Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 24
 16. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● mænan er ráðgáta og þú gefur 1.000 kr. og þú gefur 3.000 kr. og þú gefur 5.000 kr. Hringdu núna: 904 1000 I 904 3000 I 904 5000 Taktu þátt í landssöfnun sem miðar að því að lækning finnist við mænuskaða. Það gefur fjölda fólks um heim allan von um að ganga á ný. Allir þeir sem skaddast á mænu eiga viðkomu á Grens- ásdeildinni. Páll Ingvarsson, sérfræðingur í taugasjúk- dómum, hefur mikla reynslu af meðferð mænuskaddaðra. Hann segir ekki spurningu um hvort lækning finnist á mænu- skaða heldur hvenær. „Claes Hultling, yfirlæknir á göngudeild fyrir mænuskaddaða í Stokkhólmi, sem jafnframt er sjálf- ur mænuskaddaður, er sannfærð- ur um að lækning muni finnast á næstu fimm til 150 árum,“ segir Páll í stuttu spjalli við skyldustörf á vinnustað sínum. „Mænan er flókinn tengiliður sem mætti líkja við Þjóðveg eitt sem vinnur úr flóknum boðum frá stjórnstöð líkamans, heilanum, og miðlar þeim áfram, með viðkvæm- um taugafrumum sem reynslan hefur sýnt að endurnýja sig ekki,“ segir hann og útskýrir að í dýratil- raunum hafi við sérstakar aðstæður tekist að fá fram takmarkaða endur- tengingu fram hjá sundurskor- inni mænu, en þar sé tvennu ólíku saman að jafna. „Sundurtætt mæna í manneskju er annað en snyrtilega skorin mæna í dýratilraun. Það er því langt í land að endanlegt svar fáist við því hvernig lækna skuli mænuskaða. Meðferð mænuskadd- aðra í dag felst í því að endurhæfa manneskjuna til sjálfsbjargar, forð- ast eða lágmarka skaðleg áhrif fylgikvilla, en þjálfa og nýta betur það sem er heilt eftir skaðann. Fyrir hálfri öld voru aðeins 2-3 prósent mænuskaddaðra enn á lífi tveimur árum eftir slys en nú eru lífs líkur þeirra nánast þær sömu og hjá þjóðinni í heild, þótt auðvitað sé það einstaklingsbundið.“ Á Grensásdeildinni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og aðrir fagmenn í sérstöku teymi sem held- ur utan um hinn mænuskaddaða og tekur á öllum þörfum hans – bæði andlegum, líkamlegum og félags- legum þáttum. „Það er stefna okkar að fylgja skjólstæðingnum eftir frá slysi til æviloka,“ segir Páll. Nokkrir einstaklingar með skerta handarfærni vegna hálsmænuskaða hafa gengist undir skurðaðgerðir á höndum til þess að auka færni þeirra til að nota hendurnar. Nú hafa sex Ís- lendingar farið í slíkar aðgerðir sem felast í því að tengja virka vöðva við sinafestingar lamaðra vöðva með sinaflutningum og ná aftur hreyfi- getu í hina lömuðu handarvöðva. Páll segir að þar að auki hafi tólf einstaklingum með hámænuskaða verið boðið að fara í slíka aðgerð. „Við köllum þetta færnisbætandi handaraðgerðir,“ útskýrir hann og talar um að einn þeirra sem fékk aukna færni í hendur með þessum hætti hafi hringt til sín nokkru eftir aðgerð og kvartað undan verkjum. „Þegar ég spurði hvað hann hefði verið að gera sagðist hann bara hafa olíuborið garðhúsgögnin, skrapað gluggana og málað bílskúrshurð- ina á húsinu sínu,“ segir læknir- inn hlæjandi en bætir við að þessi vinna hafi verið framkvæmd á löng- um tíma. „Þetta sýnir berlega hvað menn eru færir um að gera eftir svona aðgerðir.“ Páll talar einnig um aðgerðir sem miða að því að koma rafskautum fyrir í þind þeirra sem eru með það mikinn skaða að þeir geta ekki andað án öndunarvélar. „Með lítilli kviðsjáraðgerð eru rafskaut fest í þindina frá kviðarholi. Rafskautin eru síðan tengd við lítinn tölvufor- ritaðan straumgjafa sem veldur öndun með þindarsamdrætti. Það eykur frelsi þessara einstaklinga mjög og lífsgæði í leiðinni.