Tíminn - 23.01.1982, Síða 3

Tíminn - 23.01.1982, Síða 3
Laugardagur 23. janúar 1982. fréttir „SAMSTAÐA AÐ NAST UM EFNA- HAGSAÐGERDIR” — rætt við Steingrím Hermannsson um stödu mála hjá ríkisstjórninni ■ „Viðræðum innan stjórnar- flokkanna um efnahagsráðstaf- anirer nú að ljúka. Fundir standa nú yfir aðallega innan ráðuneyta og i fjármálaráðuneytinu um niðurskurð þann og sparnað sem þarf að vera á rikisrekstrinum. Búið er að koma sér niður á á- kveðna upphæð sem menn eru nú að reyna að koma fyrir i f járlaga- dæminu. Þetta tekst, en það er að vonum sársaukafullt, og um leið og menn gæta þess að jafna þetta yfir alla linuna, þarf þó að tina eitthvað út úr sem allir geta verið sammála um að fresta megi. Einnig verðum við að leggja á- herslu á að um raunverulegan sparnaðverði að ræða, aðallega i rekstri,” sagði Steingrimur Her- mannsson um þær efnahagsráð- stafanir, sem veriö er að leggja siðustu hönd á. „Að mati okkar framsóknar- manna hefur þessi áæltun rikis- stjórnarinnar tekið mjög miklum breytingum til batnaðar. Að visu er fyrst og fremst um að ræða viðnám gegn verðbólgu. Ljóst er að i lok siðasta árs tók verðbólgan hraðan sprett upp á við og hefur verið spáð 55% sem er þó miklu lægri tala, heldur en spáð var i upphafi siðasta árs þegar spáð var 70-80% verðbólgu. Allir aðilar sem að rikisstjórninni standa eru sammála um að það verði að draga úr þessum hraða. Ódýrasta leiðin er að auka niðurgreiðslurn- ar á fyrri hluta ársins og lækka verð gegnum tollalækkanir. Enda eru niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum orðnar tiltölu- lega minni en þær voru nylega. Þær eru nú um 5.2% af vægi i framfærsluvisitölunnar en voru i des. 1978 11%. Með þvi sem nú er ætlað til viðbótar færist niður- greiðslan upp i um 9%. Það sem við viljum skoða betur er að undirbúa framhaldsaðgerð- ir siðar á árinu,þvi þetta nær ekki nógu langV og fá samkomulag innan rikisstjórnarinnar um slikar aðgerðir. Með þessum niðurgreiðslum má ætla að takist að ná verðbólgunni niður úr þess- um 55% niður fyrir 40%, ef engin skakkaföll verða. T.d. engar grunnkaupshækkanir siðar á ár- inu eða verðfall á isl. afurðum erlendis, sem kallar á aðgerðir sem fara inn i verðbólguna. Þess vegna viljum við halda áfram 'þeirriendurskoðun á visitölukerf- inu sem hófst i tið stjórnar Ólafs Jóhannessonar, þar sem tekið er tillit til viðskiptakjara bæði sem plús og minus. Ef viðskiptakjör batna er grundvöllur til að hækka laun meira en ef þau versna verður að draga frá. Þarna er samt ennþá aðeins tekið tillit til 30% af viðskiptakjörunum, þannig að ennþá gildir sú gamla regla að hér hækka laun þegar kaffi hækkar i Brasiliu. Auðvitað ■ 15 ára piltur kjálkabrotnaði þegar hann féll niður af þaki hússins við Hraunteig 28 i Reykjavik i fyrrakvöld. Fallið var 12-13 metrar og kom drengur- inn niður á steinsteyptar kjallaratröppur hússins. Lögreglan var kvödd á staðinn um klukkan 23 i fyrrakvöld. Hafði þá pilturinn ásamt jafnaldra sin- um klifrað út um kvistglugga á þaki hússins og þaðan ætluðu þeir ■ Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra. er ekkert svigrúm til sliks. Þetta viljum við halda áfram að ræða við launþega. Okkur þykir það vægast sagt vafasamt að mikilvægum fram- kvæmdum á orkusviðinu er bein- linis haldið niðri vegna visitöl- unnar. T.d. eru allar byggðalinur á erlendum lánum, sem þjóðar- búið er að kikna undir og ef það er reiknað inn i raforkuverðið hækkar visitalan. Þetta eru mikilvægustu framkvæmdir sem i hefur verið ráðist á siðustu árum til að veita öllum landsmönnum aðgang að orku á viðunandi verði. Hér er um að ræða hvort al- menningur vill leggja eitthvað af mörkum til að borga