Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 20. janúar 1982 flokksstarfið • Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn i Hótel Heklu sunnudaginn 31. jan. n.k.og hefsthann kl. lOf.h. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst siðar. Ef miðstjórnarmenn sjá sér ekki fært að mæta þá ber aö tilkynna það skrifstofu Framsóknarflokksins hiö fyrsta (simi 24480) Stjórnin Sjávarútvegsráðstefna SUF efnir til sjávarútvegsráðstefnu i Festi, Grindavik laugardaginn 30.janúar 1982,oghefsthúnkl. lO.OOf.h. Dagskrá auglýst siðar. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla í prófkjöri Framsóknar- flokksins til borgarstjórnarkosningar i Reykjavik á kom- andi vori, hefst mánudaginn 18. janúar á skrifstofu Fram- sóknarflokksins að Rauðarárstig 18, og stendur yfir til 22. janúar. Kosninginfer fram frákl. 18—19 þessadaga. Kjörnefndin Þorrablót Þorrablót framsóknarfélaganna i Reykjavik veröur haldið i Hótel Heklu laugardaginn 30. janúar n.k. Miðapantanir á skrifstofu Framsóknarflokksins (simi 24480) Nánar auglýst siðar. Framsóknarfélögin Kosningasjóður Tekið er á móti framlögum i kosningasjóð framsóknar- flokksins i Reykjavik alla virk^ daga á skrifstofunni aö Rauðarárstig 18. Stjórn fulltrúaráðsins Framsóknarfólk i Reykjavík ath. Inntökubeiðnum i flokksfélögin i Reykjavik er veitt mót- taka á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstíg 18 frá kl. 9-19 virka daga Stjórn fulltrúaráðsins Prófkjör í Njarðvik Framsóknarfélagiö i Njarövik hefur ákveðið að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri með Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum vegna bæjarstjórnar- kosninga i vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. febr. n.k. Þar sem skila þarf framboðslista til sameiginlegrar kjör- stjórnar fyrir 22. þ.m. er nauðsynlegt að þeir sem hyggj- ast bjóða sig fram láti undirritaða vita eigi siðar en kl. 18 fimmtudaginn 21. janúar n.k. Allar nánari upplýsingar veita undirritaðir: Óskar Þórmundsson i sima 3917 Ingibjörg Danivalsdóttir i sima 1226 Sigurður Sigurðsson i sima 2255, Gunnar ólafsson i sima 2284 Óskar Grimsson i sima 6012. Félag ungra framsóknarmanna i Reykja- vík heldur fund meö frambjóðendum flokksins til prófkjörs fyrir væntanlegar borgarstjórnarkosningar I Reykjavlk á komandi vori. Fundurinn verður haldinn 21. jan. n.k. og hefst hann kl. 23.30 aö Hótel Heklu Rauðarárstlg 18. Stjórn FUF Vinningsnúmerin verða birt hér I blaðinu föstudaginn 22. janúar n.k. Kópavogur — Þorrablót Hið vinsæla þorrablót framsóknarfélaganna verður haldið i Manhattan laugardaginn 23. janúar n.k. kl. 19 stundvis- lega. Miðapantanir fyrir miðvikudaginn 20. janúar. Upplýsing- ar um miða hjá Guðbjörgu i sima 40435, Katrinu i sima 40576 og Vilhjálmi i sima 41190. Framsóknarfélögin Frá Happdrætti Framsóknarflokksins. Vinningsnúmerin verða birt hér i blaðinu föstudaginn 22. janúar n.k. Framsóknarmenn Selfossi Framsóknarfélag Selfoss auglýsir eftir framboðum til prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosninga á Selfossi 1982 Framboði skal skila til formanns félagsins Sigurdórs Karlssonar Rauðholti 9. Framboðsfrestur rennur út 31. janúar 1982 Stjórnin Vinnueftirlitid og „efnahagspakkinn” eftir Eyjólf Sæmundsson, forstjóra P Herra ritstjóri. t dagblaöi yðar hinn 13. janiíar 1981 birtist forsiöufrétt um efna- hagsráðstafanir rikisstjórnar- innar. Er þar fjallað um fyrir- hugaöan „efnahagspakka” og leiðir til þess að afla fjármagns til greiöslukostnaðar vegna hans sem taliö er nema kr. 200-400 milljónir. Segir m.a. eftirfarandi i frettinni: „Heyrst hefur að nefndarmenn hafi veriðheldur tregir til þess að bregða hnifnum á opinberar framkvæmdir, en að einhverjir þeirra hafi hins vegar imprað á þvi að nærtækara væri að fresta framkvæmd laga sem koma eigi til framkvæmda á þessu ári, varðandi ny ríkis- bákn sem kosta mun morð fjár svo sem Hollustuvernd rikisins og útþenslu Vinnueftirlitsins meðherafnýjustarfsliðiog til- heyrandi skrifstofubákni og tækjakosti”. Frétt þessi gefur alranga mynd af aðstæðum Vinnueftirlitsins. Ráðgerður