Fréttablaðið - 30.04.2008, Qupperneq 6
MARKAÐURINN 30. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR6
F R É T T A S K Ý R I N G
Kaupþing hleypti nýjum innlánsreikningi
af stokkunum á netinu í nóvember sl.
og hafa viðtökurnar verið mjög góðar,
að sögn Jónasar Sigurgeirssonar fram-
kvæmdastjóra Samskiptasviðs bankans.
„Kaupthing Edge, sem nú hefur verið
opnað í átta löndum, gengur mjög vel,“
segir Jónas. „Ljóst er að þetta form inn-
lána mun verða mikilvæg stoð í framtíðar-
fjármögnun bankans. Ánægjulegt er að
sjá að á hverjum degi fáum við fjöld-
ann allan af nýjum viðskiptavinum sem
eru nú komnir á annað hundrað þúsund,“
bætir hann við.
Samkvæmt heimildum Markaðarins
eru innlán í Kaupthing Edge-reikningun-
um þegar komin yfir eitt hundrað millj-
arða íslenskra króna, eða einn milljarð
evra. Gert er ráð fyrir að næst verði boðið
upp á þennan innlánakost á eyjunni Mön.
Innlán yfir eitt hundrað milljarðar króna
Björn Ingi Hrafnsson
skrifar
Gífurlegur vöxtur hefur orðið í innlánum
Landsbankans á erlendum mörkuðum að
undan förnu. Bankastjórar Landsbankans
segja að fjármögnun með innlánum, sér í
lagi innlánum einstaklinga, hafi í sögulegu
samhengi tryggt bankanum stöðugri fjár-
mögnun en lánsfjármarkaðir.
Á aðalfundi Landsbankans í fyrri viku
kom fram í máli Halldórs J. Kristjánssonar,
bankastjóra Landsbankans, að við núverandi
aðstæður skipti höfuðmáli að sýna fram á
sterka fjárhagsstöðu og styrkja undirstöður
bankans, m.a. með þróun nýrra innlánsleiða.
HEFÐ FYRIR MIKLUM INNLÁNUM
Benti Halldór á að Landsbankinn væri með
mest innlán á íslenskum bankamarkaði, þ.e.
um 30% markaðshlutdeild og það væri því
eðlilegt að leitað væri eftir auknum útlánum
erlendis. Stefnt væri að markaðssetningu
Icesave-netreiknings í evrum á meginlandi
Evrópu á öðrum ársfjórðungi.
Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra
Landsbankans, vill ekki gefa upp í hvaða
Evrópu landi Icesave verður opnaður fyrst,
en segir að undirbúningur gangi vel og
stefnan sé að í lok árs verði boðið upp á slíka
innlánsreikninga í fjórum til fimm Evru-
löndum.
„Icesave hefur gengið afskaplega vel og
þessari nýjung hefur verið vel tekið af al-
menningi. Í kjölfarið hafa svo fleiri og fleiri
aðilar áttað sig á mikilvægi þess að bjóða
upp á góða innlánsreikninga. Það segir sína
sögu að við erum nú með fleiri viðskipta-
menn í Bretlandi eftir eitt og hálft ár en eftir
120 ár á Íslandi, svo það má segja að árangur-
inn hafi farið fram úr björtustu vonum,“
bætir Sigurjón við.
GRÍÐARLEGA HÖRÐ SAMKEPPNI
Í ársskýrslu Landsbankans, sem lögð var
fyrir aðalfund bankans í fyrri viku, kom
fram að frekari vinna við að stækka og auka
fjölbreytni innlánasafnsins.
Þar kom einnig fram, að innlán hafi náð
yfir 25% af heildarinnlánum viðskiptavina í
lok árs 2007. Innlán í Bretlandi og á svæðum
þar sem hagstætt skattaumhverfi ríkir námu
61% og innlán í Lúxemborg og Amsterdam
14%. Samtals fjármögnuðu innlán einstakl-
inga 70% af heildarútlánum á árinu 2007,
samanborið við 34% í lok árs 2005.
Sigurjón bendir á, að Icesave, innlána-
reikningur Landsbankans í Bretlandi, sem
settur var á laggirnar í október 2006, hafi
leikið lykil hlutverk í þeirri umbreytingu
sem átt hafi sér stað í fjármögnun bank-
ans. Fjöldi stofnaðra Icesave reikninga hafi
numið 128.000 í lok árs, en á fyrstu mánuð-
um þessa árs hafi stöðug aukning orðið í hópi
viðskiptavina og heildartalan sé nú komin í
220.000 viðskiptavini, þrátt fyrir mjög harða
samkeppni á breskum innlánamarkaði.
