Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 19.07.2008, Qupperneq 4
4 19. júlí 2008 LAUGARDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 17° 18° 20° 19° 25° 19° 19° 19° 24° 21° 26° 20° 26° 27° 29° 29° 23° Á MORGUN Hæg suðlæg átt. MÁNUDAGUR Suðaustan 8-13 m/s sunnan til síðdegis. 13 13 13 16 14 10 14 13 18 13 20 17 4 5 6 3 3 7 5 8 3 8 5 14 13 13 16 18 18 FRÁBÆRAR HELGARHORFUR Þó víða sé nokkur vindur á landinu verður ekki sagt annað en að veðurhorfurnar séu hreint frábærar. Bjartviðrisspá er fyrir meginhluta landsins síst þó reyndar fyrir austan en þar léttir þó til smám saman í dag. Á morgun verður svo víða bjart en þykknar upp síðdegis á landinu sunnan og vestan- verðu. Hitinn 10-20 stig, hlýjast til landsins. 15 15 17 15 14 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur STJÓNRSÝSLA Kristján Þór Júlíus son, vara formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir með miklum ólíkind- um að utanríkisráðuneytið skuli auglýsa svokölluð NATO-mannvirki sem eign Atlantshafs bandalagsins (NATO), þegar fyrir liggur að þau séu í eigu íslenska ríkisins. Breyta þurfi varnarmála lögum, sem kveða á um að varnarmálastofnun geti haft sér tekjur af útleigu mann virkj- anna. „Það er alveg rétt að þegar við yfirtókum þessi mann virki á sínum tíma þá tókum við yfir ákveðnar skyldur, það er um við- hald og þennan svokallaða afnota- rétt. Hins vegar getum við ekki litið svo á að Varnarmálastofnun eða utanríkisráðuneytið hafi bara fullar og óskoraðar heimildir til að auglýsa þessar eignir, sem rík- is sjóður hefur óumdeilanlega eigna rrétt yfir, þar á meðal alþjóðaflugvöll Íslendinga, sem eign NATO. Hvaða bull er þetta?“ Þar vísar Kristján meðal annars til tveggja aðalflugbrauta Kefla víkur flug- vallar, sem eru á eigna lista (e. asset inventory) NATO. Hann telur að utanríkisráð- u neytið og undir- stofnanir þess séu með þessu að reyna að búa sér til sjálfstæði þvert á þær regl- ur sem gilda um fjárreiður ríkis- ins. Grétar Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðu - neytis ins, sagði í Fréttablaðinu í gær að mann- virkin væru í eigu íslenska ríkisins, en NATO færi með óbeinan eignar- rétt á þeim í formi afnotaréttar. Tveir ljós leiðara þræðir hafa þegar verið boðnir út á grundvelli varnar- mála laganna. „Ef rétt reynist sem ég hef heyrt, að þeir geri síðan ráð fyrir að leigja flug vallarfélaginu og öðrum aðil- um aðstöðu á svæðinu, þá eru þeir að skapa sér þar tekjur með óeðli- legum hætti,“ segir Kristján. Þannig víki stofnunin sér undan almennum reglum um opinberar fjárreiður. „Minn skilningur er sá að varnar- málalög geti alls ekki tekið yfir ákvæði fjárreiðulaga. Ef þau stang- ast á þá ber að breyta varnarmála- lögunum. Það verður að vera óum- deilt að fjárreiðulögin hafa gildi og taka fjármálalegri umsýslu ein- stakra ráðuneyta eða stofnana fram,“ segir Kristján. Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, er sam- mála því að óeðlilega hafi verið að málinu staðið. „Mér finnst að varn- armálastofnun geti ekki sjálfkrafa innheimt tekjur af eignum sem eru svona tilkomnar,“ segir Jón. „Þó að þetta standi í lögum þá verður samt að skilgreina þetta sem tekjustofn. Óskil greindur tekjustofn sem þessi gengur ekki upp að mínu viti, stjórnsýslulega séð.“ Jón segir ekkert hafa verið fjall- að um þessa þætti málsins við afgreiðslu laganna. Óþolandi sé að ábyrgð og ráðstöfunarvald og þá gjöld og tekjur sem af því kunna að leiða, séu í lausu lofti. „Mín skoðun er sú að bæði utan- ríkisnefnd og fjárlaganefnd eigi að kalla eftir mjög tæmandi gögnum um þetta og það er spurning hvort tilefni sé til að Ríkisendurskoðun taki þetta til sérstakrar skoðunar þegar hún fer yfir reikningshald rík- isins,“ segir Jón. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG og fulltrúi flokksins í utanrík- ismálanefnd, hefur óskað eftir að nefndin verði kölluð til fundar til að ræða misvísandi upplýsingar um eignarhald á mannvirkjum á og við Keflavíkurflugvöll. Vill hann að nefndin verði upplýst um raunveru- lega stöðu mála. stigur@frettabladid.is Breyta þarf varnarmálalögum Varaformaður fjárlaganefndar telur að breyta þurfi nýlegum varnar málalögum. Ákvæði um NATO-mann- virki stangist á við fjárreiðulög. Hann segir umsýslu mannvirkjanna vera með miklum ólíkindum. MIÐNESHEIÐI Á annað hundrað mannvirkja á gamla varnarsvæðinu og víðar eru í eigu Íslendinga þótt NATO hafi afnotarétt af þeim. Varnarmálastofnun má hafa tekjur af útleigu mannvirkjanna samkvæmt vanarmálalögum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON JÓN BJARNASON DÓMSMÁL 45 ára gamall maður var í gær dæmdur fyrir vörslu barnakláms í Héraðsdómi Vestfjarða. Þótti hæfileg refsing 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Alls 26 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt voru í vörslu mannsins. Í dómnum kemur fram að litið hafi verið til þess að sumt af myndefninu hafi verið mjög gróft. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Auk 30 daga skilorðsbundins fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Þá var hald lagt á myndefnið og tölvubúnað. - þeb Með 26 barnaklámmyndir: Skilorð fyrir barnaklám ORKUMÁL Fátt þykir meira til marks um viðsnúning í umræð- unni um loftslagsmál en að jafnvel olíufyrirtæki eru farin að auglýsa hve umhverfisvæn þau séu. Bandaríski olíurisinn Chevron hefur nú opnað vefsíðu um umhverfis- og orkumál, willyou- joinus.com. Á síðunni má spila leik sem hannaður er af The Economist Group, móðurfyrir- tæki tímaritsins The Economist. Spilandi stjórnar borg og þarf að mæta orkuþörfum hennar á umhverfisvænan hátt. Leikja- kerfið byggist á raunverulegum gögnum og spám The Economist Group um þróun orkumála í heiminum. - gh The Economist hannar leik: Stjórnaðu borg BORGARLEIKUR Spilandi stjórnar orku- málum borgar. TÆKNI Vísindamenn frá Háskólan- um í Reykjavík urðu heimsmeist- arar í gervigreind á fimmtudag. Þetta er annað árið í röð sem Háskólinn í Reykjavík vinnur keppnina. Keppnin sem um ræðir fór fram á stærstu gervigreindarráð- stefnu heims og snýst um að búa til hugbúnað sem lærir af reynslu. Það voru þeir doktor Yngvi Björnsson, Hilmar Finnsson og Gylfi Þór Guðmunds- son sem hönnuðu sigurbúnaðinn og unnu Háskólann í Kaliforníu í úrslitunum - þeb Vísindamenn við HR: Heimsmeistar- ar í gervigreind DÓMSMÁL Þeir Björgólfur Guð- mundsson og Páll Bragi Kristjóns- son segja að Hafskipsmálið sé ekki uppgert af þeirra hálfu. Gaum- gæfileg athugun hafi farið fram á málinu sem sé ekki lokið. Þetta segja þeir í minningargrein um Ragnar Kjartansson, fyrrverandi stjórnarformann Hafskips, en hann lést síðastliðinn laugardag. Fréttablaðið greindi frá því í október síðastliðnum, að fjöldi lög- og sagnfræðinga rannsakaði málið að undirlagi þeirra Björ- gólfs, Páls og Ragnars. Ekki er endilega stefnt að endurupptöku dómsmálsins, heldur er öll umgjörð málsins til rannsóknar. Árið 1985 var Hafskip tekið til gjaldþrotaskipta. Gefnar voru út ákærur á hendur sautján mönnum og voru fjórir þeirra dæmdir til refsingar í Hæstarétti í júní 1991. Þyngsta dóminn hlaut Björgólfur Guðmundsson sem verið hafði for- stjóri Hafskips. Hann fékk tólf mánaða skilorðsbundinn fangels- isdóm. Þeir Björgólfur og Páll segja í minningargreininni að Ragnar hafi verið drifkraftur í baráttunni fyrir endurupptöku Hafskipsmálsins. „Hann tók mála- lyktirnar ákaflega nærri sér og eyddi mörgum árum í málsvörn og röksemdafærslu fyrir hinum raunverulegu staðreyndum sem lítt sáust í því moldviðri sem þyrl- að var upp[,]“ segir í minningar- greininni, sem birtist í Morgun- blaðinu. - kóp Björgólfur og Páll Bragi í minningargrein um Ragnar Kjartansson: Segja Hafskipsmálið óuppgert RANNSAKA HAFSKIP Þeir Björgólfur Guðmundsson og Páll Bragi Kristjóns- son hófu rannsókn á Hafskipsmálinu ásamt Ragnar Kjartanssyni heitnum. GENGIÐ 18.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 16,4258 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 79 79,38 157,69 158,45 125,22 125,92 16,79 16,888 15,545 15,637 13,218 13,296 0,7408 0,7452 129,1 129,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.