heildarkostnaður stofnunarinnar á þessu ári nemur 1-2% af þeirri upphæö sem nefnd er vegna „efnahagspakkans” og ekki er um aö ræöa „útþenslu” stofnunarinnar um þessar mund- ir. Vegna fréttar þessatar, svo og annarra neikvæöra skrifa um Vinnueftirlitið i Timanum að undanförnu vill undirritaður benda á eftirfarandi: 1. Vinnueftirlitinu eru i f járlög- unum ætlaðar samtals kr. 4.744 þúsund. A móti þessum kostnaði ergert ráð fyrir jafnhárri upphæð isértekjum sem aflað er með ið- gjaldi sem atvinnuvegirnir greiða og lagt er á með hliðsjón af f jár- lögum. Fé er þvi ekki veitt til stofnunarinnar á fjárlögum úr rikissjóði. Niðurskurður fjár- veitinga til Vinnueftirlitsins leiðir þannig til óverulegs sparnaðar fyrir rikissjóö. 2. Markmið starfsemi Vinnu- eftirlitsins er aö hindra vinnuslys starfsmanna á vinnustöðum, koma í veg fyrir heilsutjón og tryggja starfsmönnum aðbúnað er sé í samræmi við tæknilega og félagslega þróun þjóöfélagsins. Starfsemin miðar einnig að þvi um leiö að hindra óhöpp sem valda fyrirtækjum fjárhagstjóni. Til grundvallar starfseminni liggja fyrst og fremst mannúöar- sjónarmið og virðing fyrir Hfi og heilsu hins vinnandi manns, en ljóst er aö ef vel tekst til um starf- semina sparar hún atvinnuveg- unum fé vegna færri slysa, sjúk- dóma og óhappa auk hagkvæmari fjárfestinga. Er það sannfæring undirritaðs aö hér sé um að ræða mun hærri upphæöir heldur en sem nemur árlegu rekstrarfé Vinnueftirlitsins. Geta má þess aö stærsta einstaka fjárhagstjón fyrirtækis á árinu 1981, sem Vinnueftirlitið telur að hir.dra hefði mátt með öflugara eftirliti nemur hærri upphæð en fjárlög gera ráð fyrir að stofnunin hafi til ráðstöfunar 1982. Kostnaöur atvinnuveganna vegna úrbóta á vinnuumhverfi er aö sjálf- sögðu margföld sú upphæð sem árlega rennur til Vinnueftirlits- ins og má geta þess að sumar framkvæmdir á þessu sviði eru svo kostnaðarsamar að svarar til rekstrar Vinnueftirlitsins i mörg ár. Miklu skiptir að á- kvarðanir um slikar íram- kvæmdir séu teknar á réttum for- sendum og að fyrir liggi leiðbein- ingar er tryggi sem besta nýtingu fjármagns, og er hér um að ræða eitt mikilvægasta hlutverk Vinnueftirlitsins. Ýmis dæmi eru um kostnaöarsamar fram- kvæmdir sem ráðist hefur verið i á röngum forsendum og reynst hafa gagnslausar. 3. Vinnueftirlitið fékk við af- greiðslu f járlaga fyrir 1982 tvö ný stöðugildi og veröur þeim ráð- stafaö til ráðningar starfsmanna á Suðurlandi og á Suöurnesjum. Enginaukning verðurá skrifstofu stofnunarinnar. Ekki er i fjárlög- um gert ráð fyrir nýjum tækja- kaupum til stofnunarinnar svo heitið geti. Við samanburð á fjár- veitingum til opinberra stofnana á fjárlögum geta menn auðveld- lega komist að þvi að Vinnueftir- litið er ekki i hópi þeirra stofnana sem mest fé hafa til reksturs og tækjakaupa á hvern starfsmann. 4. Ný lög um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum tóku gildi 1. janúar 1981. Tók Vinnueftirlitiö þá við allri starf- semi öryggiseftirlitsins en einnig nokkurri starfsemiannarra aðila, auk nýrra verkefna sem ákvæði voru ekki um áður i lögum. Lætur nærri að starfsvettvangurinn hafi tvöfaldast miðað við fjölda starfsmanna i fyrirtækjum sem eftirlit er haft með. Nokkur aukning varö á starfsliöi og rekstrarfé viö gildistöku hinna nýju iaga en auðvelt er aö komast aö þvi meö samanburði fjárlaga og rikisreikninga undanfarinna ára að ekki hefur orðið um neina stökkbreytingu i kostnaði að ræöa þrátt fyrir hin nýju lög. 5. 1 stað þeirrar þenslu stofn- unarinnar sem frá greinir i fyrr- greindri frétt er nú á grundvelli nýsamþykktra fjárlaga unnið að rekstraráætlunum fyrir stofn- unina sem fela i sér verulegan niðurskurö á þjónustu og rekstri hennarfrá þvi sem stjórn hennar hafði ætlaö og jafnvel frá þeim rekstri sem var á árinu 1981. r>. Vinnueftirlitið hefur eftirlit meö nokkrum þáttum utan vinnu- staða sem snerta öryggi almenn- ings. Má þar nefna eftirlit með fólkslyftum, skiöalyftum og raf- kyntum hUshitunarbúnaði. A- kvarðanir um eftirlit þetta voru teknar vegna alvarlegra óhappa, m.a. sprenginga sem stór- skemmdu eða eyðilögðu heil hús. Verulegur árangur hefur náðst við að draga Ur öhöppum þessum og væri mikið óráð að draga úr þessu eftirliti eöa leggja það niður að svo stöddu að mati undirritaðs. 