Tíminn - 10.02.1982, Side 8

Tíminn - 10.02.1982, Side 8
8 Miðvikudagur 10. febrúar 1982. utgefandi: FramsbKnarflokkúrinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elras Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúla 15, Reykjivik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð í lausasölu -6.00. Askriftargjald i mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins Miklar umræður um mannréttindabrot á Evrópuráðsþinginu - rætt við Ingólf Guðnason, alþingismann, sem sat þing Evrópuráðsins „Hinn danski sjúkdómur” ■ Fyrir þingkosningarnar 1978 samdi slýngasti áróðursmaður Alþýðuflokksins, Vilmundur Gylfason, vigorð fyrir flokkinn, sem gagnaði hon- um furðu vel: Nýr flokkur á gömlum grunni. Ýmsir létu ginnast af þessu herópi, án þess þó að gera sér nægilega grein fyrir, hvort einhver breyting eða hvers konar breyting hefði orðið á flokknum. Það hefur siðan komið i ljós, að Vilmundur Gylfason hafði rétt fyrir sér. Alþýðuflokkurinn var á margan hátt orðinn annar flokkur en hann var i upphafi, Hann hafði glatað mörgum göml- um stefnumiðum sinum i hinni nánu samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1959-1971. Vilmundur Gylfason er engan veginn eini leið- togi Alþýðuflokksins, sem hefur mótazt af þessum kringumstæðum. Siðan hans fór minna að gæta i ílokknum, hefur það enn betur komið i ljós hversu óralangt Alþýðuflokkurinn er kominn frá uppruna sinum. Hann er vissulega á góðum vegi með að verða flokkur með nýja stefnu. Þetta hefur sézt bersýnilegast á aðalmálgagni flokksins, Alþýðublaðinu, siðustu mánuði. Blaðið hefur hallazt stöðugt meira að kenningum Margaret Thatcher og Ronalds Reagan. Einna gleggst kemur þetta i ljós i forustugrein blaðsins á laugardaginn. Þar er rætt um efna- hagsvandann i Danmörku og atvinnuleysið þar. Blaðið segir, að orsök vandans sé ,,hinn danski sjúkdómur.” Hver er svo þessi „danski sjúkdómur” að dómi Alþýðublaðsins? Hann er i stuttu máli það velferðarþjóðíélag, sem hefur myndazt i Dan- mörku siðustu áratugi undir forustu sósialdemó- krata, flokksbræðra Alþýðuflokksmanna hér, og annarra umbótasinnaðra flokka. Það er eins rangt og verða má, að skrifa at- vinnuleysið i Danmörku á reikning hinnar sósial- demókratisku stefnu. Hin alþjóðlega efnahags- kreppa hefur bitnað harðara á Danmörku en flestum löndum öðrum. Danmörk hefur verið til skamms tima fátækt land af orku og hráefnum Orkukreppan hefur þvi leikið Dani grálega. Landbúnaður var um langt skeið höfuðatvinnu- vegur þeirra, en fólki, sem vinnur við hann, hefur stöðugt verið að fækka. Danir hafa byggt upp iðnað með miklum dugnaði, en það hefur ekki leitt til aukinnar atvinnu, heldur miklu frekar hið gagnstæða. Þannig valda margar samverkandi ástæður atvinnuleysinu i Danmörku aðrar en vel- ferðarstefna sósialdemókrata. Alþýðublaðið telur hana hins vegar mesta sökudólginn og nefnir hana ,,hinn danska sjúk- dóm.” Mikið hefur Alþýðuflokkurinn breytzt siðan á dögum Jóns Baldvinssonar og Haraldar Guðmundssonar. Vissulega má deila á margt, sem þróazt hefur á Norðurlöndum. Þó eru þau eins konar paradis i samanburði við flest lönd önnur. Þegar allt kem- ur til alls, geta sósialdemókratar og aðrir frjáls- lyndir menn á Norðurlöndum borið höfuðið hátt. Þ.