Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 7
Miövikudagur 20. jaiiúar 1982 ■ Paul H. Nitze og Yuli A. Kvitsinsky, formenn sendinefndanna, sem ræöa um takmörkun eldflaug- anna. Myndin var tekin i Genf, þegar viöræöur hófust aftur 12. þ.m. Viðræðurnar um eldflaugarnar Skýrt frá afstödu Russa til þeirra ■ HINN 12. þ.m. hófust að nýju viðræður Bandarikjanna og Rússa um takmörkun meðal- drægra eldflauga i Evrópu, en þeim hafði veriö frestað nokkru fyrir jólin. Eins og áður hefur verið vikið að i þessum þáttum, má tæpast búast við skjótum árangri, þótt vilji til samkomulags væri fyrir hendi hjá báðum aðilum. Hér er um svo tæknilega flókið viðfangs- efni að ræða, að örðugt getur verið að dæma um, hvað sé jafn- vægi i þessum efnum, en báðir aöilar telja sig stefna að þvi. Þar kemur ekki aðeins til greina fjöldi eldflaugna, heldur ekki siður markhittni þeirra og sitthvað fleira. Aður hefur verið oft sagt frá viðhorfi Nato og Bandarikjanna til þessara viðræðna og þykir þvi rétt að birta hér kafla úr grein eftir rússneskan fréttaskýranda, Ilja Baranikas, þar sem sjónar- mið Rússa er skýrt. Þar segir á þessa leið: „VESTRÆN blöð lýsa sovésku SS-20 eldflaugunum sem nýjum vopnum i eðli sinu, sem sögð eru breyta kjarnavopnajafnræðinu i álfunni og auka ógnunina við öryggi Evrópubúa. Mig langar að gera eftirfarandi athugasemdir varðandi þessar fullyrðingar. Þótt SS-20 hafi ýmsa nýja eiginleika samanborið viö fyrirrennara sina, SS-4 og SS-5, þá er ekki hægt að kalla þær ný vopn i eðli sinu, hvað sem öðru liður. Gömlu og nýju sovésku meðaldrægu eldflaugarnar hafa sama hlutverki að gegna: Aö vega upp á móti þeirri ógnun, sem Sovétrikjunum stafar af kjarnavopnum Nató i Evrópu. Uppsetning SS-20 breytir ekki nú- verandi kjarnavopnajafnræði i Evrópu. Heildarfjöldi sovéskra meðaldrægra kjarnavopna vex ekki. Það sem meira er, þeim fækkar, og heildarmagn kjarna- hleðslna, sem nýju eldflaugarnar geta borið, er minna heldur en þær gömlu gátu flutt i einu. Sem stendur á Nató 986 meðal- dræg kjarnavopn, sem beinast gegn skotmörkum i Evrópu, en Sovétrikin og önnur Varsjár- bandalagsriki eiga 975 sams- konar vopn. Þótt SS-20 komi i stað ákveðins fjölda af úreltum SS-4 og SS-5 eld- flaugum, þá hefur það ekki áhrif á hernaðarjafnvægið i heiminum milli Sovétrikjanna og Banda- rikjanna. Og SS-20 eldflaugar, sem staðsettar eru i Sovétrikjun- um draga ekki frekar en fyrir- rennararþeirra til árása áBanda- rikin. Hvað varðar ógnun við öryggi Evrópu, þá skapaðist hún ekki á áttunda áratugnum, þegar fyrst var farið að setja SS-20 upp, heldur á sjötta áratugnum, þegar Natólöndin beindu fyrst meðal- drægum kjarnavopnum, staðsett- um i Vestur-Evrópu, að Sovét- rikjunum og bandamönnum þeirra. En þótt hernaðarlegt og pólitisktástand iEvrópu breyttist ekki með tilkomu SS-20, þá hlýtur það að breytast þegar bandarisku Pershing-2 og stýriflaugunum verður komið fyrir i V-Evrópu. í fyrsta lagi myndi Nató með þvi að framkvæma eldflauga- samþykktina frá 1979 öðlast 50% yfirburði hvað varðar fjölda meðaldrægra kjarnavopna. Auk þess myndi ójafnvægið i fjölda kjarnahleðslna, sem meðal- drægar eldflaugar geta boriö i einu skoti, breytast Nató enn meir i hag en nú er (Sem stendur hafa Natórikin 50% yfirburði á þessu sviði). Og loks geta Pershing-2 eldflaugarnar, sem eru sagðar svar við SS-20, hitt hernaöarleg