Tíminn - 16.01.1982, Qupperneq 7

Tíminn - 16.01.1982, Qupperneq 7
Laugardagur 16. janúar 1982 „Markmið þessar- ar kynningar er að fá fram umræður um skóla og upp- eldismál. Sl& um- ræða hefur verið næsta litil á íslandi og naumast nokkur nema eitthvað hafi farið verulega úr- skeiðis i skólun- um”. fjölmargir nemendur veröa að gera. Kennarar búa lfka viö slæma vinnuaðstöðu i mjög mörgum skólum. Það er þvi ekki að ástæðulausu að Kennarasam- bandið ræðst i það kynningarstarf sem nú er hafið m eð kjörorðinu: Betri skóli. íslendingar eiga á að skipa ágætlega menntuðu og hæfu kennaraliði. Þar eru þeir engir eftirbátar nágranna sinna hvorki vestan hafs né austan. Þó eru þeim búin mun verri starfsskil- yrði en annars staðar gerist. Nemendur á Islandi hafa heldur styttri kennslu tima en jafnaldrar þeirra i nálægum löndum. Þeim mun meiri ástæða er til þess að vel séað þeim búið. Skólamál eru ekki einkamál kennara. Þau snerta hvertheimilii landinu. Þvi er nauðsynlegt að rækileg kynning eigi sér stað og að i kjöl- far hennar fylgi umræður og stefnumörkun. Þessar raddir þurfa að ná eyrum stjómmála- manna og er þá von til þess að skóla og uppeldismál verði ekki lengur hornrekur á Alþingi. Umræddri kynningu verður þannig háttað að i auglýsinga - tíma sjónvarpsins verða sýndar myndir sem vekja eiga athygli á kynningunni um leið og bent er á þann aðstöðumun sem börn búa við. Þetta verður auðvitað ekki sýnt nema með örfáum dæmum á fáum sekúndum i sjdnvarpi. Samfara þessum sýningum mun birtast i dagblöðum greinar um hina margvislegustu þætti skóla- málaþarsemm.a. þeirsem mest brennur á lýsa aðstöðu sinni. Það er von þeirrar nefndar sem fyrir hvará aðskera niður og hvernig. Eiga menn að senda skip sin bótalaust i brotajárn og hverjir eiga að fylla i þau skörð við öflun hráefnisins, sem þá myndast. Hráefnis sem ber uppi vinnu fólks að stærstum hluta i mörgum byggðarlögum. Útgerð skipa er ekkert sport heldur oftast tilkom- in af nauðsyn til að afla hráefnis til vinnslustöðva i landi þar sem fólk þarf jafna atvinnu við verkun aflans. En það breytir aflanum i útflutningsvöru. Um fleiri hendur fer fiskurinn ekki og þessir rúm- lega 5 þúsund sjómenn afla hrá- efnis til undirstöðuatvinnuvegs þjóðarinnar. Þessi litli hópur verður að afla eyðslueyris 75% þjóðarinnar. Þetta er sverasta stoðin undir þjóðfélagsbygging- unni. Það fer þvi ekki hjá þvi að þegar þessi stoð skekkist og riðar til falls vegna of mikils þunga, að titringur komi á allt báknið sem á hennihvilir. Hvernig eigum við — þessi 10-12% sem störfum i fisk- vinnslu og sjósókn — að rogast með allt þetta tröllaukna bákn á bakinu og alltaf er bætt við þá byrði. Láir okkur það nokkur þótt við stöldrum aðeins við til að blása mæðinni og reynum um leið að hagræða þessu ógnarfargi á herðunum. öfundarmönnum okkar sjó- manna til fróðleiks vil ég benda á að þegar þjóðarkökunni er skipt, þá er byrjað i þjónustugreinun- um, spurt hvað þær sætti sig við, en þær hafa allt sitt á þurru. Vinna þar flestir nálægt 230 dög- um á ári. Skipting kökunnar end- ar hjá okkur, við fáum skorpuna og einhverja afganga okkur til framfærslu, okkar tekjugrund- völlur er óviss, vinnudagar á ári lögbundnir allt að 317, oft við erfið skilyrði og vinnudagar eru 50- 100% lengri en i landi, oft lika á helgum dögum. Þessvegna er einfaldur samanburður þar á milli ekkert annað en marklaust kynningunni stendur að þessar greinar skapi áframhaldandi umræður. Fyrr f vetur var sendur heim með nemendum bæklingur meö 12spurningum fyrir fullorðna um börn og skóla. 