Tíminn - 12.02.1982, Side 3

Tíminn - 12.02.1982, Side 3
3 FÖstudagur Í2."febrúár Í982. fréttir Rýrnunin í Frlhöfninni nam yfir 700 þúsundum í fyrra: MRF AÐ KOMA TIL FREK ARI ATHUGUN A ÞESSUM — segir Ari Sigurdsson, fulltrúi starf smanna ■ „Viö hefðum gjarnan viljaö reyna þennan samning áfram á milli okkar starfsmannanna i Frihöfninni og rikisins, ef allt hefði verið eðlilegt, þvi hann hefði getað komið vel út fyrir báða að- ila, en það var þvi miður ekki allt eðlilegt, þannig að við sáum okk- ur ekki fært að endurnýja hann,” sagði Ari Sigurðsson, fulltrúi starfsmanna Frihafnarinnar i samstarfsnefndinni frá þvi á sið- asta ári. „Þessi samningur byggöist á þvi aö ákveöið samstarf væri á milli rikisvaldsins og starfs- mannanna, þvi starfsmenn tókuá sig ansi mikla ábyrgð i sambandi við meðferð á vörunni, og fengu borgaða aukavinnu, samkvæmt þvisem þeirseldu, en þeir þurftu að borga rýmun Ur eigin vasa, ef hún fór upp fyrir 0.3% af veltu. Fulltrúar starfsmanna áttu að taka þátt i þessum aðgerðum og sjá um að allt gengi eðlilega fyrir sig, en það byrjaði strax um ára- mótin 1980 — 1981, að það var neytt upp á starfsmenn verk- stjóra sem þeir sættu sig ekki við, og töldu óhæfa, vegna fyrri reynslu, og treystu þeim þvi ekki til þess að sjá um þetta,” sagöi Ari. Ari sagði að undirskriftalistar hefðu farið af staö hjá starfs- mönnum, og að þessu fyrirkomu- lagi hefði verið mótmælt við utan- rikisráðherra, og stjórnunar- nefnd Frihafnarinnar, en þau mótmæli hefðu verið svæfð og sæst á að unnið yrði samkvæmt þessu fyrirkomulagi út árið i fyrra. Ekki hefði tekist betur til en svo að óánægja starfsmanna hefði aukist Ut allt árið, og þessir verkstjórar hefðu reynst á þann veg sem búisthefði verið við. Þeir hefðu mismunað mönnum og jafnvel ofsótt einstaka starfs- menn. Ari sagði: ..Vsgna ofrikis verk- stjóranna var ekki hægt að við- hafa eftirlit með skilum vara á milli vörulagers og verslunar, en slikt eftirlithaföiáður tiðkast, þvi það auðveldaði að hægt væri að fylgjast með rýrnun. Enda kom það i ljós eftir árið,” sagði Ari „aö rýrnunin reyndist langt fram yfir það sem vonast hafði veriö til. Samkvæmt niðurstöðum bráöabirgðauppgjörs eru það svimandi upphæðir sem þarna koma iljós,” en þessar upphæðir verða starfsmennirnir að borga af sinum launum. Þessar upp- hæðir eru það háar, að ég get ekki imyndað mér annað en að frekari athugun á þessum lið þurfi til að koma.” Samkvæmt heimildum Timans þá var rýrnunin á sl. ári 1.1% af veltu P'rihafnarinnar, sem var um 66 milljónir króna, þannig að rýrnunin nemur um 720 þúsund- um króna, sem þykir ótrúlega há upphæð. Ari sagði að þessi mikla rýmun og þaö að verkstjórarnir stóðu beinlínis f þvi að koma af stað ill- indum á milli manna, væru ástæðurnar fyrir þvi að starfs- mennirnir hefðu ekki viljað end- urnýja samninginn um rekstur- inn á F'rihöfninni. Ari var að þvi spurður hvað hann ætti við með þvi aö til rann- sóknar á rýrnuninni þyrfti að koma: „Það sem ég á við er það, að ekki sé nógu vel unnið af hendi stofnunarinnar, þau verk sem að þeim snúa, eins og bókhald og annað. Þetta segi ég af gefnu til- efni, þvi við endurtalningar þar, hefurallskonarruglingurkomið i ljós. Þetta er ákaflega laust i reipunum og los á öllu af hendi stjórnenda fyrirtækisins.” — AB Verkfall starfsmarma á Kópavogshæli og Kleppsspítala: rrEngin lausn getur feng- ist á svo skömmum tíma ” — segir f jármálaráðherra ■ „Ég tek undir orð Gunnars Gunnarssonar hjá Starfsmanna- félagi