Tíminn - 12.02.1982, Síða 18

Tíminn - 12.02.1982, Síða 18
 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið Á kvikmyndahátíð: ■ ,,Glæpurinnn” sviðsettur. Fangarnir tveir umkringdir hermönn-| um. Efni sem betri kvikmynd skilið GLÆPUHINN í CUENCA (E1 Crimen de Cuenca) Leikstjóri: Pilar Miró, sem jafnframt gerði handrit ásamt Salvador Maldonado. Aðalhlutverk: Amparo Soler Leal, Hector Aiterio, Fernando Rcy, Daniel Eicenta. Myndataka: Hans Burman. Framlciðandi: Incine/Jet, 1979. ■ Þessi kvikmynd er vafa- laust mun þekktari fyrir að- gerðir spænskra hernaðar- yfirvalda gegn höfundi hennar, Pilar Miró — sem báru þó ekki tilætlaðan á- rangur — en vegna gæða myndarinnar sjálfrar. Fjallað er um sanna at- burði, þar sem yfirvöld sam- einuðust um að sakfella tvo menn fyrir morð, sem siðar kom i ljós að aldrei var fram- ið. Það var 21. ágúst árið 1910 að ungur fjárhirðir, José Maria Grimaldos sem bjó með móður sinni i litlu þorpi i Cuenca-héraði á Spáni, hvarf. Hann hafði siðast sést i félags- skap með Gregorio Contreras og Leon Gascon. Þeir voru einnig fjárhirðar en þar að auki þekktir fyrir róttækar skoðanir, sem ekki féllu i kramið hjá yfirvöldunum. Móðir Jose Maria er meðal þeirra, sem fullyrðir strax að pilturinn hafi verið myrtur, og að þeir Gregorio og Leon hafi framiö verknaðinn. Svo fer að lokum, að þorpsbúar snúast allir gegn þeim félögum, rannsóknardómari héraðsins lætur handtaka þá og lögregl- an pyntar þá hræðilega þar til þeir játa á sig glæpinn. Jafn- framt er kona Gregorios þvinguð til að vitna gegn þeim. Þegar málið kemur fyrir dómstólana játa þeir glæpinn á sig og eru dæmdir i 18 ára fangelsisvist. Þeir sleppa þó árið 1924 vegna góðrar hegð- unar, tveimur árum siðar kemur i ljós að frásögnin af andláti Jose Maria var nokkuð ýkt: hann hafði einfaldlega yfirgefið þorpið og sest að i öðru þorpi. Hæstiréttur Spánar tók málið fyrir og úr- skurðaði þá Gregorio og Leon saklausa, en fyrirskipaði að- gerðir á hendur þeim, sem stóðu að rannsókn málsins. Ekki kom þó til þess, þar sem þeir þrir menn, sern einkum komu þar við sögu, létust allir áður, og eru sögur á kreiki um að þeir hafi fyrirfarið sér. Þetta er vissulega efni i góða kvikmynd, og mun betri mynd en þá, sem hér um ræðir. öll vinnubrögð við myndina minna einna helst á það, þegar maður gripur sleggju til þess aö kála flugu. Þetta á alveg sérstaklega við um subbuleg pyntingaratriði myndarinnar, þar sem allt er sýnt beint i stað þess að gefa i skyn það sem gerist. Aö þvi leytinu er myndin i ætt við billegar hrollvekjur. Það eru svo mörg dæmin um það, að slik vinnubrögð virka öfugt á við það sem til er ætlast, að sérkennilegt er að sjá þau i kvikmynd sem er alvarlegs eðlis og á að fela i sér uppgjör við þjóðfélagslegt óréttlæti og kúgun. Sum pyntingaratriðin eru þar til viðbótar sett á svið með þeim hætti, að hluti á- horfenda fór að hlæja að öllu saman. Er hægt að mistakast öllu rækilegar? —ESJ. Elias Snæland Jónsson skrifar ★ ★ ★ ★ Járnmaðurinn ★ ★ ★ Báturinn er fullur ★ ★ *r Stalker ★ ★ Barnaeyjan ★ ★ Systurnar ★ ★ Private Benjamin ★ Glæpurinn i Cuenca ■¥■ Jón Oddur og Jón Bjarni ★ 1941 Stjörnugjöf Tímans * *■ * * frábær • * + * mjög góð ■ * * góð • * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.