Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 6
6 23. júní 2008 MÁNUDAGUR RV U n iq u e 0 60 80 2 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hentugt við grillið - einnota borðbúnaður á tilboðsverði Á tilboði í júní 2008Einnota diskar, glös, bollar og hnífapör20% afsláttur ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 23 61 0 5/ 08 • Elliðaárdalurinn er vinsælasta útivistarsvæði landsins. www.or.is Gróðurrækt í Elliðaárdal Þriðjudagskvöldið 24. júní verður farin göngu- og fræðslu- ferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Kristins H. Þorsteinssonar garðyrkjufræðings. Gróðurfar í Elliðaárdal er að hluta tilkomið vegna ræktunar mannsins. Skoðaðar verða blóm- og trjáplöntur og hugað að þeim breytingum sem hafa orðið síðustu áratugi. Gangan hefst kl. 19.30 við Minjasafnið í Elliðaárdal. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Telur þú að Barack Obama verði sigurvegari forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum? Já 76,7% Nei 23,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú núverandi ríkisstjórn Íslands? Segðu skoðun þína á vísir.is NEYTENDUR Miðaverð í kvikmyndahús er nú þúsund krónur ef miði er keyptur í afgreiðslu bíóanna. Verðið er það sama hvort sem farið er í bíóhús Sambíóanna eða Senu. „Ég get ekki svarað fyrir aðra en okkar verð- hækkanir hinn 1. apríl byggðust fyrst og fremst á launahækkunum starfsfólks,“ segir Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu. „Flest okkar starfsfólk er á aldrinum 16 til 22 ára og fær sína aldurstengdu launahækkun um áramót. Að auki kom til hækkun lægstu launa um fjórtán prósent hinn 1. febrúar.“ Sambíóin hækkuðu einnig verð fyrir skömmu. „Verðið er óbreytt ef miðinn er keyptur á netinu en við leggjum hundrað krónur á miða sem keyptir eru í miðasölu,“ segir Alfreð Árnason, framkvæmda- stjóri Sambíóanna. Alfreð segir einnig hækkunina að mestu til komna vegna launahækkana starfsfólks. Sena veitir fimmtíu króna afslátt ef miði er keyptur á netinu. Í sumar verður að auki boðið upp á lægra miðaverð í Regnboganum, þar sem miðinn mun kosta 650 krónur. Lægra verð er einnig á fyrstu sýningar dagsins í Háskólabíói. Svipað er uppi á teningnum í Sambíóunum; boðið er upp á sparbíó á ákveðnum tímum, hægt er að fá klippikort og tvo fyrir einn á fimmtudögum í Kringlunni. - ht Miðaverð í kvikmyndahús svipað hvort sem verslað er við Sambíóin eða Senu: Ódýrari bíómiðar á netinu SVEITARSTJÓRNIR „Við höfðum veika von um að ríkið myndi gefa eftir sinn hluta,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Hveragerðisbær er krafinn um 2,3 milljónir króna í bætur eftir klórslysið í Varmá í fyrrahaust. Ekkert verður veitt þar á stöng í sumar því klórlekinn sem kom úr sundlauginni í Laugaskarði drap nánast allt kvikt í ánni neðan laug- arinnar. Stangaveiðifélag Reykja- víkur sem hefur ána á leigu vill ekki greiða leiguna, sem nemur áðurnefndum 2,3 milljónum króna. Veiðiréttarhafarnir telja þá eðli- legt að bærinn borgi þá upphæð sem eigandi sundlaugarinnar. Ríkið á um fjórðung af veiði- réttinum í ánni. Aldís segir Hveragerðisbæ standa frammi fyrir milljóna kostnaði vegna klórslyssins og þess vegna hafi verið óskað eftir því að ríkið gæfi eftir sinn hluta. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag neit- aði fjármálaráðuneytið þeirri beiðni. „Við erum að ræða þetta allt saman í mjög góðu bróðerni og það stefnir ekki í neinn ágreining. Það hefði létt málið þótt það skipti ekki höfuðmáli í þessu stóra sam- hengi,“ segir bæjarstjórinn. Veiðiréttur ríkisins í Varmá byggir á eignarhaldi á svokallaðri Reykjatorfu. Á því landi er Garð- yrkjuskóli ríkisins. - gar Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar vill að bærinn borgi leiguna eftir klórslysið: Vilja 2,3 milljóna leigu bætta DRÁPUST ÚR KLÓR Stangveiðimenn neita að greiða leigu sumarsins í Varmá og veiðiréttarhafarnir vilja að Hveragerð- isbær bæti þeim tjónið. MYND/VEIÐIMÁLASTOFNUN REGNBOGINN Hægt er að fá ódýrari bíómiða í sumar. KÖNNUN „Ef einhverjir telja að þeir hafi sætt einhverju óréttlæti af hálfu ríkisvaldsins í þessu þá eiga þeir að sjálfsögðu eins og aðrir möguleika á því að fara í skaðabótamál og geta þannig feng- ið niðurstöðu dómstóla um það,“ segir Birgir Ármannsson, formað- ur allsherjarnefndar Alþingis, um möguleikann á því að rannsakað verði hvort Baugsmálið hafi átt póltískar rætur. Eins og segir á forsíðu Frétta- blaðsins í dag telja 70 prósent þeirra sem svör- uðu í könnun blaðsins að rannsaka eigi hvort Baugs- málið eigi sér pólitíska rætur. Aðspurður segir Birgir Ármannsson að hann telji ekki tilefni til að Alþingi skipi nefnd til að skoða málið. Dómsmál eigi að leiða til lykta fyrir dómstólum. „Ég held að pólitískt skipaðar rannsóknarnefndir hafi harla litlu hlutverki að gegna þegar dómsnið- urstaða er fengin í málum. Þarna er um að ræða mál sem vissulega hefur tekið langan tíma í dóms- kerfinu og vafalaust margt sem við getum lært af því í sambandi við hvernig okkar réttarkerfi virk- ar en ég held að svona rannsóknar- nefnd sé ekki rétta leiðin til að rannsaka það. Skoðanakannanir eru heldur ekki góð leið til að leysa úr flóknum málum sem koma til kasta dómstóla,“ segir Birgir. Jóhannes Jónsson í Bónus segir niðurstöðu könnunarinnar sýna að þjóðin hafi staðið með fjölskyldu hans í þessu máli. „Það hefði ekki verið gaman að upplifa þessi sex ár ef við hefðum ekki fundið þetta vinarþel frá bókstaflega öllu fólki sem við höfum umgengist og hefur átt viðskipti við okkur,“ segir hann. Að sögn Jóhannesar viður- kenndi Sigurður Kári Kristjáns- son, alþingismaður Sjálfstæðis- flokks, nýlega opinberlega að Baugsmálið ætti sér upphaf innan Sjálfstæðisflokksins. Margir kjörnir fulltrúar flokksins hafi einnig staðfest þetta í einka- samtölum. „En það kemur á óvart hvað það er lágt hlutfall meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins sem vilja láta kanna málið,“ segir Jóhannes og vísar til skoðana- könnunar Fréttablaðsins. Jóhannes kveðst íhuga málsókn á hendur Haraldi Johannessen ríkis lögreglustjóra, Jóni HB Snorrasyni, fyrrverandi yfir- manni efnahagsbrotadeildar, og Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra. „Það getur ekkert bætt okkur þann skaða sem þetta fólk hefur valdið fjölskyldu okkar en það þarf að rannsaka tilurð máls- ins og embættisfærslur þessara manna.“ gar@frettabladid.is Pólitísk rannsókn á Baugsmáli ólíkleg Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir ekki tilefni til pólitískrar rannsóknar á Baugsmálinu. Jóhannes Jónsson fagnar því að sjö af hverjum tíu í könnun vilja að rannsakað verði hvort málið eigi pólitískar rætur. BIRGIR ÁRMANNSSON JÓHANNES JÓNSSON Sakborningar í Baugsmáli áttu oft erindi í dómssali. Hér er Jóhannes Jónsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. WASHINGTON, AP Bandaríkjastjórn nálgast helming markmiðs síns að fá 12.000 flóttamenn frá Írak fyrir lok september. Fyrri hluta júní hefur fleiri en 1.000 írökskum flóttamönnum verið hleypt inn í landið. „Við höfum nú þegar tekið við yfir 5.800 flóttamönnum á þessu fjárhagsári og tekið viðtöl við nógu marga til að ná 12.000 manna markmiðinu,“ sagði Tom Casey, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Markmiðið er þó mun lægra heldur en annarra landa og hefur Svíþjóð til dæmis tekið við 40.000 flóttamönnum frá árinu 2003. - mmf Írakskir flóttamenn Hálft markmið að nást núna KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.