Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 4
4 li it í I !tH Sunnudagur 7. febrúar 1982. ■ Jacques Prévert, eitt- hvert ástsælasta skáld Frakka á öldinni hefði orð- ið áttatíu og tveggja ára á fimmtudaginn hefði hann lifað. Það bar einmitt upp á þann dag að Sigurður Pálsson las þýðingar sínar á Ijóðum Préverts í Franska Bókasafninu. Sigurður hefur þýtt megn- ið af Ijóðunum í bók Pré- verts, Paroles, sem óefað er vinsælasta og víðlesn- asta Ijóðabók í Frakklandi fyrr og siðar. Auk þess er það harla óvenjulegt að heilar Ijóðabækur séu þýddar á íslensku/ lengst af hefur verið heldur til- viljanakenndari gangur á þeim málum. Við báðum Sigurð að segja okkur deili á skáldinu Prévert og þýðingum sínum. „Eigum viö aö byrja á byrjun- inni?” segir Sigurður glettnis- Prévert og Pálsson - ljóðabókin Paroles á íslensku lega. ,,A la Pétur Gunnarsson sem segir frá þvi hvernig þetta kviknaöi allt meö hann Andra. Sko, Jacques Prévert er jafn- gamall öldinni, fæddur 4öa febrú- ar aldamótáriö og er þvi einn af þeim sem eru milli tvitugs og þri- tugs um þaö leyti sem súrreal- isminn veröur til. Þessi stefna, súrrealisminn, er trúlega einhver merkilegasta listhreyfing á þess- ari öld og spannar í raun miklu viöara sviö en flestar listhreyf- ingar. Þaö er hreint meö ólikind- um hvaö hópur súrrealistanna var stór og sterkur i kringum 1925.1 hreyfingunni og viðloðandi hana var ótrúlegt samansafn af yfirburðamönnum sem ekki er gott aö skilja hvernig náöu sam- an. Meöal ljóöskáldanna voru þar Prévert sjálfur, Paul Eluard, Ro- bert Desnos og Louis Aragon, en Prévert gat einmitt ornaö sér viö þá minningu að fimm ára gamall heföi hann leikið sér viö viö- kvæmnislegan niu ára strák sem siöar varö Louis Aragon. Nú, i herþjónustu kynntist Pré- vert málaranum Yves Tanguy, sagan segir aö þeir hafi verið mjög erfiöir og sifellt var veriö aö refsa þeim fyrir agabrot. Þar er Prévert uppmálaður, að þola ekki það sem honum finnst dæmigerö- ast fyrir heimskuna og þau öfl sem gera fleslj fólki erfitt aö lifa hér á jörðinni, sem i raun þyrfti alls ekki aö ve :í. Allt þaö sem er dæmigert fyrir bælingaröflin — hermennska, i.erforingjar, vald- beiting, valdsþjónar, kirkja og kirkjunnár þjónar. Þetta eru hlutir sem alla tið fóru i hárfin- ustu taugar Préverts, hann hat- aðist alltaf viö þá sóun og heimsku sem strið eru. Hann að- lagaöist heldur aldrei, sætti sig aldrei viö heimskuna og sættist aldrei við valdsins þjóna. Það má reyndar segja um marga postula súrrealistahreyfingarinnar að þeir höföu þetta úthald i óþekkt- inni, i uppreisnar- og frelsis- andanum. Súrrealistapáfinn Eins og flestir vita má segja að súrrealistahreyfingin hafi siöar tekiö á sig mannsmynd og á nafn- skirteini hennar stóð André Bre- ton. Hreyfingin breyttist sumsé i mann og maöurinn i hreyfinguna. Hún er geysimerkileg þessi vald- beiting sem Breton, þessi frelsis- dýrkandi, beitti félaga sina. Hann rak þá nokkurn veginn alla burt, stóö fyrir eilifum samblástri gegn einstökum félögum — hann varö páfi sem beitti bannfæringar- vopninu óspart. Jacques Prévert var rekinn árið 1928. Raunsönnustu súrrealistarnir, sem höfðu lagt allt undir i tilraun- um súrrealismans, fengu margir hverjir fljótt að fjúka. Leikhúss- maðurinn Artaud var til dæmis rekinn strax árið 1926. Að visu haföi kraumað i honum einhver sálsýki allt frá þvi að hann var unglingur, en samt var hann alla tiö mjög hreinn og beinn i störfum hreyfingarinnar. Siðarmeir mild- aöi Breton svo marga þessa dóma sina, til dæmis i tilfelli Artauds. Reyndar gerðist þaö ekki fyrr en i lok striðsins þegar menn voru að reyna að fá kallinn lausan af geð- veikrahæli. Þá skrifaði