Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 6
6 28. apríl 2008 MÁNUDAGUR Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI BRASILÍA Brasilísk stjórnvöld íhuga nú að setja lög sem kveða á um að allir erlendir verkamenn og gestir á Amazon-svæðinu þurfi sérstakt leyfi. Lögin eiga að koma í veg fyrir ólöglega nýtingu á auðlindum regnskóganna. Þeir sem ferðast um skógana án leyfis geta hlotið sekt upp á allt að sextíu dollara, eða rúmar fjögur þúsund krónur. Á fréttavef breska ríkisútvarpsins í gær er haft eftir dómsmálaráðherra Brasilíu, Romeu Tuma, að allir gestir yrðu eftir sem áður velkomnir á Amazon-svæðið, fólk yrði einungis að gera grein fyrir ferðum sínum. - rat Stjórnvöld í Brasilíu íhuga lög: Vilja vernda regnskógana Þarf að efla mannréttindaskrif- stofu Reykjavíkur? Já 46,3% Nei 53,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttastu ástandið á fasteigna- markaði? Segðu skoðun þína á visir.is SUÐUR-KÓREA, AP Kínverskir stúd- entar lentu í átökum við óeirðalög- reglu í Seúl, höfuðborg Suður- Kóreu, þegar Ólympíukyndillinn var borinn um götur borgarinnar í gær. Þúsundir lögreglumanna gættu þess að mótmælendur kæmust ekki að kyndlinum. Margir þeirra hugðust nota tækifærið til að minna á illa meðferð Kínverja á flóttamönnum frá Suður-Kóreu. Mótmæli og ryskingar trufluðu einnig för Ólympíukyndilsins gegnum borgina Nagano í Japan á laugardag. Japönsk stjórnvöld afþökkuðu kínverskar öryggis- sveitir sem fylgt hafa kyndlinum á för hans og í stað þeirra hljóp japanska óeirðalögreglan með kyndilberanum gegnum borgina. Yfir þrjú þúsund lögregluþjónar voru við öryggisgæslu en þúsund- ir stuðningsmanna Kína auk mót- mælenda fylltu göturnar. Tveir mótmælendur reyndu að ná til kyndilsins og voru hand- teknir. Þriðji mótmælandinn var handtekinn eftir að hafa kastað eggjum að eldinum. Yfirvöld í Japan segja að einungis fjórir hafi meiðst lítillega í ryskingum. Mótmæli vegna hernáms kín- verskra stjórnvalda í Tíbet hafa truflað för kyndilsins um heiminn, meðal annars í Aþenu, London, París og San Francisco. Á næstu dögum verður farið með ólympíu- kyndilinn um Norður-Kóreu og Víetnam. - rat/gb Ryskingar fylgdu Ólympíukyndlinum í Suður-Kóreu og Japan: Óeirðalögregla gætti kyndils MÓTMÆLI Í SUÐUR-KÓREU Óeirða- lögregla hélt mótmælendum í Seúl í skefjum. NORDICPHOTOS/AFP AUSTURRÍKI, AP Josef Fritzl, 73 ára gamall Austurríkismaður, var handtekinn í gær, sakaður um að hafa haldið dóttur sinni fanginni í kjallaranum heima hjá þeim í bænum Amstetten í 24 ár, eða frá því dóttirin var 18 ára. Elizabeth Fritzl er nú 42 ára og er talin hafa eignast sjö börn með föður sínum, sem hefur níðst á henni kynferðislega síðan hún var ellefu ára gömul. Eitt barnanna dó stuttu eftir fæðingu. Hinn 28. ágúst árið 1984 svæfði hann dóttur sína, handjárnaði hana og lokaði niðri í kjallaraherbergi. Hún var illa á sig komin andlega sem líkamlega þegar lögreglan yfirheyrði hana. Börnin sex sem eftir lifa eru á aldrinum 5 til 20 ára, þrír drengir og þrjár stúlkur. Þrjú þeirra hafa að öllum líkindum verið lokuð niðri í kjallaranum með móður sinni frá fæðingu og hafa ekki einu sinni fengið að ganga í skóla. Hin þrjú eru í opinberum