Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. janúar 1982 „Öll viljum við búa sem best að æskulýð þessa iands. í þvi felst meðal annars það, að skapa nemendum, sem verða að dvelja á heimavistum á meðan á skólagöngu stendur, sem bestar kringumstæður. Til þess þarf húsnæði og búnað og starfskrafta innan skólanna”. seinna. Við þetta bærist viðvera i matsal i hádegi alla daga vik- unnar. Heimavistarhús eru yfirleitt ekki færri en tvö við heimavistar- héraðsskóla. I hvort hús þarf gæslu samkvæmt ákvæðum lag- anna. Sé reiknað með tveim vistum er gæslan fimm daga vikunnar 80 stundir, á laugardögum 26 stund- ir.sunnudagsgæslan 24 stundir og viðveran ímatsal, sem gæti verið hálftimi á dag, 3,5 stundir. Alls eru þetta 133,5 stundir — og þetta er dag — og kvöldgæslan ein. Eftir er að gera ráð fyrir á- byrgðarbakvakt umsjónarmanns vistar um nætur, sem getur verið talsvert verk. Séu heimavist- arhús fleiri en tvö fjölgar enn þeim gæslustundum, sem lögin gera ráð fyrir. Enn hefur einungis verið rætt um stundir til gæslu. Félags- málastörf eru öll eftir. 1 sumum tilfellum er hægt að sameina gæslu og félagsmálastörf, en oft er alls ekki svo. Sem dæmi má nefna aðstoðvið iþróttamál, leik- list og störf með nefndum, sem sjá um ýmsa þætti félagsmála nemenda. Fyrir þessum atriðum er svo lítið hugsað, að með sanni má segja, að þau séu að lang- mestu utan garðs. Greiðslukvóti heimavistar- héraðsskólanna til gæslu er yfir- leitt á bilinu 100 til 120 stundir á viku. Kvóti til félagsstarfs með nemendum — ef hann fæst — er á bilinu 5 til 15 stundir. Þaö þar ekki snjalla reiknings- mástara eða flóknar tölvur til þess að sjá, að endarnir ná alls ekki saman. Greiðslur fyrir unnin störf eru lika iðulega sýndar- greiðslur einar, eða þá að um hreina sjálfboðavinnuer að ræða. 50111 er hvorki þungt i pyngju né gagnlegt til hvildar ánægjuauka eftir fullan kennsludag. Úrbóta er þörf öll viljum við búa sem best að æskulýð þessa lands. 1 þvi' felst meðal annars það að skapa nem- endum, sem verða að dvelja á heimavistum á meðan á skóla- göngu stendur, sem bestar kring- umstæður. Til þess þarf húsnæði og búnað og starfskrafta innan skólanna. Aðstaðan er til að verulegu leyti, þó hana þurfi að auka og bæta. Starfskraftarnireru lika til, en það þarf að vera hægt að greiða fyrir vinnu þeirra, svo að unnt sé að nýta þá. Vissulega fylgir þessu nokkur kostnaður, en það má fullyrða það, að hann er óverulegur miðað við það, sem getur unnist i betri heimavistum, þroskavænlegra félagslifi og uppvöxnu fólki, sem yrði hæfara til lifs og starfs i islensku samfélagi. Haukur Ágústsson, skólastj. Hérðassk. á Laugum, S-Þing. danska söngvasmámuni eða vau- deviller. Hinn leikflokkurinn var tilhúsa i Fjalakettinum, sem Val- garð Breiðfjörð kaupmaður hafði reist 1893 (og stendur enn við Bröttugötu): leikflokkurinn i Breiðfjörðsleikhúsihafði reynt að leggja sig eftir þvi að sýna inn- lend leikverk. Gerð hafði verið tilraun til að sameina þessa flokka áður, en mistekist. Ennútókstþað.Hinn 11. janúar 1897 komu saman i Iðnó 19 menn og konur og héldu með sér stofn- fund. Frumkvæðið mun hafa komið frá iðnaðarmönnum og stærstan þátt i þvi hvernig til tókst átti Þorvarður Þorvarðsson prentari: hann varð siðan fyrsti formaður Leikfélags Reykja- vikur og stýrði félaginu 7 fyrstu ár þess. Aðrir stofnendur voru þessir: Friðfinnur Guðjónsson, Borgþór Jósefsson, Ami Eiriks- son, Sigurður Magnússon, Krist- ján Þorgri'msson, Þóra Sigurðar- dóttir, Stefani'a Guðmundsdóttir Gunnþórunn Halldórsdóttir, Matthias Matthiasson, Hjálmar Sigurðsson, Sigriður Jónsdóttir, Steinunn Runólfsdóttir, Andrés Bjarnason, Jónas Jónsson, Brynjólfur Þorláksson, Magnús Benjami'nsson, Ólafur Ólafsson og Einar P. Jónsson. Tveir hinir fyrstnefndu voru kosnir i stjórn með Þorvarði,Friðfinnur ritari og Borgþór gjaldkeri. Þorvarður Þorvarðsson hafi áður haft nokkur afskipti af leiklist, svo og t.d. Stefania Guðmundsdóttir, Kristján Þorgrimsson og Ámi Ei- riksson, sem voru orðin nokkuð þekkt af leik sínum í Góð- templarahúsinu sem og t.d. Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjónsson i Fjala- kettinum. A næstu árum bættust svo i hópinn nokkrir leikendur, sem bám uppi starfsemina ásamt þeim, sem hér voru taldir, Guð- rún Indriðadóttir, Jens Waage, Helgi Helgason og fleiri. Þeir iðn- aðarmenn, sem voru i hópi stofn- enda, tóku hins vegar að sér sumir hverjir að sjá um svið og sviðsbúnað. Að öðrum þræði mun þátttaka þeirra og hafa verið hugsuð sem tengiliður við hús- stjórn Iðnaðarmannahúss- ins — sem brátt var farið að stytta f Iðnó—:Leikfélag Reykjavíkur var að sjálfsögðu leiguliði iþessu leikhúsisinu og er enn: þráttfyrir75ára starf hefur Leikfélag Reykjavikur aldrei haft fjárhagslegt bolmagn til að eign- ast þak yfir höfuð sitt. Leikfélag Reykjavikur stendur fóstum fótum í menningu höfuð- borgarinnar, en á veikum grunni: — að því er virðist á lika örðugum og Norræna höllin á Þingvöllum, Hallgrimskirkja á sinum tima og Þjóðleikhúsið. öll þessi hús tengdust býsna lengi fremur eilifðinni og peningaleys- inu en lifinu. Engu skal um það spáð, hversu vel þessi áratugur reynist i húsasmiði.Enþráttfyrir peningalega menningarþreytu yfirvalda, þá vona nú flestir, að það taki nú ekki of langan tima að fullgera þennan skriðdreka leik- listarinnar i nýja miðbænum. Um leið og við hér á blaðinu þökkum ágæta samvinnu við Leikfélagið gegnum tiðina, óskum við þvi alls góðs, að þetta verði áratugur uppslátta og mik- illar steypu og áratugur göfugrar listar i Iðnó þar sem flóð og fjara hrjáir leiklistina alla daga. Jónas Guðmundsson prófkjör Sveinn G. Jónsson: „Dugmikið fólk og fyrirtæki hafa flust úr [borginni” ■ ,,Ég hef starfaö innan Fram- sóknarflokksins undanfarin 20 ár og gegnt þar ýmsum störf- um. Ég var t.d. í fimm ár for- maður FUF og fjögur ár gjald- keri SUF, og hef öölast þar félagslega reynslu, og þá einnig sérstaklega pólitiska reynslu, sem ég vonast til að megi koma flokknum til góöa i sambandi við borgarmál”,sagðiSveinn G. Jónsson, þegar hann var spurð- ur að þvihvers vegna hann gæfi kost á sér i" prófkjöri fram- söknarmanna i Reykjavik. „Mittstærsta áhugamál er að gera Reykjavik að enn byggi- legri borg en hún er i dag. Þess bljdta allir Reykvikingar að óska. En spurningin er hvernig? Það er min skoðun og sjálfsagt margra annarra, að til þess að borgin blómstri og dafni þurfi að vera jafnvægi i hinum ýmsu þáttum er lúta að borgarlifinu. Við erum sifellt að gera kröfur um meiri og meiri þjtínustu og samneyslu, en kvörtum síðan sáran yfirþviaðþurfa að greiða fyrir það. En hvernig getum við leyst þessi mál á sem bestan máta? Við verðum að reyna að halda áfram að snúa við þeirri þrtíun sem veriðhefur sl. 20 ár að dug- mikið fólk og fyrirtæki hafi flutt á brott úr borginni, sem orsakar það að Reykjavik er orðin lág- launasvæði. Þessir aðilar hafa stuðlað að hinni öru upp- byggingu nágrannabyggðarlag- ana, en þeir hafa flutt þangað aðallega vegna lóðaskorts hér i borginni. Mikill meirihluti þessara ein- staklinga stundar sina atvinnu, þ.e. tekjuöflun hér, er greiöir skatta og skyldur til þess sveitarfélags sem þeir hafa sitt heimili. Viö getum ekki haldið uppi allri þeirri þjónustu sem við við viljum og okkur ber, nema að þessir aöilar, sem flestir eru tekjuháir taki þátt i að greiða sinn hluta i samneysl- unni, þvi þeir njóta allrar þeirrar þjónustu sem borgin hefur upp á að bjóða i heilbrigð- is-, mennta- og menningarmál- um”,sagði Sveinn G. Jónsson. Gunnar Baldvinsson: ,,Nota áskólana meira , þar er unga fólkið” l,,Framboð mitt er ekki til- komið að minu eigin