Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 62
30 5. maí 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. Listastefna 6. tveir eins 8. hald 9. tímabils 11. átt 12. afhentum 14. ósannindi 16. munni 17. æxlunarkorn 18. bók 20. tveir eins 21. svikull. LÓÐRÉTT 1. málmur 3. ólæti 4. land í Evrópu 5. keyra 7. sílófónn 10. stykki 13. sarg 15. drykkur 16. heyskaparamboð 19. á fæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. dada, 6. tt, 8. tak, 9. árs, 11. na, 12. létum, 14. skrök, 16. op, 17. gró, 18. rit, 20. kk, 21. flár. LÓÐRÉTT: 1. stál, 3. at, 4. danmörk, 5. aka, 7. tréspil, 10. stk, 13. urg, 15. kókó, 16. orf, 19. tá. Húsin á Hæðinni eru föl fyrir sjötíu til áttatíu milljónir. Þetta segir Sigrún Þorgrímsdóttir hjá fasteignaþróun- arfélaginu Hanza sem hefur umsjón með sölunni á sjónvarpseignunum. Upphaflega stóð til að selja húsin eingöngu með innréttingum en þó nokkrir hafa sýnt því áhuga að kaupa húseignirnar á Arnar- neshæðinni með húsgögnum og öllu því sem pörin þrjú hafa valið. Ekki hafa þó borist nein formleg tilboð. Sigrún segir það greinilegt að einhverjum þyki það þægileg tilhugsun að geta flutt inn með bara tannburstann og eftirlætisbækurn- ar. Hún tekur þó fram að einnig verði hægt að kaupa húsin án húsgagnanna en með innréttingum. Þátttakendur fá ekki neinn hluta af kaupverðinu heldur fær eingöngu sigurvegarinn, sem verður krýndur 8. maí í beinni útsendingu á Stöð 2, tvær milljónir í reiðufé. Aðrir þátttakendur verða síðan leystir út með glæsilegum gjöfum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur innbú þeirra Guðbergs Garðarssonar og unnusta hans, Pacas, fengið mestu athyglina. Þar af hefur ein kona sýnt þeim alveg sérstak- an áhuga og fengið að skoða nokkrum sinnum. „Það er víst, við áttum svo sem alveg von á því að þetta myndi slá í gegn enda höfum við vandað vel til verksins,“ segir Guðbergur í samtali við Fréttablaðið. Að sögn Sigrúnar verður opnað fyrir tilboð í húseignirnar og þær sýndar strax eftir úrslitaþáttinn. - fgg Húsin á Hæðinni til sölu með öllu VINSÆLIR Begga og Pacos þykir hafa tekist vel til með húsið sitt á Hæðinni og hafa nokkrir sýnt áhuga á að kaupa það með öllu. „Það er óskaplega einfalt, ég hlusta á Rás 1 fyrir hádegi og Rás 2 eftir hádegi. Þegar síðdeg- issagan á Rás 1 er búin skipti ég yfirleitt yfir.“ Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, mynd- listarmaður og iðnhönnuður. The Amazing Truth About Queen Raquela, mynd leikstjórans Ólafs Jóhannessonar um líf stelpustráka á Fil- ippseyjum, hefur verið boðið á kvikmyndahátíð- ina í Los Angel- es í júní. Ólafur sagði enn ekki ljóst í hvaða flokki hún yrði sýnd eða hvort hún keppti til verðlauna. Myndin var sýnd á Berlínarhátíðinni í febrúar, þar sem hún vann Teddy-verðlaunin, og Ólafur segir ýmislegt annað vera í bígerð. „Hún mun fara út um allan heim, þó að ég geti ekki sagt nákvæmlega hvert og hvenær núna. Það er bara glæsilegt,“ segir hann. Ólafur heldur til Los Angeles í júní, þar sem honum og öðrum leikstjórum á hátíðinni verður boðið á tveggja daga samkomu á Skywalker Ranch, sem eins og nafnið gefur til kynna er í eigu George Lucas. „Það verður forvitnilegt að sjá það,“ segir Ólafur og hlær við. Á Skywalker Ranch er meðal ann- ars að finna víngarða, veitinga- stað, sundlaug, manngert stöðu- vatn og fjölmarga sýningarsali fyrir bíómyndir. Stóra planið, fyrsta leikna kvik- mynd Ólafs, var frumsýnd hér á landi í lok mars, og telur Ólafur að um 19 þúsund bíógestir hafi lagt leið sína á hana. Þar með hafa fleiri séð Stóra planið en allar fyrri myndir Ólafs saman- lagt. „Ég fylgist nú svo sem ekki náið með teljaranum, en ég held að það passi alveg, og er svo sem ekki skrýtið. Fólk vill frekar láta skemmta sér en að gráta yfir raunum heimsins,“ segir Ólafur. - sun Queen Raquela boðið til LA HEIMBOÐ FRÁ LUCAS Ólafi og öðrum kvikmyndaleikstjór- um á hátíðinni í LA verður boðið í tveggja daga dvöl á Sky walker Ranch, sem er í eigu George Lucas. Á meðan jafnaldrar Ólafar Ingu Óladóttur súpa hveljur yfir efna- hagsástandinu og hafa stórfelldar áhyggjur af íbúðarláninu og yfir- drættinum hefur hún verið með hugann við það hvort hún komist í rennandi vatn. En undanfarið