þessar mikilvæguframkvæmdireða á að gera þær allar á erlendum lánum og safna skuldabagga. Þetta vilj- um við taka til umræðu. Við erum ekki að setja neina ófrávikjan- lega kröfu um ákveðinn frádrátt á launum. Við viljum einfaldlega fá þetta rætt og þá erum við sann- færðir um að aðrir sannfærist um að þetta er skynsamlegt. Ljdst er að við náum ekki nægi- lega mikilli hjöðnun verðbólgu með þessum niðurgreiðsluað- gerðum einum. Þvi leggjum við áherslu á að draga úr kostnaði at- vinnuveganna, sem kallar á minni gengislækkanir. Við viljum lækka launaskatt á útflutningsat- vinnuvegina og iðnað, Við viljum einnig lækka að- stöðugjaldið til samræmis við fiskvinnslu. En það er ekki hægt nema ræða fyrst við sveitarfélög- in. Jafnframt viljum við leita nýrra leiða i verðlagsmálum, sem leitt geta til meira frjáls- ræðis og jafnvel til vöruverðs- lækkunar. Þegar svo menn, eins og t.d. Ólafur Ragnar, eru að tala um að það standi á okkur framsóknar- mönnum að framkvæma efna- hagsaðgerðir er það aðeins vegna þess að „pakki” Alþýðubanda- lagsins náði eingöngu til niður- félagar á kaðli niður af þakinu. Kaðallinn slitnaði með þeim af- leiðingum að drengurinn féll nið- ur. Pilturinn var siðan fluttur á slysadeild þar sem gert var að meiðslum hans. Körfubill frá slökkviliðinu kom k vettvang til aðná hinum piltin- am ni ður. Þetta m ál er nú i ran n- sókn hjá rannsóknarlögreglu rikisins. — Sjó. greiðslna en engra annarra ráð- stafana, og þar með aðeins til hluta þeirra ráðstafana sem gera þarf ogviðtöldum nauðsynlegt að skoða alla þessa hluti nánar. Ég hef ekki orðið var við það hjá okkar samstarfsaðilum, að nokkur hafi gert athugasemd við það. Þó að við höfum lagt áherslu á þessi atriði er það siður en svo að samstarfsaðilar okkar hafi verið þeim mótfallnir. Mönnum hefur kannski legið misjal'nlega mikið á i þessu máli. Allur sá ágreiningur sem Morgunblaðiðerað gera að fram- haldsreyfara á sinum siðum er út i hött. Menn eru að skiptast á skoðunum og trúnaður rikir á milli manna um það. Hvarersvoniðurtalningin i öllu þessu? Hún er fólgin i þvi að rikisstjórnin setur sér markmið um stighjaðnandi verðbólgu, sem m.a. á að fela i sér að hraði verð- bólgunnar verði minni i lok árs- ins. Það verður að viðurkennast að byrjunaráfanginn felst fyrst og fremst i lækkun verðlags. Það tekur varla að svara þeirri ásökun að Framsóknarflokkurinn vilji skerða verðbætur án þess að nokkuð komi i staðinn. Við höfum verið hvað harðastir i kaup- máttarstefnunni og höfum alltaf sagt að við viljum bæta kaup- mátt, en ef það er ekki svigrúm i þjóðfélaginu þá á kaupmáttur lægri launa að ganga fyrir og ef samdráttur verður i viðskipta- kjörum liggur ljóst fyrir að við getum ekki haldið fullum kaup- mættiyfiralla linuna. Þess vegna höldum við þvi fram, að með þvi að taka ofan af verðbótum og bæta kaupmáttinn getum við stjórnað svolitið þessari kaup- máttarrýrnun sem kann að verða. Efnahagsnefndin hefur að mestu lokið sinum störfum. Sömuleiðis ráðherranefndin sem fjallaði um niðurskurðinn og tekjuöflun og hefur skilað af sér. Það dæmi er nú komið til ráðu- neytanna. Ég er t.d. á kafi i þvi núna fyrir min ráðuneyti að kanna hvað við getum lagt til þessara nauðsynlegu mála. Forsætisráðherra mun skýra frá nýjum efnahagsráðstöfunum eftir helgi. Við teljum mikilvægt að þá verði orðin algjör samstaða hjá öllum flokkunum. Það stendur ekkert á okkur fram- sóknarmönnum, við viljum að- eins að þessi heildarsamstaða liggi fyrir og ef það kostar aö taka málin uppenn einu sinni á mánu- dag er það alveg sjálfsagt Við leggjum áherslu á að þær ráðstafanir sem nú er verið að gera söuaðeins til að koma i veg fyrir að verðbólgan æöi upp á við á næstunni og þegar kemur fram á árið verður að halda áfram og undirbúa varanlegri aðgerðir. Samstaða innan Framsóknar- flokksins um þær aðgerðir sem nú er veriðaðundirbúa er góð. Menn skiptast að sjálfsögðu á skoðun- um, sumir vilja skera niður fjár- lögin hér og aðrir þar og er það eðlilegt, en samstaðan er mjóg góð innan flokksins. 