Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 29

Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 29
HEIMILI HELGIN HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ragnheiður Birgisdóttir, skrifstofustjóri hjá fasteignasölunni Remax, er mikill sælkeri og þykir fátt skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Ragnheiður er ófeimin við að prófa nýja hluti en er mikill aðdáandi gamla góða sveitamatarins enda upp- alin í sveit. Uppáhaldsrétt sinn smakkaði Ragnheiður fyrst hjá móður sinni. „Mamma eldaði þennan rétt einu sinni og bauð mér í mat. Ég varð um leið mjög hrifin af honum og elda hann mjög oft og vekur hann mikla lukku í hvert skipti. Innihaldið er ekki mikið en þó er rétturinn bragðgóður og framandi. Í hann þarf tvö flök af ýsu, tvo þroskaða banana, átta til tíu ferska sveppi, hálfan rauðlauk, sítrónu pipar, heilhveiti og aromat,“ lýsir Ragnheiður. Þegar þessu öllu hefur verið safnað saman er ekki annað í stöðunni en að skella sér í að elda réttinn. „Aðferðin er einföld og er þannig að ég byrja á því að skera fiskinn í hæfilega stóra bita. Í skál blanda ég saman heilhveiti, sítrónupipar og aromat og velti fisk- bitunum upp úr því. Fiskurinn er síðan steiktur á pönnu upp úr olíu í þrjár mínútur á hvorri hlið. Þá sker ég bananana eftir endilöngu og svo í tvennt og sveppina í sneiðar. Saxa síðan rauðlaukinn og steiki þetta allt á pönnu með fisknum í um það bil fimm mínútur. Set svo lok á pönnuna og læt þetta liggja í fimm til tíu mínútur,“ segir Ragnheiður. Með þessum fiskrétti ber Ragnheiður fram hrís- grjón, ferskt salat og mjög vinsælt er að hafa kalda grillpiparsósu með. Ragnheiður hvetur alla til að prófa þennan bragðgóða og sérstæða rétt. mikael@frettabladid.is Bragðgóður og framandi Ragnheiður er óhrædd við að prófa sig áfram í matargerð þó að hún sé alltaf hrifin af hefð- bundnum sveitamat. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR INDVERSKT OG GOTT Anjali Pathak lumar á góðri uppskrift að tikka masala- kjúklingi og fersku salati með rauðri papriku, selleríi og myntu. MATUR 3 STYRKTARMARKAÐUR Nemendur í MK standa í dag og á morgun fyrir fatamarkaði í samstarfi við Rauða krossinn til styrktar nauðstöddum í Mósambík. HELGIN 2 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t Ódýrt og gott í hádeginu Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur, súpubar, nýbökuð brauð og gómsætan salatbar. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Við Perluna eru næg ókeypis bílastæði. Belgískar vöffl ur Láttu það eftir þér, þær eru algjörlega þess virði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.