rikisstofnana, þar sem hann vekur athygli á þeim ör- stutta fresti sem gefinn er i þessu máli, en enginn raunsær maður getur látið sér detta i hug að ein- hver raunhæf lausn geti fengist fram á svo skammri stundu”, sagði Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, þegar Timinn spurði hann álits á aðgeröum starfs- manna á Kleppsspitala. „Ég hef ekki trú á þvi að starfs- menn láti aðgerðir sinar bitna á þe.m viðkvæma hópi sjúklinga sem hér um ræðir”, sagði Ragnar enn, „þótt hið opinbera sé vissu- lega ierfiöri stööu, þegar að sjálf- um heilbrigðismálunum kemur á þennan hátt”. Ráöherra sagði að sú staða kæmi alltaf upp öðru hverju að einstakir hópar vildu skera sig út úr og öðlast sjálfstæðan samningsrétt. 1 þessu dæmi væri það Sókn sem ætti rétt til aö láta sitt fólk gegna þessum störfum og gildandi samningar fyrir hendi þar um. Rikið hefði og ekki áhuga á að veikja stöðu samningsaðila sinna, með þvi að leysa þá upp I smærri einingar, eins og hér er verið að gera. „öll þessi mál verða aö leysast á vettvangi samningaviðræðna milli okkar annars vegar og viö- komandi stéttarfélaga hins veg- ar”, sagði Ragnar Arnalds. —AM „Mikill missir, ef þetta fólk kemurekki aftur,” - segir Lárus Helgason, yfirlæknir ■ „Meðal þessara starfsmanna er fólk sem starfaö hefur á stofn- ununum all lengi og notið þjálfun- ar”, sagöi Lárus Helgason yfir- læknir á Kleppsspitala þegar viö spurðum hann um hvaða af- leiðingar aðgeröir starfsmanna gætu haft fyrir stofnunina. „Þetta er traust og gott starfs- fólk”,sagðihann „og þaðyrðiþvi mikill missir fyrir okkur ef það kemur ekki aftur til starfa. Ekki þarf að fjölyrða um það ástand sem skapast, þegar svo margt fólk gengur út af stifnununum — og ég segi stofn- ununum, þvi spitalinn er það dreiföur. Slikt hlýtur aö skapa mikinn vanda. Ég vona þvi aö þetta vari ekki nema stuttan tima. Hjúkrunar- fræðingaskortur hefur hér verið viðloðandi lengi og óþarft að taka fram að ekki bætir þetta úr skák. Þvi get ég aðeins endurtekið aö ég vona að fá þetta ágæta fólk sem fyrst aftur til starfa”. —AM M A hádegi I gær gengu ófaglærðir starfsmenn á Kleppsspitala út og hyggjast þeir ekki snúa aftur til starfa fyrr en þeir hafa fengiö kröfur sinar uppfylltar. „Viö stöndum i þessum aögerðum eins lengi og við þurfum. Viö mætum ekki til vinnu fyrr en viö fáum fram leiðréttingu”, sögöu tveir viömælendur Timans fyrir utan Kleppsspítala I gær. Timamynd —GE. ■ Ilópurinn fjölmennti siöan í tveimur rútum niöur i stjórnarráö, þar sem kröfur starfsmannanna voru áréttaöar. Hér skundar forystuliö ófaglæröra starfsmanna viö Klepp inn i f jármálaráðuneyti. Timamynd—GE. „Styðjum ekki þessar aðgerðir ” — segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar ■ „Við stöndum ekki að baki þessum aögerðum, þvi við erum með fullgilda samninga fram i mai og það er ekki verið að brjóta neina samninga á okkur þarna”, sagöi Aðalheiður Bjarnfreösdótt- ir, formaður Starfsmannafélags- ins Sóknar þegar blaðið ræddi viö hana i gær um atburöina á Kleppsspitala. Aðalheiður sagöi aö áður hefði verið mikill munur á Sóknarfólki og BSRB fólki sem vann sömu störf viö Kleppsspitalann en félagið heföi sótt á og væri nú svo komið aö aðeins óverulegur mun- ur væri á álagi. „Þennan mun höfum við veriö að semja um leið- réttingu á við fjármálaráðu- neytið”, sagði Aöalheiður, „og þvi óskiljanlegra er aö gripið er til þessara aögerða á meðan”. —AM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.