni Haukur Þórsson og leikstjór-
inn Sigurður Sigurjónsson hafa á undan-
förnum árum slegið í gegn með hnyttnum
einleikjum þar sem tekist er á við íslenskan
nútíma. Fyrsta verk þeirra sem sló í gegn var
Hellisbúinn, en í því var fjallað um samskipti
kynjanna í ljósi breyttra kynjahlutverka. Í
rökréttu framhaldi kom svo Pabbinn þar
sem föðurhlutverkið var krufið til mergjar.
Sýningarnar nutu báðar mikilla vinsælda
og mæddi því mikið á Bjarna Hauki, sem
stóð einn á sviðinu og brá sér í allra handa
hlutverk. Þannig reyndi hann bæði á eigin
leikhæfileika og kitlaði hláturtaugar áhorf-
enda í leiðinni. Í kvöld verður svo frumsýnt
þriðja verkið sem þeir Bjarni og Sigurður hafa
unnið saman, en stykkið hefur að þessi sinni
hlotið nafnið Hvers virði er ég?
Sem fyrr er viðfangsefni sýningarinnar
fengið úr íslenskum samtíma. Umræða um
fjármál Íslendinga hefur sjaldan eða aldrei
verið umfangsmeiri hér á landi en á síðustu
misserum. Þessi nýi veruleiki fjármagnsins
hlýtur að teljast verðugt viðfangsefni fyrir
metnaðarfull gamanskáld og rúmlega það.
Það þarf því ekki að koma á óvart að þeir
Bjarni Haukur og Sigurður skoði í nýjustu
grínsýningu sinni þá bráðsmitandi efnis-
hyggju sem hrjáir íslensku þjóðina um þessar
mundir og hlífa engum, hvorki almenningi
né auðmönnum í þeim spéspegli af sam-
tímanum sem sýningin bregður upp.
Þessa athyglisverðu nálgun tvinna þeir svo
saman við þá vaxandi áherslu á heilsusam-
legt líferni sem dynur á almenningi öllum
stundum, svo að úr verður ærslafull rannsókn
á þeim gildum sem skipta okkur raunveru-
lega máli varðandi fjármál okkar og heilsu.
- vþ
Grínast með efnishyggju
FJÁRMÁLAHJAL Bjarni Haukur Þórsson í leik-
ritinu Hvers virði er ég?
Skynfæri manna eru víst fimm. Boð þeirra allra fara þó inn í sömu
símstöð. Þar eru móttökuskilyrði misgóð og iðulega lekur á milli rása.
Ótal rannsóknir sýna hvernig það sem berst inn um eitt skynfæri hefur
áhrif á annað. Tilraunir með THX-hljóðkerfi í kvikmyndahúsum sýndu
til dæmis að þegar sama mynd var sýnd hópi áhorfenda fyrst með
eldra hljóðkerfi og svo með því nýja, þótti þeim sem horfðu myndgæð-
in snöggtum betri í seinna skiptið. Ekki er nóg með að skynfærin hafi
áhrif hvert á annað heldur ræður ástand heilans miklu um hvaða blæ
skynjunin fær. Maður sem þjáist af þunglyndi sér ekki sömu litina og
heilbrigður maður og maður í annarlegu ástandi ruglar saman skynjun
og hugarórum.
1) Oft er talað um hljómburð eins og eðlisfræðin sé eini mælikvarði
hans. En hljóðið er fyrir manneskjur. Salurinn er í raun á milli
eyrnanna á hlustendum.
2) Ímyndum okkur að gamni vísindalega útfærðan „bragðburð“, rými
þar sem bragð matarins á að njóta sín ótruflað. Er víst að við nytum
þess þar?
3) Jafnt innra sem ytra ástand allt ræður því hvernig við grípum
tónlistina: Skapið, eftirvæning, minni, þekking, félagsskapur, stemn-
ing, hreyfing, lýsing, hljómur. Til dæmis mundi hljómburður Háskóla-
bíós batna talsvert með betri lýsingu. Grínlaust.
4) Því má segja að þótt hljómburður salar skipti máli sé best að gleyma
ekki hljómgrunninum, jarðveginum. Þetta veit rokkarinn: Það skiptir
hann miklu að sem flestir áheyrenda séu sannfærðir áður en á tónleik-
ana er komið. Síðan eru spurningar eins og „Eru ekki allir í stuði?“ til
að hreinsa loftið, stilla eyrun og bæta móttökuskilyrðin.
5) Það er mikilvægt starf að hanna tónleikasali þar sem órafmögnuð
tónlist heyrist vel. Þeir eru hins vegar ekki nauðsynlegir allri tónlist og
ekki nægilegir sumri tónlist. Enginn salur er góður í sjálfum sér, óháð
innihaldinu: útsendingunni og móttökunni. Oft hefur svo góður
hljómgrunnur fyllilega bætt fyrir illa hljómandi sal.
6) Hljómburður eru lífsgæði hljóðsins. Það er hin lifandi umgjörð sem
býr hann til.
7) Kannski má skýra þetta með litlu dæmi: Á Rás 1 er þátturinn
Hlaupanótan. Hann er umgjörð þar sem forvitni, fordómaleysi, opnar
hlustir, næmi og glaðværð stjórnendanna smita hvern þann sem heyrir.
Enda er sama hvernig mér líkar sú tónlist sem þar er leikin, alltaf skal
ég heyra hana undravel. Jafnvel úr útvarpsgarmi.
