Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 16
16 28. apríl 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fjöðrin sem varð að hænu UMRÆÐAN Anna Pála Sverrisdóttir skrifar um skólagjöld Fólk hefur aðeins verið að tapa sér í umræðu um skólagjöld við opinberu háskólana að undanförnu. Það sem skiptir máli í þeirri umræðu er þetta: Í nýju frum- varpi um opinbera háskóla er upptaka skólagjalda ekki heimiluð og það er af því að Samfylkingin er á móti skólagjöldum. Einhvern veginn tókst Sigurði Kára, formanni menntamálanefndar Alþingis, að búa til nokkuð moldviðri í kringum þetta sérlega áhugamál sitt. Það mun hins vegar ekki leiða til neins af fyrr- greindum ástæðum. En það var athyglisvert að sjá hvernig Vinstri græn höguðu málflutningi sínum. Í stað þess að leggjast með á árarnar í því að vinna málstaðnum gagn var reynt að klína því á Samfylk- inguna að vilja skólagjöld þegar það blasir við að hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið að ráða yrðu skólagjaldaheimildir í frumvarpinu, en eru það ekki vegna afstöðu Samfylkingarinnar. Það eru ekki að koma skólagjöld. Punktur basta. Við getum því öll snúið okkur að öðru, svo sem því neytendamáli að lækka verð á hvítu kjöti eins og formaður Samfylkingarinnar hefur lagt til. Varðandi frumvarpið um opinberu háskólana eru hins vegar nokkur atriði sem þarf að laga. Samfylkingarfólk, s.s. Katrín Júlíusdóttir úr menntamálanefnd Alþingis, hefur gert athugasemdir. Í álykt- un Ungra jafnaðarmanna um frumvarpið er einkum staldrað við tvennt. Í fyrsta lagi eru gjaldtökuheimildir á nemendur aukn- ar, s.s. vegna inntöku-, upptöku- og fjar- prófa. Ekki er sett hámark á heimildirnar og setja Ungir jafnaðarmenn fyrirvara við þessi ummæli í greinargerð: „ [G]jaldtakan [á] að vera stjórntæki til að stýra eftirspurn eftir þeirri þjón- ustu sem um er að ræða hverju sinni.“ Á að fækka upptöku- og fjarprófum? Þá vilja UJ að fulltrúar skólanna sjálfra hafi meirihluta í háskólaráðum en ekki utanaðkomandi aðilar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Akademí- an sjálf er best til þess fallin að móta menntastefn- una eins og er m.a. hlutverk ráðsins. Og það á að viðhalda hinni lýðræðislegu hefð gróinna háskóla- samfélaga. Háskólarnir eru ekki fyrirtæki sem byggja á gróðamarkmiðum. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR Ekki ég,“ tauta ég gjarnan með sjálfum mér þegar smeðjulegi maðurinn kemur í útvarpinu og segir að allir elski KFC: það er ein tegund andófs. Og eiginlega það eina sem ég stunda í seinni tíð. Annars er urgur í mönnum – og ekki bara vörubílstjórum þó að þeir breiði úr sér í sviðsljósinu: eða tekur enginn eftir því að neyðarástand vofir yfir á spítöl- um landsins út af því að heilbrigð- isyfirvöld virðast ófær um að tala og semja við hjúkrunarfræðinga? Þarf maður að slást við löggur til að einhver taki eftir manni? Vörubílstjórarnir hafa svo sannarlega náð eyrum okkar þó að kröfur þeirra séu nokkuð óljósar: Sturla Jónsson fer alltaf að tala um Afganistan þegar fréttamenn leita svara. Hann hljómar stundum eins og helsta krafa bílstjóranna sé sú að leggja niður utanríkisráðuneytið. Sturla sem afrísk kona Ætli flestir landsmenn hafi ekki farið svolítið hjá sér þegar Sturla tók á móti sendinefnd Palestínu- manna með afrískt kvenhöfuðfat á hausnum þarna á Bessastaðaaf- leggjaranum – maður þakkaði sínum sæla fyrir að löggan skyldi ekki hleypa honum nær hinum erlendu gestum. Ætli hann hefði ekki sagt: Go home to Afganistan. Þarna urðu þáttaskil: lögreglu- yfirvöld ákváðu að reka af sér slyðruorðið eftir ótal frýjanir um að þeir tækju bílstjórana meiri vettlingatökum en Saving Iceland- fólkið. Að vísu var ádeilan meint þannig að löggan ætti að koma jafn mildilega fram við umhverf- isverndarsinnana en lögreglan kaus að túlka þetta sem kröfu almennings um meiri hörku. Bílstjórarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. En þáttaskilin urðu sem sé þarna þegar Sturla stóð glaðbeitt- ur á Álftanesveginum með einhvers konar afrískt kvenhöfuð- fat til háðungar hinum vinafáu Palestínumönnum. Þarna fór almenningur að upplifa andófið sem tóma vitleysu. „Er þetta ekki að verða ágætt,“ fór að heyrast og jafnvel: „Þurfa þessir menn aldrei að vinna?