Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 6
6 18. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR - lífið er leikur XT 660R Kjölur, Sprengisandur, Aðalstræti Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 Ný Yamaha-verð á www.motormax.is Verð nú 960.000 kr. 15.643 kr. á mánuði m.v. 30% útborgun og 60 mán. lán: UTANRÍKISMÁL „Utanríkisstefna 21. aldar verður ekki byggð á hjá- setu eða sérhagsmunum. Slík stefna er ekki einungis ábyrgðar- laus – hún er árangurslaus.“ Þessu lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra yfir í ávarpi á ráðstefnu í Háskóla Íslands sem rak smiðshöggið á háskólafundaröð um alþjóðamál sem haldin var í vetur í samstarfi utanríkisráðuneytisins og háskól- anna í landinu. Ávarpi sínu lauk Ingibjörg á þessum orðum: „Saga Íslands í gegnum aldirnar kennir okkur þá staðreynd að landið, atvinnulíf þess og menning hefur blómgast best þegar samskipti og samvinna við útlönd eru mest. Aldrei fyrr hafa þessi sannindi verið jafn skýr og augljós og nú. Með virkri utanríkisstefnu í öllum mála- flokkum byggðri á styrkleika Íslands nýtum við tækifærin og stöndumst ágjöf hver sem hún er. Tökum þeirri áskorun fagnandi.“ Í pallborðsumræðum með þátt- töku fulltrúa allra þingflokka kom fram mismunandi mat á þessum orðum ráðherrans. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði til að mynda að hann áliti ekki „hjásetu“ eða „ein- angrunarstefnu“ felast í því að vilja halda Íslandi utan Evrópu- sambandsins. Í alþjóðlegan síðari hluta ráð- stefnunnar, þar sem fyrirlesarar víða að úr heiminum lögðu sitt af mörkum til umræðu um mögu- leika lítilla ríkja til áhrifa í alþjóðakerfinu, rak Ingibjörg síðan botninn með því að lýsa því yfir að áhrif smárra ríkja „tak- mörkuðust aðeins af eigin gerðum þeirra, metnaði og sýn“. Engin ástæða sé til að „nálgast verkefn- in sem við stöndum núna frammi fyrir með nokkurri minnimáttar- kennd. Rétt blanda sjálfstrausts, sannfæringar og raunsæis skilar bestum árangri.“ Þessi orð lét hún falla í tengsl- um við röksemdafærslu fyrir því að Ísland eigi fullt erindi í að sækjast eftir setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þau kölluð- ust á við ályktanir sem Kevin Casas, fyrrverandi ráðherra í ríkis stjórn Kostaríka, dró í erindi sínu af reynslu þess herlausa ríkis af setu í öryggisráðinu. Það á nú sæti í því í þriðja sinn á 34 árum. audunn@frettabladid.is Smá ríki sitji ekki hjá í alþjóðakerfinu Á ráðstefnu í Háskóla Íslands um möguleika lítilla ríkja til áhrifa í alþjóðakerf- inu komst utanríkisráðherra að þeirri niðurstöðu að fyrir ríki eins og Ísland væri „hjáseta“ ábyrgðar- og árangurslaus stefna. Minnimáttarkennd væri ástæðulaus. PEPP Elisabeth Rehn, fyrrverandi varnarmálaráðherra Finnlands og núverandi aðstoðar- framkvæmdastjóri SÞ, í pontu á ráðstefnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL UMFERÐ Reykjanesbær og lögregl- an á Suðurnesjum hafa hafið átak gegn hraðakstri í íbúðarhverfum. Átakið stendur fram eftir sumri. Lögreglan verður með hraða- mælingar í völdum hverfum. Sérstaklega verður fylgst með götum þar sem hámarkshraði er þrjátíu kílómetrar á klukkustund og þar sem mikið hefur verið um hraðakstur eða slys. Viðurlög við hraðakstri eru sektir og ökuleyfissvipting. - gh Reykjanesbær: Átak gegn hraðakstri ORÐUHAFAR Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsóknarprófessor, Reykjavík. Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri, Kópavogi. Haraldur Helgason verslunarmaður, Akureyri. Helgi Björnsson rannsóknarprófessor, Reykjavík. Kjartan Sveinsson, tónlistarmaður, Reykjavík. Ólafur Gaukur Þórhallsson tónlistarmaður, Reykjavík. Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri, Ísafirði. Svafa Grönfeldt rektor, Reykjavík. Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri, Reykjavík. Þuríður Rúrí Fannberg myndlistarmaður, Reykjavík. FÁLKAORÐAN Ellefu Íslendingar voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Að þessu sinni voru fjórir listamenn á meðal orðuhafa og fjórir vísinda- menn. Ólafur Gaukur Þórhallsson tón- listarmaður hlaut riddarakrossinn fyrir störf á vettvangi tónlistar- og tónsmíða. Ólafur segir viður- kenninguna vera uppörvun. „Þetta getur örvað mann til dáða. Þetta var ljómandi fín athöfn, alþýðleg og kreddulaus og alveg við mitt hæfi,“ segir Ólafur. Hann segist ekki hafa búist við veitingunni. „Ég veit nú ekki fyrir hvað það ætti að vera. Sumum finnst þetta eitthvað skrítið en ég virði þetta fyrir það sem það er.“ - kóp Ellefu hlutu riddarakrossinn á Bessastöðum í gær: Lista- og vísindafólk áberandi RIDDARAKROSSHAFAR Ellefu Íslendingar hlutu riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu í gær. Veitt var fyrir rannsóknir, listir, verslunarstörf og ýmislegt fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SIGLINGAR Skútan Lena frá Haganesi í Suður-Svíþjóð komst í hann krappan þegar stormur reið yfir við Vestmannaeyjar í fyrradag. Skútunni var stefnt til Reykjavíkur en sneri aftur til Vestmannaeyja vegna stormvið- vörunar, en stormurinn kom fyrr en áætlað var. Björgunarbáturinn Þór var sendur til móts við skútuna í fyrrakvöld þegar hún var stödd norðan vi ð Heimaey. Skipverj- um tókst þó sjálfum að koma skútunni í land, en björgunar- báturinn fylgdi þeim eftir til öryggis. - gh Stormviðri við Vestmannaeyjar: Skútan Lena í kröppum dansi Á að taka upp strandsiglingar að nýju? Já 90,6% Nei 9,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga skattborgarar að greiða niður orkufreka stóriðju? Segðu þína skoðun á Vísi.is NORÐAN HEIMAEYJAR Björgunarbátur- inn Þór sigldi til móts við skútuna. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON FJARSKIPTI Loftskeytastöðin í Reykjavík tók til starfa hinn 17. júní árið 1918 og varð því níutíu ára í gær. Nú er stöðin hluti af Vaktstöð siglinga hjá Landhelgis- gæslu Íslands. Loftskeytastöðin, sem nefnd var Reykjavík radíó, var til húsa á Melunum, en í því húsi er Fjar- skiptasafnið um þessar mundir. Reistar voru tvær 77 metra háar loftskeytastangir við húsið, en í fyrstu fóru öll samskipti fram með morsi. Talfjarskipti hófust ekki fyrr en árið 1930. Upphaflega var loftskeytastöð- in hugsuð sem varasamband til útlanda ef sæsíminn brygðist en fljótlega varð aðalhlutverk henn- ar þjónusta við skip og báta, enda var hún bylting í öryggismálum sjómanna. Fyrsta íslenska skipið fékk loftskeytatæki árið 1920, en það var Egill Skallagrímsson. Tveimur árum síðar var fyrsti loftskeytamaðurinn ráðinn á íslenskt skip. Segja má að Loftskeytastöðin sé elsta eining Landhelgisgæsl- unnar. Í framhaldi af byggingu hennar var strandstöðvum komið upp í kringum landið og tók stöð- in í Gufunesi til starfa árið 1935. Bætti þetta öryggi til sjós til muna. Á árunum 2004 og 2005 var svörun fyrir strandstöðvarnar flutt til Vaktstöðvar siglinga og er hún nú til húsa í björgunarmið- stöðinni í Skógarhlíð. - kóp Reykjavík radíó tók til starfa fyrir níutíu árum: Bylting í öryggi sjómanna ENN AÐ Starfsemi Reykjavíkur radíós er nú komin undir hatt Vaktstöðvar siglinga. Harald Holsvik og Bergþór Atlason á vakt. MYND/SRS Teknir á fíkniefnum Lögreglan á Selfossi handtók í fyrrinótt tvo menn sem óku undir áhrifum fíkniefna. Þeir verða sektaðir og sviptir ökuleyfi þegar niðurstaða blóðprufu liggur fyrir. SAMGÖNGUR Strætó fær ágætis- einkunn í nýrri þjónustukönnun sem fyrirtækið lét gera. Mældist viðhorf farþega til þess nokkuð betra en að meðaltali í sambæri- legum könnunum. Kvartað var undan biðskýlun- um og undan sóðaskap í vögnun- um sjálfum. Þó voru 59 prósent farþega ánægð með þrif í vögnum. Þriðja algengasta umkvörtunarefnið var óstundvísi, en dæmi eru um að vagnar hafi komið allt að tuttugu mínútum of seint. - kóþ Ný þjónustukönnun: Strætó bs. fær ágætiseinkunn Líkamsárásir á Akureyri Lögreglan á Akureyri fékk í fyrrakvöld þrjár tilkynningar um líkamsárásir. Maður sem hafði ógnað öðrum manni með hníf var fluttur á lögreglu- stöð. Þá var nokkuð um skemmdar- verk og ölvunarakstur. LÖGREGLUFRÉTTIR STRÆTÓ Í könnuninni var kvartað undan biðskýlum og sóðaskap í vögnunum. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.