Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 21. janúar 1982
flokksstarfið i — ■■■- ■—
Hafnarfjörður Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarféiaganna i Hafnar- firði verður haldinn mánudaginn 25. jan. n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning uppstillingarnefndar v/væntanlegra bæjar- stjórnarkosninga. 3. önnur mál. Stjórnin.
Sjávarútvegsráðstefna SUF eínir til sjávarútvegsráðstefnu i Festi, Grindavik laugardaginn 30. janúar 1982, og hefsthún kl. 10.00 f.h. Dagskrá auglýst siðar.
Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla i prófkjöri Framsóknar- flokksins til borgarstjórnarkosningar i Reykjavik á kom- andi vori, hefst mánudaginn 18. janúar á skrifstofu Fram- sóknarflokksins að Rauðarárstig 18, og stendur yfir til 22. janúar. Kosninginfer fram frákl. 18—19 þessadaga. Kjörnefndin
Þorrablót Þorrablót framsóknarfélaganna i Reykjavik verður haldið i Hótel Heklu laugardaginn 30. janúar n.k. Miðapantanir á skrifstofu Framsóknarflokksins (simi 24480) Nánar auglýst siðar. Framsóknarfélögin
Kosningasjóður Tekið er á móti framlögum i kosningasjóö framsóknar- flokksins i Reykjavik alla virk^ daga á skrifstofunni að Rauðarárstig 18. Stjórn fulltrúaráösins
Framsóknarfólk i Reykjavik ath. Inntökubeiðnum i flokksfélögin i Reykjavik er veitt mót- taka á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18 frá kl. 9-19 virka daga Stjórn fulltrúaráðsins
Framsóknarfélag Borgarness Almennur félagsfundur verður haldinn i Snorrabúð föstu- daginn 22. jan. kl. 20.30. Fundarefni: Sveitarstjórnarmál, væntanlegt prófkjör og fleira. Stjórnin.
Prófkjör i Njarðvik Framsóknarfélagið i N jarðvik hefur ákveðið að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri með Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum vegna bæjarstjórnar- kosninga i vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. febr. n.k. Þar sem skila þarf framboðslista til sameiginlegrar kjör- stjórnar fyrir 22. þ.m. er nauðsynlegt að þeir sem hyggj- ast bjóða sig fram láti undirritaða vita eigi siðar en kl. 18 fimmtudaginn 21. janúar n.k. Allar nánari upplýsingar veita undirritaðir: Óskar Þórmundsson i sima 3917 Ingibjörg Danivalsdóttir I sima 1226 Sigurður Sigurðsson i sima 2255, Gunnar Ólafsson í sima 2284 Óskar Grimsson i sima 6012.
Féíag ungra framsóknarmanna i Reykja- vík heldur fund með frambjóðendum flokksins til prófkjörs fyrir væntanlegar borgarstjórnarkosningar i Reykjavik á komandi vori. Fundurinn verður haldinn 21. jan. n.k. og hefst hann kl. 23.30 að Hótel Heklu Rauðarárstig 18. Stjórn FUF Vinningsnúmerin verða birt hér I blaðinu föstudaginn 22. janúar n.k.
Kópavogur — Þorrablót Hið vinsæla þorrablót framsóknarfélaganna verður haldið i Manhattan laugardaginn 23. janúar n.k. kl. 19 stundvís- lega. Miðapantanir fyrir miðvikudaginn 20. janúar. Upplýsing- ar um miða hjá Guðbjörgu i sima 40435, Katrínu i sima 40576 og Vilhjálmi i sima 41190, Framsóknarfélögin
Frá Happdrætti Framsóknarflokksins. Vinningsnúmerin verða birt hér i blaðinu föstudaginn 22. janúar n.k.
Framsóknarmenn Selfossi Framsóknarfélag Selfoss auglýsir eftir framboðum til prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosninga á Selfossi 1982 Framboði skal skila til formanns félagsins Sigurdórs Karlssonar Rauðholti 9. Framboðsfrestur rennur út 31. janúar 1982 Stjórnin
\VIDE0-
ffARKAOUft/HJtl
WftHftABdRCjro
WZsðtm
Höfum VHS myndbönd
og original spólur í VHS. Opið frá kl. 9
til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl.
