Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 4
4 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR LEIÐRÉTTING Jóhannes Tómasson er upplýsingafull- trúi samgönguráðuneytisins en ekki Vegagerðarinnar eins og sagt var í blaðinu í gær. T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA FJÁRMÁL Ekki þarf að endurskoða fjárlög fyrir árið 2008 þrátt fyrir að ríkissjóður verði af verulegum tekjum miðað við fyrri áætlanir. Þetta er mat Gunnars Svavars- sonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. Stjórnarandstaðan telur ríkisstjórnina hafa sofið á verðin- um við fjárlagagerðina; hún sé óraunsæ og hafi ekki tekið tillit til samdráttar í efnahagslífinu sem öllum hafi átti að vera ljóst að væri yfirvofandi. Sérfræðingar í þremur háskólum og hjá greiningardeildum viðskipta- bankanna, sem Fréttablaðið ræddi við, telja eðlilegt að áætla að sam- dráttur næstu þriggja ára muni verða fimm til tíu prósent miðað við fjárlög 2008. Þau gera ráð fyrir tekjum á þessu ári upp á 470 millj- arða. Tekjutapið nemur samkvæmt því 75 til tæplega 150 milljörðum króna á þessum þremur árum. Gunnar segir endurskoðun koma til greina þegar fjáraukalög verða til meðferðar í haust. „Þær spár sem birst hafa að undanförnu hafa gert ráð fyrir töluverðum sam- drætti í efnahagslífinu og fjár- lagagerðin fyrir árin 2009 og 2010 mun taka mið af henni. Það má svo minna á það að um miðjan maí verður birt skýrsla sem er ígildi ramma fjárlaga frá 2009 til 2012. Hún byggir á spá efnahagsskrif- stofu fjármálaráðuneytisins.“ Spurður hvort gert hafi verið ráð fyrir fyrirsjáanlegum sam- drætti í efnahagslífinu við gerð fjárlaga segir Gunnar að fjárlögin hafi verið gerð af varfærni. „Hins vegar er það alveg ljóst að spárn- ar tala sínu máli og það þarf að taka tillit til aðstæðna við gerð fjárlaga.“ Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hafa bent á það lengi að lægð í efnahagslífinu gæti haft umtalsverð áhrif á starfsemi ríkisins. „Það er nú komið í ljós. Það liggur fyrir að ríkið mun hafa minni tekjur af tekjuskatti og fjár- magnstekjum í því ástandi sem nú ríkir. Fjárlögin taka ekki mið af þessari lægð og því er hún óraun- sæ að öllu leyti. Það er augljóst að efnhagslægðin mun hafa gríðar- lega mikil áhrif og það hefði verið betra að sýna meira aðhald í fjár- lagagerðinni.“ Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, segir ríkis- stjórnina þurfa að hefjast handa. „Sofandahátturinn er öllum ljós. Menn þurfa að vakna og taka á þessari hörðu lendingu sem nú þegar er orðin staðreynd en við höfum margbent á að fjárlögin voru ekki í takt við þá stöðu sem uppi er í efnahagslífinu.“ magnush@frettabladid.is svavar@frettabladid.is Tekjutap kallar ekki á endurmat fjárlaga Formaður fjárlaganefndar segir fjárlög ársins 2008 hafa verið gerð af varfærni og ekki sé ástæða til að endurskoða þau. Tekjutap ríkisins verður 75 til 150 milljarðar á næstu þremur árum. Stjórnarandstaðan gagnrýnir fjárlagagerðina. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR GUNNAR SVAVARSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁRLÖG 2008 Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra kynnti fjárlögin í nóvember 2007. Efast er um að forsendur þeirra hafi staðist, ekki síst vegna hruns á hlutabréfamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 9° 9° 8° 9° 10° 10° 16° 14° 17° 9° 22° 20° 17° 12° 23° 26° 27° 16° 4 7 Á MORGUN Hæg, breytileg átt. SUNNUDAGUR Hæg, breytileg átt. 8 8 10 8 10 9 8 8 10 10 5 1 1 2 1 1 2 5 4 3 1 7 10 10 88 10 10 88 BONGÓBLÍÐA Veðrið í dag gefur upptaktinn fyrir veðrið næstu daga. Eru horfur á mildu og hægviðrasömu veðri fram yfi r helgi. Í dag og á morgun verður víðast bjartviðri en á sunnudag verður heldur þungbúnara á landinu sunnan- og vestanverðu með þokubökkum með ströndum. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur SKIPULAGSMÁL Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir forsjárhyggju hafa náð völdum í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæð- inu. Gunnar ávarpaði gesti á ráðstefnu um skipulagsmál og fasteignamarkað- inn í Laugardals- höll í gær. Hann lýsti yfir óánægju sinni með mikil afskipti ríkisvaldsins af sveitar- stjórnum í þessum málum og líkti ástandinu við sögu George Orwell, 1984. „Big brother is watching you. Nú til dags fer ekkert skipulags- mál í gegn án þess að starfsmenn ríkisins séu mættir með stimpl- ana.