Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 12
12 5. maí 2008 MÁNUDAGUR FLO TTU R PA KKI ! SUMARÚT HP tölva + skjár + prentari Flottur pakki frá HP, borðtölva með tveggja kjarna örgjörva, 2GB vinnsluminni, nVidia GeForce 7500 skjákort, 320GB harður diskur. HP 19” LCD skjár með 1440x900 upplausn. HP fjölnotatæki sem prentar, skannar og fjölfaldar. Samsung 40”LCD Glæsilegt háskerpusjónvarp frá Samsung. 40.000 krónum ódýrara en hjá samkeppnisaðila! OPNUM KL 10:00 Acer TravelMate 5520 AMD tveggja kjarna örgjörvi, 2GB vinnsluminni, 120GB SATA harður diskur, ATi Radeon X1250 skjákort, Windows Vista Home Premium KÍNA Nú í lok mars var ný flug- stöðvarbygging tekin í notkun í Peking. Þessi bygging er engin smásmíði, milljón fermetra gólf- flötur og getur tekið á móti 50 milljón farþegum á ári. Byggingin mun vera sú stærsta í heimi, helmingi stærri en Pentagon, bygging bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Wash- ington þar sem 25 þúsund manns mæta til vinnu á degi hverjum. Kínverjar hafa lagt mikla áherslu á að Ólympíuleikarnir, sem haldnir verða í Peking í sumar, styrki ímynd landsins út á við. Sú ímyndarbarátta hefur engan veginn gengið upp. Tíbetar og fólk um heim allan sem ber hag Tíbeta fyrir brjósti hefur óspart notað Ólympíuleikana til að minna á framferði Kínverja gagnvart Tíbetum. Athyglin hefur beinst að mannréttindabrotum kín- verskra stjórnvalda og sjálfir leikarnir virðast orðnir aukaat- riði. Kínverjar hafa lagt gífurlega vinnu í að gera allt sem best úr garði fyrir Ólympíuleikana. Byggð hefur verið glæsileg íþróttahöll í Peking, fuglshreiðrið svonefnda, og fleiri íþróttamanna- virki hafa verið reist sérstaklega fyrir leikana í sumar. Flugvöllurinn í Peking hefur lengi verið einn sá fjölfarnasti í heimi. Um hann fóru 45 milljónir manna fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Kínverjar reikna með að meira en hálf milljón manna leggi leið sína til Peking í tilefni af leik- unum. Og réðust þess vegna í það stóra verkefni að reisa þar hina nýju flugstöðvarbyggingu. Bretanum James Foster og arkitektastofu hans var falið að hanna bygginguna. Þetta er ein þekktasta arkitektastofa í heimi, hefur á afrekaskrá sinni hvert glæsiverkið á fætur öðru, og er afar stolt af þessu nýjasta verki sínu. Segir flugstöðvarbygging- una miklu í Peking ekki aðeins þá Flugstöðvarbyggingin mikla í Peking Flugstöðvarbyggingin í Peking var tekin í notkun í lok apríl. Byggingin er sú stærsta í heimi. Hún er tvöfalt stærri en Pentagon, bygg- ing bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Washington. Vinna við bygginguna tók aðeins fjögur ár og þykir það afrek út af fyrir sig. UMFERÐARMIÐSTÖÐIN Við hlið nýju flugstöðvarbyggingarinnar er stór umferðarmið- stöð með tengingu við jarðlestarkerfi borgarinnar. NORDICPHOTOS/AFP ÓLYMPÍUKYNDILLINN AÐ LENDA Í lok mars lenti þessi flugvél á vellinum í Peking með Ólympíueldinn innanborðs. NORDICPHOTOS/AFP © GRAPHIC NEWS Flugstöðvarbygging sem dugar fyrir Ólympíuleika Gestir á Ólympíuleikunum í Peking í sumar heimsækja eina stærstu flugstöðvarbyggingu heims. Flugstöðvarbygging 3 Kínversk drekaskreyting Bygging 3E Millilandaflug Stærð: 3 km að lengd, 1,3 milljóna fermetra heildargólfflötur Smálestir Þriggja mínútna ferðir milli bygginga 3C og 3E FJÖLFÖRNUSTU FLUGVELLIR HEIMS Milljónir farþega jan.-okt. 2007 Atlanta O´hare, Chicago London Heathrow Tokyo Haneda Los Angeles Paris CDG Dallas-Fort Worth Frankfurt Beijing Madrid 74,9 64,5 57,4 55,4 51,9 50,7 50,1 46,0 45,5 43,9 Flugvélar: 120 hlið og 73 stæði Bygging 3C Bygging 3A: Aðalinngangur, inn- ritun og innan- landsflug Umferð- armiðstöð Lestarstöð, tenging við jarðlesta- kerfi Pekingborgar og bílastæði fyrir 7.000 bifreiðar Farang- ursmóttaka Ræður við meira en 19.000 töskur á klukkustund. Farangur til reiðu innan fimm mínútna frá lendingu Peking KÍNAP E K I N G Tiananmen-torg Ólympíu- svæðið Peking- flugvöllur Heimildir: Alþjóðaflugvöllurinn í Peking, Alþjóðasamtök flugvalla, Foster-arkitektastofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.