Fréttablaðið - 19.07.2008, Side 16

Fréttablaðið - 19.07.2008, Side 16
16 19. júlí 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 11. JÚLÍ. Fótamálið dularfulla „Tveir af þeim fimm fótum sem fundist hafa undan Vesturströnd Kanada tilheyra sama manninum. Þetta hefur DNA rannsókn leitt í ljós.“ Þessar upplýsingar fann ég í dag á visir.is. Þetta mál hefur lengi verið mér hugleikið, því að samkvæmt þeim fótareksfréttum sem borist hafa frá Kanada hefur einkum verið um vinstri fætur að ræða sem þar hefur rekið á land á undanförnum vikum fólki til mikillar skelfing- ar. Þó er það sennilega rétt hjá Vísi að fleiri en tveir af þessum fimm fótum geta varla tilheyrt sama manninum. Ef þrír eða fleiri fætur væru af sama líkinu væru það mikil tíðindi. Sömuleiðis þætti mér spennandi að vita hvort fótaparið sem DNA- fræðingar hafa nú álykt- að að sé af sama mann- inum séu hægri og vinstri fótur, ellegar hvort parið er vísbend- ing um áður ófundinn vinstrifættan kyn- stofn á plánet- unni. LAUGARDAGUR, 12. JÚLÍ. Niðurpökkun Þær stöllur frú Sólveig og litla Sól eru byrjaðar að pakka niður fyrir sumarleyfisferðina til Tenerife. Það tekur þær langan tíma því að þessu sinni hefur verið tekin ákvörð- un um að skilja megnið af búslóðinni eftir heima og notast eingöngu við tvær ferðatöskur. Sjálfur er ég snöggur að pakka. Ég þarf tölvu, bækur, vega- bréf, farmiða, pen- inga og tann- bursta. SUNNUDAGUR, 13. JÚLÍ. Flokksmaskína ryðgar Til að æfa okkur fyrir sumarleyfið fórum við út að borða á veitingahúsi í kvöld. Nú er loksins kominn alvöru mexíkanskur matstaður í Reykjavík og heitir Santa Maria og stendur við Laugaveginn, ég giska á númer 24. Þar er hægt að fá rétti úr mexikönsku eldhúsi á skikkan- legu verði. Það eina sem ég kann í spænsku lærði ég í sumarlangri dvöl í Mex- íkó árið 1974. Það eru orð eins og enchiladas, burritos, tacos, nachos, pan dulce og molé - það síðast- nefnda „molé“ er einhver lostæt- asta sósa í heimi, búin til úr þeim ólíklegu hráefnum pipar og súkku- laði. Hið mexí- kanska eld- hús er jafn- stórkostlegt og franskt, indverskt, kínverskt, taí- lenskt, ítalskt og líbanskt. Ef svona staðir væru í röðum á Laugavegin- um þyrfti sú gata engu að kvíða. Það er að vísu meiri vandi að bera fram góðan mat á góðu verði held- ur en að selja áfengi dýrum dómum. En fyrr eða síðar mun Reykjavík komast á það alþjóð- lega menningarstig að það þurfi meira en barborð og bjórkrana til að geta opnað vinsælan veitinga- stað. Það er stand á Goddastöðum núna. Dómsmálaráðherrann okkar virðist hafa dottið mjög harkalega á höfuðið því að nú er hann kominn með þá flugu í höfuðið að við eigum að taka upp evru sem gjaldmiðil - án þess að ganga í Evr- ópusambandið. Hugsanlega er mig að misminna en það er samt eins og mig rámi í að Valgerður Sverris- dóttir hafi áður en allt var komið í óefni hér á landi viðrað hugmyndir eitthvað í þessa veru sem vöktu mikla hneyksl- an og aðhlátur hjá Flokknum. Að ætla að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið er álíka raunhæft og stinga upp á því að ein- hver verði skipaður dómari við hæstarétt án þess að vera í Flokknum. Það er með ólíkindum hvað þessi ryðgaða valdamaskína er lengi að átta sig á því sem hvert mannsbarn á landinu veit. Þessi úrræðalausi seina- gangur minnir helst á öld- ungaveldið og flokks- maskínuna þegar Sovétríkin lögðust bana- leguna á síðustu öld. MÁNUDAGUR, 14. JÚLÍ. Ferðahugur og óhugur Nú er kominn ferðahugur í frú Sólveigu en ferðaóhugur í mig. Ég hlakka til þess að vera kominn á áfangastað en frómt frá sagt kvíði ég fyrir ferðalaginu. Mér finnst heldur óskemmtilegt að afsala mér bæði sjálfsögðum