1 þessu sambandi vil ég segja að ég er mjög ánægður með sam- starfið milli stjórnarflokkanna og ég kippi mér ekkert upp við það þótt Ólafur Ragnar sé að gefa eitthvað annað til kynna. Sam- starfið er gott og hann hefur tekið allan þátt i þvi lika, blessaður. Oó Féll 13 metra ■ Frambjóðendur I prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavfk kynntu sig og sjónarmið sin á almennum fundi á fimmtudagskvöldið, og var myndin hér aö ofan tekin við þaö tækifæri. Prófkjörið fer fram I dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. Nánari upplýsingar um prófkjörið er að finna i auglýsingu á baksiðu Helgar-TImans. Timamynd: Róbert HEIMSMEISTARAR í SKÍÐAFIMI HINGAÐ I ■ Volvo sýningarhópurinn, sem er heimsmeistari i skiðafimi, er væntanlegur hingað til lands i aprilmánuði og mun hann sýna listir sinar i Bláfjöllum. í hópnum eru samankomnir fyrrverandi og núverandi heims- methafar i skiðafimi sem á undanförnum árum hafa sýnt listir si'nar viðsvegar um heim. APRÍL A siðastliðnu ári kom skiöafólk- ið fram rúmlega fimmtiu sinnum i sjónvarpi i Evrópu, Bandarikj- unum og Suður Ameriku. Hópurinn kemur hingað i boði Flugleiða og Skiðasambands is- lands en á þessu ári hafa allir meistararnir auglýsingar frá Flugleiðum á búningum sinum. — Sjó. Áramótaskaupið íHollywood: „Brjóta öll möguleg lög” • ,,Með þessu er verið að brjóta öll möguieg lög,” sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins þegarTimin spurði hann hvort veitingahúsinu Holly- wood væri heimiltað sýna gestum sinum Skaupið af videospólu. En samkvæmt áreiðanlegum heimildum Timans hefur Skaupið verið sýnt i Hollywood. „Það er leiðinlegt að heyra að menn skuli annaðhvort vera svona vitlausir eða ósvifnir,” hélt Pétur áfram, „þvi' með þessu brjóta þeir rétt þeirra sem koma við sögu við gerð Skaupsins og einnig Sjónvarpsins sem er fram- leiðandi þess.” — En nú seldu þeir ekki aðgang að Skaupinu sem sliku. „Nei kannski ekki, en ég geri ekki ráð fyrir að mönnum sé heimilt að sýna svona upptökur. Nema þá i heimahúsum.” — Hefur Sjónvarpið hugleitt að kæra veitingahúsið? ,,Það mætti kannski fara að hugleiða eitthvað slikt,” sagði Pétur. Ólafur Laufdal, veitingamaður iHollywood, sagðist ekki kannast við að Aramótaskaupið hefði ver- ið sýnt á veitingastaðnum, ,,en hafi svo verið þá kippi ég þvi út við fyrsta tækifæri,” sagði Ólaf- ur. — Sjó. Athugasemd ■ Vegna fréttar Timans i gær, þarsem haftvareftir AlbertGuð- mundssyni að enginn blaðamaður Aiþýðublaðsins hefði talað við sig, hafði Guðmundur Arni Stefánsson, blaðamaður Alþýðu- blaðsins samband við Timann i gær og bað um birtingu á eftirfar- andi: „Fyrir utan hliðardyr samein- aðs þings,kl. 14.40 miðvikudaginn 20. janúar, átti ég samtal við Al- bert Guömúndsson, sem birtist óbreytt á forsiöu Alþýðublaðsins sl. fimmtudag. Ég kynnti mig sérstaklega sem blaðamann Al- þýðublaðsins fyrir Albert. Hvort Albert hefur skipt um skoðun eöa ekki, er ekki mál Alþýðublaðs- ins.” ■ Sýningin „Útivera og iþróttir” var opnuð I Laugardalshöll i gær, og mun standa fram á sunnudagskvöld. Þar má sjá margskonar búnað fyrir iþróttir og útiveru. Sérstakar sýningar verða á l-2ja tima íresti, svo sem tiskusýningar, sýnikennsla um viðhald skiöa og fleira. Myndin var tekin við opnunina. Timamynd: Ella

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.