Þ. ■ Þrir islenskir þingmenn eru nýkomnir heim af þingi Evrópu- ráösins f Strasbourg. Þeir eru Ingólfur Guðnason, Ölafur Ragn- ar Grimsson og Pétur Sigurðsson. Evrópuþingið heldur fundi þris- var á ári, tæpa viku í senn, og sitja þá fundi þingmenn frá 21 Evrópulandi, en i þetta sinn voru sæti tyrknesku fulltrúanna auö. Timinnlagði þá spurningu fyrir Ingólf Guðnason hvað valdið hafi fjarveru Tyrkja og yfirleitt um þau mál sem hæst bar á nýaf- stöðnu þingi. Evrópuráðið samanstendur af þjóðum sem virða mannréttindi, sagði Ingólfur, og þvi miður fer viðs fjarri að það séu mannrétt- indi á okkar mælikvarða i Tyrk- landi, svo að þeirra þingmenn mættu ekki, en aftur á móti taka Tyrkir þátt i' nefndarstörfum. — Það sem einkum var rætt á þinginu voru nefndarálit hinna ýmsu nefnda þingsins, sem starfa milli þingfunda. Eru það stjórn- mála-, fjárhags- og visindanefnd og landbúnaðarnefnd og nefnd um vandamál strjálbýlis og erfið- leika landbúnaðar og fleiri, þvi Evrópuráðinu er ekkert óviðkom- andi um vandamál aðildarrikj- anna og jafnvel annarra rikja. Þau mál sem hæst bar var ástandið i Póllandi, iTyrklandi og i tran. Umræður um Pólland og Tyrkland tóku mikið af tima þingsins. Til dæmis komu fram 40-50 breytingartillögur við skýrslu sem unnin var fyrir þing- ið. Umræðurnar og atkvæða- greiðslan tók langan tima. Þótt Pólland sé ekki i Evrópu- ráðinu var mikið fjallað um þann vanda er þar steðjar aö. Fram kom fordæming á herforingja- stjórninni og þvi ástandi sem nií hefur skapast. Þarna þóttust menn eygja lýðræði en það er nú afnumið með öllu. Er það ekki utan verkahrings Evrópuráðsins að ræða og gera ályktanir um ástand i löndum sem ekki eiga aðild að ráðinu? — Mönnum þykir það ekki ef málin varða þau grundvallar- atriði sem vestræn riki hafa um mannréttindi og vilja gjarnan láta álit sitt i ljós án þess þó að hlutast beint til um innanrikismál þessara rikja. Setja einhvers kon- ar þrýsting á stjórnvöld ef það mætti verða tilþess að hjálpa hin- um almenna borgara að halda að minnsta kosti i vonina og þrýsta á stjórnvöld til aö slaka til i lýð- ræðisátt,ef það mætti verða til að tryggja mannréttindi i' þessum löndum. Umræðurnar um íran beindust einkum að skipulögðum morðum á heilum trúflokkiþar i landi. Þar virðist sem verið sé aö útrýma með öllu áhangendum Bahai-trú- ar. Voru samþykktar ályktanir um herstjórnina i Póllandi og útrým- ingu trúflokksins i tran og jafn- framt voru samþykktar vitur á tyrknesk stjórnvöld. — Allhart var deilt um hve harðorðar viturnar á Tyrki ættu að vera. Sumir vildu þynna þær nokkuð út, en eins og þingið gekk frá ályktuninni er hún býsna harðorð og er jafnvel gert ráð fyr- ir að stefna Tyrkjum fyrir mann- réttindadómstólinn. Tyrkjum þykir full hart til orða tekið og jaðra við ihlutun um innanrikis- mál. En þeir eru nú einu sinni i Evrópuráðinu og eru búnir að undirgangast að hafa mannrétt- indi i' heiðri, en gera það ekki. Margir fulltrúanna vildu einfald- lega reka Tyrki úr ráðinu, en aðr- irvildu þrengja hæfilega að þeim, þóum þaðhafiverið deilthvaðer hæfiíegt i þessu tilliti. Geta umræður og ályktanir Evrópuráðsins haft áhrif á stjórnarfar þeirra landa sem um er rætt? — Tvímælalaust, sendinefnd frá þinginu hefur oftar en einu sinni farið til Tyrklands og talað við forráðamenn og reynt að komast i samband við almenna borgara, og eftir þvi sem næst verður komist þykir hinum al- menna borgara og reyndar stjórnvöldum lika nokkurs um vert að vera i samtökum hinna frjálsu Evrópuþjóða. Ég er ekki undrandi á þeim ummælum for- seta Tyrklands, að það geti vel komið til mála að þeir fari úr ráð- inu, en ég hygg eigi að siöur að þeim sénokkuö imun að vera þar innanborðs. Ýmsir þeirra sem farið hafa til Tyrklands og kynnt sér ástandið, trúa þvi að þeir stefni i lýðræðisátt hægt og hægt og tóku trúanlegt það sem þeim var sagt um það efni að lýðræöis- legt stjórnarfar væri þar i' undir- búningi og mundi batinn fara að merkjast á næsta ári. Niðurstaðan var sú að Tyrkir voru dcki reknir úr ráðinu að þessu sinni, en þeim