“ Aðspurður hvort ekki sé erfitt að takast á við svona alvarlega fötlun með ungu fólki sem er í meirihluta þeirra sem skaddast á mænu svarar Páll: „Það tekur auðvitað oft á mann en það fyrsta sem ég segi einstakl- ingnum er sú staðreynd að hann getur gert nánast allt sem hann gerði áður, bara með öðrum hætti. Það er að vísu erfitt að vera togara- sjómaður, en allt er mögulegt. Ég veit til dæmis um tvo mænuskadd- aða bændur. Innan tíðar sjáum við líka skipstjóra í hjólastól,“ segir Páll Ingvarsson að lokum. Páll Ingvarsson, sérfræðingur í taugasjúkdómum, er bjartsýnn á að lækning við mænuskaða muni finnast. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allt er mögulegt Á undanförnum þrjátíu árum hef ég fylgst náið með baráttu mænu- skaddaðra á Íslandi. Í fyrra starfi mínu sem lögreglumaður var algengt að lögreglan væri fengin til að flytja fólk í hjólastólum á milli staða og kynntist ég þá fjölda einstaklinga sem flestir höfðu slasast í umferð- arslysum. Síðar átti ég eftir að eiga meiri samskipti við mænuskaddaða en fjöldi ungmenna hefur lagt for- varnastarfi félagsins lið með því að koma fram á umferðarfundum fé- lagsins og lýsa þar lífsreynslu sinni í forvarnaskyni. Á áhrifaríkan hátt hafa þau lýst afleiðingum slyssins og lífsbarátt- unni í hjólastól og þannig án efa komið í veg fyrir mörg umferðar- slysin. Þessi fötluðu ungmenni hafa öll talað um að það að setjast í hjóla- stól sé ekki þungbærast við fötlun- ina – heldur miklu frekar þær auka- verkanir sem lömunin hefur í för með sér. Enginn þeirra sættir sig við að vera mænuskaddaður til lífs- tíðar og öll eygja þau von um að lækning finnist við mænuskaða. Þau hafa sætt sig við aðstæður sínar og hafa með ánægju skýrt hreinskilnislega frá slysinu og afleiðingum þess í þeirri von að það hafi áhrif á aðra. Það var ógleymanleg lífsreynsla að ganga með hjúkrunarfræðingum í göngu gegn slysum þar sem mænuskaddaðir fjölmenntu til þess að vekja athygli á afleiðingum umferðarslysa. Ég ætla að styðja Mænuskaðasam- tök Íslands til þess að draumurinn verði að veruleika og hvet alla sem eru aflögufærir til að gera slíkt hið sama á föstudaginn. Mænan er vissu- lega ráðgáta – en við getum leyst þá ráðgátu með sameiginlegu átaki. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnafulltrúi VÍS Mænuskaddaðir berj- ast við umferðarslysin Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnarfull- trúi VÍS, ætlar að styðja Mænuskaða- samtök Íslands á föstudaginn. MYND/HREINN HREINSSON Markmið Mænuskaðastofnunar Íslands er að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að lækning á mænuskaða verði að veruleika. Stofnunin mun í því skyni afla fé innanlands og utan sem notað skal til eftirfarandi. 1. Vekja athygli á mænuskaða á alþjóðavettvangi. 2. Veita styrki til lækna,vísindamanna og annarra sem vinna að framförum á sviðinu. 3. Veita viðurkenningar fyrir framsýni og framúr- skarandi störf. 4. Vinna að því að mótuð verði lækningastefna fyrir fólk sem skaðast á mænu. Við mat á styrkjum og styrkbeiðnum mun leitað til viðurkenndra lækna og vísindamanna. Kennitala Mænuskaðastofnunar Íslands er: 411007-1030. Styrktarreikningur: 0311-26-81030. Markmið MÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.