Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 2
2 5. maí 2008 MÁNUDAGUR Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 VARNARMÁL Fjórar Mirage 2000-orrustuþotur úr franska flughernum koma hingað til lands í dag til að sinna svonefndu loftrýmiseftirliti fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Atlantshafsbandalagsins næstu tvo mánuðina. Þotunum fylgir 120 manna sveit franskra hermanna sem munu hafa aðsetur þennan tíma á Keflavíkurflugvelli. Samkomulagið um þetta loftrýmiseftirlit má rekja til eftirmála brottfarar bandaríska varnar- liðsins frá Íslandi árið 2006. Íslenska flugstjórnar- svæðið er mjög stórt og umferð um það mikil. Samkvæmt reglum Atlantshafsbandalagsins er gert ráð fyrir að öll lofthelgi bandalagsins njóti sambærilegrar verndar og því lagði hermálanefnd þess til, í kjölfar beiðni þar að lútandi frá íslensk- um stjórnvöldum, að þær aðildarþjóðir bandalags- ins sem hafa yfir flugher að ráða skiptust á um að sinna í takmarkaðan tíma í senn loftrýmiseftirliti á Íslandi. Þetta fyrirkomulag er að nokkru leyti að fyrirmynd þess sem viðhaft hefur verið í Eystra- saltslöndunum og Slóveníu frá því þessi lofthersl- ausu lönd gengu í NATO árið 2004. Franska flugsveitin ríður á vaðið en eftir brottför hennar í sumar kemur hingað bandarísk flugsveit. Á næstu misserum munu síðan flugsveit- ir fleiri NATO-ríkja skiptast á um að dvelja hér, þar á meðal frá Danmörku, Noregi, Spáni og Þýskalandi. - aa MIRAGE-ORRUSTUÞOTA Fjórar slíkar munu dvelja hér næstu átta vikur. NORDICPHOTOS/AFP Loftrýmiseftirlit Atlantshafsbandalagsins yfir Íslandi að hefjast: Franskar þotur til landsins í dag LÖGREGLUMÁL Karlmaður brennd- ist nokkuð á höndum og fékk snert af reykeitrun þegar eldur kom upp á efri hæð íbúðarhúss í Njarðvík laust fyrir hádegi í gær. Höfðu íbúar hússins náð að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn en mikill reykur var í húsinu. Er talið að eldurinn hafi kviknað í út frá rafmagni og borist í sjónvarp. Brenndist maðurinn þegar hann reyndi að koma sjónvarpinu út úr íbúðinni og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja til skoðunar. - ovd Brenndist nokkuð á höndum: Eldur í íbúð í Njarðvík LETTLAND, AP Skemmtiferðaskipið Mona Lisa strandaði í gærmorgun í Eystrasalti, norðvestur af strönd Lettlands. 984 voru um borð, flestir þýskir ferðamenn, en engan sakaði. Björgunaraðgerðir hófust í gærkvöldi og voru þrír dráttar- bátar notaðir til þess að reyna að losa skipið. Hópur kafara verða svo sendir niður þegar skipið losnar til þess að rannsaka hvort skemmdir hafa orðið á búk þess. Við fyrstu sýn virtist þó allt vera í lagi. Farþegar skipsins voru ekki fluttir frá borði fyrr en í gær- kvöldi þegar byrjað var að reyna að losa skipið. - kka Skemmtiferðaskip strandar: Nærri 1.000 manns á skeri LÖGREGLUMÁL Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja fólksbíla á Miklubraut laust fyrir klukkan eitt aðfaranótt sunnu- dagsins. Tildrög slyssins eru að ökumað- ur annars bílsins, sem grunaður er um ölvun, missti stjórn á bíl sínum neðan við Ártúnsbrekkuna, ók yfir umferðareyju milli aðreina og í veg fyrir bíl sem kom úr gagn- stæðri átt. Voru ökumaður og farþegi þess bíls fluttir á slysa- deild en meiðsl þeirra ekki talin alvarleg. Þurfti slökkvilið að beita klippum til að ná fólkinu úr bílunum sem taldir eru ónýtir. - ovd Árekstur á Miklubraut: Tveir fluttir á slysadeild Sportbílar við Ánanaust Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom í veg fyrir kappakstur þegar fjöldi ökumanna sportbíla safnaðist saman á bílum sínum við Ánanaust seint á laugardagskvöldið. Er talið að bílarnir hafi verið á bilinu 40 til 60 talsins. LÖGREGLUFRÉTTIR Þórarinn, ertu hjartgóður? „Já, allavega Hjartaheill og við vorum hjartanlega sammála að lokum.