Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. janúar 1982 3 fréttir Alþjóðlega unglingamótið í Rio de Janero: KARLVANN EINVÍGIÐ! ® Karl Þorsteins sigraöi á al- þjóðlega unglingaskákmótinu sem fram hefur fariö i Río De Janero aö undanförnu. Eftir fimmtán umferöir voru Karl og Zuning frá Perú efstir og jafnir með 11 vinninga og var þvi ákveð- ið að þeir tefldu fjögurra skáka einvi'gi um fyrsta sætið. Þegar jyemur einvigisskákum varlokið hafði Karl unnið tvær skákir, en einni lyktaði með jafntefli og varð Karl þvi sigurvegari mótsins. Verðlaunaafhending fór fram i gær, en Karl og Egill bróðir hans, sem verið hefur Karlitil aðstoðar á mótinu, eru væntanlegir heim á laugardag. -Sjó. B Karl Þorsteins, sigurvegari á alþjóðlega unglingaskákmótinu I Rio De Janero. ■ Eltingaleikurinn endaði með þvi að stolni billinn valt upp á gangstétt á gatnamótum Kaplaskjólsveg- ar og Hringbrautar. Billinn er stórskemmdur. MyndSverrir Vilhelmsson. SEX LÖGREGLUBÍLAR í ELHNGALEIK VIÐ BÍLÞJÓF Borgarráðsmenn á fundi með kaupmönnum við Laugaveg: „Lofuðu bót og betrun” — segja kaupmenn ■ ..Borgarráðsmenn lofuðu bót og betrun, þvi eins og Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar sagði, þá væri það ekki hygginna bænda háttur að slátra bestu mjólkurkúnni sinni og að enginn af borgarfulltrúum Reykjavikur hefði nokkru sinni látiðsér detta I hug að fara að þrengja eitthvað að kaupmönnum eða öðrum fyrir- tækjum við Laugaveginn, sem borgi öllum öðrum hærri fast- eignagjöld”, sagði Jón t. Bjarna- son, blaðafulltrúi Kaupmanna- samtaka tslands. En samtökin efndu til fundar i gær með 60 kaupmönnum við Laugaveg I gær og buðu þangað öllum borgar- ráðsmönnum i Reykjavik. Konum fjölgar á ASþingi ■ Heldur vænkaðist hagur kvenna á Alþingi í gær. Tveir varaþingmenn tóku þar sæti og eru báðir konur. Sigurlaug Bjarnadóttir tók sæti Péturs Sigurðssonar, sem er erlendis, og Guðrún Hallgrimsdóttir kemur i stað Guðmundar J. Guðmunds- sonar, sem liggur á sjúkrahúsi. Eru þvi ökonurá þingi núna, en aðeins þrjár náðu kosningu og sitja þar að staðaldri. Þær eru Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Salome Þor- kelsdóttir. OÓ. Að sögn Jóns voru málin rædd málefnalega, enda ekki flokks- pólitisk, þvi kaupmenn við Laugaveg hafi verið i vörn gegn árásum borgaryfirvalda allt frá árinu 1963. 1 samþykkt fundarins var gerð krafa til borgarstjórnar Reykjavikur, að hún breyti ákvörðun sinni um að fjarlægja stöðumæla við Laugaveg neðan Klapparsti'gs. Kaupmenn við Laugaveg benda á að þessi aðgerð komi ekki að neinum notum fyrir Strætisvagna Reykjavikur, en hún muni hugsuð sem áfangi i þá átt að gera Laugaveg að hraðbraut. Sérak- rein S.V.R. á Laugavegi myndi gera kaupmönnum ókleift að sækja og senda frá sér vörur og sé þvi óframkvæmanleg. Tilúrbóta benda kaupmenn aft- ur á móti á ýmis atriði: Aukna löggæslu á Laugavegi, fjölgun stöðumæla við neðanverðan Laugaveg, að borgin taki á leigu eða geri stórtbi'lastæði á lóö Eim- skips við Skúlagötu, að fé það er kemur inn i' stöðumæla verði allt notað til að leigja eða kaupa lóðir fyrir bilastæði, og að gangstéttir við Laugaveg verði lagfærðar og lögð i þær snjóbræðsla. Að sögn Jóns upplýsti Sigurjón Pétursson á fundinum að verið væri að vinna að þvi að taka gömlu Kveldúlfslóðina við Skúla- götu undir bilastæði. — HEI ■ Sex lögreglubilar lentu i gifur- legum eltingaleik við ungan mann sem tók splúnkunýjan BMW traustataki i porti Guð- mundar Jónassonar við Borgar- tún i fyrrakvöld. Það var um klukkan 23 að lög- reglunni barst tilkynning um að bilnum hefði verið stolið Ur port- inu. Lögreglan fór þegar á stúf- ana og sást billinn fyrst á mikilli ferð á Skúlagötu. Þaðan barst eltingaleikurinn uppá Frakkastig þar sem lögreglunni tókst að króa þjófinn af um stund, en þaö dugði ekki til þvi þjófurinn slapp Ur greipum lögreglunnar og hófst þá eltingaleikurinn að nýju. Þjófur- inn gaf alltibotn, virtiengar um- ferðarreglur, ók upp á gangstétt- ir, fór öfugu megin inn i ein- stefnuakstursgötur og á gatna- mótum Kalkofnsvegar og SkUla- götu ók hann á umferðarskilti og við það urðu talsverðar skemmd- ir á bilnum. Eftir það barst eltingaleikurinn vestur i bæ um Hringbraut, Kaplaskjólsveg, Nesveg og vestur á Seltjarnames og þaöan til baka inn á Kapla- skjólsveg á nýjan leik. Þar ók þjófurinn upp á gangstéttarbrún og við það valt billinn. Þjófurinn og 14 ára bróðir hans sem var með honum i bilnum sluppu ómeiddir. Eldri bróðirinn var þegar hand- tekinn og fluttur i fangageymslur lögreglunnar. Þar viðurkenndi hann að hafa reynt aö stela þrem- ur bilum áður en honum tókst að stela BMW-bilnum. BMW-billinn er i eigu ungs manns sem aðeins ætlaði að leggja bilnum iportinu um stund. Þjófunum tókst að setja bi'linn i gang og aka á brott. Billinn er stórskemmdur, en hann er þó ekki talinn ónýtur. — Sjó. Stórmarkaðsverð Krafttómatssósa400gr. kr. 6.25 Blönduð sulta Bulgaria 500 gr. 11.20 Hunangrússneskt540gr. ” 14.85 Vexþvottalögur2.2l ” 18.35 Vexþvottaeíni3kg. ” 45.55 Leni eldhúsrúllur 2 i pakka ” 10.00 Leni WCrúllur4 ipakka , ” 13.25 Handklæði margar gerðir og litir verð frá kr.40.- Barnagallabuxur str. 2,3,4,5 og 6 verð frá kr.122.- Barnainniskór str. 20-29 verð frá kr.34.- Gúmmistigvél á góðu verði flestar stærðir frá kr. 128.-147. Opiö til kl. 22 föstudaga og til hádegis laugardaga Stórmarkaðurinn Skemmuvegi 4 A Kópavogi Prófkjör framsóknarflokksins f Reykjavík dagana 23. og 24. janúar Kosningin fer fram að Rauðarárstíg 18 laugardag kl. 12-19 og sunnudag kl. 10-19 Kosningarétt hafa flokksbundnir framsóknarmenn 16 ára og eldri, sem búsetu eiga í Reykjavík Inntökubeiðnir í félögin á skrifstofu flokksins Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla að Rauðarárstíg 18, daglega kl. 18-19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.