Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 10
 16. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Ég hef upplifað eitt og annað í pólitík, en nú tekur steininn úr. HÖGNI HOYDAL ÞINGMAÐUR Ármúli 26 • Sími 522 3000 • www.hataekni.is 0 1 2 3 4 5 6 3,5 cm Enn á ný brýtur Hitachi blað í þróun og hönnun á skjám og tekur forskot á keppinautana. Hitachi Ultra Thin monitorinn er sá þynnsti á markaðnum, aðeins 3,5 cm. Skjárinn er "37 LCD Full HD (1920x1080 P) og vegur aðeins 14,6 kg. 100 Hz tækni, PICTURE MASTER myndtækni og skerpa allt að 10000:1. Hitachi Ultra Thin er stáss í hverja stofu. P IP A R • S ÍA • 8 1 6 6 7 EFNAHAGSMÁL „Það er mikilvægt að tapa ekki áttum þótt einhver áföll verði í hinum alþjóðlega við- skiptageira,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, spurður um þá vá sem nú blasir við í efna- hagslífinu. Spurður hvað fyrrverandi fjár- málaráðherra finnist um fram- göngu ríkisstjórnarinnar í því ástandi segir hann: „Ég ætla nú ekki að ræða þetta frá þeim grund- velli. En það má ekki gleyma því að sveiflur eru kjarninn í frjálsu markaðskerfi. Það hagkerfi hefur ekki verið fundið upp sem eilíf- lega stefnir upp á við. En það er einnig mikilvægt að hafa í huga í þessu samhengi að þungamiðjan í hagkerfi heimsins er að færast til. Kína, Indland og önnur ríki í Asíu eru sífellt að verða kröftugri afl- vélar í hagkerfi veraldarinnar. Þróun í Bandaríkjunum og Evrópu sem fyrir þrjátíu árum hefði haft grundvallaráhrif á hagkerfi heimsins kemur því öðruvísi út í upphafi þessarar aldar.“ Hann segir Íslendinga standa betur að vígi en flestar aðrar þjóðir í þrengingum þeim sem nú blasi við. „Ísland býr að óvenju sterkum auðlindum. Við erum hér með öflug fiskimið samanborið við aðrar þjóðir, við eigum gnótt af orku og óskað er eftir samstarfi við okkur í orkumálum nánast alls staðar að úr veröldinni, við erum eitt stærsta vatnsforðabú Evrópu, við eigum þessa fallegu og ein- stæðu náttúru og síðan þjóð sem er vel menntuð og með mikla reynslu. Við erum því kannski betur búin en margar aðrar þjóðir til þess að mæta sviptivind- um í viðskiptakerfum heimsins. Einnig er mikil- vægt að gleyma því ekki að á framfaraskeiði Íslands á seinni hluta tuttugustu aldar komu oft mjög erfiðir tímar. Til dæmis var útlitið með þeim hætti þegar ég var fjármálaráð- herra að nánast allur sjávar- útvegur landsins riðaði til falls og fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki, nánast í öllum landshlutum, voru við það að hætta starfsemi.“ Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði um helgina að kreppa væri ekki rétt skilgreining á ástandinu sem nú væri uppi hér á landi. Hvað segir Ólafur Ragnar um það? „Menn geta notað margvísleg orð, þetta eru erfiðleikar hjá einstaklingum og fyrir- tækjum þjóðarinnar. Þeir eru hins vegar minni en þeir erfiðleikar sem við höfum oft farið í gegnum á fyrri tíð.“ - jse Staða Íslands betri en margra annarra þjóða Forseti Íslands segir mikilvægt að minnast þess að þjóðin hafi farið í gegnum meiri erfiðleika en þá sem nú séu uppi. Hann segir þungamiðju hagkerfisins vera að fær- ast frá Vesturlöndum og áföllin hafi því ekki jafn víðtækar afleiðingar og áður. FÆREYJAR Jóannes Eidesgaard, lög- maður Færeyinga, sagði í gær upp stjórnarsamstarfi Jafnaðarmanna- flokks síns við Þjóðveldisflokk Högna Hoydal. Sjálfur hyggst Eides gaard þó sitja áfram í emb- ætti um sinn. Sem ástæðu stjórnarsamstarfs- slitanna nefnir Eidesgaard í frétt á vef færeyska útvarpsins „atburði síðustu daga í Þinganesi“ – stjórnar- skrifstofur færeysku landstjórnar- innar eru á Þinganesi í Þórshöfn. Eidesgaard vísar þar til aðgerða af hálfu Högna Hoydal, sem fór með utanríkismál í landstjórninni, sem lögmaðurinn áleit miða að því að grafa undan valdsviði sínu. „Ég hef upplifað eitt og annað í pólitík, en nú tekur steininn úr,“ hefur vefur Útvarps Föroya eftir Högna Hoydal. Raunverulega ástæðu Eidesgaards til stjórnar- slitanna telur Hoydal að rekja til „hræðslu“ lögmannsins við þann niðurskurð sem fyrir liggi að verði að grípa til í væntanlegum fjárlög- um. Eidesgaard viðurkennir að í stöðunni sé ekki nein önnur sam- steypustjórn í sjónmáli og þar sem svo stutt sé frá síðustu lögþings- kosningum lítist honum ekki á að boða til kosninga. - aa Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyinga, slítur stjórnarsamstarfi við Þjóðveldisflokk: Kom flatt upp á Högna Hoydal JÓANNES EIDESGAARD HÖGNI HOYDAL ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Hann segir þjóðina hafa farið í gegnum meiri erfiðleika en þá sem nú séu uppi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.