skrám og þar sögð búa hjá afa sínum og ömmu. Fritzl og kona hans til- kynntu um börnin árin 1993, 1994 og 1997 og sögðust hafa fundið þau á tröppunum heima hjá sér ásamt bréfi frá dóttur þeirra. Móðirin segist ekkert hafa vitað um dótturina fyrr en hún og tvö barnanna fengu að koma upp úr kjallaranum. Josef sagði konu sinni að Elizabeth og börnin væru komin heim. Josef heldur enn fast við þessa sögu. Þriðja barnið, sem hafði verið í kjallaranum, er Kerstin, nítján ára gömul, og liggur hún nú þungt hald- in á sjúkrahúsi. Upp komst um málið þegar hún veiktist heiftar- lega 19. apríl síðastliðinn og faðir hennar sá sig nauðbeygðan að flytja hana á sjúkrahús þar sem læknar töldu sig þurfa nánari upplýsingar um hagi hennar. Elizabeth hefur verið talin týnd frá árinu 1984 og á tímabili leitaði alþjóðalögreglan Interpol að henni. Helst var talið að hún hefði leitað á náðir sértrúarsafnaðar. Í yfirheyrslum hjá lögreglu vildi Elizabeth ekkert segja um raunir sínar og níðingsverk föðurins fyrr en hún hafði verið fullvissuð um að hvorki hún né börn hennar þyrftu nokkurn tíma að sjá hann aftur. Fréttirnar af Elizabethu minna á sögu Natöschu Kampusch, austur- rískrar stúlku sem slapp úr prísund mannræningja fyrir tveimur árum eftir að hafa verið í haldi hans í átta ár. gudsteinn@frettabladid.is Ól föður sínum sjö börn í einangrun Austurrísk kona var illa haldin andlega sem líkamlega eftir að hafa verið fangi í kjallara heima hjá sér í 24 ár. Faðir hennar hefur misnotað hana frá því hún var ellefu ára og eignast með henni sjö börn. FAÐIRINN HANDTEKINN Tveir lögreglumenn leiða Josef Fritzl inn á lögreglustöð í Amstetten, rúmlega 20 þúsund manna bæ í Austurríki, þar sem hann hélt dóttur sinni fanginni áratugum saman. NORDICPHOTOS/AFP SIMBABVE, AP Endurtalning í þingkosningunum í Simbabve, sem fóru fram í mars, staðfestir upphaflegar niðurstöður kosninganna. Sigur stjórnarandstöðunnar verður þar með ekki dreginn í efa. Í gær var lokið við endurtalningu í 18 af 23 kjördæmum, þar sem stjórnvöld töldu úrslitin óviss. Búist er við að endurtalningu í öllum kjör- dæmunum verði lokið í dag. Vonast er til þess að niðurstöður úr endurtalningu atkvæða úr þingkosningunum verði til þess að flýta fyrir birtingu á niðurstöðum úr forsetakosningum, sem enn hafa ekki verið gerðar opinberar þótt nærri mánuður sé liðinn frá því kosningarnar fóru fram. Mikil spenna er í landinu og lítil stemning fyrir fögnuði hjá stjórnarandstæðingum, þrátt fyrir þessa staðfestingu á sigri hennar. Stjórnvöld beita her og lögreglu óspart til að berja á stjórnarandstæðingum, sem krefjast þess að úrslit forsetakosninganna verði birtar sem fyrst. Jenday Frazer, erindreki Bandaríkjanna í Afríku, segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn: „Ef umburðarlyndi og virðingu fyrir mannréttindum fer áfram hratt hnignandi þá verða afleiðingarnar fyrir alla íbúa Simbabve alvarlegar, og leiða til frekari vandamála fyrir grannríkin,“ sagði hún í gær. - rat Endurtalning atkvæða í þingkosningum í Simbabve: Upphaflegu úrslitin standa MUGABE Á VEGGJUM Maður gengur framhjá kosningaspjöld- um frá Robert Mugabe forseta. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.