Samkvæmt heimildum Markaðarins nema
eignir inn á þessum reikningum um 6-700
milljörðum króna.
EINFALDUR OG ÞÆGILEGUR Í NOTKUN
Forsvarsmenn Landsbankans segja að vel-
gengni Icesave megi að stórum hluta þakka
háum vöxtum sem viðskiptavinir fá tryggða
í ákveðinn tíma og aðferðum sem best þjóna
viðskiptavinum. Reikningurinn sé jafnframt
einfaldur og þægilegur í notkun.
„Auglýsinga- og kynningarefni hefur átt
sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur við
uppbyggingu vörumerkisins og áframhald-
andi grósku þess þrátt fyrir gríðarlega sam-
keppni á þessum markaði þegar líða tók á
árið. Á fjórða ársfjórðungi var vöruúrval-
ið aukið en fleiri svokallaðra „easy access“
reikninga hefur nú verið breytt í bundna
reikninga,“ segir í ársskýrslu Landsbankans
um þessi efni og þar kemur einnig fram, að
í árslok hafi 12% af heildarinnlánum verið á
fastvaxta reikningum sem bundnir séu frá
sex mánuðum til þriggja ára.
Fram kom í máli Halldór á aðalfundinum,
að vel gangi að laða viðskiptavini Ice save
yfir í bundin innlán, frá þremur mánuðum
til þriggja ára. Þá sé greinilegt að þróunin á
breska sparifjármarkaðnum sé sú að dreifa
lægri fjárhæðum á fleiri reikninga, væntan-
lega í því skyni að draga úr áhættu.
SVAR VIÐ ERFIÐLEIKUM
Enginn vafi leikur á að erfiðleikar á lána-
mörkuðum hafa hvatt forsvarsmenn bank-
anna til þess að leita nýrra fjármögnunar-
leiða. Erlendir matsaðilar höfðu bent á að
hlutfall innlána mætti auka og í skýrslu
Landsbankans kemur fram að aukið inn-
streymi innlána hafi orðið til þess að í fyrra
hafi dregið verulega úr fjármögnun á lána-
mörkuðum.
„Íslenskir bankar munu að sjálfssögðu
leita leiða til að auka innlán sín á alþjóð-
legum mörkuðum í ljósi þess ástands sem
ríkir gagnvart fjármögnun fjármálastofnana
í dag. Best er að fá sem flesta sparifjáreig-
endur í viðskipti með tiltölulega lágar fjár-
hæðir hverju sinni. Með því dreifist áhættan
hvað best,“ segir Sigurjón enn fremur.
Icesave hleypt af stokkum í evrum í næsta mánuði
Innlán einstaklinga hafa í sögulegu samhengi tryggt Landsbanka Íslands stöðugri fjármögnun en lánsfjármarkaðir. Samkeppni
um sparifé er hörð, en notendum fjölgar og fjölgar og eru nú 220 þúsund talsins með innlán upp á 6-700 milljarða króna. Sótt
er fram á nýjum mörkuðum og með nýjum aðferðum.
K A U P T H I N G E D G E Í Á T T A L Ö N D U M
Hvað er
Icesave?
Landsbankinn kynnti inn-
lánsreikninginn Icesave til
sögunnar í Bretlandi í októ-
ber árið 2006 og má segja
að hann hafi þegar slegið
í gegn. Leikur þó enginn
vafi á að jafnvel bjartsýn-
ustu bankamenn áttu ekki
von á þeim fjölda viðskipta-
vina sem opnað hafa reikn-
ing síðan undir þessu nafni.
Í fréttatilkynningu þá
sagði að um væri að ræða
„sérsniðna sparnaðarleið
fyrir breskan markað sem
eingöngu er boðið upp á net-
inu.“
Icesave varð til í kjölfarið
á kaupum Landsbankans á
innlánastofnun í Guernsey.
Í Bretlandi hefur samstarfs-
aðili vegna reikningsins
verið Newcastle Building
Society, en í reikningum sem
nú stendur til að bjóða upp
á í evrum, mun bak vinnslan
fara fram í höfuðstöðvum
Landsbankans í Lúxemborg.
Vörumerkið tilheyrir Lands-
bankanum en reksturinn er
í höndum Heritable Bank,
dótturfélags Landsbankans í
London.
PUND OG EVRUR Íslensku
bankarnir bjóða nú upp á inn-
lánsreikninga í mörgum löndum
Evrópu, þar sem geymdir eru
fjármunir sparifjáreigenda upp
á allt að 800 milljarða króna.
Reikningum þessum fer fjölgandi
dag frá degi og sífellt fleiri lönd
bætast við.