hálft ár hefur hún dvalist á vegum alþjóðlegu stúdentasamtakanna AIESEC í einu strjálbýlasta héraði Indlands, Gujarat, og unnið þar að réttindum fatlaðra. Ein stúlka heill- aði hana þó mest en það var Swati, 23 ára gömul stelpa, sem missti bæði hægri hönd og vinstri fót í miklum jarðskjálfta sem gekk yfir héraðið 2001. Og á liðlega einum mánuði hefur Ólöfu tekist að safna fyrir nýjum gervifót frá stoðtækja- fyrirtækinu Össuri í gegnum bloggsíðu sína, spolan.blogspot. com. Fóturinn er ekki gefins held- ur kostar litlar 240 þúsund krónur. „Ég útskrifaðist sem sjúkraþjálf- ari fyrir þremur árum og fór þá að vinna á endurhæfingarmiðstöð í Kópavogi,“ segir Ólöf Inga en þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún nýkominn til Dehli. „Mig hafði alltaf langað að fara til Indlands og setti inn umsóknina á AIESEC og gaf það til kynna hvert mig langaði að fara,“ heldur Ólöf áfram. Og kallið kom síðan fyrir hálfu ári síðan. Gujarat er vestasta fylki Indlands og ákaflega strjál- býlt. Neyðin er mikil og þar fær fólkið kannski fjögur þúsund íslenskar krónur á mánuði fyrir sex daga vinnuviku og mikill skort- ur er á rennandi vatni. „Þetta var alveg ekta, engir túristar á þessu svæði og ég var eina hvíta mann- eskjan á svæðin. Það kom jafnvel fyrir að ég leit í spegil og hugsaði með sjálfri mér, vá, ég er enn þá með blá augu og ljóst hár,“ segir Ólöf sem hyggst nýta síðustu dag- ana í Indlandi til að ferðast aðeins. Af Swati er það hins vegar að frétta að hún fær væntanlega gervifótinn sem Ólöf er búin að safna fyrir. „Þetta er hörkudugleg stelpa, er að læra endurskoðun og er eina útivinnandi manneskjan á heimilinu,“ segir Ólöf og viður- kennir að hún kvíði óneitanlega fyrir því að koma aftur heim í nútímaþægindin. „Þetta verður örugglega svona öfugt kúltursjokk. En þetta hefur verið mikil reynsla sem ég hefði aldrei viljað missa af og alveg heilmikið ævintýri.“ ÓLÖF INGA: BÚIN AÐ VERA SEX MÁNUÐI Í INDVERSKA VESTRINU Íslensk stúlka safnar fyrir gervifæti ÓLÖF OG SWATI Hin 23 ára gamla Swati missti bæði hægri hönd og vinstri fót í jarðskjálfta 2001. Hún fær nú nýjan gervifót frá Össuri vegna söfnunar Ólafar.                                                  Eins og fram hefur komið var það Páll Óskar sem kom, sá og sigraði á Hlustendaverðlaunum FM 957 á laugardag. Fleiri voru þó tilnefnd- ir, og þar á meðal var kunningi Palla úr X-factor, hinn færeyski Jógvan Hansen. Ef marka mátti kynn- ingu á honum hefur hann hins vegar fengið nafni sínu breytt. Frá því að hann kom fram á sjónarsviðið hefur nafn hans iðulega verið stafsett með ó-i, en hins vegar borið fram sem „Jegvann“, eins og söngvarinn sá sig knúinn til að útskýra fyrir þjóð- inni. Á textaskiltum í útsendingu frá Háskólabíói virtist hann hins vegar hafa verið endurskírður Jögvan. Látið skal liggja á milli hluta hvort nafnbreytingin var að frumkvæði söngvarans eða einfaldlega afleið- ing mannlegra mistaka. Ö-ið virtist leggjast á fleiri, því nafn hljómsveitarinnar Gus Gus breyttist reglulega í „Göss Göss“ þegar það var lesið upp í útsendingunni. Hljómsveit- armeðlimir sjálfir hafa hingað til haldið sig við u-ið, en þeir munu þó ekki taka því óstinnt upp að nafnið breytist í meðförum annarra. Það vakti einnig nokkra athygli að þegar Gus Gus steig á svið í Háskólabíói varð lagið Need In Me, sem tilnefnt var sem besta lagið, ekki fyrir valinu, og Urður Hákonardóttir, sem tilnefnd var sem besta söngkon- an, ekki heldur með í för. Fjarvera Urðar gæti skýrst af því að hún hefur yfirgefið sveitina frá því að platan Forever kom út, og því var það Daníel Ágúst sem skipti snögglega úr Nýdönsk-búningnum og stökk á svið fyrir Gus Gus. Og enn af íslensku tónlistarfólki. Hróður Sigur rósar hefur borist víða og einhverja aðdáendur eiga þeir í Ástralíu. Tónlist hljómsveit- arinnar var notuð sem undirleikur við tískusýningu hönnuðarins Akira á tískuvikunni þar á bæ nú fyrir helgi, en sýningin fær góða dóma á vefsíðunni news.com.au. Það er því spurning hvort hér sé að finna nýjan vettvang fyrir Sigur Rós, en að með- limum sveitarinnar ólöstuðum hafa þeir hingað til vart talist til sérlegra tísku- fröm- uða. FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.