Fréttablaðið - 16.09.2008, Síða 34

Fréttablaðið - 16.09.2008, Síða 34
18 16. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is DAVID COPPERFIELD ER 52 ÁRA. „Ég bíð bara eftir því að fólk biðji mig um að stöðva regnið.“ Bandaríski sjónhverfinga- maðurinn David Copperfield er heimsþekktur fyrir að blanda saman sjónhverfingum og frásögnum. MERKISATBURÐIR 1810 Mexíkó lýsir yfir sjálf- stæði eftir að hafa tilheyrt Spáni. 1940 Skipverjar á togurunum Snorra goða og Arnbirni hersi bjarga um 400 mönnum af franska flutn- ingaskipinu Asca á Ír- landshafi, eftir að þýsk flugvél gerir árás á skipið. 1963 Lyndon B. Johnson, vara- forseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands í opin- bera heimsókn. Rúmum tveimur mánuðum síðar tekur hann við forseta- embættinu þegar John F. Kennedy er myrtur. 1989 Listmálarinn Erró gefur Reykjavíkurborg 2.000 listaverk eftir sig. Safninu er komið fyrir á Korpúlfs- stöðum. Bílaframleiðslufyrirtækið General Motors var stofnað í Bandaríkjunum þennan dag árið 1908. Nú hundrað árum síðar er fyrir- tækið einn stærsti bílaframleiðandi í heimi og hefur verið leiðandi á markaði síðastliðin 77 ár. Hjá fyrirtækinu störfuðu í byrjun þessa árs 284.000 manns víðs vegar um heiminn. Framleiðslan fer fram í 35 lönd- um og meðal bifreiðategunda eru Buick, Cadillac, Chevrolet, GM Dae- woo, GMC, Holden, Hummer, Opel, Pontiac, Saab, Saturn, Vauxhall og Wuling. Síðustu ár hafa verið fyrirtæk- inu afar erfið og árið 2007 nam tap þess 38 milljörðum dollara. ÞETTA GERÐIST: 16. SEPTEMBER 2008 General Motors stofnað Daniel Desbruyères, sérfræðingur hjá frönsku hafrannsóknastofnuninni og einn helsti djúpsjávarlíffræðingur heims, heldur í dag fyrirlestur til að heiðra minningu franska leiðangurs- stjórans og landkönnuðarins Jean-Bapt- iste Charcot sem fórst undan ströndum Íslands þennan dag árið 1936. Charcot, sem átti meðal annars að baki langt og merkilegt rannsóknar- starf á suður- og norðurpólnum, hafði verið leiðangursstjóri á rannsóknar- skipinu Pourquoi Pas? á Grænlandi en kom við á Íslandi, eins og oft áður, til að sækja kol og vistir. Á leið sinni frá Ís- landi til Kaupmannahafnar lenti skipið í miklu óveðri út af Mýrum í Borgar- firði og fórst. Alliance Francaise, franska sendi- ráðið og Háskóli Íslands hafa ákveðið að standa fyrir árlegum fyrirlestri um forvitnilegar rannsóknir sem unnar eru í anda Charcot á dánardegi hans en Charcot kannaði og kortlagði meðal annars haf- og landsvæðin umhverfis heimskautin í byrjun síðustu aldar. Þá stjórnaði hann fjölmennum þverfag- legum vísindaleiðöngrum á norðurslóð- um eftir fyrri heimsstyrjöldina. „Við fáum til liðs við okkur innlenda sem erlenda vísindamenn sem standa framarlega á sínu sviði og stunda rann- sóknir sem byggja á arfleifð Charcots og mun Desbruyères ríða á vaðið,“ segir Friðrik Rafnsson, forseti Alliance Francaise. Desbruyéres heldur opinn fyrirlestur á ensku um lífríki við neð- ansjávarhveri í djúphöfunum. Þá hefur hann meðal annars rannsakað á nýjasta hafrannsóknaskipi Frakka, Pourquoi Pas? „Þetta er eins og risastórt fljót- andi geimskip með tveimur kafbátum og afar forvitnilegt,“ segir Friðrik, sem telur samnefnt skip Charcot einnig hafa verið tilkomumikið er það sigldi inn Faxaflóann á fyrri hluta síðustu aldar, enda fullkomnasta rannsóknar- skip