“ - kg Gunnar I. Birgisson: Forsjárhyggja náð völdum GUNNAR I. BIRGISSON GRÆNLAND Grænlendingar hafa nú fengið skjalfest að þeir séu þjóð í skilningi þjóðaréttar og hafi þar með rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Danmörku. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í frum- varpi að nýjum sjálfsstjórnarlög- um sem undirritað var í gær. Frumvarpið er afrakstur fjögurra ára vinnu dansk-grænlenskrar þingmannanefndar. Guðmundur Alfreðsson þjóð- réttarfræðingur sat sem sérfræði- ráðgjafi í nefndinni. Í samtali við Fréttablaðið segir hann frumvarp- ið vera „tvímælalaust mjög stórt skref“ fyrir Grænlendinga sem þjóð. Allt líti út fyrir að frumvarpið verði samþykkt bæði á græn- lenska landsþinginu og danska þjóðþinginu. Síðan verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um það á Grænlandi. „Aðalefnisinnihaldið snýst um yfirfærslu á fleiri málaflokkum til landstjórnarinnar í þrjátíu liðum. Þar á meðal er stjórnun náttúru- auðlinda, dómstólakerfið, aukin þátttaka í alþjóðasamvinnu og fleiri stórir málaflokkar,“ segir Guðmundur. Meðal annarra mikilvægra breytinga sem nýju sjálfstjórnar- lögin innleiði nefnir Guðmundur að framvegis verði grænlenska eina opinbera tungumálið á Græn- landi, ekki bæði grænlenska og danska eins og verið hefur. - aa ÁFANGI Í nýju lögunum, sem koma í stað heimastjórnarlaga frá 1979, er kveðið á um rétt Grænlendinga til fulls sjálfstæðis. Dansk-grænlensk nefnd um ný sjálfstjórnarlög Grænlands skilar af sér: Sjálfstæðisréttur skjalfestur UMFERÐ Bæjaryfirvöld í Kópavogi segjast munu ræða við forsvars- menn bílaþvottastöðvarinnar Löðurs í Bæjarlind vegna umferðarteppu sem myndast á svæðinu á álagstímum í þvotta- stöðini. Þetta kemur fram í svari bæjarráðs til heildsalans og verslunarmannsins Vals Heiðars Sævarssonar, sem kvartað hafði undan því að bílar kæmust ekki inn í hverfið og að verslunarfyrir- tæki þar yrðu af viðskiptum vegna öngþveitis í nálægum götum við Löður. Að því er segir í svarinu til Vals hyggst Kópavogs- bær óska eftir því við fulltrúa Löðurs að gerðar verði ráðstafan- ir til þess að koma í veg fyrir umferðarteppuna. - gar Umferðartafir í Bæjarlind: Löður komi í veg fyrir teppu VALUR HEIÐAR SÆVARSSON Er ósáttur við umferðartruflanir í kringum Löður. ÞÝSKALAND, AP Kristilegir demókratar (CDU) í Þýskalandi og Græningjar hafa myndað borgarstjórn í Hamborg. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkarnir tveir standa saman að stjórn. Kristilegir demókratar misstu meirihluta í Hamborg í kosning- um í febrúar, en hófu stjórnar- myndunarviðræður við Græn- ingja eftir að hafa sigrað í þingkosningum á landsvísu. - gb Stjórnarmyndun í Hamborg: Samstarf CDU við Græningja KENÍA, AP Raila Odinga, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Keníu, tók í gær við embætti forsætisráðherra. Fáeinum stundum síðar hét hópur óeirða- seggja því að hætta öllu ofbeldi. Odinga hafði samið við Mwai Kibaki forseta um að þiggja forsætisráðherraembætti svo þeir tveir gætu farið saman með stjórn landsins. Óeirðir brutust út í landinu í kjölfar forsetakosninga sem haldnar voru í lok síðasta árs. Odinga hefur haldið því staðfast- lega fram að kosningatölur, sem sýna sigur Kibakis, hafi verið falsaðar. - gb Sættir í Keníu: Odinga tekur við embætti FISKVEIÐAR Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa fundað með forsvarsmönnum HB Granda til að fá skýringar á hvað hafi orðið um tæplega 8.000 tonn af bolfiski sem fyrirtækinu var úthlutað. HB Grandi sagði að eitthvað hefði verið geymt á milli ára og hluti farið á skip hjá öðrum útgerðum sem fiskuðu fyrir þá í vinnslu. Um 2.000 tonn af ýsu hefði verið leigð frá fyrirtækinu. Vilhjálmur segir málið í skoðun. - kóp HB útskýrir tilfærslu kvóta: Kvóti geymdur og fluttur til GENGIÐ 17.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 150,6251 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 73,86 74,22 146,17 146,89 117,53 118,19 15,751 15,843 14,870 14,958 12,500 12,574 0,7206 0,7248 121,28 122 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.