Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 10
 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Ómar Benediktsson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, sagði í erindi á aðalfundi félagsins í gær að með því að fella félagið undir upplýsingalög hefði ekki verið hugmyndin að félagið þyrfti að veita upplýsingar um launamál einstakra starfsmanna. Vefmiðillinn Vísir hefur krafist upplýsinga um laun tveggja yfirmanna hjá félaginu, Þórhalls Gunnarssonar, dagskrárstjóra Sjónvarps og ritstjóra Kastljóss, og Sigrúnar Stefánsdóttur, dagskrár- stjóra Rásar 1 og Rásar 2. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál úrskurðaði að upplýsingarnar skyldu afhentar. Nú fjallar nefndin um kröfu starfsmannanna tveggja um að málið verði tekið fyrir að nýju, þar sem þeir voru ekki taldir aðilar málsins við umfjöllun nefndarinnar. Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn í gær að hann og aðrir hefðu skilið upplýsingalögin þannig að upplýsingar um launa- kjör einstakra starfsmanna féllu ekki undir þau. Það myndi skerða samkeppnis- stöðu félagsins þyrfti það að gefa upp launakjör þeirra, segir Páll. Því verði barist gegn úrskurðinum og málinu helst vísað til dóm- stóla, enda hafi það fordæmis- gildi. Páll sagði vissulega óheppilegt fyrir fyrirtækið að liggja undir ámæli um að kynbundinn launa- munur fyndist hjá félaginu, skýrt væri að svo væri ekki. SKAÐLEGT AÐ GEFA UPP LAUNAKJÖR FJÖLMIÐLAR Tap af rekstri Ríkis- útvarpsins ohf. á fimm mánaða rekstrartímabili í fyrra nam ríf- lega 108 milljónum króna. Útvarpsstjóri segir að 38 milljóna króna gróði hefði orðið á starf- seminni ef félagið hefði ekki tekið yfir biðlaunaskuldbindingar frá því félagið var ríkisstofnun. Uppgjörið er vegna tímabilsins 1. janúar 2007, þegar Ríkisútvarpið ohf. varð til, til 31. ágúst 2007, þegar rekstrarári félagsins lauk. Uppgjörið var kynnt á aðalfundi félagsins í útvarpshúsinu við Efstaleiti í gær. Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði niðurstöðuna jákvæða, en líta yrði til þess að sumarmánuð- irnir kæmu almennt betur út en vetrarmánuðir. Hann benti á að hið nýja félag hefði ekki byrjað á núlli, það hefði fengið 370 milljóna króna skuld í arf frá ríkisstofnun- inni, auk 120 milljóna króna skuld- bindingar vegna biðlauna starfs- manna. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi kvaddi sér hljóðs og benti á að alltaf hefði staðið til að Ríkisútvarpið ohf. tæki yfir bið- launaskuldbindingarnar. Gert hefði verið ráð fyrir því að þær yrðu greiddar af framtíðartekjum félagsins. Staðið hefði verið við það sem lofað hefði verið, að nýja félagið fengi afhent 15% eigið fé. Á fundinum var ákveðið að greiða eina eiganda félagsins, íslenska ríkinu, engan arð. Einnig var samþykkt að laun stjórnar yrðu óbreytt. Allar tillögur sem bornar voru upp á fundinum voru samþykktar samhljóða, enda aðeins Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra með atkvæðisrétt fyrir hönd íslenska ríkisins. brjann@frettabladid.is Áfram tap hjá Ríkisútvarpi Ríkisútvarpið ohf. tapaði 108 milljónum á fimm mánaða tímabili í fyrra. Hefði orðið 38 milljóna hagnaður nema vegna biðlauna segir útvarpsstjóri. FULLTRÚI HLUTHAFA Páll Magnússon útvarpsstjóri ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fundinn. Hún var eini fulltrúi hluthafa á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 4 08 24 0 4/ 08 Flugfrakt Fyrir þá sem vilja vera fyrstir flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Við sækjum og sendum Þú getur látið okkur sækja sendinguna í fyrirtækið þitt og koma henni beint til viðtakanda. Hagkvæmt verð Það er hagstætt að senda með flugfrakt – berðu saman verð á frakt með flugi og bíl. Hratt og oft Flugfrakt er fljótlegasta leiðin til að flytja vörur og aðrar sendingar. Mikill fjöldi ferða tryggir að allar sendingar berast hratt og örugglega. Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. FÉLAGSMÁL Dagforeldrar í Kópa- vogi fá 100 þúsund króna styrk hver úr bæjarsjóði til að efla starf- semi sína. Þetta samþykkti félags- málaráð einróma eftir að for maður ráðsins hafði rætt við fulltrúa dag- foreldra. Peningastyrkinn á að nota til kaupa á kerrum eða öðru sem að gagni getur komið við reksturinn hjá dagforeldrum. Styrkurinn er skilyrtur því að viðkomandi dag- foreldri starfi í að minnsta kosti eitt ár. Þá var ákveðið að verja 350 þúsund krónum til að bæta leik- fangasafn fyrir dagforeldrana. - gar Dagforeldrar í Kópavogi: Fá 100 þúsund í barnakerrurnar Í KÓPAVOGI Hagur smáfólksins vænkast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.