Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2008, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 07.09.2008, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 7. september 2008 11 ➜ ÓPERUR SEM TENGJAST STERKUM BÖNDUM Hefð er fyrir því að óperurnar Cavalleria Rusticana og Pagliacci séu sýndar saman. Þær eru tvær ein- þáttungsóperur þar sem daglegt líf fólks, harmur þess og gleði eru í forgrunni. Pagliacci þýðir trúðarnir og er eftir ítalska höfundinn Ruggero Leoncavallo. Cavalleria Rusticana er eftir Pietro Mascagni og er gerð eftir sikileyskri smásögu eftir Giovanni Verga. Pagliacci er ein vinsælasta óperan í dag og inniheldur aríuna Recitar! Vesti la giubba sem var hljóðrituð af Enrico Caruso og seldist í yfir milljón eintökum. Árið 1931 varð Pagliacci fyrsta óperan til þess að vera gerð að kvikmynd, með tenórnum Fernando Bertini í aðalhlutverki. Hér til hliðar sést Kristján á æfingu á Pagliacci í Íslensku óperunni í síðustu viku ásamt Sólrúnu Bragadóttur. söngvara en enga sólóista. Ég myndi byrja á grunninum og ráða inn gott fólk og góðar raddir. Það er heldur ekki hægt að halda uppi óperuhúsi án þess að eiga góðan kór sem svo gæti tekið að sér minni hlutverk í uppfærslum. Stærstu mistök Íslensku óperunn- ar í gegnum tíðina hafa verið að rembast við að ráða sólóista. Það bara gengur alls ekki að sama fólkið sé að syngja í Óperunni ára- tugum saman, þá fer að vanta allan ferskleika. En ég treysti Stefáni Baldurssyni og nýrri stjórn í Óperunni til þess að standa rétt að þessum málum.“ Kristján segir að Óperunni sé auðvitað afar þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega auk þess sem húsið sé svo lítið. „Það gengur alls ekki að reyna að setja upp ein- hverjar „grand“ óperur hér eins og til dæmis Aidu. Þetta verkefni sem er núna verið að vinna, Pagliacci og Cavalleria henta full- komlega. Wagner og Verdi eiga lítið erindi í núverandi húsnæði Íslensku óperunnar heldur myndi ég telja að flestallur Mozart myndi henta mjög vel, sem og antík- óperur eins og verk eftir Rossini, Donizetti og Monteverdi. Við verð- um líka að sinna fræðandi hlut- verki hér og bjóða fram minna þekkt stykki. Annað sem ég er mjög ósáttur við er að Sinfónían hafi ekki meiri skyldur við Óper- una. Við erum til dæmis að missa Sinfóníuna út í tónleikaferð nú í haust og verðum að gera hlé á sýn- ingum! Ég hef bara aldrei heyrt annað eins, að sinfónía geti bara lagt í tónleikaferð á mesta anna- tíma. En við verðum örugglega með fleiri sýningar þegar þau snúa aftur.“ Sjálfur hlustar Kristján aðal- lega á klassíska tónlist heima fyrir en segist einstaka sinnum grípa í rokkið. Ég spyr hvort hann hlusti þá á tónlistardívu Íslands, Björk? „Með fullri virðingu fyrir því hvað hún er að gera flotta og áhuga- verða hluti þá hlusta ég lítið á hana.“ En Sigur Rós? „Nei, almátt- ugur,“ segir hann og skellir upp úr. „En Nýdönsk er mjög skemmti- leg. Ég er hrifnastur af alvöru rokki og róli, þessu gamla og góða. Ég vil hafa þetta hrátt og villt, og í gamla daga elskaði ég Stones og The Animals. Rokk á að vera ungt og ferskt og djarft, þeir eiga að vera villtir á sviði með viskí og öskur.“ Hvað varðar óperuverkefnin um þessar mundir segist Kristján hafa verið einstaklega ánægður með hlutverk Heródesar sem hann söng í Rómaróperunni fyrir tveim- ur árum. „Mér fannst ég bara hel- víti góður og það gekk svo vel að þeir buðu mér Wozzeck í kjölfarið. Ég er þar í hlutverki hermannsins, þessa óskaplega rudda. Það er alveg viðbjóðslegt spennandi hlut- verk, ég þurfti að pissa á Wozzeck á sviðinu í þessari uppfærslu til dæmis. En ég hafði lúmskt gaman af að leika svona skúrk. Ég held áfram að syngja Wozzeck í vetur og svo stendur til að syngja í Óþelló á Spáni. Ég slæ aldrei hend- inni á móti einhverju bitastæðu. Ég er hins vegar farinn að hægja á mér. Eftir fimmtán ár ætla ég bara að hafa það kósí í kotinu með Jónu minni og börnin og barnabörnin í kringum mig. Fara í bátsferðir á Ítalíu og reiðtúra á Íslandi. Njóta lífsins og hafa það kjút.“                                  !!"   "         # !" !      $     %&'  (  ''        )    ***   ***   +,(,-.-/,-0-1//2($-3-4$5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.