Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 12
 12 heimilistímirm Fimmtudagur 21. janúar 1982 isjón: B.St. og K.L. Ný gjaldskrá' fyrir umferðarsektir: 730 kr. kostar að aka gegn rauðu Ijósi ■ Samkvæmt nýjum „leiðbein- ingum um upphæðir sekta,” sem tóku gildi 15. jan. sl., varðar það 730 kr. sekt að aka gegn rauðu ljósi á götuvita! Sektireru mjög misháar vegna brota á umferðarlögunum. Hæst- ar eru þær gegn þvi að brjóta reglur um hámarksöxulþunga, sé hann meira en 30% umfram leyfi- legt hámark, en mestu brot á hraðamörkum hafa i för með sér sömu sekt og viö þvi að aka gegn rauðu ljósi. Er þar átt við 81-90 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km, 91-100 km hraða, þar sem leyfilegt hámark er 60 km eða 70 km á malarvegi, og 101-110 km á vegum, þar sem leyft er að aka á allt að 80 km hraöa. 480 kr. kostar það að virða ekki biðskyldu, eða stöðvunarskyldu, hægja ekki á sér eöa stansa viö gangbraut og aka fram úr, þar sem það er bannað. Sama verð kostar að aka meira en 20 km hraöar en leyfilegur hámarks- hraöi segir til um. Strax þegar hraði er orðinn 10 km meiri en leyfilegt er, varðar það 380 kr. sekt. Sömu viðurlög gilda, þegar keyrt er fram úr við óleyfilegar aðstæður og þegar ek- ið er á nagladekkjum utan leyfi- legs tima, svo og þegar ekið er gegn einstefnu. Sé ökutæki ólöglega stöðvað eða lagt, kostar það 200 kr. sekt. Væri þessum viðurlögum beitt til hins ýtrasta, er ekki annað að sjá en að rétta mætti hag rikis- sjóðs allverulega, þvi að ekki lið- ur svo dagur, i Reykjavik a.m.k. að ekki sjáist fleiri eða færri af þessum atriðum þverbrotin. ■ Lampafætur má gera úr t.d. leirkrukkum. Þegar svo heimagerðir skermarnir eru komnir á sinn stað, má telja nokkuð öruggt, aö þessir lampar eiga hvergi sina lika. ■ Hér er alltsaman komið, sem þarf að nota við skermageröina, og nú er bara að hefjast handa. Audveldir lampaskermar — en mikil heimilisprýði Þetta þarf til: ■ Notið þunn blóm og blöð, þau verða mátulega slétt, þegarþau hafa verið pressuö milli dagblaða rétt eftir að þau voru tind. Þar þorna þau, en flýta má fyrir með þvi að strjúka með volgu strau- járni yfir dagblaðið. Skermagrindurer viða hægt að kaupa. Þær fást af ýmsum stærð- um og gerðum, en byrjendum i skermagerð er ráðlagt að velja sér einfaldar grindur. Best er að velja gerð, sem er þvi sem næst jafn við aö ofan og neðan og með 6-8 teinum. Svona farið þið að: Til aö sem bestur árangur ná- ist, er vissara aö teikna snið eftir grindinni á blað og klippa þar til. Þetta gerið þið á þann hátt að leggja grindina á blaðið, einsog sýnt er á myndinni, teikna svo út- linurnar á blaðið og velta grind- inni i hálfhring um leið. Vandið ykkur viö þetta verk, þvi að það er undirstaðan að þvi að vel takist til viö skermagerðina. Klippið siðan sniðið út, en bætið við 1/2 cm hringinn i kring i fald. „Vlieseline” er brotiö i þri- hyrning, eins og myndin sýnir. Nælið sniðið á og klippið tvisvar sinnum tvö stykki — skermurinn er tvöfaldur. Leggið tvö af þess- um stykkjum með viðloðunar- hliðina upp á pressustykki, og snúið viöloðunarhliðinni upp,^ leggið þurrkuðu og pressuðu' blómin, eins og þið viljið