þess tíma. „Charcot kom hingað margsinnis á ferðalögum sínum og átti hér góða vini. Hann hélt meðal annars fyrir- lestra í Alliance Francaise og daginn áður en hann fórst var honum haldin mikil veisla. Þegar lík skipverja voru borin á land ríkti því mikil sorg en alls fórust 39 menn,“ útskýrir Frið- rik. Hann bendir á að á síðasta ári hafi vísindasögusýningunni Heimskaut- in heilla, sem fjallar um um ævi og störf Charcot, verið komið á fót í Há- skólasetri Suðurnesja í Sandgerði en þar hefur hluti Pourquoi Pas? verið endurgert og mun sýningin standa áfram. „Ég vonast svo til að þessir árlegu fyrirlestrar verði til þess að halda minningu þessa merka vísinda- manns og Íslandsvinar enn frekar á lofti,“ segir Friðrik en fyrirlestur Desbruyères verður haldinn í Öskju náttúrufræðahúsi klukkan 17.15. vera@frettabladid.is POURQUOI PAS?: ÁRLEGIR FYRIRLESTRAR TIL HEIÐURS JEAN-BAPTISTE CHARCOT Örlagaatburðar minnst FORVITNILEGAR RANNSÓKNIR Friðrik Rafnsson, forseti Alliance Francaise, segir árlegra fyrirlestra um rannsóknir sem unnar eru í anda Charcots að vænta á dánardegi vísindamannsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Friðrik Ketilsson Rauðumýri 10, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju fimmtudaginn 18. september kl.14.00. Laufey Bergrós Árnadóttir Júlíus Fossberg Friðriksson Árni Ketill Friðriksson Gígja Hansen Arnar Magnús Friðriksson afa og langafabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Lilju Þorleifsdóttur. Einnig færum við öllu starfsfólki sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju og alúð. Guð blessi ykkur öll. Brynjúlfur Jónatansson Halldór Guðbjarnason Ragnheiður Brynjúlfsdóttir Smári Grímsson Hjálmar Brynjúlfsson Margrét Ársælsdóttir Anna Brynjúlfsdóttir Rúnar Páll Brynjúlfsson Edda Sigurbjörg Jóhannsdóttir Brynhildur Brynjúlfsdóttir Rafn Pálsson Steinunn Jónatansdóttir Óðinn Steinson ömmubörn og fjölskyldur þeirra. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, Bárður F. Sigurðarson löggiltur endurskoðandi, lést á Dvalarheimilinu Grund fimmtudaginn 11. september. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 17. september kl.15. Guðrún Kalla Bárðardóttir Hilmar Sigurþórsson Gyða Bárðardóttir Þórhallur Maack Auður Bárðardóttir Guðbrandur Elíasson Sigurður Kr. Bárðarson Álfhildur Ólafsdóttir Bárður Örn Bárðarson Ólöf Margrét Snorradóttir Þorsteina Sigurðardóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Gestsdóttir Goðabraut 22, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 14. september. Útförin verður auglýst síðar. Friðþjófur Þórarinsson Þorsteinn Friðþjófsson Harpa Sigfúsdóttir Björn Friðþjófsson Helga Níelsdóttir Atli Viðar, Silja, Kristinn Þór, Andri Freyr, Rúnar Helgi og Daníel. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi okkar, Sveinn Kjartan Sveinsson verkfræðingur, Gullsmára 5, Kópavogi, lést fimmtudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 18. september kl. 15.00. Inga Valborg Einarsdóttir Soffía Sveinsdóttir Sveinn M. Sveinsson Auður E. Guðmundsdóttir Guðmundur G. Sveinsson Einar Sveinsson Arnhild Mølnvik Sigurður V. Sveinsson Auður Héðinsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir Guðmundur V. Friðjónsson afabörn, langafabörn og langalangafabarn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.