Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 14
14 5. maí 2008 MÁNUDAGUR Ö ryggisráð Sameinuðu þjóð- anna varð til í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar, og hefur það hlutverk að varðveita heimsfrið og öryggi. Ráðið er þó síður en svo óumdeilt, og hefur verið tekist á um breytingar á því innan Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í á annan áratug. Til þess að varðveita heimsfriðinn hefur öryggisráðið rúmar heimildir til aðgerða. Fyrsta skrefið sem ráðið tekur er þó yfirleitt að rannsaka mál sem ógna friði og stöðug- leika og geta leitt til milliríkjadeilna. Ráðið getur hvenær sem er mælt með því að deilendur grípi til aðgerða til að leysa málið, en hefur þó mun öflugri tæki sem það getur beitt. Öryggisráðið getur þannig ákveð- ið að senda verði friðargæslulið á átakasvæði eða að grípa til efnahagsþvingana eða ann- arra efnahagslegra refsiaðgerða. Öflugasta úrræði ráðsins er að heimila sameiginlegar hernaðaraðgerðir ríkja SÞ. Slíkar hernaðaraðgerðir voru til að mynda heimilaðar gegn Írak í kjölfar innrásar landsins í Kúveit árið 1991. Bandaríkin sóttu það fast að fá viðlíka heimildir til innrásar í Írak árið 2003, en fengu ekki. Öryggisráðið hefur þó að sjálfsögðu enga friðargæsluliða og engan her, heldur verður að treysta á að aðildarríki SÞ grípi til þeirra aðgerða sem ráðið mælir fyrir um, hvort sem um er að ræða viðskiptaþvinganir eða hernaðaraðgerðir. Vilja samstöðu innan ráðsins Fimmtán ríki sitja í öryggisráðinu hverju sinni. Þau geta öll lagt fram tillögur, og hafa jafnan atkvæðisrétt. Aukinn meirihluta þarf til að ráðið samþykki tillögur, níu ríki af fimmtán þurfa að samþykkja. Raunin er hins vegar sú að ríkin í ráðinu leggja sig fram eins og hægt er við að ná samstöðu innan þess um aðgerðir, segir Colin Keating, for- stjóri Security Council Report. Ráðið fundar reglulega, auk þess sem boðað er til aukafunda, oft með mjög skömm- um fyrirvara, komi upp mál sem þarf að fjalla um. Ríkin skiptast á að gegna forsæti í ráðinu. Taki Ísland sæti í ráðinu verður það líklega í forsæti í febrúar eða mars 2009. Fimm af ríkjunum fimmtán eiga fast sæti í ráðinu, og geta beitt neitunarvaldi innan þess. Þessi ríki eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um tíu sæti í ráðinu til tveggja ára í senn. Ekki má kjósa ríki strax aftur í ráðið þegar setu þeirra er nýlokið, alltaf þurfa að líða tvö ár á milli þess að ríki sitji í ráðinu. Ríki eru flokkuð í ákveðna hópa, og kosið eftir þeim í ráðið. Þannig eiga ríki Afr- íku þrjú sæti í ráðinu, ríki Suður-Ameríku og Karíbahafsins tvö, ríki Vestur-Evrópu og önnur ríki tvö, ríki Asíu tvö og Austur-Evr- ópuríki eitt. Fimm kjörin ríki ljúka setu í ráðinu eftir árið í ár; Belgía, Indónesía, Ítalía, Panama og Suður-Afríka. Önnur fimm ríki ljúka setu eftir næsta ár; Búrkína Fasó, Kostaríka, Króatía, Líbía og Víetnam. Norðurlöndin hafa haft þá stefnu að eitt þeirra sitji í öryggisráðinu annað hvert tveggja ára tímabil. Frá því Noregur tók sæti í ráðinu á árunum 1949-1950 hefur keðj- an haldist svo til óbrotin. Aðeins þegar Sví- þjóð náði ekki kjöri árið 1992 varð hlé á. Næst tækifæri 2029 til 2030 Ísland býður sig nú fram í fyrsta skipti, en vegna framboðs Íslands frestuðu Finnar framboði, og bjóða sig nú fram