frumkvæði Til mfnvarleitað af stórum hóp félaga úr FUF og annars staðar úr flokknum að fara fram, sem ég og gjörði eftir nokkurn um- hugsunartima. Endanleg á- kvörðun var hins vegar min og þá af tveimur ástæðum, annars vegar áhuga minum á borgar- málefnum oghins vegar þeirri skoðun minni að ég tel að listi félagshyggjuflokks sem Fram- sóknarflokkurinn er skuli vera sem ,,breiðastur”,þ.e. samsett- ur bæði af körlum og konum, ungu og eldra fólki”, sagði Gunnar Baldvinsson, þegar hann var spurður af þvi hvers vegna hann gæfi kost á sér i prófkjöri framsóknarmanna i Reykjavik. ,,Ég vil vinna að framfara- málum og viðgangi Reykja- vikurborgar á sem flesta vegu. Þrátt fyrir gtíða stjórn á mál- efnum borgarinnar sl. 4 ár er af nógu að taka, verkefni blasa alls staðar við, þau þrýtur aldrei. Af einstökum áhugamálefn- um rninum má nefna æskulýðs- og iþróttamál og húsnæðismál ungs fólks. Varðandi æskulýðs- málin vil ég segja þaö aö ég tel að ekki eigi að þenja Æskulýðs- ráð Reykjavikur of mikið, heldurskulinota skólana meira, þar er unga fólkið og þar náum við til þess, auk þess að nýta byggingarnar betur. Ekki er ég með þessu að kasta rýrð á nú- verandi starfsemi ráðsins, þvert á móti tel ég vel hafi verið unnið þar. Um húsnæðismálin er það að segja að ég tel að borgarstjórn skuli með öllum tiltækum ráðum hjálpa ungu fólki að eignast þak yfir höfuðið. Það á að vera kappsmál borgaryfir- valda. Nú ýmsa aðra mála- flokka má nefna, sem ég hef á- huga á, t.d. atvinnumál, öldrunarmál, málefni fatlaðra, dagvistunarmál o.fl. Þá fer ég ekki dult með þá skoðun mina að ég hygg að endurskoða megi stjóm- og embættismannakerfi borgarinnar og stefna að þvi að einfalda þaö. Umfram allt stefna að þvi að kostnaður við rekstur borgarinnar og hina einstöku stofnana hennar verði ekki of mikill”, sagði Gunnar Baldvinsson. Elísabet Hauksdóttir: ,Tel allt tal um ,,kvennalistaTT sporafturá bak’ ■ „Þegar ég var beðin að taka þátt i prófkjörinu fannst mér það vera borgaraleg skylda min og um leið að sýna að konur eiga sin tækifæri innan Fram- sóknarflokksins til að starfa að stjórnmálum ekki siður en karl- ar. Sjálfsagt á einnig sinn þátt i þvi allt tal um „kvennalista” sem ég tel vera spor aftur á bak i jafnréttisbaráttu kvenna á undanförnum árum”, sagði Elisabet Hauksdóttir, þegar hún var spurð að þvi hvers vegna hún gæfi kost á sér i prófkjöri framsóknarmanna i Reykja- vik. „Ég er innfæddur Reykvik- ingur og hef alltaf haft áhuga á að borginni væri sem best stjórnað og ibúum hennar liði sem best. Helstu málaflokkar sem ég hefi áhuga á eru mál aldraðra. Þar tel ég mikið starf óunnið og eftir lýsingu þeirra sem að þeim málum vinna og viðtölum við aldraða sem þurfa á aðstoð og aðhlynningu að halda er neyðarástand á mörg- um sviðum þeirra mála. Það er timabært að árið i árskulivera helgað öldruðum og allirættu að leggjast á eitt að ná sem mest- um og bestum árangri og ekki bara á þessu ári heldur á ó- komnum árum. Það er mikið spurt þessa dagana um fjölgun barnaheimilisplássa á kjör- timabilinu sem er aö ljúka en minna um fjölgun elliheimflis- plássa og bygginga fyrir aldraða og þykir mér kominn timi til að byggingar fyrir aldraða hafi forgang fyrir öðr- um félagslegum byggingum. Heilsugæslumál almennt eru méreinnigofarlega ihuga og að nýting þeirrar aðstöðu sem fyrir er sé eins góð og mögulegt er. Heilsugæslustöðvar er það sem koma skal i stað gamalla heimilislæknakerfisins, og hafa þær þegar sannað gildi sitt gagnvart sjúklingunum. Sjálf hef ég kynnt og notið þjónustu einnar og er mjög ánægö með það. 1 stuttu viðtali er ekki hægt að gera grein fyrir öllu sem ég hef áhuga á en þessi mál sem ég hefi nefnt bera hæst fyrir utan títal önnur sem eru áhugaverð”, sagði Elisabet Hauksdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.