Breton loks grein og hrósaði Artaud á hvert reipi. Súsanna + Andri = Jacques Jæja, eigum við að gera grein fyrir upphafinu núna, á Rue de la Huchette, sem er pinulítil gata, ein af elstu götunum i Paris, i Latinuhverfinu rétt við árbakk- ann...” — A matargötunni, þar sem nú er selt kebab i hverri dyragátt? ,,Já, kebab. Og þar sem búiö er að leika Sköllóttu söngkonuna siö- an 1957... Þarna var stúlka sem hét Súsanna meö móöur sinni aö búa til bréfpoka sem þær seldu upp I Les Halles hverfið. Og þarna var maöur labbandi sem langaöi til aö veröa leikari. Sá hét Andri. Felldu þau hugi saman, giftust og eignuðust Jacques 4öa febrúar áriö 1900. Sex árum siðar eignuöust þau svo náunga sem hét Pierre, en hann starfaði siöarmeir dálitiö meö bróöur sin- um. Hann varð meöal annars kvikmyndaleikstjóri og stjórnaði svo kabarettleikhúsi um 1950 og þar á eftir. Það má benda á að Pierre leikur eitt aðalhlutverkið i Gullöldinni eftir Bunuel sem nú er sýnd á kvikmyndahátiðinni. Handritiö að þeirri mynd samdi Bunuel árið 1929 ásamt Salvador Dali, en það var einmitt um þaö leyti að Dali mætti til leiks og veitti feiknarlegum krafti i súr- realistahreyfinguna. Upp úr 1930 fer Prévert aö skrifa litla leikþætti fyrir bar- áttuleikhóp, Októberhópinn svo- kallaöan. Hópurinn var aðallega meö stuttar sýningar á vettvangi, á vinnustöövum og meöal alþýðu- fólks. Baráttumálin voru tekin fyrir eftir hendinni og eölilega bar þar hæst baráttu gegn fas- ismanum. Siðan tók hann til viö aö skrifa kvikmyndahandrit og þar er langþekktast samstarf hans við Marcel Carné. Ætli þeir hafi ekki gert átta myndir i sam- einingu, Carné leikstjóri og Pré- vert handritshöfundur. Af þeim má nefna frægastar: Les Enfants du Paradis, Quai des Brumes, Drðle de drame, Les visiteurs du soir og Les portes de la nuit... Paroles Og þá erum viö komnir aö bók- inni Paroles. Þetta er stöðugur bestseller í Frakklandi, ég veit ekki hvort eru til nokkrar tölur um hvað er búið að selja bókina i mörgum eintökum og man ekki hvað er búið að gefa hana oft út, útgáfurnar eru svo margar. Þetta er fyrsta bókin sem kom út eftir Prévert og kom ekki fyrr en 1945 og þá var það náungi sem heitir René Bertelé sem kom útgáfunni i kring. Prévert hirti alla tiö mjög litið um að halda þessu til haga, en hann var þó orðinn mjög þekktur fyrir ljóð og aðra texta sem höfðu birst i timaritum, verið fluttir eða sungnir. Ljóð Préverts eru og hafa alltaf verið mikið sungin, jafnvel þótt þau séu mjög frjáls i forminu, þau eru sjaldnast rimuð og mismörg atkvæði i hverri ljóðlinu. Hér trúa menn þvi statt og stöðugt að ekki sé hægt að syngja ljóð nema þau séu mjög föst i forminu, en þarna tekst mönnum einhvern veginn að syngja þetta og flytja. Paroles er ljóðabókin fyrir þá sem aldrei lesa ljóð, hjá þeim sem eiga engar ljóðabækur leyn- ist samt einhvers staðar eintak af Paroles. Allir eiga hana, sama af hvaða stigum og stéttum þeir eru. Vinsældir bókarinnar eru að mörgu leyti skiljanlegar, þvi ljóð- málið er mjög ljóst og einfalt, en samt afskaplega nákvæmt, það Jacques Prévert: og fjörið heldur áfram Stendur við barinn Á slaginu tiu Hávaxinn pípulagningamaður í sunnudagafötum og samt er mánudagur Syngur fyrir sjálfan sig Syngur að það sé fimmtudagur Og hann eigi fri í skólanum Og stríðinu sé iokið Og vinnunni líka Að lífið sé fagurt Og stelpurnar sætar Og slagar við barinn En blýsakkan vísar honum veginn Hann snarstoppar beint frammi fyrir eigandanum Þrír bændur munu koma og borga yður Svo hverfur hann í sólina Án þess að borga drykkina Hverfur í sólina og heidur áfram með sönginn Sigurður Pálsson þýddi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.