fyrir tímabil- ið 2013-2014. Ísland keppir við Austurríki og Tyrkland um tvö laus sæti. Nái Ísland ekki sæti nú mun næsti gluggi í framboðum Norð- urlandanna líklega ekki opnast fyrr en vegna áranna 2029 til 2030. Neitunarvald fastaríkjanna fimm, hinna svokölluðu P5-ríkja, hefur mikil áhrif á starf- semi ráðsins og umræður innan þess. Til þess að skilja mikilvægi þess er gagnslítið að skoða tölur um þau tilvik sem því hefur verið beitt, segir Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá SÞ. „Það felst gríðarlega mikið vald í neitun- arvaldinu, ekki bara það sem hægt er að lesa út úr tölum,“ segir Hjálmar. Fulltrúar allra ríkja í öryggisráðinu hafa neitunarvaldið alltaf í huga þegar fjallað er um mál, og þau undirbúin. Engar tölur eru til um það hversu oft ríki hafi hótað að beita neitunarvaldi, eða gefið í skyn að þau gætu hugsað sér að beita því. Enn síður eru til tölur yfir þau skipti sem önnur ríki hafa hætt við að leggja eitthvað fram, eða lagt fram mjög breytta útgáfu, vegna þess að þau sáu fram á að neitunarvaldi yrði ella beitt. Undanfarin ár hefur gagnrýni á neitunar- valdið aukist verulega innan SÞ. „Það er pressa á P5-ríkin að beita ekki neitunarvald- inu,“ segir Hjálmar. Því kjósi P5-ríkin yfir- leitt að beita því aðeins í algerum undan- tekningartilvikum. Þrýst sé á þau að gera það aðeins þegar málið varði þjóðaröryggi viðkomandi ríkja. „Það vilja allir nota Sameinuðu þjóðirnar sinni þjóð í hag, það verður að búast við því, þetta eru engin góðgerðasamtök,“ segir Swadesh M. Rana, sérfræðingur í málefnum SÞ hjá World Policy Institute. Þess vegna vilji P5-ríkin fá leiðitöm ríki í ráðið, eða ríki sem hafa svipaðar grundvallarskoðanir. Líta á kjörin ríki sem gesti „Það er enginn vafi á því að fastaríkin fimm líta svo á að þau eigi öryggisráðið,“ segir Lars Faaborg-Andersen, sendiherra og annar fastafulltrúi Danmerkur hjá SÞ. „Þau líta svo á að kjörnu ríkin hverju sinni séu gestir sem þægilegt sé að nota þegar hægt er, og hægt að hundsa þegar það gengur ekki. Það þýðir ekki að kjörnu ríkin séu valda- laus. Þau hafa fyrst og fremst áhrif í málefn- um sem eru óumdeild og fastaríkin hafa ekki áhuga á, eða ef fastaríkin eru ekki sammála um eitthvað,“ segir Faaborg-Andersen. Á síðari árum er orðið algengara að P5- ríkin kjósi að sitja hjá frekar en að beita neit- unarvaldinu. Það er afar óheppilegt fyrir öryggisráðið þegar ekki er samstaða innan þess um aðgerðir. Það hefur til dæmis verið raunin varðandi málefni Darfúr, þar sem yfirvöld í Súdan skáka í því skjóli að ekki er samstaða innan ráðsins vegna málsins, þar sem Kína og Rússland styðja engar aðgerðir vegna ástandsins í Darfúr. Án samstöðu skortir á áhrifamátt þess sem ráðið ályktar um, því þá sjá deiluaðilar að það er engin samstaða um málið á alþjóða- vettvangi, segir Johan C. Verbeke, fastafull- trúi og sendiherra Belgíu hjá SÞ. Fréttaskýring: Framboð Íslands til öryggisráðs SÞ 4. hluti FJÓRÐA GREIN AF FIMM Á morgun: Seta í öryggisráðinu Varðhundur heimsfriðarins Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur rúmar heimildir til að grípa til aðgerða til að tryggja heimsfriðinn. Pólitíkin innan ráðs- ins litast þó verulega af neitunarvaldi ríkjanna fimm sem eiga fast sæti í ráðinu. Mikill þrýstingur er á ríkin fimm