“ Þórarinn Guðnason er formaður Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna en samningar náðust á laugardaginn milli hjartalækna og samninganefndar heil- brigðisráðherra eftir ríflega tveggja ára samningsleysi. LÖGREGLUMÁL „Ég held að það sé ekki skynsamlegt á þessu stigi að ég tjái mig um málið,“ segir séra Gunnar Björnsson, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum á Selfossi. Gunnar er farinn í hálfs árs leyfi frá störfum á meðan málið er í rannsókn. „Málið er í eðlilegu rannsóknarferli og það væri ekki rétt af mér að tjá mig um það,“ segir Gunnar. Stúlkurnar tvær eru sex- tán og sautján ára sóknarbörn og hafa báðar verið virkar í kórstarfi kirkj- unnar. Sam- kvæmt heim- ildum Fréttablaðsins ná meint brot Gunnars nokkur ár aftur í tím- ann. Auk þess munu tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra Gunn- ar fyrir sömu sakir. Gunnar segist hafa átt inni frí eftir langan starfsaldur. „Eftir 36 ára prestsskapinn minn þá átti ég inni heilmikið af réttindum til að fá leyfi frá störfum og þegar þessi ásökun kom þá fannst mér upplagt að nota bara tækifærið og drífa mig í frí.“ Hann kveðst ekkert geta sagt um það hvað hann mun taka sér fyrir hendur þennan tíma, eða hvort hann hyggst dvelja áfram á Selfossi. Upp komst um málið þegar for- eldrar annarrar stúlkunnar leit- uðu með það til formanns sóknar- nefndar, sem vísaði þeim til Biskupsstofu. Þangað kom málið 30. apríl. Þar var málið tekið fyrir í sérstöku fagráði á vegum Þjóð- kirkjunnar um meðferð kynferð- isbrota. Ráðið vísaði málinu til Barnaverndarnefndar sem hafði samband síðan við lögreglu. Kær- urnar tvær bárust nokkrum dögum seinna. Skýrslur verða teknar nú í byrjun vikunnar af stúlkunum tveimur, en þegar er búið að yfir- heyra séra Gunnar stuttlega. Rannsóknin er á algjöru frum- stigi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins flokkast meint brot Gunnars sem kynferðisleg áreitni, en ekki kynferðislegt ofbeldi af alvarlegasta tagi. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem fagráð Þjóðkirkjunnar um með- ferð kynferðisbrota fjallar um mál tengt Gunnari. Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af kærunum. „Þetta „sjokkerar“ auðvitað alla,“ segir Eysteinn Óskar Jónasson, for- maður sóknarnefndar. Hann segir sóknarnefndina þó ekki í aðstöðu til að aðhafast nokkuð vegna málsins. stigur@frettabladid.is Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. SELFOSSKIRKJA Séra Eiríkur Jóhannesson í Hruna messaði í Selfosskirkju í gær. Séra Gunnar Björnsson er farinn í hálfs árs leyfi frá störfum. GUNNAR BJÖRNSSON SAMGÖNGUMÁL Ístak hf. mun ljúka við framkvæmdir vegna tvöföld- unar Reykjanesbrautarinnar milli Strandaheiðar og Njarðvíkur. Var samningur þessa efnis undirritaður á föstudaginn milli fyrirtækisins og Vegagerðarinnar eftir endurútboð sem haldið var enda hafði fyrri verktaki, Jarðvélar, sagt sig frá verkinu í desember 2007. Vegagerðin hafði áður hafnað tilboði Adakris og Topp-verktaka þar sem verk- takinn stóðst ekki kröfur Vega- gerðarinnar. Tilboð Ístaks hljóðar upp á ríflega 807 milljónir króna og er áætlað að hefja fram- kvæmdir í dag, mánudag. Þá er stefnt að því að 16. október verði unnt að aka útboðskaflann á fjórum akreinum. - ovd Tvöföldun Reykjanesbrautar: Framkvæmdir hefjast í dag KÍNA, AP Erindrekar útlagastjórnar Tíbeta áttu í gær fund með fulltrúum Kínastjórnar í borginni Shenzhen í Suður-Kína. Þetta voru fyrstu beinu viðræðurnar sem þessir aðilar hafa átt síðan til uppþotna kom í Lhasa um miðjan mars. Þegar fundurinn var að hefjast sagði Hu Jintao Kínaforseti að hann vonaðist til „jákvæðrar niður- stöðu“ og að „dyr samræðu yrðu áfram opnar“ að því er Xinhua- fréttastofan greindi frá. Mikill alþjóðlegur þrýstingur hefur verið á Kínastjórn að ræða við útlaga- stjórn Dalai Lama fyrir Ólympíu- leikana í Peking í sumar. - aa Erindrekar Dali Lama: Viðræður við Kínastjórn HU JINTAO BÍLSLYS Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar bifreið hans fór út af Suðurlandsvegi á þriðja tímanum í gærdag. Svo virðist sem maðurinn, sem var einn í bílnum, hafi ekið pallbíl sínum út af í beygju neðarlega í Kömbum ofan Hveragerðis og hrapað niður töluverða vega- lengd. Maðurinn var ekki í bílbelti og kastaðist hann út úr bílnum við slysið. Var hann úrskurðaður lát- inn á vettvangi. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins, lögregla og sjúkraflutningamenn kvödd á vettvang auk þess sem þyrla Land- helgisgæslunnar var kölluð út. Henni var svo snúið við. Tildrög slyssins eru ókunn en málið er í rannsókn hjá lögregl- unni á Selfossi sem biður hugsan- leg vitni að slysinu að hafa sam- band í síma 480 1010. - ovd Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar bíll hans fór út af í Kömbunum: Banaslys á Suðurlandsvegi BÍLLINN Í HLÍÐINNI Tildrög slyssins eru enn ókunn. MYND/KÁRI SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.