Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. janúar 1982 erlent yfirlit 7 erlendar fréttir ■ Walesa og Glemp erkibiskup Stjórnar pólski herinn lengi? Sitthvað virdist benda til þess ■ ENN eru fréttir frá Póllandi svo ógreinilegar og mótsagna- kenndar, að erfitt er að fá glögga mynd af ástandinu þar. Alyktanir um það verður að byggja meira á sögusögnum og likum en stað- reyndum. Það virðist stöðugt koma betur i ljós, að efnahagsmálin voru komin fullkomlega i kaldakoli, þegar herinn tók völdin. Um það vitna m.a. hinar gifurlegu verð- hækkanir, sem herstjómin hefur orðið að gripa til á flestum lifs- nauðsynjum. Verzlanirnar voru að tæmastog flestar vörur seldar okurverði á svörtum markaði. Veröhækkanir voru óhjákvæmi- legar til að fá vörurnar i'verslan- ir. Nokkuð hefur verið reynt aö draga lír verðhækkunum með launabótum. Margar lifsnauðsynjar voru einnig orðnar ófáanlegar á svört- um markaði, m.a. nauðsynleg- ustu lyf. ÍJr þessu hefur verið reynt að bæta með þvi að óska eftirað fá þau gefin erlendis frá. Þrátt fyrir ýmsan augljósan mótþróa, sem sundurlaus hópur Samstöðumanna beitirsér fyrir, virðist atvinnureksturinn vera aö færast i eðlilegt horf og fólk al- mennt sætta sig skár viö her- stjórnina en i fyrstu. Flestir telja að ekki sé annarra kosta völ. Vonir manna um að herlögum verði aflétt fljótlega, virðast dvinandi. Menn þykjast sjá fram ásvipaðarefndir i þeim efnum og orðið hafa í Tyrklandi. Þar voru herlög settfyrir nær einu og hálfu ári og lofaöi herinn að aflétta þeim við fyrsta tækifæri. Þau eru igildi enn idag og engar horfur á, að þeim verði aflétt fyrr en i fyrsta lagi 1983 eða 1984. ÞAÐ STYÐUR þessa skoðun, að menn sjá ekki i myndinni nú neinn þann aðila, sem gæti tekið við stjóminni, ef herinn léti hana af hendi nú. Kommúnistaflokkur- inn er ekki fær um það, heldur ekki Samstaða. Talað hefur verið um að koma á samstarfi þessara aðila og kirkj- unnar,og leggja þannig grundvöll að samsteypustjórn, sem gæti leyst herstjórnina af hólmi. Eng- ar horfur virðast á þvi nú, að sllkt samstarf takist að sinni. Herinn mun ekki hafa ætlað sér að fara lengi með völd, þegar hann skarst i leikinn. Horfur eru á, að hann verði að fara með þau lengur en hann kærir sig um. Astæðan er sú, að hann er eins og sakir standa eina aflið, sem virð- ist fært um að stjórna. Ýmsir ef- ast þó um, að það haldist til lengdar. Nokkuð eru skiptar skoðanir um hvaða áhrif refsiaðgerðir og hótanir um refsiaðgerðir hafa haft, en eins og kunnugt er hafa Bandarikin þegar gripið til beinna refsiaðgerða en önnur vestræn riki hótað þeim. Þessar aðgerðir hafa bæði beinzt gegn Sovétrikjunum og Póllandi, m.a. gegn Póllandi á þann hátt, aö neita Pólverjum um fyrirgreiðsl- ur f lánamálum. Ýmislegt virðist benda til, að þetta hafi frekar orðið vatn á myllu herst jómarinnar og Sovét- ríkjanna en hið gagnstæöa. Pólverjar eru stolt þjóð, sem ekki vilja láta beygja sig með þrýstingieða hótunum. Þaö segir slna sögu i þessum efnum, að full- trúar kirkjunnar, sem hafa gagn- rýnt herlögin, hafa lýst andUð sinni á refsiaögerðunum og hót- unum erlendra rikja. Þá hafa refsiaðgeröirnar og hótanirnar sennilega fært her- stjórnina nær Rússum og gert hana háðari þeim. Þvi meira, sem vestræn riki þrengja að henni, þvi meira verður hUn að leita á náöir Rússa. EINS OG vænta mátti beinist athygli fréttamanna mjög að þvi hvar Lech Walesa sé niður kom- inn og hver afstaða hans muni vera. Enn er hann þjóðhetja I augum Pólverja. Sögusagnir um Walesa eru mjög á reiki. Flestum ber þeim saman um, að hann sé i stofu- fangelsi og búi við betri kost en aðrir þegnar. Jafnframt, að hann hafi stöðug tengsl við fulltrúa kirkjunnar. Þegar hér kemur verða sögu- sagnimar mismunandi. Sumar heimildir herma aö Walesa hafi verið búinn að samþykkja að birta yfirlýsingu, sem hvatti fólk til að beita ekki harkalegri mót- spyrnu. Fulltrúar kirkjunnar hafi komizt að þessuog fengiö hann til að hætta við þessa fyrirætlun. Aðrar heimildir greina, að Lech Walesa hafi sett svo ströng skil- yrði fyrir viöræðum við her- stjórnina, að kirkjunnar mönnum hafi þótt nóg boöiö og hvatt hann til þess að falla frá sumum þeirra. Þvi hafi hann neitað. Erfitt er að dæma um, hvorar heimildimarséu réttarieöa hvort þær eru báðar rangar. En þessar mismunandi sögur um Walesa draga ekki úr hylli hans. Þær eiga sinn þátt i þvf, að hann er enn i sviðsljósinu og gleymistekki, þótt hann sé bak við loku og lás. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Spænska lög- reglan finnur mikid magn skotvopna ■ Spænska lögreglan hefur komið höndum yfir mikið magn skotvopna og sprengja sem tilheyrði aðskilnaðar- skæruliðum Baska. Útvarpið i Madrid skýrði frá þvi i gær að vopnabirgðir þessar hefðu fundist nærri Bilbao. Var greint frá þvi að vopnabirgðir þessar hefðu i heild vegið fimm tonn. Fyrir um það bil þremur vikum lýstu þessi samtök Baska ábyrgð á hendur sér, vegna mannránsins, þegar föður spænska söngvarans Julio Eglesias. Faðir hans losnaði úr höndum mannræn- ingjanna sl. sunnudag þegar spænska lögreglan réðst til inngöngu á bóndabæ, þar sem hann var i haldi. Talið er að einn mannræningjanna sem handtekinn var á sunnudag- inn, hafi ljóstrað upp leyndar- málinu um það hvar vopna- birgðir samtakanna voru geymdar. Herstjórnin í Póllandi neyðir bændur til að selja sér korn ■ Herstjórnin i Póllandi hef- ur nú gripiö til nýrra aðgerða til þess að takast á við mat- vælaskortinn i landinu. Til- kynnt var i gær að bændum yrði ekki leyft að kaupa sáð- korn til sáningar i vor, nema þeir lofi þvi að selja rikinu 12 kiló af korni, fyrir hver 10 kiló af sáðkorni sem þeir kaupa. Taliðer að herstjórnin hyggist meö þessu móti tryggja nægt framboð af brauði og hveiti seinni hluta þessa árs. Iranir saka Banda- ríkjamenn um svik ■ Irönsk stjórnvöld hafa nú ásakaö bandarisk stjórnvöld um að hafa brotið samkomu- lag það sem leiddi til þess að bandarisku gislunum i Teher- an var sleppt úr haldi fyrir ári. Segja stjórnvöld i íran að Bandarikin hafi ekki skilaö öllum irönskum fjármunum sem voru frystir i bandarisk- um bönkum á sinum tima. Eins segja stjórnvöld i tran að bandarisk stjórnvöld hafi neit- aðaðgefa upplista yfir eignir þær sem tilheyrðu keisaran- um i Iran. Sögðust stjórnvöld- in hafa kvartað yfir þessu við Alexander Haig, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, sem hefði átt rikan þátt i gerð sam- komulagsins á sinum tima. Verulegur samdrattur í þjódarframleidslu USA ■ Verulegursamdráttur varö i efnahagslifi Bandarikjanna siðustu þrjá mánuði siðasta árs. Þjóðarframleiðslan minnkaði um rúm 5% þessa mánuöi, en þetta mun vera mesti samdráttur i efnahags- lifi Bandarikjanna i meira en tvö ár. Atvinnuleysi jókst um tæp 9%, en heldur dró úr verö- bólgu. Fregnir frá Washington segja að þessar niðurstöður hafi ekki komið á óvart og er búist við að áframhald verði á þessari þróun i Bandarikjun- um næstu mánuðina. SÝRLAND: Rikisstýrða fréttastofan i Sýrlandi hefur greint frá þvi að ólga mikil sé nú i landinu. Talað er um skemmdarverk og morðtilræði, og eru kristilegir hægrisinnar frá Libýu ásakaöir um aðbera ábyrgð á ólguástandinu. Hefur opinbera fréttastofan visað á bug fréttum þess efnis að byltingartilraun hafi verið gerö i Sýrlandi, en fréttir þess efnis höfðu verið gefnar I hægri sinnuð- um málgögnum libönsku pressunnar. EGYPTALAND: Grein var frá þvi i Kairó, Egyptalandi i gær að Mubarak, Egyptalandsforseti myndi fara i opinbera heimsókn til Bretlands þann 6. og 7. febrúar nk. Mubarak, ásamt konu sinni, mun ræða við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Englands. BANDARtKIN: Greint hefur verið frá þvi i Washington að Ron-- ald Reagan hafi lýst þvi yfir að 31. janúar verði tileinkaður Ein- ingu, samtökum óháðu verkalýðsfélaganna I Póllandi. Sagði for- setinn að tileinkun þessi væri gerð i stuðningsskyni við óháðu verkalýðshreyfinguna. Skoraði Reagan á Bandarikjamenn og frjálsamenn hvar sem er, að sýna stuðning sinn I verki þennan dag með mótmælum gegn herstjórninni i Póllandi. KAMBÓDIA: Bardagar hafa blossað upp á nýjan leik I Kam- bódiu. Um 3000 flóttamenn frá Kambódiu flýðu yfir landamærin til Thailands i fyrrinótt, undan vietnömskum skæruliöum. Herma fregnir frá Kambódiu að miklir bardagar hafi geisað þar i landi siðustu fjóra daga. Var greint frá þvi i Thailandi aö lög- regla Thailands hefði skotið aðvörunarskotum inn I Kambódiu, eftir að vietnamskar sprengjur heföu lent á thailenskri grund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.