þægindum og mannlegri reisn eins og nú tíðk- ast ef fólk leggur á sig að ferðast flugleiðis. MIÐVIKUDAGUR, 16. JÚLÍ. Ferðamanna- stóriðja Sumarfríið er byrj- að og sólböðun hafin. Í gærmorgun á óguðlegum tíma ók Krummi okkur Andra, litlu Sól og frú Sólveigu til Kefla- víkur. Það var fyrsti leggur- inn í sumarleyfisferðinni til Kanarí- eyjunnar Tenerife. Næsti leggur var svonefnd innritun og tók lang- an tíma því að við lentum aftast í lengstu biðröð sem ég hef nokk- urn tímann tekið þátt í. Þarna í röðinni hittum við svo samferða- fólk okkar, doktorana Árnýju og Össur og dæturnar Birtu og Ingu og það voru fagnaðarfundir. Ástæðan fyrir því að Kanaríeyj- ar urðu fyrir valinu að þessu sinni sem sólarland er einfaldlega sú að reynsla okkar undanfarin ár af Miðjarðarhafslöndum er sú að í júlí og ágúst geti maður reiknað með að lenda í hitasvækju sem minnir fremur á helju en himna- ríki. Þrjátíu stig eru minn óskahiti. Við fjörutíu og fimm gráður eins og í Tyrklandi í fyrrasumar leið mér eins og spældu eggi og var álíka frjór í hugsun og forsætisráðherra á kreppu- tímum. Tenerife er ábyggilega afar merkilegur staður, en frómt frá sagt er það af landslaginu hérna sem ég hef séð á leiðinni frá flugvelli að íbúða- hótelinu ekki ósvipað mjög stórri malar- gryfju, grýtt og gróð- ursnautt. Á þessum allsherjar sprengisandi hefur sprottið upp alþjóðlegur ferðamannaiðnaður sem gengur fyrir sólarorku, því að hér er sumar og blíða allan ársins hring og svalandi hafgola. Íbúðahótelið sem við búum á heitir Marylanza. Þetta er nýlegt og þægilegt hótel, byggt í stíl sem hótel- eigendur telja greinilega að höfði til ferðafólks og virð- ist vera sprottinn úr einhverj- um ævintýraheimi mitt á milli pip- arkökuhúsa og Disneylands. Svo er sagt að engin sé rós án þyrna og ferðamannaiðnaður veld- ur því miður jafnmikilli mengun og önnur stóriðja. Sagnfræðingum ber ekki nákvæmlega saman um hverjir það voru sem útrýmdu frumbyggj- um Kanarí-eyja en alla vega voru það einhverjir utanaðkomandi aðilar. Nú eru eyjarnar sýsla í Spánarveldi. Á fyrri hluta síð- ustu aldar áður en flugsamgöngur urðu jafntíðar og nú var litið á þessar eyjar sem útkjálka og hing- að var hershöfð- inginn Franco sendur í nokk- urs konar skammarkrók. En hann lét krók koma á móti bragði og lagði fyrst eyjarnar undir sig og hélt síðan til meginlandsins og hertók allan Spán. Nafn Francos er síðan til- beðið af sanntrúuðum hægrimönn- um en réttlætinu þótti það enginn héraðsbrestur þegar fjandinn loksins sótti hann. FIMMTUDAGUR, 17. JÚLÍ. Heimsmarkaðsverð á sólarolíu Það tekur nokkra daga að ná full- komnu meðvit- undarleysi og þeirri andlegu djúpslökun sem er tilgangur sól- arlandaferða. Hérna á hót- elinu er prýði- leg aðstaða til að gleyma öllum áhyggj- um og sól- skinið er vel og ríkulega útilátið. Allar lífs- nauðsynjar eins og vatn og brauð og veitingastaðir eru innan seilingar og æðri máttarvöld hafa séð til þess að það netsamband við kreppuna á Íslandi sem hótelgestum var lofað reynist vera blekking. Til allrar hamingju er netsam- bandslaust við Ísland nema frá torfundnum netkaffihúsum og áhyggjuleysið algjört. Olíuverð á heimsmarkaði skipt- ir engu máli í velheppnuðu sumar- leyfi. Hér er það dagsprísinn á sól- arolíu sem er umræðuefnið á sundlaugarbakkanum. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Sóldýrkun í sandgryfju Í dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá sóldýrkun, sumarleyfi og ferðamannastóriðju. Einnig er fjallað um dularfulla fætur í Kanada, endalok Sovétríkjanna og heimsmarkaðsverð á sólarolíu. SAMSETT MYND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.