Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 2
2 23. júní 2008 MÁNUDAGUR SNÆFELLSBÆR „Við erum ekki sátt- ir við að ómenntaðir menn séu að vinna á bílunum,“ segir Svein- björn Berentsson, formaður fag- deildar sjúkraflutningamanna, um þann vanda sem nú ríkir í sjúkraflutningamálum í Snæfells- bæ. „Það er ekki sama hvernig þetta er gert. Auðvitað þarf að mennta mannskapinn,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að svo framarlega sem hæfir starfsmenn sæki um og uppfylli grunnkröfur sjúkra- flutningaskólans um menntunar- kröfur sé þetta í lagi. Heilsugæslan í Snæfellsbæ auglýsti fyrir skemmstu eftir fólki til að gegna starfi sjúkra- flutningamanna. Engin umsókn barst. Forsvarsmenn heilsugæslunn- ar höfðu þá samband við Snæ- fellsbæ um hvort bæjarfélagið gæti komið til móts við þá. Bæjar- stjóri hélt í kjölfarið fund með starfsmönnum og biðlaði til þeirra að sækja um starfið. „Við erum reiðubúnir að liðka til fyrir heilsu- gæsluna ef einhverjir starfsmenn bæjarins vilja verða sjúkraflutn- ingamenn,“ segir Kristinn Jónas- son, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir málið snúast um að manna stöðurnar og að bæjar- búar hafi í langan tíma þrýst á að fleiri sjúkraflutningamenn væru til staðar í bæjarfélaginu. „Ef eitt- hvað kemur upp á viljum við búa við öryggi. Það er öruggara að hafa einhvern til þess að keyra sjúkrabílinn þótt hann sé ómennt- aður,“ segir Kristinn. Björg Bára Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri heilsugæsl- unnar í Snæfellsbæ, segir nokkra bæjarbúa hafa lýst yfir áhuga. „Þeir byrja í aðlögun með reynd- um manni og hefja svo nám í skól- anum í haust,“ segir Björg Bára. Til þess að verða sjúkraflutn- ingamaður þarf fólk að sækja 128 tíma námskeið á vegum Sjúkra- flutningaskólans á Akureyri. Í kjölfar námsins er síðan sótt um starfsréttindi til landlæknis. „Það má enginn vinna við sjúkra- flutninga nema hafa til þess mennt- un samkvæmt lögum,“ segir Hildi- gunnur Svavarsdóttir, skólastjóri Sjúkraflutningaskólans á Akur- eyri. Hún segir að þó sé leyfilegt að hafa svokallaða vettvangshjálpar- liða til að veita fyrstu hjálp áður en menntaðir sjúkraflutningamenn koma á staðinn. vidirp@frettabladid.is Ómenntaður betri við stýrið en enginn Enginn sótti um starf sjúkraflutningamanns í Snæfellsbæ þegar starfið var aug- lýst. Bæjarstjóri biðlar til starfsmanna sinna að taka að sér starfið. Talsmaður sjúkraflutningamanna er ósáttur við að ómenntaðir menn vinni á bílunum. SLYSSTAÐUR Mikilvægt er að hafa rétt vinnubrögð og kunna vel til verka á vettvangi. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR HILDIGUNNUR SVAVARSDÓTTIR Hún segir engan mega vinna við sjúkraflutn- ingar nema hafa til þess menntun. FRÉTTABLAÐIÐ/KJK Sigurður, hlakkar þér ekki ýkt til þegar liðið verður orðið ókei að skrifa og allt þannig, eða hvað? „Málfarið er þannig að ég skil ekki spurninguna.“ Sigurður Líndal lagaprófessor segir van- kunnáttu háskólanema í íslensku valda kennurum auknu álagi. REYKJANESBÆR Töluverður mannfjöldi var í miðbæ Reykja- nesbæjar aðfaranótt sunnudags og erilsamt hjá lögreglu. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvun við akstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig voru tveir menn handteknir fyrir óspektir á almannafæri. Annar þeirra hafði fíkniefni í fórum sínum. Þá var einn maður handtekinn vegna líkamsárásar í heimahúsi. Á sunnudagsmorgun barst lögreglunni svo tilkynning um að skorið hefði verið á hjólbarða sjö bifreiða við Háaleiti í Reykjanes- bæ. - kg Mannfjöldi í Reykjanesbæ: Skorið á hjól- barða bifreiða BRASILÍA, AP Gengi ungra byssu- manna rændi brasilísku fótbolta- hetjuna Pelé fyrir utan borgina Santos í Brasilíu. Bófarnir hirtu gullhálsmen, farsíma og úrið hans og ógnuðu honum með byssum og hnífum. Pelé lét lögreglu ekki vita af ráninu, sem átti sér stað 13. júní síðastliðinn. Ræningjarn- ir voru á annan tug og stöðvuðu bifreið knattspyrnugoðsins í fátækrahverfi. Pelé sagði drengjunum hver hann væri, en þeir rændu hann engu að síður. Pelé varð þrisvar sinnum heimsmeistari með landsliði Brasilíu. Ríkisstjórnin gaf honum titilinn „þjóðargersemi“ árið 1999 og hann var valinn íþróttamaður aldarinnar af Ólympíunefndum þjóða heimsins. - sgj Knattspyrnugoð í hættu: Pelé rændur af byssumönnum PELE REYKJAVÍK „Ég er alls ekki ánægður með þetta og vil að þessum skemmdarvörgum verði náð,“ segir