Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 20
20 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR BLAÐBERINN: Endurvinnslutaska Fréttablaðsins BLAÐBERI Þegar Blaðberinn er orðinn fullur af blöðum er tími til að koma honum í endur- vinnslu. Er þá um nokkrar leiðir að velja. Hvað verður um pappírinn? GRENNDARGÁMUR Hægt er að fara með pappírinn í grenndar- gáma Sorpu sem eru í öllum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. ENDURVINNSLUSTÖÐ Pappírinn er hægt að fara með á endurvinnslustöðvar Sorpu, í sér- merkta gáma; annars vegar græna gáma sem eru undir sléttan pappa og hins vegar bláa gáma sem eru undir laus blöð og tímarit. FLUTNINGUR Pappír sem endar hjá Sorpu er fluttur til móttöku- og flokkunarstöðvar Sorpu í Gufunesi þar sem hann er pressaður saman og vír- bundinn í 500 kílóa bagga. Pappírinn er síðan sendur til Svíþjóðar í fjörutíu feta gámum þar sem fyrirtækið Il recycling tekur við honum. AFURÐ Il recycling sendir pappírinn meðal annars áfram til SCA í Lille Edet, þar sem fram- leiddur er salernispappír og eldhúspappír undir vörumerkjunum Edet og Tork. TUNNUR Hægt er að panta bláa tunnu hjá Reykjavíkurborg, græna tunnu hjá Íslenska gámafélaginu og endur- vinnslutunnuna hjá Gámaþjónustunni sem má setja pappírinn í. Pappír úr bláu tunnunni er fluttur til Sorpu. Umhverfismál eru afar mikilvægur liður í fræðslustarfi Sorpu. Fyrirtækið býður meðal annars upp á vettvangsferðir grunnskólabarna, fræðslu fyrir nemendur vinnuskóla á eigendasvæði Sorpu, heimsóknir leikskólabarna, almannatengsl og náms- og fræðsluefni til að dýpka skilning barna og ungmenna á umhverfis- málum og endurvinnslu. Að sögn Rögnu Halldórsdóttur, deildarstjóra gæða- og þjón- ustusviðs Sorpu, sækja árlega 2.500 til 3.000 manns slíka fræðslu til Sorpu. „Í svokölluðu Turnherbergi í höfuðstöðvum Sorpu í Gufu- nesi er tekið á móti leikskóla- og grunnskólahópum. Þar fer fram fræðsla eftir þörfum og getu hvers aldursstigs. Um er að ræða fjörutíu mínútna fyrir- lestra og svo er hópnum ekið í rútu í gegnum endurvinnslu- stöðina. Þannig fá hóparnir að sjá hvernig endurvinnslan á sér stað og farið er í leiki þar sem flokkun er kynnt,“ segir Ragna, til að ítreka hversu mikið fyrirtækið leggur upp umhverfissjónarmiðum við úrgangsmeðhöndlun. „Sorpa hefur að sama skapi sent fræðsluefni til leikskóla þar sem leið- beinendur og leikskólakennarar eru uppfræddir um hvernig hægt sé að miðla endurvinnsluferli til barnanna,“ bendir Ragna jafnframt á og bætir við að starfsmenn fyrirtækisins hafi einnig flutt fyrirlestra um umhverfis- mál fyrir nemendur á hönnunarbraut við Listaháskóla Íslands. „Markmið fræðslunnar gengur út á að sýna að úrgangur þurfi ekki alltaf að enda í ruslinu heldur megi hæglega endurnýta hann. Verið er að vekja fólk til vitundar um umhverfi sitt og brýna fyrir því mikilvægi endurvinnslu. Skoðað er hvernig hægt er að lágmarka úrgang sem verður til á heimilun- um og nýta frekar hráefni með því að flokka og skila.“ -mmr Fræðsla mikilvægur þáttur Þegar blaðberinn er orðinn fullur af vel lesnum dagblöðum er komið að því að koma blöðunum í endurvinnslu. Til þess eru ýmsar leiðir, sem allar miðast að því endurvinna pappírinn sem er afar verðmætt hráefni, en á árinu 2007 voru send utan til endurvinnslu 6.884 tonn af pappír, en það magn dugar til framleiðslu á yfir þrjá- tíu milljón klósettrúllum! Á höfuðborgarsvæðinu finnast í öllum hverfum grenndargámar Sorpu, en einnig má skila pappír á endurvinnslustöðvar Sorpu, í sér- merkta gáma. Grenndarstöðvar á höfuðborgar- svæðinu eru um áttatíu talsins, en á hverri stöð eru tveir gámar sem í má setja flokkaðan úrgang: Laus dagblöð og tímarit í þann bláa, en umbúðir úr sléttum pappa í þann græna. Þá er hægt að panta endur- vinnslutunnur í sorpgeymsluna heima, en slíkar tunnur útvega þrír aðilar gegn vægu mánaðar- gjaldi. Það eru Reykjavíkurborg með Bláu tunnunna (eingöngu fyrir pappír), Íslenska gáma- félagið með Grænu tunnuna og Gámaþjónustan með Endur- vinnslutunnuna, en í þær tvær síðastnefndu má setja sjö flokka endurnýtanlegs úrgangs. Sjá www.sorpu.is, gamur.is og www. gamar.is - þlg Hvert á að fara með dagblöð í endurvinnslu? Göngutúrar með blaðberann, endurvinnslupoka Fréttablaðsins, geta bæði verið örstuttir í blaðatunnuna heima, eða lengri til heilsubóta í næsta grenndargám. ENDURVINNSLUSTÖÐ Blaðagámur á endurvinnslustöð Sorpu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISVITUND Börn fá fræðslu hjá Sorpu. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.