Tíminn - 21.01.1982, Qupperneq 2
Fimmtudagur 21. janúar 1982
2______________________________Wmmm
í spegli Tímans _. _^ Umsión: B.St. og K.L.
LEIKKONU
STEFNT AF
EIGINMANNI
■ Jessica Lange varð
fræg þegar hún lék i
myndinni King Kong.fall-
egu ljóshærðu stúlkuna
sem risaapinn hélt i greip
sér. Siðan hefur hún leikið
i mörgum myndum og
gengið vel og grætt pen-
inga. Það vakti þvi mikla
athygli þegar mál var
höfðað á hendur henni af
eiginmanni hennar, Paco
Grande, sem áður fyrr
var kvikmyndaframleið-
andi, en nú er hann at-
vinnulaus og blindur.
Grande er 29 ára og hann
fékk augnsjúkdóm fyrir
sex árum, sem fljótt
leiddi til blindu. Hann
segir að eiginkona sin
hafi yfirgefið sig (en hún
fékk skilnað að borði og
sæng á sl. ári) þegar hann
var orðinn blindur. Lög-
fræðingur Grandes segir,
að á þessum jafnréttis-
timum, sé það ekki siður
skylda eiginkonu en eig-
inmanns i slikum veik-
indatilfellum, að borga
viðkomandi hæfilegan lif-
eyri, og fer fram á að
Jessica borgi til eigin-
manns sins sem sam-
svarar 17.000-20.000 kr.
mánaðarlega.
Jessica hefur verið
önnum kafin og ekkert
látið hafa eftir sér um
þessi mál, en lögfræöing-
ur hennar sér um allt
fyrir hana. Reyndar var
hún farin frá manninum
áður en hún fékk formleg-
an skilnað aö borði og
sæng, þvi að hún hefur
verið mikiö með ballett-
dansaranum fræga Mik-
hail Baryshnikov. Jessica
eignaðist barn á sl. ári, og
er Mikhail sagður faöir
þess.
Lögfræðingur Pacos
Grande segir að skjól-
stæöingur sinn lifi i sár-
ustu fátækt. Þetta mál sé
mjög áriöandi fyrir karl-
menn sem prófmál upp á
þaö, hvaöa rétt þeir hafi,
ef þeir verði óvinnufærir,
en eiginkonan sé vel efn-
um búin. Þetta mál vekurj
þvi mikla athygli.
■ Jessica Lange sést hér i hlutverki sinu i myndinni
gaf hún blindan eiginmann sinn uppá bátinn.
.Pósturinm hringir alltaf tvisvar”. Með frægð og frama
Jarae í nýju
Tarzan-
myndinni er
fyrirmyndin
ad ?,diskó-
tísku”
■ Bunmgur-
inn .... gerir
þá óöa á ör-
skammri
stund” eins og
sagöi i ein-
hverjum dæg-
urlagatexta i
gamla daga.
■ Þaö veröur „villt
geim” á diskótekunum i
Englandi, þegar einhver
daman mætir i nýja
frumskóga-búningnum
sinum, sem komu á
markaö þar nýlega. Ein-
hverjum framtakssöm-
um bisnessmanni kom til
hugar að gera æsitegan
leðurbúning á dömur i
svipuöum stil og Bo Der-
ek notar i Tarzanmynd-
inni frægu.
Þessi „frumskógaföt”
eru úr mjúku hanska-
leöri, og i fréttinni um
þau segir að verslunin
Krókódíll (Crocodile) i
High Street i London selji
skinnfötin saumuð úr
hvitu, svörtu, bláu eða
rauðu leöri, meö mislit-
um reimum og belti. Bux-
urnar eru með klaufum
upp á mjaðmir. Hvort
stykki kostar um 800 kr.
blússan og buxurnar,
beltið er selt sér og cins
hálsskreytingin, svo bú-
ast má við að öll herleg-
heitin kosti um 2000 krón-
ur.
■ Astrid ætlaði að hitta
dönsku prinsessuna á.
Kastrup-flugvelli meðan
þær biðu eftir ferðum, —
en þá kom hættumerkiö
Tvær prinsessur fluttar burtu í skyndi
vegna sprengjuhættu á Kastrupflugvelli
■ Benedikte var á heim-
leið með jólainnkaupin
■ Fyrir jólin var oft
mannmargt á Kastrup-
flugvelli i Danmörku. t
ösinni fannst ómerkt
feröataska i farþegaaf-
grciðslunni, sem enginn
kannaðist við, og komu þá
fljótlega sérfræðingar á
vettvang. Gefið var
hættumerki og allir flug-
farþegarnir voru í flýti
reknir út i kuldann. Þar
máttu þeir dúsa i 45 min-
útur, þar til búið var að
röntgen-mynda ferða-
töskuna og sást þá að ein-
hverjir málmhlutir voru i
henni. Sprengjusérfræð-
ingur opnaði töskuna og
kom i Ijós, að i henni voru
föt og bækur og einhverjir
hlutir úr rafgeymi sem
höfðu sést á röntgen-
myndinni.
Þegar sprengjuhættan
var tilkvnnt á Kastrup
voru staddar þar tvær
prinsessur. Norska prins-
essan Astrid og danska
prinsessan Benedikte
höföu mælt sér mót i flug-
stöðinni, en Benedikte
hafði veriö nokkra daga i
heimsókn i Danmörku og
m.a. gert jólainnkaup
þar, en hún er búsett i V—
Þýskalandi siðan hún
giftist, og var nú á leið
heim til manns sins og
drengja i Berleburg. Ast-
rid kom frá V-Þýskalandi
þar sem hún hafði veriö i
heimsókn hjá vinafólki,
og þær höfðu báöar prins-
essurnar viðstöðu þennan
dag í flugstöðinni og ætl-
uðu að nota timann til að
hittast og tala saman i ró
og næði, en það var nú
eitthvað annað en að þar
væri ró og næði. Flugvall-
arstarfsmenn og lögregla
komu og drifu þær inn i
bíl, og svo var ekið með
prinsessurnar i burtu frá
biðsalnum, þar sem
ferðataskan var, og farið
með þær i hús annars
staðar á flugvellinum,
langt frá flugstöðinni
sjálfri. Þar biðu þær þar
til lýst var yfir að hættan
var liðin hjá.
Flugstjórnarmenn
sögðu að þriggja kortéra
seinkun hefði orðið á ferð-
um, sem voru áætlaðar á
þessum tima, en allur er
varinn góður og öryggi
farþega væri fyrir öllu.
BLINDUM