“ Allt í einu sáum við Sturlu með afríska kvenhöfuðfatið með útlenskum augum. Og sjá: hann var eins og fífl. Fjölmiðlamenn eru því miður svo uppteknir af sjálfum sér og hasarnum að þeir hafa alveg gleymt að spyrja Sturlu að því hvers vegna hann hafi sett upp þetta höfuðfat. Hélt hann að þetta væri palestínusjal? Palestínusjalið er eitt af helstu táknum þjáningarinnar í heimin- um. Var hann að setja upp sína eigin þyrnikórónu? Óhjákvæmilegur samanburður Með því að setja upp þessa þyrnikórónu segir hann: þið eigið ekki að vera að skipta ykkur af þjáningum fólks úti í heimi á meðan ég þjáist hér... Þið eigið að sinna mér. Eins og athyglisþurfi barn fer að rella og sífra ef foreldrarnir gefa sig óhóflega að öðru barni. Voru vörubílstjórarnir þarna fulltrúar hins afskipta íslenska barns sem aldrei fær neitt nema dót? Kannski. Sem kallar á neikvæða athygli frekar en enga? Kannski. En þeim varð samt á í messunni. Margir fóru hjá sér yfir uppákomunni og ýmsum þótti sem vörubílstjórnarnir yrðu þarna landi og þjóð til skammar. Við erum enn viðkvæm fyrir því. Með því að setja upp þyrnikór- ónuna og gefa þar með til kynna að sér bæri píslarvættið fremur en fulltrúum palestínsku þjóðar- innar neyddi Sturla okkur öll til að horfast í augu við það hversu fáfengilegar kröfur íslenskra vörubílstjóra virðast í raun og veru andspænis daglegum veruleika Palestínumanna – sérstaklega á vesturbakkanum þar sem þeim hafði orðið það á að kjósa aðra stjórn í kosningum en Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn höfðu ákveðið. Þar er skotið á börn. Þar stöðva Ísraelsmenn flutninga á eldsneyti og öðrum nauðsynjum án þess að hika. Þar er rafmagn tekið af eftir duttlung- um. Þar er fólki meinað að stunda vinnu sína. Þar er fólk markvisst niðurlægt í samskiptum. Þar er sérhver viðleitni til að byggja upp stofnanir brotin niður jafnharðar. Þar starfar herraþjóðin eftir lögmálinu: hús fyrir auga, bær fyrir tönn. Með fullri virðingu fyrir þjáningum íslenskra vörubílstjóra þá voru mótmælaaðgerðir Sturlu og félaga gegn því að forseti Íslands tæki á móti fulltrúum Palestínumanna ákaflega mis- ráðnar. Stjórnvöld hafa þegar sótt um undanþágu á hinum fáránlegu reglum um hvíldartímaákvæði sem sjálfstæðishetjurnar í Sjálfstæðisflokknum innleiddu hugsunarlaust eins og aðrar reglu- gerðir Evrópusambandsins. Eftir standa kröfur um að bensínverð lækki – sem það mun aldrei framar gera – og handan við hornið bíða umhverfisgjöld. Og bensínhákar eru að verða tímaskekkja. Kannski kominn tími til að beina kastljósinu að öðru andófi – til dæmis hjúkrunarfræðingum? Tilkall til píslarvættis GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Andóf vörubílstjóra Þ egar málefni miðborgar Reykjavíkur ber á góma ætla viðhorf yfirmanna í lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu seint að hætta að vekja furðu. Um liðna helgi urðu öryggisverðir í verslun 10-11 í Austurstræti fyrir árás viðskiptavina í þriðja sinn á einum mánuði. Í þetta skipt- ið vildi svo til að ekki var veist að starfsmönnum verslunarinnar á lífshættulegan hátt, en árásarhrinan hófst fyrir fjórum vikum þegar öryggisvörður var sleginn í höfuðið með flösku. Blæddi inn á heila hans og læknar sögðu hann heppinn að hafa haldið lífi. Þegar fréttastofa Ríkisútvarpsins leitaði í gær viðbragða hjá Geir Jóni Þórissyni, yfirlögregluþjóni, við þessum atburðum, voru svör hans á þá leið að lögreglunni finnst ómögulegt að 10-11 fái að hafa opið allan sólahringinn í miðborginni um helgar. Þetta kallast að stinga höfðinu í sandinn. Tilfellið er að 10-11 er með öll tilskilin starfsleyfi frá borgaryfirvöldum fyrir sólahrings- opnun við Austurstræti. Á meðan sú heimild er í gildi er viðbúið að drukkið fólk geti orðið þar til vandræða. Þetta ætti hver og einn, sem er haldinn snefil af almennri skynsemi, að geta gefið sér. En ekki lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Að minnsta kosti