14—18ogsunnudagafrákl. 14—18.
go-jo sápan leysir upp
alls kynsóhreinindi
go-jo er fljótandi sápa
í þægiiegum skammtara
go-jo inniheldur
handáburð.
Fæst á bensinstöðvum Shell
Heildsölubirgðir: Skeljungur hf.
Smávörudeild: Síðumúla33
Sími: 81722
byggjast á einingum (hillum
og renndum keflum) sem
hægt er aö setja saman á
ýmsa vegu.
Fást i 90. sm. lengdum og
ýmsum breiddum.
Verð: 20sm. br. kr. 116.00
25sm. br. kr. 148.00
30sm.br. kr. 194.00
40sm. br. kr. 217.00
milli-kefli 27 sm. 42.00
lappirl2sm. 30.00
hnúðar 12sm. 17.00
Sendum gegn póstkröfu
hvert á land sem er.
Furuhúsið h.f.
Suðurlandsbr. 30 — simi
86605.
ömmuhillur
Endurskins
merki
eru
EKKI SÍÐUR
fyrir
FULLORÐNA
yUMFERÐAR
RAÐ
borgarmál
19
Af punktum og
svef ni og lódum
■ Einhvcr inesti húskross 1
borga rskrifstofunum i
Reykjavik hafa verið inenn
sem vantaði loðir. Lcngi vcl
voru byggingalóðir i borginni
einskonar heiðursmerki i
stjörnmálaflokkunum, og þá
auðvitað einkum i Sjálfstæðis-
flokknum. Bæði svokallað at-
vinnuhúsnæði, og einnig
ibúðalóðir.
Vandi í lóðamálum
thaldið hafði þó eina stefnu,
sem teljast verður nokkuð far-
sæl, og mæltist vel fyrir. Hér
hefur byggð ávallt verið
blönduð, hvert byggingasvæði
hefur verið undir einbýlishiis,
raðhús og fjölbýlishús, og
þeirri stefnu er enn fylgt i
bænum.
Auðvitað eru i Reykjavik
götur, sem eru betri en aðrar,
en fín hverfi eru ekki til og
sérstök fátækrabæli hafa ekki
verið byggð. Þeir sem heimta
rottugang og vond hús, hafa
nefnilega gjört það i nafni ein-
hverrar átthagafræði, þar
sem staðhæft er að ónýtt hús
og gamalt sé eiginlega betra
en nýtt. Og svo harðir eru
kommúnistar i þessu máli, að
þeir hlusta ekki einu sinni á
Guðmund J., sem þekkir þó
vel kjör erfiðismanna, er sjá
lifið einkum i lágum töxtum.
Eða þá einu menn sem hata
slik hús, af þvi að þeir hafa
orðið að búa i þeim og skilja
þvi ekki lýrikkina i þakleka og
rottugangi.
Svonefndur vinstri meiri-
hluti gjörði sér fljótlega grein
fyrir þvi, að eitt öröugasta við-
fangsefnið á kjörtimabilinu
yrði að halda friðinn við ofsa-
trúarmenn og teiknara al-
þýðubandalagsins annars
vegar, sem gengu með ónýt
hús inn á sér eins og steinböm,
og svo hinsvegar að Utvega
byggingarlóðir handa fólki
með fullu viti og sjónarmið al-
vörunnar. Langir biðlistar
voru eftir atvinnuhúsnæði og
ibúðarhúsnæði, sem var
slæmt. Gekk meira að segja
svo langt, að þekktir sjálf-
stæöismenn, sem um munaði i
peningalegum flokksrekstri, i
flokki allra stétta, höfðu oröið
að setja starfsstöðvar sinar
niður i Hafnarfirði.eðai Kópa-
vogi. Siðarnefndi staðurinn
var þó betri kostur, þvi hann
var í sumu tilliti orðinn nær
Reykjavik, en Reykjavik
sjálf, þótt undarlega kunni að
hljóma. Sú jöklastefna, er tek-
in haföi verið upp, sumsé aö
halda meira n>p á græna bylt-
ingu, eins og Gaddafi, en hús á
láglendi, hafði nefnilega þann
ókost, að ekki var unnt að
gjöra byggingarhæfar lóðir
nema f einhverjum holtum,
þar sem j arðýtur hámuðu i sig
berjalyng, eða átu snjó. Og
svo langt gekk þessi útkjálka-
stefna Sjálfstæðisflokksins, að
þeir voru á timabili byrjaðir
að grafa i landi, er reyndist
siðar f öðru deiliskipulagi
sveitalifsins, eða utan hreppa-
marka höfuðborgarinnar.
