Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 07.09.2008, Qupperneq 22
 7. september 2008 SUNNUDAGUR Fallegt umhverfi , skemmtilegt fólk og góðir vinnustaðir fyrir góðan hjúkrunarfræðing Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hjallatún og Heilsugæslustöðin í Vík auglýsa eftir hjúkrunarfræðing til afl eysinga í 1 ár Hjúkrunarfræðingurinn þarf að geta hafi ð störf sem fyrst Starfshlutfall: Um er að ræða 50% stöðu á Hjallatúni og 50% stöðu á Heilsugæslustöðinni. Hjallatún: Er lítið og hlýlegt heimili með tíu hjúkrunarrými, eitt hvíldarinnlagnarrými og sex dvalarrými. Hjá okkur ríkir mjög góður starfsandi sem endurspeglar virkt starfsmannafélag. Á heimilinu starfa tveir hjúkrunarfræðingar, og 14 starfsmenn í aðhlynningu, sex starfsmenn í eldhúsi og tveir í félagsstarfi og þvottahúsi. Starf hjúkrunarfræðings er fólgið í að sinna hjúkrunarþörfum heimilis- manna, sjá um lyfjapantanir, sinna bakvöktum á móti hinum hjúkrunarfræðingnum og fl eira. Heilsugæslustöðin: Sinnir Vík og sveitinni í kring alveg út undir Eyjafjöll. Starf hjúkrunarfræðings þar er fólgið í að sinna hei- mahjúkrun, ungbarnavernd, skólahjúkrun og almennum heilsug- æslustörfum. Hæfniskröfur: Viðkennt hjúkrunarleyfi frá Heilbrigðisráðuneytinu. Starfskjör: Laun samkvæmt samningum. Niðurgreitt húsnæði í ákveðinn tíma og skemmtilegt vinnuumhverfi . Frekari upplýsingar veitir: Sigríður Kjartansdóttir forstöðumaður Hjallatúns í síma 487-1348 eða netfang hjallatun@vik.is Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri Heilsugæslustöðvarinnar í Vík í síma 480-5340 eða netfang helga@hsu.is Umsóknir skulu sendar á ofangreind netföng eða með pósti stílað á: Hjallatún, hjúkrunar- og dvalarheimili Hátúni 10 – 12 870 Vík í Mýrdal Umsóknarfrestur er til 1. okt. 2008 Öllum umsóknum verður svarað HVAÐ VILDIRÐU VERÐA ÞEGAR ÞÚ YRÐIR STÓR? Nú er tækifærið til þess að láta drauminn rætast! Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að stækka og auglýsir eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Starfið er fjölbreytt og felur m.a. í sér slökkvistörf og reykköfun, björgun og sjúkra- og neyðarflutninga svo eitthvað sé nefnt. Starfsmenntun og þjálfun fer fram hér heima og erlendis. Hvernig sækir þú um? Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má nálgast á www.shs.is eða í þjónustuveri SHS, Skógarhlíð 14 í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. Láttu drauminn rætast og sæktu um! Kemst þú í liðið? Við gerum miklar kröfur og leitum að starfsfólki með stúdents- eða sveinspróf, sem er reglusamt og háttvíst, hefur góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, er laust við lofthræðslu og innilokunarkennd. Inntökupróf vegna starfsins reyna m.a. á styrk og þol. Mikilvægt er að kynna sér nánar upplýsingar um kröfur og inntökupróf á www.shs.is. Opinn kynningarfundur fyrir umsækjendur verður 18. september kl. 16.30 í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð SHS er byggðasamlag sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesskaupstaðar og Álftaness. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 5 8 4 Borgarskjalasafn Sérfræðingur í skjalastjórn Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Borgarskjalasafn Reykjavíkur óskar eftir að ráða sérfræðing í skjalastjórn til starfa á safninu. Helstu verkefni: Ráðgjöf og eftirlit með skjalastjórn borgarstofnana, kennsla á námskeiðum, skráning skjala og önnur störf. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi . • Reynsla og þekking á skjalastjórn. • Góð íslenskukunnátta og tölvufærni. • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. • Færni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða fullt framtíðarstarf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf sem fyrst. Upplýsingar veita Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður í síma 563-1770. Skrifl egum umsóknum skal skila til Borgarskjalasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík eða sendast á netfangið svanhildur.bogadottir@reykjavik.is. Umsóknarfrestur er til 22. september nk. RANNSÓKNARSTOFNUN Í FJÁRMÁLUM Rannsóknarstofnun í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (RUFRI) óskar að ráða tvo sérfræðinga til að starfa í teymi fræðimanna sem vinna að rannsóknum á fjármálageiranum og íslenskum og alþjóðlegum efnahagsmálum. Verkefnin felast í rannsóknum og greiningarvinnu á sviði efnahags- og fjármála. Í boði er áhugavert og krefjandi starf við sköpun nýrrar þekkingar í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Fyrirspurnum og umsóknum skal beint til Friðriks Más Baldurssonar prófessors og forstöðumanns rannsóknar- stofnunar í fjármálum við HR (fmb@ru.is), fyrir 20. september nk. Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Hæfniskröfur • Doktorspróf eða meistarapróf í hagfræði eða fjármálum. • Þekking á íslenskum og alþjóðlegum efnahagsmálum. • Sterkur grunnur í megindlegum aðferðum (stærðfræði, tölfræði, hagrannsóknir). • Færni í ritun íslensku og ensku. • Samskiptahæfileikar, metnaður, snerpa, áræðni og heilindi. Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka sam- keppnishæfni og lífsgæði. Akademískar deildir skólans eru fimm: Kennslufræði- og lýðheilsudeild, lagadeild, tölvunarfræði- deild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild og eru nemendur um 3000, en starfsmenn skólans eru hátt í 500 í 250 stöðugildum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.