8) Og gríp hana jafnvel betur en stundum er á tónleikum við „bestu“
skilyrði.
Hugar- og hljómburður
Kl. 12.15
Júlían M. D‘Arcy, prófessor í enskum
bókmenntum, flytur fyrirlestur um
amerískar fótboltabókmenntir
tuttugustu aldarinnar í dag kl. 12.15.
Hann mun fjalla um skáldsögur frá
því um aldamótin 1900 allt til
sjónvarpsþátta eins og Friday Night
Lights og Heroes sem nutu mikilla
vinsælda nýverið. Fyrirlesturinn,
sem verður fluttur á ensku, fer fram í
stofu 207 í Aðalbyggingu Háskóla
Íslands.
Ljósmyndarinn Einar Falur Ing-
ólfsson gengur í hádeginu í dag
með gestum um sýningu sína Staðir
– Úr dagbók 1988-2008 sem nú
stendur yfir í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur. Viðfangsefni sýning-
arinnar kemur úr dagbók ljósmynd-
arans sem hann hefur haldið frá
árinu 1988 en sem skrásetningar-
tæki notar hann þar myndavél í
stað penna. Einar Falur hefur vegna
starfs síns sem blaðaljósmyndari
ferðast víða og á því orðið safn ljós-
mynda af margbreytilegum stöð-
um víðs vegar um heiminn. Þrátt
fyrir að myndirnar séu teknar á
ólíkum stöðum þá gengur rauður
þráður gegnum sýninguna, þar sem
listræn sýn, metnaður og ekki síst
ævintýraþráin renna saman og
mynda eina heild.
Einar Falur lauk MFA-gráðu í
ljósmyndun frá School of Visual
Arts í New York og hefur lengi
unnið hjá Morgunblaðinu sem
fréttaritari, menningarblaðamaður
og bókmenntarýnir auk þess sem
hann gegndi starfi myndstjóra þess
um tólf ára skeið. Hann hefur verið
stundakennari við Listaháskóla
Íslands frá árinu 1997 og hefur
kennt á ýmsum ljósmyndanám-
skeiðum, haldið einkasýningar og
tekið þátt í fjölda samsýninga bæði
hérlendis og erlendis. Ljósmynda-
safn Reykjavíkur er til húsa í
Grófar húsi, Tryggvagötu 15. Leið-
sögn Einars Fals hefst kl. 12.10.
Einar Falur um Staði
EINAR FALUR INGÓLFSSON Sýnir ljósmyndadagbók sína í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Þau leiðu mistök áttu sér stað í
Fréttablaðinu í gær að rangt var
farið með dagsetningar á
sýningum danssmiðju Íslenska
dansflokksins þar sem dansað
verður til styrktar ABC barna-
hjálp. Í grein sem birtist á
menningarsíðum blaðsins var því
haldið fram að sýningarnar færu
fram kl. 20 annað kvöld og á
sunnudagskvöld. Hið rétta í
málinu er hins vegar að sýning-
arnar fara fram kl. 20 í kvöld og
annað kvöld. Aðstandendur
danssmiðjunnar eru hér með
beðnir velvirðingar á þessari
rangfærslu. - vþ
Danssmiðja
leiðrétt Málþing um íslenskukennslu
erlendis, þýðingar, bókmennta-
kynningu og norræna málstefnu fer
fram í Þjóðarbókhlöðunni í dag á
milli kl. 14 og 17. Íslensk málnefnd,
Bókmenntasjóður og Landsbóka-
safn Íslands – Háskólabókasafn
standa að þinginu, en á meðal
þess sem þar verður rætt
er kennsla íslenskra
barna erlendis og tví-
tyngi, þýðingar á íslensk-
um bók-
menntum
á önnur
tungumál,
íslenskt mál
og norræn
málstefna.
Á meðal frummælenda eru
Annette Lassen, dósent í dönsku
við Háskóla Íslands, Philip
Roughton þýðandi og rithöfundur-
inn Sjón. Úlfar Bragason, rann-
sóknarprófessor við Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum,
setur þingið. Fundarstjóri verður
Njörður Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri Bókmenntasjóðs.
Almennar umræður fara fram
að loknum framsöguerindum.
Málþingið er öllum opið.
- vþ
Íslenska erlendis
SJÓN Rithöfundurinn
geðþekki tekur þátt í
málþingi um íslensku
erlendis í dag.
ÁRSHÁTÍÐ STANGAVEIÐIFÉLAGS REYKJAVÍKUR 2008
Turninn, 20. Hæð – glæsilegasta veiðihús landsins
Besti veiðitíminn – 23. apríl
Fordrykkur á 19. hæð áður en rennt er í hylinn
Tina Turner tryllir veiðihópinn
Leiðsögumaður kvöldisins er Freyr Eyjólfsson
Bjarni Haukur Þórsson (kann ekki að veiða en er rosalega fyndinn)
Humar, naut, uxi, súkkulaði (engin fluga í súpunni)
Veiðiverðlaunaafhending
Happahylurinn gefur vel að vanda
Ein besta ballhljómsveit landsins – Sóldögg
Heiðursgestur Guðni Ágústsson
Allir gestir fá veiðigjöf
Takmarkaður fjöldi veiðileyfa
Veiðileyfið aðeins kr. 12.500 á mann
Tryggðu þér veiðileyfi í bestu veiðiferð ársins!
Pantaðu miða á skrifstofu SVFR – Sími 568 6050