virðist hún ekki átta sig á þessu, nema hún kjósi að leiða það hjá sér þar sem skoðun hennar sé að 10-11 eigi ekki að hafa opið alla nóttina? Því miður enduróma orð yfirlögregluþjónsins um 10-11 sjónar- mið sem virðast ríkjandi innan lögreglunnar í garð veitingastaða- eigenda og verslunarmanna í miðborginni. Og ekki aðeins þeirra, heldur líka fólksins sem leggur leið sína þangað að nóttu til um helgar. Lögreglan lætur nánast eins og henni komi næturlífið ekki við. Nánast það eina sem yfirmenn lögreglunnar hafa til málanna að leggja er að kannski þurfi að endurskoða opnunartíma veitinga- húsa og ef til fækka þeim í miðbænum. Þetta athafnaleysi er ekki viðunandi. Hlutverk löggæslu á ekki aðeins að vera að bregðast við framferði sem getur mögulega varð- að við lög. Hlutverk löggæslu er ekki síður að leitast við að koma í veg fyrir að slíkt ástand geti skapast. Þetta kallast forvarnastarf og er, hvað snertir næturlífið, mjög einfalt í framkvæmd. Lögreglan verður að vera sýnileg í miðborginni um helgar. Við þurfum að fá þangað gamaldags fótgangandi lögreglumenn. Þetta er ekkert flókið. Það er ekki eins og eftirlitssvæðið sé víðfeðmt. Með einum hópi, sem gengi um Austurstræti og næsta nágrenni, og öðrum sem sæi um svæðið frá Klapparstíg að Bankastræti, er hægt að hafa yfirsýn yfir megnið af næturlífi Reykjavíkur. Þið getið verið alveg handvissir um það, lesendur góðir, að við- skiptavinir 10-11 myndu hugsa sig tvisvar um að hjóla í örygg- isverði verslunarinnar, ef þeir væru nýbúnir að mæta lögreglu- mönnum á gangi í Austurstræti. Ef ekki, þá væri viðbragðstími laganna varða að minnsta kosti margfalt styttri. Kannski verður lögreglunni að ósk sinni einhvern daginn og borgaryfirvöld gefast upp á því frelsi sem nú ríkir í næturlífinu. Það væri synd því flestir umgangast það af sóma þó skuggi örfárra dóna sé stór. En á meðan bannbréfin liggja óútfyllt í skúffum borg- arkerfisins verður lögreglan að fara að halda uppi lögum og reglu í miðbænum. Það dugar ekki að mæta aðeins á svæðið þegar skað- inn er skeður. Miðborgin og furðuviðhorf innan lögreglunnar: Upp úr sandinum með höfuðið JÓN KALDAL SKRIFAR Hans, formaður Frjálslyndra Eftir óvænt stökk Ólafs F. Magnús- sonar, oddvita F-listans, til hæstu metorða í Reykjavík breiddu flestir (fyrrverandi?) félagar hans í Frjáls- lynda flokknum út faðminn og fögn- uðu árangri hins frjálslynda. Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, vonaðist til að Ólafur yrði næsti for- maður Frjálslynda flokksins. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður frjálslyndra, virðist minna hrifinn af Ólafi og segir á bloggi sínu að Reykvíking- ar væru betur settir með skáldsagnapersónuna Hans klaufa sem borgar- stjóra en Ólaf. Frjálslyndir væru þá líklega betur settir með Hans sem næsta formann en Ólaf. Sviðsettar fréttir Lára Ómarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, sagði upp störfum á föstudag vegna gruns um að hún hafi hvatt mótmælendur á Suðurlandsvegi til að kasta eggjum fyrir framan mynda- vél og hafi þannig ætlað að sviðsetja frétt. Í nýrri grein á Vefritid.is skrifar Eva Bjarnadóttir um svipað atvik við Ráðhús Reykjavíkur í janúar, þegar Ólafur F. tók við sem borgar- stjóri. „Eitthvað þótti þetta óáhugavert sjónvarpsefni fyrir fréttastofuna sem hafði dröslað öllu sínu hafurtaski niður í bæ. Fréttamaðurinn skammaðist í þeim sem honum þóttu bera ábyrgð á samkomunni og bað um að safnað yrði saman hópi fólks fyrir utan húsið sem yrði með almennileg mótmæli fyrir myndavélarnar. Og það var gert.“ Ekki fylgir greininni hvaða fréttamaður hafi þarna verið að verki. Lögreglan ber samlanda Aftur að frjálslyndum. Formaður Landssambands ungra frjálslyndra, Viðar Helgi Guðjohnsen, var dreginn afsíðis af lögreglu í mótmælunum við Suðurlandsveg og faðir hans handtekinn. Á meðan lögreglan dró hann burt hrópaði hann til myndatökumanna á svæðinu: „Þeir eru að berja Íslendinga! Þeir eru að berja samlanda sína!“ Hvers lenskt fólk þykir Viðari rétt að lögreglan berji? steindor@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.