Vinstri meirihlutinn vissi,.
að þung sókn yrði á hina nýju
húsbændur, og það varð úr, að
ráði kommúnista,— þvimiður
— þóttallir eigi þá sök nú, að
tekið var upp svonefnt punkta-
kerfi, sem i reyndinni hefur
orðið til þess, að þeir sem hafa
fjármuni til að byggja hús,
geta ekki fengið lóð. Hinir sem
ekki geta byggt, hafa oftfeng-
ið lóðir. Að visu hefur þessu
fylgt ágætur kontórfriður hjá
þeimsem kveikja á jólatrénu,
ogsitjaiforsæti. Þetta hefurá
hinn bóginn orðið til þess, að
tekjuhæsta fólkið er enn að
flytja burtu til að borga útsvör
i öðrum sóknum. En það er
ekki annað en beint framhald
af úrræðaleysi meirihlutans
frá 1908, þóttnú sé þetta svo i
nafni réttlætis, sem var áður
gjört i svefni.
Syeitalæknar i
Reykjavik
Efmaðurt.d.tekurlækna er
starfa i' Reykjavi'k, sem er
svona í hærri skallanum, að
manni skilst, og notar síma-
skrána til að ráða af lög-
heimili þeirra, þá eru um 40%
þeirra utanbæjarmenn i
sveitarfélagslegum skilningi.
Og auðvitað á borgarlæknir-
inn í Reykjavik heima i Kópa-
vogi, og yfirborgarfógetinn i
Reykjavik á auðvitað heima
þar lika, en yfirborgardómar-
inn i Reykjavik býr hins vegar
i Hafnarfirði. Ég veit þó fyrir
vissu að borgarlæknir hefur
sótt um lóð í höfuðborginni, en
fær ekki, þvi menn fá öngva
punkta fyrir að búa i Kópa-
vogi. Og svo gæti hann
kannskibyggthús, sem erlíka
talsvert mótlæti í punktum.
NU skal það játað að ég vil
ekki láta peningalega viröingu
eina segja til um það, hver fær
lóð og ekki lóð. En borg sem
reynir að halda uppi góðri
þjónustu fyrir þá, sem við bág
kjör búa, geta það einfaldlega
ekki til lengdar, ef ein-
staklingar með tekjur eru
flæmdir burtu meö punktum,
eða sofandahætti. Þaö sama
gildir, ef atvinnufyrirtækjum
er úthýst I stórum stil, vegna
þess aö ekki er unnt að láta i té
lóðir undir starfsstöövar.
Þannig hafa punktarnir og
svefninn lagst á eitt, með að
gjöra Reykjavík aö láglauna-
svæði og þvi verður að breyta,
meö því aö laða hingað dug-
legt fólk og fólk með góð firmu
i framleiðslu og þjónustu, til
að standa undir öllum
sósiallnum. Það er að vi'su
ánægjuleg staöreynd, að
Reykjavikurborg úthlutar nú
fleiri lóðum, eða um þessar
mundir, en Ihaldið gjörði sein-
ustu árin, en þarna verðum
við að vera vel á verði.
Jóna s G uðm undss on
Jónas Guðmundsson,
rithöfundur skrifar: