Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 16
16 23. júní 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UMRÆÐAN Óskar Bergsson skrifar um borgar- mál Í framhaldi af ákvörðun stjórnar OR um að selja jarðirnar Hvamm og Hvamms- vík í Hvalfirði vakna upp spurningar um fasteigna- og fjárfestingarstefnu Sjálfstæðisflokks og F-lista. Fyrsta verk þessara flokka var að kaupa húsin við Laugaveg 4-6 og Skóla- vörðustíg 1A fyrir 580 milljónir króna. Annað verk þessara flokka á sviði fasteignaviðskipta var að selja Fríkirkjuveg 11 fyrir nánast sömu upphæð. Þriðja verk meirihlutans á fasteignamark- aði var að kaupa rústir húsanna við Lækjargötu 2 og í þeim viðskiptum sannaðist að fasteignaverð á gömlum húsum í miðborg Reykjavíkur hafði margfaldast þegar borin voru saman kaupin við Austurstræti 22 sem áttu sér stað fáum mánuðum áður en kaupin á Laugavegi 4-6 fóru fram. Þegar þessi atburðarás er skoðuð veldur það áhyggjum þegar meirihlutinn leggur nú enn af stað í viðskiptaleiðangur með almannafé uppá vasann og núna til þess að selja eina af náttúruperlum og vinsælt útivistarsvæði Reykvíkinga. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvort frumkvæðið að sölunni komi frá Orku- veitunni sjálfri eða þá hvort einhver tiltekinn aðili hafi haft frumkvæði að þessum viðskiptum. Í tíð Reykjavíkurlist- ans, undir forystu Framsóknarflokksins, keypti Orkuveitan margar jarðir vegna jarðhitanýtingar og mótaði þá stefnu að landið gæti nýst til útivistar fyrir almenning, samhliða orkuvinnslunni. Sú stefnumótun hefur reynst farsæl. Sem dæmi um jarðir og svæði sem Orkuveitan á eða hefur umsjón með og nýtist bæði til orkuvinnslu og til útivistar fyrir almenning má nefna Nesjavelli, Urriðavatn, Úlfljótsvatn, stóran hluta Hellisheiðar, Heiðmörk og Öskjuhlíð. Ef Hvammsvík er til sölu núna, hvað verður þá til sölu næst? Verður það Heiðmörkin eða kannski Öskjuhlíðin? Hver er tilgangurinn með sölu Hvammsvíkur? Ef þessi sala gengur eftir þá hefur orðið stefnubreyting um eignarhald almennings á útivistarsvæðum í nágrenni Reykjavíkur. Ákvörðun sem breytir stöðugleika í óstöðugleika, rétt eins og önnur fasteignaviðskipti þessa meirihluta. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Dæmalaus atburðarás ÓSKAR BERGSSON T rúin á málstað Jóns Sigurðssonar er svo rík í mörgum að þeim finnst jafngilda svikum að nota ekki gleraugu nítjándu aldar til þess að horfa á viðfangsefni tuttug- ustu og fyrstu aldar. Svo er komið að jafnvel heiðarleg- ar hugmyndir um framkvæmdir til að heiðra minningu þessa mikla frelsisforingja eru einnegin skotnar niður með sömu trúarrökum. Ekkert má aðhafast ef það er ekki eins og menn sáu hlutina áður en tuttugasta öldin gekk í garð. Á vordögum fyrir ári ákvað Alþingi að rétt væri að minnast þess árið 2011 að þá verða liðnar tvær aldir frá fæðingu Jóns Sig- urðssonar. Alþingi fól forsætisráðherra að koma þessum vilja í framkvæmd. Sólveig Pétursdóttir, fyrrum forseti Alþingis, var valin til að hafa forystu þar um. Hún hélt á dögunum ræðu á þjóðhátíð á Hrafnseyri. Þar lýsti hún viðhorfi sínu til eins áleitins viðfangsefnis af þessu tilefni með þessum orðum: „Þó svo að endurreistu Alþingi hafi verið valinn staður í Reykjavík þá eru Þingvellir samt sem áður einn helgasti staður í hjarta þjóðarinnar. Þar höfum við fagnað flest- um merkisatburðum í sögu þjóðarinnar. Það er því mín skoðun að Alþingi Íslendinga eigi að hafa aðstöðu á Þingvöllum þar sem hægt sé að hafa þingfundi innandyra, taka á móti gestum og halda upp á merkisatburði.“ Að sönnu er þetta ekki í fyrsta sinn sem þessari hugmynd er hreyft. Hún er aukheldur ekki útfærð í einstökum atriðum. Eigi að síður eru hún vel þess virði að hljóta umræðu og nána skoðun. Tilefnið er verðugt. Við sérhvert skref sem þjóðin stígur fram á við til þess að takast á við viðfangsefni nýrra tíma er jafn mikil- vægt að rækta þá arfleifð sem hefur gert okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hver skyldu þá hafa verið fyrstu viðbrögðin við þessari hug- mynd fyrrverandi forseta Alþingis og formanns tvöhundruð ára afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar? Rétt þótti á einum stað að gera að henni góðlátlegt grín með því að vitna í baráttu Jóns Sig- urðssonar sjálfs fyrir því að endurreist Alþingi sæti í Reykjavík og láta að því liggja að fyrir þá sök væri hugmyndin út í hött. Það verður vissulega ekki einfalt að reisa hús á Þingvöllum í þessum tilgangi. En sú rétttrúnaðarstefna að ýta hugmynd af þessu tagi og af þessu tilefni út af borðinu með þeim hagkvæmni- rökum sem bjuggu að baki þeirri ákvörðun á sinni tíð að Alþingi og stjórnsýslan skyldi vera í Reykjavík er í besta falli bernsku- leg. Sumir rétttrúnaðarmenn um Jón Sigurðsson mættu að ósekju lesa oftar og betur sumt af því sem hann skrifaði. Lítil varnings- bók handa bændum og búmönnum á Íslandi hefst til að mynda með þessum orðum hans: „Hver tími hefur sínar þarfir og sitt ætlunar- verk og það er hinn sanni gæfuvegur, eins þjóðanna eins og hinna einstöku manna, að kunna skýrt að sjá hvað fyrir hendi liggur á sér- hverjum tíma og hafa manndáð og samtök til að fylgja því fram.“ Hugmyndir fyrrverandi forseta Alþingis um hvernig minnast megi með verðugum hætti tveggja alda afmælis Jóns forseta eru í góðu samræmi við þessa opnu og skýru hugsun. Hún gæti gert hvort tveggja í senn að mæta á hagkvæman hátt nýjum þörfum löggjafarsamkomunnar og verið ný áminning um afrek þess sem merkastur er þeirra sem þar hafa setið. Að baki býr sú einfalda staðreynd að Alþingi og Þingvellir eru hluti af sama vefnaði. Alþingi og Þingvellir: Verðug hugmynd ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Í síðustu Lesbók birtist grein eftir Björgu Hjartardóttur kynjafræðing þar sem hún skrifar í nokkrum umvöndunartóni um Hirsi Ali, sómalska rithöfundinn sem skorið hefur upp herör gegn kvennakúgun í trúræðissamfélög- um íslams. Tilefni greinarinnar eru verðlaun sem hún deildi nýlega með Taslimu Nasreen frá Bangla Desh og kennd eru við Simone de Beauvoir. Björg segir að sér kæmi ekki á óvart að Simone hafi snúið sér við í gröfinni yfir þessum verðlauna- veitingum, sem er nokkuð fast að orði kveðið um konu sem hætt hefur lífi sínu til að berjast gegn nauðungarhjónaböndum barn- ungra stúlkna, umskurði stúlku- barna og öðrum ósiðum sem fylgja trúræði og feðraveldi. Verðlaunin eru að sögn Bjargar veitt „þeim einstaklingum sem lagt hafa sitt á vogarskálarnar í baráttunni fyrir frelsi kvenna víða um heim“. Björg virðist ekki telja að Hirsi Ali – eða Taslima – uppfylli þau skilyrði. Betur settar? Orð eins og „trúræði“, „feðra- veldi“, „mannréttindi“ og „kven- réttindi“ sjást lítt í grein Bjargar en aftur á móti verður henni tíðrætt um „staðalmyndir“ og náttúrlega „orðræðu“. Hún þrástagast á því að Hirsi Ali hafi „tileinkað sér“ tiltekna orðræðu, sem er sérkennilegt orðalag einnar menntakonu um aðra. Er átt við að Hirsi Ali tjái sig ekki sjálf um eigin hugsanir en hafi lært eins og páfagaukur að tala á tiltekinn hátt? Björg telur að málflutningur Ali sé vatn á myllu þeirra sem halda á lofti staðalmyndum um önnur samfélög en vestræn og hún fari villur vegar þegar hún hylli vestræna menningu fyrir tjáningarfrelsi. Björgu þykir „mikilvægt að hafna þeirri tilhneigingu sem Hirsi Ali hefur til að gefa í skyn að sumar konur, í þessu tilfelli múslimskar konur, væru betur settar ef menning sú sem þær fæddust inn í myndi nánast leggjast af.“ Eigum við þá að draga þá ályktun að þær séu betur settar undir trúræði og feðraveldi? Virðing fyrir menningu annarra er vissulega dyggð og hæfileikinn til að setja sig í spor annarra með mikilsverðustu mannlegu eiginleikum ásamt forvitni og löngun til að skilja aðra. En öllu má ofgera. Og það ómerkir ekki málflutning Hirsi Ali hverjir taka undir hann. Okkur ber að hlusta á hana sjálfa. Mannréttindi eru algild Sé það satt sem Björg segir að „femínískar fræðikonur“ virðist ekki í hópi öflugustu stuðnings- manna hennar sætir það furðu því að þó hún tali tæpitungulaust þá berst hún fyrir algildum kvenréttindum og mannréttind- um – réttindum sem eru jafn mikilsverð í Afríku og í Hollandi. Og þegar hún heldur því fram að hlutskipti kvenna sé betra á vesturlöndum en víða annars staðar þá hefur hún sitthvað til síns máls, þó að aldrei skuli alhæfa og hver og ein fjölskylda sé sértök. Og þar kemur til kastanna enn eitt lykilorðið sem Björg sneiðir hjá. Sekúlarismi. Við erum svo lánsöm hér að gamla testamentið er ekki lagt til grundvallar nokkrum hlut nema hjá stöku trúfífli. Það er ekki vegna yfirburða okkar heldur eru þetta harðsótt réttindi sem margir hafa látið lífið fyrir. Taslima Nasreen sem deilir verðlaununum með Hirsi Ali er landflótta og dæmd til dauða vegna skrifa sinna um hlutskipti kvenna í Bangla Desh en áður en hún lagði ritstörf fyrir sig starfaði hún sem kvensjúkdóma- læknir í landi sínu. Björg telur ef til vill að Simone de Beauvoir snúist annan hring í gröfinni vegna þess að í sínu nafni sé slík kona heiðruð – það er ekki gott að segja, henni þykir ekki taka því að ræða um hana. En Taslima hefur skrifað á heimasíðu sína, og kann að vera fróðlegt fyrir Björgu: „Mannkynið stendur frammi fyrir óvissu og líkur á nýjum deilum og átökum grúfa yfir okkur. Átökin eru milli tveggja ólíkra meginhugmynda, sekúlar- isma og bókstafstrúar. Ég er ekki sammála þeim sem telja að átökin standi milli tvenns konar trúar- bragða, það er að segja kristin- dóms og íslams, eða gyðingdóms og íslams. Það eru nefnilega bókstafstrúarmenn í öllum trúarsamfélögum. Ég er ekki sammála því fólki sem telur að krossferðir miðalda verði senn endurteknar. Né held ég að þetta séu átök Austurs og Vesturs. Fyrir mér eru þessi átök milli nútíma- legrar, skynsamlegrar rökhugsun- ar og óskynsamlegrar og blindrar trúar. Fyrir mér eru þetta átök milli þeirra sem aðhyllast nútímann og þeirra sem eru andvígir nútímanum. Sumir vilja ganga áfram en aðrir afturábak. Þetta eru átök milli framtíðarinnar og fortíðarinnar, milli frumleika og hefðar, milli þeirra sem frelsinu unna og hinna sem það gera ekki.“ Ég held að Simone sé alveg róleg í gröfinni … Átök skynsemi og trúar GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Hirsi Ali og Islam Annarleg sjónarmið Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur vakið nokkra athygli að undan- förnu vegna skrifa hans í Fréttablaðið um höfundarréttarbrot og meinta pólitíska ráðningu kollega síns, Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra bregst ekki flokksbróður sínum og ver hann á heimasíðu sinni. Hann segir Svan „ófrægja“ Hannes, að skrif hans bygg- ist á „annarlegum sjónarmiðum“ og að á bak við þau búi „óvenjulegur illvilji“. Segir ráðherrann einnig að þau fræðaskrif eftir Svan sem hann hefur lesið nái ekki máli og byggi á þessum sömu „annarlegu sjónar- miðum“. Allir eru að því Andrés Magnússon blaðamaður fjallar einnig um greinar Svans á bloggi sínu. Hann bendir á að Svanur sé yfirlýstur Samfylkingarmaður og hafi á árdögum flokksins íhugað framboð til formanns. Skrifin hljóti því að byggja á annarlegum sjónarmiðum. Andrés skýrir einnig frá því að fleiri starfs- menn skólans en Hannes hafi verið viðriðnir lögbrot á vegum háskólans. Niðurstaða Andrésar er líklega sú að fyrst allir séu að því, þá megi ekki benda á neinn. Hrútleiðinlegur Kommi Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, svarar málflutn- ingi andstæðinga Svans á bloggi sínu og segir hann „dæmigerðan“. Hann segir að pólitískar ráðningar Sjálfstæð- isflokksins á héraðsdómurum, hæsta- réttardómurum og Hannesi í kenn- arastöðu við HÍ séu til þess fallnar að tryggja völd flokksins í samfélaginu. „En sumum finnst nægilegt að svara þessum ábendingum með því einu að Svanur sé einhver Kommi, hrútleið- inlegur og fleira í þeim dúr,“ bætir Guðmundur við. Slíkt er í rökfræðinni kallað ignoratio elenchi - þegar spurningu er svarað með staðhæfingu sem er kannski rétt, en er þó ekki svar við spurning- unni sjálfri. steindor@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.