Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 50
18 23. júní 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is STÆRÐFRÆÐINGURINN OG RÖKFRÆÐINGURINN ALAN TURING FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1912. „Við getum aðeins séð stutt fram í tímann en við sjáum margt þar sem þarf að gera.“ Alan Turing er þekktastur fyrir að finna upp svokallaða Tur- ing-vél sem gat reiknað allt sem reiknirit er til fyrir og reyndist mikilvæg fyrir fram- þróun tölva og tölvunarfræði. Þennan dag árið 1983 hélt Jóhannes Páll páfi II. einkafund með Lech Wal- esa, leiðtoga Samstöðu, sjálfstæðrar verkalýðs- hreyfingar í Póllandi sem hafði verið bönnuð árið 1981 þegar herlög voru sett í landinu. Páfinn og Walesa funduðu í Tatra- fjöllum í suðurhluta lands- ins við lok heimsóknar páfans. Talið er að páfinn hafi ráðlagt Walesa að treysta á ráð kaþólsku kirkjunnar í stað þess að skipuleggja mótmæli á götum úti, til þess að koma til leiðar umbótum í pólitísku landslagi Póllands. Þá er talið að páfinn hafi fært Walesa þær fregnir að líklegt væri að herlögunum yrði aflétt með haustinu. Þetta var önnur heimsókn páfans í heimaland sitt síðan hann tók við embætti. Lech Walesa var trúfastur kaþólikki og frami hans varð nokkuð samhliða því að Jó- hannes Páll settist í páfastól. Herlögum var aflétt aðeins mánuði eftir heimsókn páf- ans og fengu pólitískir fangar sakaruppgjöf. Árið 1983 hlaut Lech Walesa friðarverðlaun Nóbels og á næstu árum voru lögð drög að lýð- ræði í Póllandi. Árið 1989 vann Samstaða, flokkur Walesas, mik- inn sigur í kosningum og tók þátt í meirihlutastjórn. Árið eftir var Walesa kosinn forseti Póllands og tók hann til við markaðsvæðingu hagkerfis landsins. ÞETTA GERÐIST 23. JÚNÍ 1983 Lech Walesa á fund páfans MERKISATBURÐIR 1926 Jón Magnússon forsætis- ráðherra andast í för um Norðurland og Austfirði með dönsku konungs- hjónunum. 1926 Varðskipið Óðinn, fyrsta landvarnarskip Íslands, kemur til hafnar í Reykja- vík. 1940 Hitler skoðar merka staði í París í fyrstu og einu heimsókn sinni þangað. 1967 Willy Brandt, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands, kemur í opinbera heim- sókn til Íslands. 1977 Þjóðveldisbærinn í Þjórs- árdal formlega opnaður. 1984 Uppboð er haldið á eigum Johns Lennon, sem lést fjórum árum fyrr. 1995 Björgunarþyrlan Líf kemur til landsins. AFMÆLI GÍSLI B. BJÖRNSSON grafískur hönnuður er sjötugur í dag. SIGRÍÐUR Á. SNÆVARR sendi- herra er fimmtíu og sex ára í dag. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Otti Sæmundsson til heimilis að Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut laugardaginn 7. júní sl. Verður jarð- sunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 26. júní kl. 15.00. Guðríður Ottadóttir Lúðvík Eiðsson Anna Ottadóttir Hilmar Smith Auður Ottadóttir Ágúst Bjarnason Eyrún Ottadóttir Erik Jonsson barnabörn og barnabarnabörn. Tímamót urðu í íslenskri myndlist hinn 23. júní árið 1923 því þann dag lukust upp dyrnar að safnbyggingu Einars Jónssonar myndhöggvara efst á Skólavörðuhæð. Þar með var fyrsta listasafnið opnað almenn- ingi hér á landi. Opnunina bar upp á brúðkaupsafmæli Einars og Önnu Jörgensen, sem giftu sig þennan dag árið 1917. Einar var fyrsti íslenski myndhöggvarinn. Hann lærði við Konunglegu lista- akademíuna í Kaupmanna- höfn á árunum 1896-1899 og fyrsta verkið sem hann sýndi opinberlega var Útlagar. Það var á vorsýningunni í Kaup- mannahöfn árið 1901 og þar má segja að Einar hafi lagt grunn- inn að íslenskri höggmynda- list. Júlíana Gottskálksdóttir, listfræðingur og safnvörð- ur í Listasafni Einars Jóns- sonar, er fróð um söguna og henni segist svo frá: „Einar hafði boðið þjóð- inni verk sín að gjöf árið 1909 með þeim skilyrðum að þau yrðu flutt hingað til lands og að yfir þau yrði byggt á lands- ins kostnað. Árið 1914 var samþykkt á Alþingi að veita gjöfinni viðtöku með fyrrnefndum skilyrðum og um haustið sama ár sigldi Einar ásamt unnustu sinni frá Kaupmannahöfn hingað til lands og hófst handa við undirbúning safnsins.