skotmörk i Sovét- rikjunum. Þetta atriði er mjög mikilvægt, en vestrænir fjölmiðlar gefa þvi engan gaum. Sovétrikin geta aö- eins gert árásir á sóknarvopn hins aðilans með sinum eigin sóknarvopnum. Sovétrikin eiga engin meðaldræg vopn staðsett i grennd við Bandarikin. A sama tima hafa Bandarikin 2500 flugvelli og herstöövar i 114 löndum, þau hafa þúsundir kjarnahleiðslna i næsta nágrenni við landamæri Sovétrikjanna og fjölmörg burðartæki, sem beint er gegn sovésku landi. Upp- setning Pershing-2 eldflauga myndi veita Bandarikjunum enn meiri yfirburði: Þessar eldflaug- ar geta hitt skotpalla sovéskra milliálfaeldflauga á 4-6 min. Þau meðaldræg kjarnavopn, sem Nató á nú, eru ekki nógu ná- kvæm til þess að gera árásir á eldflaugaturna, en Pershing-2 geta hitt með innan við 30 metra frávikifrá skotmarkinu og býr t il sprengigig sem er 200 m i þver- mál, m .a. öðrum orðum þær eyði- leggja sérhvert skotmark með 99% nákvæmni. Hvað gerist þá, ef Pershing-2 eldflaugum verður engu að siður komiö fyrir i Vestur-Evrópu? Það er erfitt aö segja fyrir um, hvaða gagnráðstafanir Sovétrikin muni gera, en á þvi er enginn efi, að þær verða gerðar. > Ef hernaðarjafnvæginu er raskað, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess að koma þvi aftur á. Að öðrum kosti myndu ævintýramenn i forustuliði Bandarikjanna freistast til þess að gera kjarorkuárás að fyrra bragði i von um að komast hjá gagnárás. Hafa ber i huga, að hin viðtæka kjarnavopnaendurnýnunaráætl- un Bandarikjanna (MX, Trident, B-l, nifteindavopn, Pershing-2, o.s.frv.) miðar að þvi að hafa náð við lok niunda áratugarins, ekki aðeins hernaðarlegum yfirburð- um, heldur yfirgnæfandi hernaöary firburðum. I þessu sambandi er einnig mikilvægt að muna, að tilskipun Carters nr. 59, sem enn er i gildi, er kenning um árás aö fyrra bragði, þar sem árásarvopn gagnaðilans, sem einkum eru flugvélar og flugskeyti, er aðeins hægt að eyöileggja áður en þau fara á loft. Sovétrikjunum eru ljósar allar þessar staöreyndir og þau geta ekki leyft, að hernaðar- jafnvæginu sé raskað.” ÞEGAR þessi málflutningur Rússa er borinn saman við mál- flutning gagnaðilanna, er ljóst að meira en litið ber á milli. Það spáir ekki góðu, en samt má ekki á þessustigiörvænta um,að sam- komulag geti náðst. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Áhrif verk- fallsins ílnd landi óljós ■ Fregnir frá Indlandi i gær, gáfu til kynna að eins dags allsherjarverkfallið sem þar vari gær hefði aðeins hafttak- mörkuð áhrif. Utvarpsstöövar i Indlandi i' gær útvörpuðu yfirlýsingum margra ráð- herra Indlandsstjórnar, þess efnis að verkfallið hefði gjör- samlega misheppnast. óháðar fréttastofur greindu þó frá þvi að iðnaður, banka- og trygg- ingastarfsemi hefði veriðhálf- lamað i gær. Erfitt hefur þó reynst að meta heildaráhrif verkfallsins, þvi starfsfólk fréttastofa i Indlandi tók þátt i verkfallinu. Útvarpsstöðvar i Indlandi greindu frá þvi i gær að tii blóðugra átaka hefði komið i a.m.k. fjórum rikjum Ind- lands. Sagt var að sex manns hefðu látiö lifið I þessum átök- um og aö lögreglan heföi hafið skothrið á mótmælendur á átta stööum. Talið er að áhrifa verkfalls- ins hafi mest gætt i kommiín- istarikjum Indlands, þar sem verkfallið naut viðtæks stuðn- ings. Þaö voru 8 stór verkalýösfé- lög i Indlandi sem boðuðu til þessa verkfalls og voru verk- fallsaðgerðirnar