7. Ein þeirra greina sem komu undir eftirlit stofnunarinnar á siðastliðnu ári er landbUnaður og hefur nú verið skipuð sérstök stjórn til að fjalla um þau mál með aðild Búnaðarmálastjóra og framkvæmdastjóra Stéttarsam- bands bænda. Megin verkefni þessarar stjórnar verður að beita sér fyrir aðgerðum til þess aö draga úr slysum i landbúnaöi (á tfmabilinu 1973-1981 urðu 13 banaslys' i landbúnaði sem er hærri tiöni en i flestum öðrum greinum), koma i veg fyrir hey- mæöi o.fl. Mun megináhersla á næstunni veröa lögð á að setja viðmiöunarreglur um öryggis- bUnað, leiöbeiningar til bænda og eftirlit með innflutningi og fram- leiðslu véla, tækja og efna fyrir landbúnaö. Þetta fyrirhugaöa starf til að draga Ur slysum og at- vinnusjúkdómum i landbúnaði er algerlega háð þvi að nægjanlegt fé fáist til reksturs stofnunar- innar. 1 Timanum hefur á undanförn- um misserum birst neikvæður fréttaflutningur og jafnvel rógur um Vinnueftirlit rikisins og udnirritaðan persónulega ef undanskilin er kynning á stofnun- inni 29. september 1981. Sem dæmiumslikan fréttaflutning má nefna fréttir um yfirlæknisstöðu stofnunarinnar 2. og 14. júli siðastliðinn, dropar 13. septem- ber, 26. september og8. desember 1981 auk fréttar blaðsins sem fjallað er um i upphafi erindisins. Jafnframthefur blaðið sneitthjá þvi aö birta frettir sem lýsa starf i stofnunarinnar jafnvel þó þvi hafi verið sendar skýrslur og fréttatil- kynningar, m.a. um málefni Kisiliðjunnar og ráöstafanir til að koma i veg fyrir slys í tiltek- inni gerö hausunarvéla. Viröing fyrir lifi og heilsu hins vinnandi manns og viöurkenning á þvi aö beita þurfi markvissum aögeröum til þess að störf þeirra, sem halda hjólum atvinnulifsins gangandi, valdi þeim ekki heilsu- tjóni, endurspregla siðferðisvit- und og menningarstig þeirra sem um fjalla. Lögin um aöbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum eru sett á grundvelli þess- ara viðhorfa og starfsemi Vinnu- eftirlitsins snýst um þau. Hin nei- kvæöu og ómálefnalegu skrif Timans eru til þess eins fallin að spilla þessu starfi. Eyjólfur Sæinundsson, forstjóri. A( hu£asemd ritstjóra: Fullyrðingum forstjóra Vinnu- eftirlits rikisins hér aö framan um að Timinn hafi sérstaklega stundað „neikvæð” skrif og „róg” um stofnunina, er hér með vísað til föðurhúsanna. Þær eru væntanlega aðeins byggðar á fá- fræði. Timinn hefur sagt frá starsemi Vinnueftirlitsins eftir þvi, sem á- stæða hefur verið til hverju sinni, og m.a.kynnt stofnunina itarlega með myndskreyttri opnugrein. Forstjórinn tiltekur sérstak- lega, að blaðið hafi ekki birt frétt- ir af tveimur málum, sem stofn- unin hafi sent fréttatilkynningar um til blaðsins. Það, að fréttatil- kynning ersend tildagblaðs, þýð- irauðvitað ekki sjálfkrafa aö hún sé birt, en i báðum þessum tilvik- um vill þó svo til, að fréttir um málin voru birtar i' blaðinu. Sagt var frá skýrslunni um málefni Kisiliðjunnar i Timanum 26. nóv- ember s.l., og fréttin um haus- unarvélamálið birtist i blaðinu 29. desember. Báöar þessar frétt- ir viröast hafa farið framhjá for- stjóra Vinnueftirlitsins, enda hann kannski upptekinn við að leita að „neikvæðum” skrifum. Sú ósk skal látin i ljósi, að full- yröingar forstjórans i framtiðinni verði byggðar á betri athugun staðreynda en áöurnefndir sleggjudómar hans i garð Tim- ans. Byggingarnefnd Seljaskóla óskar eítir tilboðum i byggingu iþrótta- húss við skólann. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum og er hér um að ræða gerð hússins frá botnplötu og til þess að vera að mestu tilbúið undir tréverk. Útboðsgögn munu verða afhent á Fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarnar- götu 12 frá og með þriðjudeginum 19. janúar n.k. gegn 2500.00 króna skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skila á sama stað og verða þau opnuö þar 9. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.