“ Í fyrstu var Einari boðin lóð undir húsið við Hverfisgötu þar sem Þjóð- leikhúsið var reist síðar en að sögn Júlíönu var hann ekki ánægður með lóðina. „Eins og búast mátti við af myndhöggvara sem var vanur að hugsa í þrívídd sá hann að þröngt yrði um safnið við Hverfisgötuna og afþakkaði boðið,“ segir hún. „Þess í stað kaus hann að því yrði fundinn staður efst á Skólavörðuholtinu, sem þá var í útjaðri bæj- arins. Hann sá holtið fyrir sér sem framtíðar- svæði ýmissa menning- arstofnana og gerði sér grein fyrir þeim mögu- leikum sem þessi hæsti sjónarhóll bæjarins bauð upp á.“ Til að gera uppdrátt að safnbyggingu leitaði Einar í fyrstu til Guðjóns Samúelssonar, sem stundað hafði nám í byggingar- list í Kaupmannahöfn. Upp úr því samstarfi slitnaði og fékk Einar nafna sinn, Einar Er- lendsson arki- tekt, til samstarfs. Saman undirrituðu þeir uppdrætti sem lágu til grundvallar byggingu sem reist var á holtinu sumarið 1916 og horn- steinn var lagður að í október sama ár. Því má segja að safnhúsið sé stærsti skúlptúr Einars. Sumarið 1917 segir Júlíana Einar hafa verið kallaðan til Bandaríkjanna til að gera tillögu að höggmynd af Þorfinni karlsefni í fyrirhugaðan höggmyndagarð í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. „Hinn 23. júní, daginn áður en þau Anna sigldu vestur um haf, fóru þau til prestsins í Landa- koti og létu gefa sig saman. Vígslu- dag safnsins árið 1923 bar því upp á brúðkaupsvígsludag þeirra sjálfra og það var varla tilviljun.“ Einar var brautryðjandi íslenskr- ar höggmyndalistar og áhrif hans á íslenska myndlist voru veruleg þó að enginn gengi í smiðju hans. Hann fluttist alkominn til Íslands árið 1920, þá 46 ára gamall. Í fyrstu hýsti safnbyggingin vinnustofu hans, sýn- ingarsal og íbúð þeirra Önnu. Með árunum fjölgaði verkunum og byggt var við húsið, fyrst við austurgafl og síðar vesturgafl. Nú eru sýningar- salir í öllu húsinu með helstu verk- um listamannsins og höggmynda- garður við Freyjugötuna, auk þess sem turníbúð þeirra hjóna er varð- veitt óbreytt frá þeirra tíð og er til sýnis. Þar er fábrotið listamanns- heimili sem þó ber yfirbragð heims- borgara og er búið fágætum hús- gögnum og listaverkum. Safnið er opið frá 14 til 17 alla daga nema mánudaga yfir sumar- ið og er aðgangur ókeypis á sunnu- dögum. Þar er safnbúð með afsteyp- um af höggmyndinni Alda aldanna og lágmyndinni Nótt, auk korta og veggspjalda. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn yfir sumartímann. gun@frettabladid.is LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: ÁTTATÍU OG FIMM ÁRA Fyrsta listasafnið sem opnað var almenningi hér á landi BRAUTRYÐJANDI ÍSLENSKRAR HÖGGMYNDALISTAR Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholtinu um það leyti sem það var opnað. Einar kaus að safninu yrði fundinn staður efst á Skólavörðuholtinu. Reyndist hann sannspár um þróun svæðisins sem framtíðarsvæði menningarstofnana. MYND/LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum stúlkna sem voru á myndum er fylgdu Teofani-sígarettum á árun- um 1929 og 1930. Safnið á nokkrar ómerktar mynd- ir og biður lesendur Frétta- blaðsins um aðstoð. Á vef Kvennasögusafnsins, www. kvennasogusafn.is/Teofani/ Teofani/Teofani.htm er hægt að skoða allar myndirnar. Ef einhver ber kennsl á stúlk- urnar er hann beðinn að hafa samband við Kvenna- sögusafnið í síma 525 5779 eða í tölvupósti á netfangið audurs@bok.hi.is. Þekkir einhver þessar stúlkur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.