studdar af stjórnmálaflokkum i stjórnar- andstöðu. Aðaltilgangur verk- fallsins var að mótmæla nýrri lagasetningu, sem heimilar stjörnvöldum að halda fólki föngnu án þess aö réttarhöld fari fram i málum þess. Stjórnvöld í Afganistan neyða unga menn í herinn ■ Vestrænir sendiráðsstarfs- menn i Indlandi og Pakistan sögöu i gær að stjórnvöld i Afghanistan hefðu með valdi neytt mikinn fjölda ungra manna þar i landi til þess að ganga i her Afghanistan. Sögðu sendiráðsstarfsmenn- irnir aö meiriháttar vega- hindrunum hefði veriö komiö upp i KabUl I siðustu viku, og eftir það heföi karlmönnum á aldrinum I4áratil50ára verið safnað saman og þeir neyddir til þess að ganga i herinn. Eftir smölunina, segja sendiráðsstarfsmennirnir aö mennirnir hafi verið sendir til hernaðarlegrar þjálfunar i ýmsum herbúðum i landinu. Sagt er að þetta háttalag stjórnvalda hafi vakið gifur- lega reiði almennings I Afghanistan. Töldu sendiráðs- starfsmennirnir að þessi smölun á mönnúm væri til- kominvegnaþessaðum 10.000 manns i Afghanistan hafa nú lokið herskyldu sinni, og þvi þarf að fylla i sköröin sem myndast eftir þá. Eldflaugaárás á kjarnorku- ver í byggingu í Frakklandi ■ Frönsk stjórnvöld greindu frá þvi i gær að þau myndu gera allt sem i þeirra valdi stendur til þess að upplýsa hverjir stæðu á bak viö eld- flaugaárás, sem gerð var á stórt kjarnorkuver, sem er i byggingu nærri Grenoble. Fimm eldflaugum var skot- iö að kjarnorkuverinu, af sovéskum skotpaiii. Skemmd- ir af völdum eldflauganna voru ekki miklar og enginn særðist. Yfirvöld i Frakklandi óttast nú að þetta geti verið upphafiö aö nýrri ofbeldisöldu öfga- sinna^ra umhverfisverndar- manna, en rikisstjórn sósial- ista í Frakklandi ákvaö I nóvember sl. aö viröa að vett- ugi öll mótmæli gegn kjarn- orkuáætlun sinni og hrinda henni f framkvæmd. VESTUR-ÞÝSKALAND: Dómstóll i Vestur-Berlin dæmdi i gær Pólverja sem rændi pólskri flugvél i ágúst sl. og neyddi flug- manninn til þess að lenda i Vestur-Þýskalandi, til fimm og hálfs- árs fangelsis. Pólverjinn viðurkenndi sekt sina, en greindi jafn- framtfrá þviaðhann hefði verið ofsótturaf pólskum yfirvöldum vegna starfa sinna fyrir Einingu, samtök óháöu verkalýðsfélag- annaiPóllandi.Réttarhöld i máli 12 Pólverja, á aldrinum 17 ára til 21 árs, sem rændu annarri flugvél i september sl. og neyddu flugmanninn til þess að lenda i Vestur-Berlin, eru nú að hefjast. SOVÉTRIKIN:Stjórnvöld i Sovétrikjunum hafa greint frá áætl- un sem miöar að þvi að landbúnaðarframleiðsla i Sovétrikjunum veröi aukin. Þessi áætlun er afleiðing þess aö uppskera hefur brugðist i Sovétrikjunum þrjú uptskerutimabil i röð. Greint hef- ur veriö frá þvi að kornuppskera i Sovétrikjunum verði aö auk- ast um 35 milljónir punda á næsta ári. Skorað er á landbúnaöar- verkafólk að hafa nú vinnutæki sin i lagi, jafnvel þótt þaö kosti aukavinnuálag. Þrátt fyrir þessa áætlun telja erlendir frétta- skýrendur i Moskvu að matvælaskortur á þessu ári veröi verri en nokkru sinni fyrr. UGANDA: Fimm manns voru myrtir i smáþorpi suður af Kam- pala,höfuöborgUgandasl.sunnudag,af mönnum sem taldireru tilheyra Ugandahernum. Mennirnir fimm voru við guðsþjón- ustu, þegar hermennirnir komu i þorpið og sögðust vera aö leita skæruliða. Hlupu mennirnirúr kirkjunni og voru skotnir þar fyr- ir utan af hermönnunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.