1 þessum bæklingi er drepið á umhugsunarefni fyrir hvern og einn sem á barn í skóla og lætur sig varða þroska þess. Þá var einnig dreift veggspjaldi sem minnir á það vandamál sem margir skólar búa við en það er mikil þrengsli og alltof stórar bekkjardeildir. Allir áttu þessir þættir kynningarstarfsins Sð haldast i hendur en vegna verkfalla á dag- blöðum var ekki hægt að hefja blaðaskrif eins og til stóð og þvi var ákveðið að fresta kynn- ingunni fram yfir áramót. Það er ástæða til þess nú að minna foreldra og skólamenn á að taka bæklinginn til skoðunar á ný og ihuga vel þær spumingar sem þar eru fram settar. Kynningarnefndin vekur at- hygli á þvi að tilgangur þessa starfs er að skapa umræður sem hafa mættu i för með sér aukinn áhuga á skólamálum og einkum og sér i lagi að betur yrði búið að börnum i skóla. Við viljum hvert og eitt búa sem best að okkar eigin börnum heima fyrir og Kennarasambandið trúir þvi að það viljum við einnig gera á vinnustaö barnanna. Með von um gott samstarf um bættan og betri skóla. F.h. Kynningarnefndar um skólastarf Ká ri A m órs son fo rm. pip. Oft værum við betur launaðir eftir timavinnutaxta heldur en af aflahlut okkar. Það er þvi ástæðulaust öllum Magnúsum þurrlendisins að fyllast öfund og heift vegna aflahlutar sjómanna á Islandsmiðum. Það bannar þeim heldur enginn að fara til sjós, ef þá á annað borð er hægt að nota þá þar. Islenskir sjómenn eiga fullan rétt á þvi að fá fyrsta flokks skip til afnota við störf sin. Þeir þurfa þeirra með. Það er ekkert réttlæti að þeir hætti lifi og limum heila starfsævi á 20 til 40 ára skipskláfum sem orðnir eru nánast úreltir vinnustaðir og gefa þar að auki minni möguleika til góðs afla, betri afkomu eða góðr- ar meðferðar afla. Skip er annað heimili og dvalarstaður sjó- manna. Það er fyrst og fremst svimandi hár fjármagnskostnað- ur sem er mesti baggi útgerðar á tslandi en ekki laun sjómanna. Þar kemur lika inn i sá ómaga- fjöldi sem komið hefur hér inn að beini á sjávarútveginum og 'mergsýgur hann i formi allskyns skattlagningar og gjalda og þeir aðilar er þykjast eiga fullan rétt á að ráðskast með þá fjármuni sem þar er aflað. Afkoma almennings á tslandi verður ekki bætt með aðför að hagsmunum sjómanna og útvegsmanna. Þvert á móti sterk undirstaða er frumskilyrði fyrir traustri byggingu. Ekki er hægt að ganga að fiski eins og sláturfé i rétt og þvi þarf öflugan flota til að ná miklum afla. En það er ekki nóg að veiða. Það þarf lika að selja aflann. T.d. er næg sild fyrir hendi i sjónum, en enginn vill kaupa hana af þvi að hún er of dýr á þvi verði sem við þurfum. Þannig getur farið með annan afla að óbreyttu ástandi. Og að lokum Magnús minn, ástæðan fyrir öllum þess- um vanda heitir verðbólga en ekki sjávarútvegur. Stefán Lárus Pálsson, prófkjör Áslaug Brynjólfsdóttir: „Stjórnmál eru ekki einkamál karlmanna” ,,t gegnum störf mi'n og ýmis konar félags- og trúnaðarstörf, bæði innan mins stéttarfélags og Framsóknarflokksins, hef ég kynnst fjölda fólks i borginni, og ýmis konar málum sem varða borgarbúa. Þannig hef ég fengið með árunum stöðugt meiri áhuga ámálefnum borgarinnar. Ég fékk svo f jölda áskorana um að gefa kost á mér í prófkjörið. Að vel athuguðu máli ákvað ég að verða við þeim, enda hef ég fullan hug á að leggja lið ýms- um þeim málefnum sem ég tel mig haf aflað mér staðgóðrar þekkingar á, svo sem skólamál- um, málefnum barna og ung- linga.eneinnig hef ég sérstakan áhuga á málefnum fatlaðra”, sagði Aslaug Brynjólfsdóttir, þegar hún að spurð að þvi hvers vegna hún gæfi kost á sér i próf- kjör Framsóknarflokksins i Reykjavik. ,,Ég vona að það sé ekki ein- ungis af þvi að ég sé kona, að þrýst var á mig um að gefa kost á mér. Ég trúi þvi aö ég sé ekk- ert siðri til að sinna borgarmál- efnum en margir karlmananna sem taka þátt i prófkjörinu. Hins