er gert að svara til saka fyrir Mann- réttindadómstóli Evrópuráðsins um brot sin. — Þótt mannréttindamál hafi borið hvað hæst á þinginu, var fjallað þar um sitthvað fleira. Tildæmis var ákveðið að hinn 9. júni n.k. hefst fundur einnar nefndar ráðsins. Þá mun visinda- nefndin funda hér og ræða um visindi og tækni. Ég mætti i nefndinni fyrir tslands hönd og það kom i' minn hlut að kynna nefndarmönnum i grófum drátt- um dagskrá þessa fundar. Þeir virtust verða glaðir við að eiga þess kost að koma hingað i nokkra daga. Einnig er i ráði að land- búnaðarnefndin komi hingað til fundar um svipað leyti. Þeir i vi'sindanefndinni munu skoða hér virkjanir, raforkuver og hitaveitur og sitthvað fleira. Landbúnaðarnefndin mun að sjálfsögðu kynna sér islenskan landbúnað, en annars fjalla um erfiðleika landbúnaðar i stórum dráttum. Það erekki aðeinshér á Islandi sem landbúnaðurinn á i erfiðleikum. Það kom fram i um- ræðum að vandamálin eru viða. Það er viða vandamál hve ný- býlingar eiga erfitt með að koma saman búi. Fjallað hefur verið um hvernig komastmætti hjá þvi að ungt fólk i sveitum yrði að kaupa samtimis landið, bústofn- inn og vélarnar. Þetta er vanda- mál sem alla varðar, okkur og fólk i öðrum löndum. Mikið var rætt um flutninga og samgöngu- Enginn veit tölu beirra villidýra ■ Mikil hrossamergð er hér á landi. Og enginn veit með vissu tölu þeirra. Sumir segja þau yfir 60 þúsund. En skýrslur fóður- ásetningsmanna, töldu 53og hálft þúsund hross sett á vetur haustið 1980. Suma, sem kunnugir eru i sveitum, grunar að sú tala sé langt of lág. Það eru fleiri en Guðni i Skarði, sem aldrei vita tölu trippa sinna. Aðrir kæra sig ekki um að telja öll sin hross fram, fyrir ásetningsmenn, þeir ætla þeim sjálfir ekki svo mikið fóður, að um það muni. Þótt eigi væri vantalinn nema einn hrosshaus á bæ til jafnaðar, voru hrossin 58 þúsund i fyrra- vetur — og miklu fleiri en allir nautgripir bænda. Minni en enginn arður I sumar var frá þvi sagt i blöðum, að sérfróðir menn hefðu orðið þess visir, að hross bita þriðjung af grasi i islenskum högum. Siðar var sagt — og haft eftir Hagtiðindum, að arður bænda af hrossabúskap, væri 1,1% tekna þeirra af landbúnaði. Litum nánar á ofanskráðar tölur. Um 60 þúsund hross sett á vetur — auk 20 þúsund folalda I sumarhögum — bi'ta þriðjung af öllu haglendi landsins — og stór- spilla beit fyrir öðrum búfénaði — einkum i eróandanum. Fyrir þá Hraksmán hrossa- bænda eftir Helga Hannesson sök mega margir bændur, hafa lambær heima á túni fram undir sólstöður. Þau valda ofbeit og gróðurniðslu i öllum hrossasveit- um. Og geri aftaka harðan vetur — eins og fyrr á öldum, vofir sú hætta yfir bændum, að stóðið éti ær þeirra út á gaddinn — og hor- falli siðan eða helfrjósi úti á jökulhjarni. En tekjur af stóði islenskra bænda, eru samkvæmt Hagtíð- indum: Einn á mótiniutiu og niu, tekna af öðrum islenskum bú- fénaði: Likiega á það viða við, sem haft var eftir greindri konu á einu stærsta búi Suðurlands: — Agóðinn af ám og kúm búsins, eyöist i trippadeilu húsbóndans. Sárkvöldustu skepnur hér á landi Engar skepnur hér á landi leika menn eins hart og hreindýrin. Með kæruleysi og köldu blóði, eru þau horfelld inn á öræfum, hvem einasta vetur. Stundum i miklum mæli, eins og ekkert þyki sjálf- sagðara! — Enekkinog meðþað: Hvert sumar siga stjórnvöld á þau tugum skotóðra byssubjána, sem fullyrt er, að flestir særi fleiri dýr, en þeir drepa og nýta sér. Hvort tveggja er þjóðarsvi- virðing! Sannarlega er mál að henni linni. i þvi'skyni skora ég á þing og landstjórn, að gera á næsta ári annað tveeeia: Að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.