að beita ekki neitunarvaldi nema í neyð. Skorti samstöðu innan ráðsins getur það haft slæmar afleiðingar, eins og gerst hefur í Darfúr. FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is B retland Suður-Afríka RússlandPanama Líbía Ítalía Indónesía Frakkland Ba nd ar ík in Ví et na m Be lgí a Bú rkí na Fas ó Kína Kostarík a Króatía Salur öryggisráðsins í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York Fram kvæ m darstjóri Sk ri fs to fu st jó ri r áð si ns Starfsm enn skrifstofu SÞ Fjöldi ríkja í SÞ og hlutfall þeirra sem eiga sæti í öryggisráðinu 0 50 100 150 200 2008 Samt. 192 ríki 1966 Samt. 122 ríki 1946 Samt. 55 ríki 15 15 11 Ríki utan ÖR Fjöldi ríkja í ÖR FUNDUR ÖRYGGISRÁÐSINS Öryggisráðið fundar reglulega. Hér ræða fulltrúar ríkjanna fimmtán sem sitja í ráðinu útbreiðslu gjöreyðingarvopna á fundi ráðsins nýverið. MYND/SÞ/DEVRA BERKOWITZ Breytingar ræddar í 15 ár Mikil umræða hefur farið fram innan Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á undanförnum árum um mögulegar breytingar á skipan öryggisráðsins. Sérstakur vinnuhópur hefur unnið að breytingum frá árinu 1994, án þess að nokkuð hafi breyst. Mörgum aðildarríkjum SÞ þykir skipan ráðsins lýsandi fyrir heims- myndina við stofnun þess árið 1946, ekki heimsmyndina eins og hún er í dag. Margar tillögur hafa komið fram. Sum ríki vilja fjölga fastaríkjunum, önnur vilja fleiri kjörin ríki í ráðið. Þá er deilt um hvort afnema beri eða takmarka neitunarvaldið. Ísland hefur, eins og Norðurlöndin öll, stutt tillögu sem gerir ráð fyrir því að Indland, Japan, Þýskaland, Brasilía og tvö Afríkuríki fái fast sæti í ráðinu, og að kjörnum ríkjum verði fjölgað, að því er fram kemur í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis frá 8. apríl síðastliðnum. Málamiðlunartillaga gerir ráð fyrir því að föstum sætum verði ekki fjölgað, heldur verði til ný tegund kjörinna ríkja. Ríki sem verði kjörin til lengri tíma, fimm til tíu ára, og eigi kost á endurkjöri. Breytingar á ráðinu þurfa að fá samþykki 2/3 hluta ríkja á allsherj- arþingi SÞ. Talið er æskilegt að breyting á svo mikilvægu ráði SÞ fái samþykki því sem næst allra aðildarríkja. „Líkindin á niðurstöðu á næstu misserum eru ekki mikil, hvað svo sem verður,“ segir Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá SÞ. Bretland og Frakkland Virkustu ríkin innan öryggisráðsins. Fulltrúar ríkjanna undirbúa stærstan hluta mála sem ráðið tekur fyrir, vinna obbann af vinnunni. Þau vilja að ráðið komi eins mikið við sögu og hægt er, og leggja áherslu á friðsamlegar lausnir og mannréttindi. Bandaríkin Líta á öryggisráðið sem eitt af þeim tækjum sem ríkið hefur til að ná fram sínum stefnu- málum á alþjóðavettvangi. Reiðir sig ekki á ráðið, en ef það getur hjálpað við að ná málum fram nota Bandaríkin ráðið. Hika ekki við að gagnrýna ráðið, ganga framhjá því og gera það að athlægi. Rússland og Kína Vilja halda óbreyttu ástandi. Leggja engin mál fram, bregðast aðeins við því sem aðrir gera. Vinna því grímulaust að takmarka skaða af starfsemi ráðsins fyrir sig, og stjórnast mjög af viðskiptahagsmunum. Gæta þess sérstaklega að ekki verði sett fordæmi sem síðar gætu snúist gegn þeim eða þeira bandalagsríkjum. Fastaríkin fimm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.