Daði Ómarsson, átta ára nemandi í Húsaskóla í Grafar- vogi. Forláta kofi, sem Daði hefur eytt tveimur vikum í að byggja á smíðavelli á Foldaskólalóðinni, hefur verið lagður í rúst tvær helgar í röð. Einnig hafa fleiri kofar verið skemmdir á lóðinni. Daði var kominn vel á veg með smíði kofans þegar óprúttnir aðilar eyðilögðu hann fyrir fyrir tíu dögum. Hann lét það ekki á sig fá og hófst handa við endurbyggingu kofans. Allt gekk eins og í sögu þar til skemmdarvargar létu aftur til sín taka um helgina. „Ég átti bara eftir að klára háaloftið og setja þakið á. Núna verð ég að byrja alveg upp á nýtt,“ segir Daði vonsvikinn. „Ég veit ekki hverjir gera svona. Það eru öryggismyndavélar utan á skólanum, en engin þeirra sér hvað gerist á skólalóðinni.“ Skemmdarverkin á lóð Foldaskóla eru ekki einsdæmi. Á laugardagskvöldið þurfti að kalla til slökkvilið þegar kveikt var í kofum á smíðavelli við Árbæjarskóla. Það er vonandi að lát verði á enda illa farið með sumarstörf yngstu þegnanna. - kg Skemmdarverk framin á smíðavöllum borgarinnar um helgina: Þarf að byrja alveg upp á nýtt EYÐILEGGING Kofinn hans Daða hefur verið skemmdur tvær helgar í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA KÖNNUN Tæp 87 prósent lands- manna hafa dregið úr akstri eftir nýlegar hækkanir á eldsneyti, samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 og birt var í gærkvöldi. Í könnuninni kom fram að 52,5 prósent karla sögðust hafa dregið mikið eða nokkuð úr notkun á bílnum, en öllu fleiri konur, eða 62,2 prósent. Þá kom fram að þeir sem hæstar tekjur hafa eru ólíklegastir til að draga úr bílnotkun. Könnunin var gerð dagana 12. til 16. júní. Úrtakið var tæplega 1.140 manns á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var 51 prósent. - kg Könnun á bílnotkun: Tæp 87 prósent keyra minna STJÓRNMÁL Fimm aksturshermar verða fluttir til landsins síðsum- ars en í þeim verður fólki kennd- ur svonefndur vistakstur. Í vistakstri felst að nýta vélar- afl bílsins sem best með því að halda vélinni á réttum snúningi og vera í réttum gír. Ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að styrkja Evrópuverkefni í vistaksturskennslu um þrjár milljónir króna. Er sú ákvörðun tekin í kjölfar þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra en í henni sagði hann nauðsynlegt að efla fræðslu um vistakstur. Auk ríkisins eru Toyota á Íslandi og VÍS bakhjarlar verkefnisins en Landvernd annast framkvæmd þess í samstarfi við Orkusetrið. Stefnt er að því að kenna um tíu þúsund ökumönnum vistakstur á tólf mánuðum. Að auki verða herm arnir notaðir á viðburðum og kynningum þar sem fólk fær að prófa þá. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu er samfélagslegur ávinn- ingur af vistakstri sagður mikill. Felst hann helst í minni mengun, lægri slysatíðni og minni innflutn- ingi á eldsneyti. Segir í tilkynn- ingunni að eyðsla og útblástur þeirra sem tileinka sér vistakstur minnki um fimm til tíu prósent. - bþs Meðalökumaðurinn getur sparað rúmar 20 þúsund krónur á ári með vistakstri: Fimm aksturshermar væntanlegir LÆRT AÐ AKA Vistakstur verður kenndur í þar til gerðum ökuhermum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN LÖGREGLUMÁL Eigandi hvolps sem fannst grafinn undir grjóti við Kúagerði á laugardag virðist vera fundinn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum gaf einstaklingur sig fram í gær og kvaðst vera eigandinn. Málið er enn í rannsókn og engar nánari upplýsingar um það fengust frá lögreglunni sem þó upplýsti að hvolpurinn væri enn á Dýraspítalanum í Víðidal. Að sögn Helga Sigurðssonar dýralæknis er hvolpurinn óðum að ná sér en er þó enn lítillega dofinn á annarri framloppunni undan farginu sem hann var fastur undir. - gar Eigandi særða hvolpsins: Gaf sig fram við lögregluna HVOLPURINN Marinn og dofinn en ekki vannærður. Vilja fleiri Hríseyjarferðir Hríseyingar hafa beðið Kristján L. Möller samgönguráðherra um að ferðum ferjunnar Sævars verði fjölgað um tvær ferðir síðdegis og eina ferð að morgni. Bæjarráð Akureyrar hvetur jafnframt samgönguráðuneytið að endurskoða ferðatíðnina í samráði við eyjaskeggja. SAMGÖNGUR Lögreglan á Akureyri stöðvaði 34 ökumenn fyrir of hraðan akstur yfir helgina. Þykir það með mesta móti, sé tekið tillit til fremur lítils umferðar- þunga miðað við aðstæður. AKUREYRI Á fjórða tug keyrði of hratt SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.