Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 21. janúar 1982 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið í hringidju byltingar Kúba (Cuba) Sýningarstaður: Tónabió Leikstjóri: Richard Lester. Aöalhlutverk: Sean Connery, Brooke Adams, Jack Weston, Den- holm Elliott, Hector Elizondo, Martin Balsam, Chris Sarandon. Handrit: Charles Wood. Myndataka: David Watkin. Framleiöendur: Alex Winitsky og Ariene Sellers fyrir United Artists, 1979. ■ Viðfangsefni þessarar kvikmyndar Dick Lesters er út af fyrir sig gamalkunnugt i kvikmyndum, þ.e. örlög ein- staklinga i hringiðu byltingar- ástands. Og eins og oft vill verða i slikum myndum, er einkum fylgst með hvitum Vesturlandabúum, sem eiga ekki heima i þvi þriðjaheims- landi, þar sem „fólkið” er að taka völdin. Lester hefur hér valið Kúbu árið 1959 sem vettvang höfuð- persóna sinna. Þar mætast evrópskur málaliði, herfor- ingjar Batistastjórnarinnar, enskir og bandariskir kaup- sýslumenn sem hyggjast græða á ástandinu, rikir Kúbumenn og fátækir, fulitrú- ar ráðandi kerfis og uppreisn'- armanna, hefðarfrúr og hór- ur, og þannig mætti lengi telja. 1 fyrri hluta myndarinnar tekst mjög vel að tengja hin ó- liku brot saman i marg- slungna og breiða lýsingu af þjóðfélagi á suðupunkti, þótt persónurnar séu þvi miður nokkuð klisjukenndar. En þegar liða tekur á myndina verður melódramað öllu öðru yfirsterkara: byltingin, sem er að gerast i landinu, verður aðeins bakgrunnur tiltölulega venjulegra ástarævintýra. „Kúba” er þar af leiðandi kvikmynd, sem nær ekki þvi háleita markmiði, sem höf- undar hennar hafa augsýni- lega sett sér. Enguaðsiður ermyndin góð tilraun, og gefur m.a. nokkra innsýn i suma stjórnarhætti spilltra einræðisstjórna á borð við Batistastjórnina, og tekst stundum að koma iðandi mannlifi Havana vel til skila. — ESJ Elias Snæland Jónsson skrifar ■¥■ ¥ Kúba O F urðuklúbburinn ★ Cheech og Chong -¥ Tom Horn ¥ Önnur tilraun ★ Eilífðarfanginn ¥ Góðir dagar gleymast ei ★ ★ ★ Stjörnustrið II ★ Jón Oddur og Jón Bjarni ★ ★ örtröð á hringveginum ★ ★ Flótti til sigurs ★ ★ ★ Útlaginn Stjörnugjöf Tímans **** frábær • * * * mjög góö ■ * * gód • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.