hafa þau, þar á og siðan hin tvö stykkin af „vlieseline” þar ofan á og látið nú viðloðunarhliðina snúa niður. Við þetta þarf að viðhafa varúð, svo að blómamunstrið raskist ekki. Strjúkið nú yfir með strau- járninu hæfilega heitu (90 gráöur), fyrst yfir blómauppsetn- inguna og út á brúnir að ofan og neðan, en skiljiö eftir 1/2 cm til hliöanna. Mátið nú hvort stykkin passa á grindina. Skermgrindin er nú klædd og frágengin á samskeytunum með þvi aö stinga ósamanstraujuðu brúnunum hvorri inn i aðra og strjúka svo yfir með straujárni. Lokafrágangur á skerminum er svo að brydda brúnirnar með skábandi, hvort heidur er i sama lit eöa einhverjum öðrum. Mæliö hversu langt bandið þarf að vera, berið á rönguna þunnt lag af limi og brjótið bandið yfir brúnina. Einnig má sauma bandiö á. Skerminum er siðan lokað að ofan með pappaspjaldi af mátu- legri stærð. A pappaspjaldið er strokiö „vlieseline” beggja vegna og það bryddað með skábandi. Ef lokinu er sleppt, verður birtan af lampanum „hörð”. ■ Þessir einföldu skermar gefa ýmsa möguleika til tilbreytingar. Steiktar nautalundir ■ Það sem þarf i steikina: 1 kg nautalundir, 100 gr smjör (eða smjörliki) 1 1/2 tsk salt, 1/2 tsk pipar. 1 „gratineringuna”. 1 pk af frosnum kjúklingalifrum (200-300), 1/2 kg sveppir, 1/2 1 rjómi, örl. vatn salt og rasp. Brúnið nautalundirnar i djúpri pönnu (eða potti) og nota skal smjör á pönnuna. Oft þarf að snúa kjötinu svo það steikist jafnt og athuga að hafa ekki of mikinn hita. Þegar kjötið er orðið vel brúnað á að minnka hitann og láta steikina malla án þess að bæta vatni á kjötið i 15-25 min. eftir þvi hversu vel steikt kjötið á að vera. Á meðan er gott að hakka kjúklingalifrarnar á bretti og siðan á að brúna hakkið á pönnunni. Lika á að brúna svepp- ina (sem skulu vera niðurskornir i sneiðar) og sveppunum blandaö saman við lifrarhakkiö. Ef vökvi er á pönnunni er honum hellt saman við ásamt með rjómanum og hrært saman. Látið malla þangað til jafningurinn hefur þykknað svolitið. Orlitiö salt má setja i jaíninginn. Nú er kjötið sett i eldfast fat, þar yfir er jafningnum smurt og siðan er raspi (brauðmylsnu) stráð yfir. Fatið sett i heitan bakaraofninn (200 gr. C) i 10-15 minútur, eða þangað til jafn- ingurinn hefur bakast og er orð- inn ljósbrúnn. Gott er að hafa franskar kart- öflur með steikinni og grænar baunir og þunna soðsósu eða brúnað smjör. ■ Steikin er skorin og borin fram i eldfasta fatinu Húsráð: Vond lykt í fsskápnum? ■ Jafnvel þó aö isskápurinn sé vandlega nýþveginn, get- ur verið i honum vond lykt, t.d. af sterkum osti. Þá er gott ráð aö skera sitrónu i tvennt og leggja báða hlut- ana inn i skápinn, þá hverfur lyktin snarlega. Þegar sitrónuhelmingarnir fara svo að þorna að fáum dögum liönum, skerið þið af þeim efsta lagið og þá er sitrónan aftur sem ný. Stirðir renni- lásar liðkaðir ■ Rennilásar i fötum, sem oft eru þvegin, eiga það til að verða smám saman stirðir og óviðráðanlegir. Setjið þá dropa af glysserini á litinn pensil og berið það varlega á lásinn og hann veröur sem nýr. En gætið þess vel, aö ekki fari glysserin á fötin sjálf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.