vegar er ég þeirrar skoð- unar að konur eigi frekar að beita sér innan flokkanna, en ekki með sérstökum kvenna- lista utanflokka. Konur eru helmingur þjóðfélagsþegnanna og þvf eðlilegt að hlutur þeirra i stjórnmálum væri mun meiri en raun ber vitni. Stjórnmál eru engin einkamál karlmanna, en það virðist sem furðu margir séu á þeirri skoöun ef m arka má úrslit i prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir skemmstu”, sagði Aslaug. Jónas Guðmundsson: „Eigum að fá arð af helm- ingseign í Landsvirkjun” „Þú spyrð hvers vegna ég gefi kost á mér i prófkjör. Það geri ég til þess að komast i borgarstjórn. Mér gekk vonum framar að fá tilskilinn fjölda meðmælenda, eða 5-10 fram- sóknarmenn úr kjördæminu. Ég stend einn að þessu framboði, var ekki beittur neinum þrýst- ingi tii að gefa kost á mér, og ekki var heldur gjörö nein til- raur. til þess að hindra framboð mitt, eða fá mig af listanum”, sagði Jónas Guðmundsson. „Ahugamál min snúast vitan- lega um það, að fá rétta stjórn fyrir borgina. Ég hefi áhuga á framförum og mótmæli ekki ef einhver vill byggja hús á auðum lóðum, bryggjur eða starfs- stöðvar. Ég vil þéttingu byggð- ar og vil ganga þar lengra en aörir. 17 óbyggðar lóöir eru enn við Hverfisgötu, svo dæmi séu nefnd. Ég kann vel við fólkið. i þessum bæ, og vil efla hag þess, en vil að vlsitölufjölskyldan flytji úr höfuðborginni. Hún þarf greinilega að komast I rólegra umhverfi. Ég tel aö núverandi meiri- hluta hafi tekist vel að stjórna, og betur en ég og ihaldið þorði að vona. Þó hefði ég kosið að meira fé hefði veriö til fram- kvæmda. Borgin þarf öflugri at- vinnustefnu, áður en Reykjavik verður að hreinu fátækrabæli. Hækka þarf gjaldskrá hitaveit- unnar, vatnsveitunnar og af- létta áiögum á rafmagn. Ég vil fá arð af þeim milljörðum sem Reykjavikurborg á i Lands- virkjun, en Landsvirkjun verði annars þjóðnýtt, með það að leiðarljósi að þaö kosti sama að sjóða kartöflur og ýsu, hvar sem er á landinu, en þaö mun ódýr- ast á Akranesi núna. Þá tel ég ástæðulaust að Reykjavik sé skylduð til að gefa rafmagn og heitt vatn i aðrar sóknir, en önn- ur sveitarfélög hafa ekki þá skyldu”, sagði Jónas Guö- mundsson. Valdimar Kr. Jónsson: 11 alla tíð vak- ið áhuga minn ff „Ég hef unniö að borgarmál- um sl. kjörtimabil sem vara- borgarfulltrúi, og það má segja að félagsmál hafi alla tið vakið sérstakan áhuga minn, enda hef ég yfirleitt gefið mig mikið að þeim”, sagði Valdimar Kr. Jónsson, þegar hann var spurð- ur að þvi hvers vegna hann gæfi kost á sér i prófkjöri fram- sóknarmanna i Reykjavik. „Þeir málaflokkar sem ég ber mest fyrir brjósti eru fram- kvæmda-, skipulags-, atvinnu- og fjármál borgarinnar, enda hef ég veriö stjórnarformaður veitustofnana á yfirstandandi kjörtimabili. Það sem e.t.v. vekur aðallega áhyggjur minar nú, er sú breyting sem er að verða á Reykjavik. Það er farið að draga úr fólksfjölgun I borg- inni, en á sama tima fara föst útgjöld hennar vaxandi meöan tekjur vaxa ekki i sama hlut- falli. M.ö.o. ráðstöfunarfé borgarinnar minnkar frá ári til árs. Þetta held ég að sé stærsta framtiðarvandamál borgarinn- ar sem virkilega þurfi að taka á, á næsta kjörtimabili. Ég held hins vegar að það sé tómt mál að tala um að viö get- um hækkað skattálagningu á borgarbúa, frá þvi sem orðið er, og það litur ekki út fvrir aö við getum aukið tekjur borgarinnar á annan hefðbundinn hátt. Það sem skiptir mestu máli, aö minu mati, er aö ýmiss fyrirtæki borgarinnar og stofnanir fái að verðleggja þjónustu sina á eðli- legan hátt, til að hægt verði að fria borgarsjóð af þungum fjár- hagsböggum þeirra vegna”, sagði Valdimar Kr. Jónsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.